Bæjarráð

2599. fundur 16. júní 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1106066 - Umsókn um launað námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 14/6, umsögn um erindi starfsmanns leikskóla um launað námsleyfi, þar sem lagt er til að bæjarráð synji erindinu.

Bæjarráð samþykkir tillögu starfsmannastjóra og synjar að veita Bryndísi Baldvinsdóttur launað námsleyfi til framhaldsnáms við HÍ á næsta skólaári.

 

Bæjarráð bendir á að í ljósi sérstakra aðstæðna er launuðum námsleyfum hafnað á árinu 2011 en felur starfsmannastjóra að fara yfir reglur og skýra verkferla.

2.1106229 - Götulýsing

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs að kanna möguleika þess að slökkt verði á götulýsingu á bjartasta tíma ársins.

3.1106227 - Tillaga um fjölgun sumarstarfa

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð Kópavogs samþykkir að fyrirtækjum starfandi í Kópavogi verði boðin greiðsla sem nemur fjárhagsaðstoð bæjarins ef þau ráða til sín ungt fólk í sumarvinnu ákveðinn tíma í sumar. Atvinnufulltrúum bæjarins verði falið að útfæra þessa tillögu nánar.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

4.1106226 - Ósk um reglur um svör við fyrirspurnum

Gunnar Ingi Birgisson óskar eftir upplýsingum um hvaða reglur gilda um svör við fyrirspurnum.

 

5.1106209 - Ársskýrsla KGRP 2010

Frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma, dags. 9/6, ársskýrsla KGRP fyrir 2010.

Lagt fram.

6.1106215 - Boðað verkfall leikskólakennara 22. ágúst nk.

Frá Samleik, samtökum foreldra leikskólabarna í Kópavogi, dags. 15/6, óskað eftir afstöðu bæjarins til fyrirhugaðra verkfallsaðgerða og upplýsingum um ráðstafanir bæjarins til að tryggja starfsemi í leikskólum, sérstaklega hvað varðar börn með fötlun.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar og óskar eftir að bæjarstjóri taki málið upp á vettvangi SSH.

7.1101970 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Frá Slökkviliði hbsv., dags. 14/6, upplýsingar sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 10/2 sl. varðandi gjaldskrá slökkviliðsins, en bæjarráð vísaði 3. gr. gjaldskrárinnar aftur til stjórnar SHS til frekari skoðunar.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

8.901090 - Þorrasalir 1- 15, breytt deiliskipulag

Frá Advel lögfræðiþjónustu, Jóni Ögmundssyni hrl., dags. 7/6, mótmæli vegna deiliskipulagsbreytinga á Þorrasölum 1 - 15.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsstjóra til umsagnar.

9.910072 - Kvörtun til Persónuverndar vegna kortavefs á vefsíðu Kópavogsbæjar.

Frá Persónuvernd, dags. 8/6, óskað nákvæmari upplýsinga varðandi fyrirhugaðar birtingar gagna um fasteignir á heimasíðunni.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

10.1106140 - Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2011

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 3/6, tilkynning um og upplýsingar varðandi fyrirhugaðan Dag íslenskrar náttúru 16. september nk.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.

11.1106118 - Dreifibréf varðandi öryggi á sundstöðum

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 1/6, tilmæli varðandi öryggismál á sundstöðum.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til afgreiðslu.

12.1105499 - Sérfræðiþjónusta á menntasviði

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 24/5, tillaga vegna sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla, sem frestað var í bæjarráði 9/6 lið 4 (sbr. lið 14 í fundargerð leikskólanefndar 7/6) og lið 8 (sbr. lið 2 í fundargerð skólanefndar 6/6), ásamt upplýsingum um kostnað.

