Lista- og menningarráð

60. fundur 26. maí 2016 kl. 17:15 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Þórður Gunnarsson varamaður
Fundargerð ritaði: Arna Schram Forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.1505226 - Bæjarlistamaður Kópavogs 2016-2017.

Ráðið fer yfir hugmyndir og tillögur.
Bæjarlistamaður er valinn en útnefning verður gerð opinber síðar.

2.1003007 - Gerðarsafn

Skipan listráðs Gerðarsafns. Lögð fram skipan listráðs Gerðarsafns ásamt greinargerð listræns stjórnanda safnsins fyrir valinu. Ráðið er skipað til eins árs og er listrænum stjórnanda til listrænnar ráðgjafar. Í listráðinu eru auk Kristínar Dagmar Jóhannesdóttur, Bjarni Sigurbjörnsson, Ólöf Nordal og Sirra Sigrún Sigurðardóttir. Fjöldi funda og nánara fyrirkomulag er ákveðið í samráði við forstöðumann Listhúss Kópavogsbæjar.
Lista- og menningarráð fagnar þessu skrefi enda sé með því verið að styrkja faglegt starf Gerðarsafns.

3.1605976 - Umsókn um styrk vegna 45 ára afmælissýningar Gerplu

Lagt fram.
Lista- og menningarráð samþykkir að veita 300.000 kr. til verkefnisins.

4.1205551 - Málefni Salarins, tónlistarhúss Kópavogs.

Skipan tónlistarráðs Salarins. Lögð fram skipan tónlistarráðs Salarins ásamt greinargerð forstöðumanns Salarins fyrir valinu. Ráðið er skipað til eins árs og er forstöðumanni Salarins til listrænnar ráðgjafar.Í tónlistarráðinu eru auk Aino Freyju Jarvela, Bjarni Frímann Bjarnason, Erpur Eyvindarson og Guðrún Birgisdóttir. Fjöldi funda og nánara fyrirkomulag er ákveðið í samráði við forstöðumann Listhúss Kópavogsbæjar.
Lista- og menningarráð fagnar þessu skrefi enda sé með því verið að styrkja faglegt starf Salarins.

Fundi slitið.