Lista- og menningarráð

69. fundur 16. mars 2017 kl. 17:15 - 18:20 í Náttúrufræðistofu Kópavogs
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram Forstöðumaður menningarmála Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.1206421 - Náttúrufræðistofa Kópavogs.

Lemke Meijer frá Gagarín og Axel Hallkell Jóhannesson fara yfir hugmyndir og tillögur að nýrri útfærslu að sýningu Náttúrufræðistofu Kópavogs. Unnið er að breytingu á sýningu safnsins í svokölluðum jarðfræðigangi og er verkefnið að mestu fjármagnað með styrk úr Safnaráði.
Ráðið þakkar fyrir kynninguna.

2.1703524 - Karlakór Kópavogs. Umsókn um styrk til greiðslu húsaleigu vegna boðstónleika í Salnum 30. mars 2017.

Ráðið samþykkir að veita 180.000 kr. til verkefnisins.

3.1610382 - Bókasafn Kópavogs 2017

Forstöðumaður Bókasafns Kópavogs óskar eftir styrk úr lista- og menningarsjóði til að fjármagna lestrargöngu milli Menningarhúsa Kópavogs og Sundlaugar Kópavogs.
Ráðinu líst vel á verkefnið en óskar eftir ítarlegri kostnaðaráætlun.

Fundi slitið - kl. 18:20.