- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Guðrún Pálsdóttir sviðstjóri Tómstunda- og menningarsviðs upplýsti ráðið um fyrirhugaðar breytingar á rými undir safnaðarheimili Kópavogskirkju, til þess að rýmið geti nýst sem geymslurými fyrir söfn bæjarins. Ráðið lýsti yfir óskum um frekari upplýsingar og kostnaðaráætlun.
Linda Udengård sagði frá framkvæmd og útkomu Safnanætur sem fram fór 12. febrúar 2010. Þær menningarstofnanir sem tóku þátt voru Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Tónlistarsafn Íslands, Molinn- Ungmennahús og Héraðsskjalasafn. Í heildina voru það 1800 manns sem sóttu söfnin heim, en 10.000 manns sóttu söfnin sem tóku þátt í verkefninu í heild.
Lista- og menningarráð fagnar samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á Safnanótt og hvetur til áframhaldandi samstarfs að ári.
Sagt frá vinnu sem unnin hefur verið varðandi skráningu á útilistaverkum í Kópavogi. Listinn inniheldur upplýsingar um verk, höfund, aldur verks og staðsetningu og mun verða kynntur ítarlegar á fundi síðar. Garðyrkjustjóri Friðrik Baldursson vinnur að verkefninu ásamt deildarstjóra menningardeildar Lindu Udengård.
Ráðið samþykkir að auglýst sé eftir umsóknum um styrki vegna framúrskarandi listnema, viðburða og verkefna.
Fundi slitið - kl. 18:45.
Undirbúningur á markaðssetningu og auglýsingum á Kópavogsdögum kynnt af Lindu Udengård, deildarstjóra menningardeildar.