Lista- og menningarráð

351. fundur 18. febrúar 2010 kl. 18:00 - 18:45 Fannborg 2, 2. hæð, Litli salur
Fundargerð ritaði: Linda Udengård deildarstjóra menningarmála
Dagskrá

1.909009 - Kópavogsdagar 2010

Undirbúningur á markaðssetningu og auglýsingum á Kópavogsdögum kynnt af Lindu Udengård, deildarstjóra menningardeildar. 

2.1002181 - Geymsluhúsnæði fyrir menningarstofnanir.

Guðrún Pálsdóttir sviðstjóri Tómstunda- og menningarsviðs upplýsti ráðið um fyrirhugaðar breytingar á rými undir safnaðarheimili Kópavogskirkju, til þess að rýmið geti nýst sem geymslurými fyrir söfn bæjarins.  Ráðið lýsti yfir óskum um frekari upplýsingar og kostnaðaráætlun.

3.912647 - Safnanótt 2010

Linda Udengård sagði frá framkvæmd og útkomu Safnanætur sem fram fór 12. febrúar 2010.  Þær menningarstofnanir sem tóku þátt voru Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Tónlistarsafn Íslands, Molinn- Ungmennahús og Héraðsskjalasafn.  Í heildina voru það 1800 manns sem sóttu söfnin heim, en 10.000 manns sóttu söfnin sem tóku þátt í verkefninu í heild. 

Lista- og menningarráð fagnar samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á Safnanótt og hvetur til áframhaldandi samstarfs að ári. 

4.1001159 - Útilistaverk í Kópavogi

Sagt frá vinnu sem unnin hefur verið varðandi skráningu á útilistaverkum í Kópavogi.  Listinn inniheldur upplýsingar um verk, höfund, aldur verks og staðsetningu og mun verða kynntur ítarlegar á fundi síðar.  Garðyrkjustjóri Friðrik Baldursson vinnur að verkefninu ásamt deildarstjóra menningardeildar Lindu Udengård.

5.1002201 - Verkefna- og viðburðastyrkir Lista- og menningarráðs 2010.

Ráðið samþykkir að auglýst sé eftir umsóknum um styrki vegna framúrskarandi listnema,  viðburða og verkefna.

Fundi slitið - kl. 18:45.