Lista- og menningarráð

45. fundur 02. júlí 2015 kl. 17:15 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Birtna Björnsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.1505226 - Bæjarlistamaður og heiðurslistamaður Kópavogs

Ráðið ræðir hvenær tilkynna á útnefningarnar.
Stefnt að því að útnefningar fari fram í ágúst.

2.15061698 - Umsókn um styrk vegna tónleikaraðarinnar "Líttu inn í Salinn"

Umsókn lögð fram.
Ráðið samþykkir styrk að upphæð kr. 600.000.

3.15061705 - Umsókn um styrk vegna TKTK (tónleikaraðar kennara TK)

Umsókn lögð fram.
Ráðið óskar eftir því að hitta forsvarsmenn umsóknarinnar á næsta fundi til að ræða möguleika á því að hún verði betur löguð að nýsamþykktri menningarstefnu bæjarins.

4.1104012 - Málefni Gerðarsafns.

Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, listrænn stjórnandi, kynnir sýningardagskrá og verkefni framundan. Málefni kaffistofu Gerðarsafns einnig rædd.
Lista- og menningarráð þakkar listrænum stjórnanda fyrir kynninguna.

Fundi slitið.