Lista- og menningarráð

70. fundur 10. apríl 2017 kl. 17:30 - 19:15 Í Bókasafni Kópavogs
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram Forstöðumaður menningarmála Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.1006103 - Heiðurslistamaður og bæjarlistamaður Kópavogs.

Innsendar tillögur að heiðurslistamanni og bæjarlistamanni. Frestur til að senda inn tillögur rann út 6.apríl. Ráðið er ekki bundið við að fara að innsendum tillögum.
Endanlegri afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar en stefnt er að því að útnefning fari fram 11. maí á afmæli Kópavogsbæjar.

2.17031026 - Tíbrá, tónleikaröð

Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salarins, kynnir tillögur að tónleikum í næstu Tíbrár röð en auglýst var eftir umsóknum fyrr á árinu.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita 4,5 millj. kr. úr menningarsjóði á þessu ári í næstu Tíbrár-röð Salarins og tónskáldaverkefni og ennfremur samþykkir ráðið að sama upphæð verði eyrnarmerkt verkefnunum á næsta ári.

3.17011183 - Barnamenningarhátíð í Kópavogi 2017

Ólöf Breiðfjörð verkefnastjóri kynnir dagskrá Barnamenningarhátíðar í Kópavogi sem fram fer 25. til 29. apríl í Menningarhúsum Kópavogs.
Lista- og menningarráð þakkar fyrir og líst vel á spennandi og metnaðarfulla dagskrá Barnamenningarhátíðar í Kópavogi.

4.1704041 - Parabóla - gjöf til Menningarhúsa Kópavogs

Forstöðumaður menningarmála greinir frá því að Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður hafi boðið Menningarhúsum Kópavogs parabólu sína til afnota vegna menningarstarfs á vegum bæjarins. Til stendur að henni verði komið fyrir á útivistarsvæðinu milli húsanna í sumar. Trommuleikur og parabólan verður liður Barnamenningarhátíð í Kópavogi 2017.
Lista- og menningarráð þakkar Sigtryggi Baldurssyni fyrir höfðinglegt boð og að styðja menningarstarf á vegum bæjarins með þessum hætti.

5.1510254 - Menningarmál á vegum Kópavogsbæjar

Forstöðumaður menningarmála hjá Kópavogsbæ hefur sagt starfi sínu lausu og tekur á næstunni við starfi sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar.
Lista- og menningarráð óskar Örnu Schram til hamingju og velfarnaðar í nýju starfi hjá Reykjavíkurborg. Ráðið þakkar gott samstarf og vel unnin störf í þágu menningar og listalífs í Kópavogi.

Fundi slitið - kl. 19:15.