Hlé var gert á fundi kl. 9:30.  Fundi var fram haldið kl. 9:45.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu vegna sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla með þremur atkvæðum gegn tveimur.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Hér miðar allt að því að blása út báknið í Kópavogi. Í þeim útreikningum sem lagðir eru til grundvallar er ekki tekið tillit til betri nýtingar hjá verktökum þar sem aðeins er greitt fyrir unna tíma á meðan það liggur í hlutarins eðli að greitt er fyrir vannýtta tíma hjá þeim sem eru hefðbundnir launamenn. Auk þess er launatengdur kostnaður og annar tilheyrandi kostnaður gróflega vanmetin. Þjónustustig mun lækka og því munu börnin og foreldrar þeirra finna fljótt fyrir.  Þá liggur ekki fyrir afstaða skólastjóra til málsins, eins og við höfðum óskað eftir, sem er enn eitt dæmið um samráðsleysið hjá þessum meirihluta.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

Ómar Stefánsson tekur undir bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Á tímum aðhalds og sparnaðar þarf að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að skerða þjónustu við bæjarbúa.  Með því að ráða skólasálfræðinga í hlutastörf má halda uppi sömu þjónustu með minni tilkostnaði.  Rétttrúnaður Sjálfstæðisflokksins, þegar kemur að einkaframtakinu þvælist augljóslega fyrir  þeim.  Við því er lítið að gera.

Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Ólafur Þór Gunnarsson"

 

Guðmundur Freyr Sveinsson vék af fundi undir þessum lið.

13.1106008 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 14/6

14. fundur

Bæjarráð staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

14.1105631 - Umsókn um launað námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 14/6, umsögn um erindi starfsmanns leikskóla um launað námsleyfi, þar sem lagt er til að bæjarráð synji erindinu.

Bæjarráð samþykkir tillögu starfsmannastjóra og synjar að veita Önnu Björgu Thorsteinsson launað námsleyfi til framhaldsnáms við HÍ á næsta skólaári.

 

Bæjarráð bendir á að í ljósi sérstakra aðstæðna er launuðum námsleyfum hafnað á árinu 2011 en felur starfsmannastjóra að fara yfir reglur og skýra verkferla.

15.1105568 - Umsókn um launað leyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 14/6, umsögn um erindi starfsmanns leikskóla um launað námsleyfi, þar sem lagt er til að bæjarráð synji erindinu.

Bæjarráð samþykkir tillögu starfsmannastjóra og synjar að veita Jónínu S. Valdimarsdóttur launað námsleyfi til framhaldsnáms við HÍ á næsta skólaári.

 

Bæjarráð bendir á að í ljósi sérstakra aðstæðna er launuðum námsleyfum hafnað á árinu 2011 en felur starfsmannastjóra að fara yfir reglur og skýra verkferla.

16.1105512 - Smiðjuvegur 9, Smiðjukaffi ehf. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, dags. 15/6, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 24. maí 2011 þar sem óskað er umsagnar umsóknar Smiðjukaffis ehf., kt. 530511-2270, um rekstrarleyfi fyrir kaffihús, Smiðjukaffi ehf. (bakarí) að Smiðjuvegi 9 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk I, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

17.1104244 - Varðandi umsagnir um frumvarp til nýrra sveitarstjórnalaga

Fjármála- og hagsýslustjóri mætti til fundar og gerði grein fyrir umsögn fjármálastjóra sveitarfélaga, sem frestað var í bæjarráði 9/6.

Lagt fram.

18.1105294 - Sumarvinna 2011

Frá bæjarstjóra, dags. 14/6, svar garðyrkjustjóra við fyrirspurn Ómars Stefánssonar varðandi sumarvinnu unglinga.

Lagt fram.

19.1101878 - Stjórn Strætó bs. 3/6

156. fundur

Lagt fram.

20.1104044 - Skólagerði 3, deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir erindið.

21.1105633 - Þrúðsalir 7, deiliskipulag

Með tilvísan í 5. gr. skipulags- og byggingarskilmála fyrir Þrúðsali 1, 3, 5 og 7 samþykkir skipulagsnefnd að fyrirhugað einbýlishús að Þrúðsölum 7 verði byggt á einni hæð án kjallara.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir erindið.

22.1104206 - Hæðarendi 6-8, breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir erindið.

23.1106007 - Skipulagsnefnd 14/6

1191. fundur

 

Fundi slitið - kl. 10:15.