Bæjarráð

2587. fundur 17. mars 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1103159 - Ársreikningur SORPU bs. 2010

Frá Sorpu bs., dags. 10/3, ársreikningur 2010.

Lagt fram.

2.1103168 - Ósk um viðræður

Frá Samtökum verslunar og þjónustu, óskað eftir viðræðum vegna reksturs leikskólans Kjarrsins.

Bæjarstjóri mun eiga fund með samtökunum á morgun.

3.1103160 - Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011

Frá Þjóðskrá Íslands, dags. 9/3, varðandi kjörskrá fyrir kosningarnar 9. apríl nk.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

4.1103121 - Beiðni um styrk vegna AEHT ungmennaþings í Menntaskólanum í Kópavogi

Frá fagstjóra ferðagreina í MK, dags. 7/3, varðandi AEHT, Evrópusamtök hótel-, matvæla- og ferðamálaskóla, sem MK er í samstarfi við.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

5.1103157 - Umsókn um styrk

Frá Specialisterne á Íslandi, dags. í mars, beiðni um að Kópavogsbær gerist stofnfjáraðili að samtökunum, en þau vinna með styrkleika einhverfra.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til afgreiðslu.

6.1102549 - Fyrirspurn um umsögn Héraðsskjalasafns

Frá formanni stjórnar Héraðsskjalasafns, afrit af bréfi til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 10/3, varðandi umsögn héraðsskjalavarða Kópavogs og Selfoss um drög að frumvarpi til laga um Þjóðskjalasafn Íslands.

Lagt fram.

7.1103208 - Líkamsrækt í Versölum. Óskað eftir viðræðum um líkamsræktarþjónustu

Frá Gerplu, dags. 24/9 2010, óskað eftir formlegum viðræðum varðandi líkamsrækt að Versölum.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

8.1103201 - Heiðaþing 2-4. Lóðarumsókn

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 15/3, lögð fram umsókn GÁ bygginga ehf. sem hafa sótt um lóðirnar Heiðaþing 2 og 4.

Bæjarráð samþykkir að úthluta GÁ byggingum ehf. lóðunum Heiðaþingi 2 og 4.

9.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 22/3.

I. Fundargerðir nefnda.

II. Skipulagsmál.

III. Framlög til íþróttafélaga í fjárhagsáætlun 2011.

IV. Kosningar.

10.1103142 - Dimmuhvarf 14. Endurnýjun lóðarleigusamnings

Frá JP lögmönnum, dags. 7/3, varðandi Dimmuhvarf 14.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

11.1103252 - Framkvæmdir við Arnarnesveg

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfissviðs verði falið að ræða við Vegagerðina um framkvæmd Arnarnesvegar frá Reykjanesbraut að Fífuhvammsvegi. Vegurinn verði tvær akreinar í stað fjögurra, sem var upphaflega útfærslan. Þessi útfærsla er kostnaðarminni og er meiri möguleiki að Vegagerðin geti ráðist í framkvæmdina.  Hlutur Kópavogsbæjar er ca. 15-20%.

Ráðast þarf í viðræðurnar við Vegagerðina sem fyrst, þannig að hægt sé að bjóða út verkið í vor, ef af verður.

Gunnar Ingi Birgisson"

 

Bæjarráð samþykkti tillöguna einróma.

12.1103253 - Tillaga um stjórnsýsluúttekt

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi tillögu um stjórnsýsluúttekt:

"Gerð verði stjórnsýsluúttekt á starfsemi Salaskóla frá því að hann hóf starfsemi til og með ársins 2010. Eftirfarandi verði athugað sérstaklega:

1. Hefur Salaskóli haldið sig innan samþykktra fjárheimilda á þessum tíma? Ef svo er ekki þarf skýringar á því.

2. Úttekt á innra starfi skólans á þessum tíma. Athugasemdir hafa borist frá menntamálaráðuneytinu á þessu tímabili. Skýra þarf hverjar þær voru og hvernig var brugðist við þeim.

3. Það er þekkt staðreynd að skólastjóri Salaskóla hefur verið bæjarfulltrúi í Kópavogi frá árinu 2002. Hafa störf hans sem bæjarfulltrúa haft áhrif á starfsemi skólans?

4. Reikna skal með að úttektir taki að hámarki 100 tíma hjá aðilum sem hafa til þess þekkingu og reynslu. Úttektin verði boðin út til aðila, sem sérhæfa sig í slíkum verkefnum og að verklok verkefnisins verði eigi síðar en 1. júlí 2011.

Gunnar Ingi Birgisson"

 

Hlé var gert á fundi kl. 10:28.  Fundi var fram haldið kl. 10:35.

 

Tillaga Gunnars Inga Birgissonar var felld með þremur atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með henni.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Við bendum á að fyrir liggur tillaga um stjórnsýsluúttekt og er með öllu óeðlilegt að einstaka stofnun bæjarins sé tekin út með þessum hætti.  Á þeim forsendum höfnum við tillögunni.

Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Guðný Dóra Gestsdóttir, Rannveig Áseirsdóttir"

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Formaður bæjarráðs hefur fjallað í fjölmiðlum um stjórnsýsluúttekt hjá Kópavogsbæ án þess að fyrir liggi nein formleg samþykkt bæjarstjórnar þar um.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

13.1103254 - Fyrirspurn um Glaðheimasvæði

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn til formanns bæjarráðs:

"Í þættinum "Speglinum" á RUV nýlega fullyrti formaður bæjarráðs að svokallaðir uppkaupsmenn á Glaðheimasvæðinu hefði hagnast um 500 milljónir á árinu 2006. Spurt er:

a) Hvaðan hefur formaðurinn þessar upplýsingar?

b) Eru til bókhaldsgögn sem sýna þennan mikla hagnað?

c) Hvað aðilar voru það sem nutu þessa hagnaðar?

d) Hvernig var hagnaðurinn tilkominn?

Skriflegt svar óskast.

Gunnar Ingi Birgisson"

14.1103255 - Fyrirspurn um boðsferð

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn til Gunnars I. Birgissonar:

"Fyrir liggur að fyrrverandi bæjarstjóri Gunnar Ingi Birgisson fékk boð frá Landsbankanum, um ferð á leik West Ham United og Newcastle United þann 26. apríl 2008 kl. 15.00. Spurt er: Þáði Gunnar þetta boð?

Hjálmar Hjálmarsson"

15.1006253 - Kosningar í skólanefnd 2010 - 2014

Ómar Stefánsson lagði fram tilnefningu áheyrnarfulltrúa Framsóknarflokks í skólanefnd:

Andrés Pétursson og Alexander Arnarsson til vara.

16.1103102 - Kosningar í íþróttaráð 2011

Ómar Stefánsson lagði fram tilnefningar áheyrnarfulltrúa Framsóknarflokks í íþróttaráð:

Sveinn Sigurðsson og Sigurjón Jónsson til vara.

17.1006252 - Kosningar í skipulagsnefnd 2010 - 2014

Ómar Stefánsson lagði fram tilnefningar áheyrnarfulltrúa Framsóknarflokks í skipulagsnefnd:

Kristinn Dagur Gissurarson og Kristján Matthíasson til vara.

18.11011015 - Ítrekun fyrri fyrirspurna

Gunnar Ingi Birgisson ítrekar fyrri fyrirspurnir og óskar eftir lista yfir framlagðar fyrirspurnir í tímaröð. Þá óskaði hann fært til bókar að hann minni á ákvæði stjórnsýslulaga í þessu efni.

19.1101996 - Stjórn Sorpu bs. 7/3

283. fundur

20.1103008 - Félagsmálaráð 15/3

1304. fundur

21.1103003 - Skipulagsnefnd 15/3

1188. fundur

Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

22.1010192 - Rjúpnahæð vesturhluti, breytt aðalskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt umsögn og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.

 

Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

23.1010193 - Rjúpnahæð vesturhluti, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi og skipulagsskilmálum Rjúpnahæðar vesturhluta með áorðnum breytingu þar sem komið er til móts við framkomnar athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt umsögn skipulags- og byggingardeildar um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma.
Tillögunni ásamt umsögn vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

24.1103084 - Lundur 86-92. Breytt deiliskipulag.

Með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er það mat skipulagsnefndar að umrædd breyting á deiliskipulagi við Lund 86-92 hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

25.1101857 - Skólanefnd MK 8/3

12. fundur

26.1101641 - Stjórn Héraðskjalasafns 10/3

71. fundur

27.1101865 - Stjórn skíðasvæða hbsv. 7/3

311. fundur

28.1103009 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 15/3

5. fundur

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

29.1103061 - Framlög til íþróttafélaga í fjárhagsáætlun 2011

Frestað mál frá bæjarráði 10/3, sbr. lið 15 í fundargerð.

Bæjarráð vísar afgreiðslu erindis íþróttafélaganna til bæjarstjórnar.

 

Ármann Kr. Ólafsson lagði til að erindið væri sérliður á dagskrá bæjarstjórnarfundar.

 

Hlé var gert á fundi kl. 9:11.  Fundi var fram haldið kl. 9:14.

 

Bæjarráð samþykkti tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar með fjórum samhljóða atkvæðum en einn fulltrúi sat hjá.

30.909258 - Framkvæmdir við félags-, fræðslu- og þjónustuhús í Guðmundarlundi.

Frá bæjarstjóra, mál Skógræktarfélags Kópavogs, sem frestað hefur verið í bæjarráði, varðandi Guðmundarlund.

Bæjarráð samþykkir að fulltrúar bæjarins ræði nánar við skógræktarfélagið um hvort hægt verði að nýta húsnæðið með öðrum hætti en ráðgert var í upphafi eða hvort hægt sé að fá fleiri samstarfsaðila að þessu verkefni.

31.1003055 - Málskostnaður í dómsmáli (Frjáls miðlun). Lagaleg staða sveitarfélaga gagnvart kostnaði sem fellur á

Guðríður Arnardóttir  vék af fundi undir þessum lið.

Lögð fram eftirfarandi tillaga bæjarritara að afgreiðslu málskostnaðar, sem frestað var á fundi bæjarráðs 23/12 sl.:

"Í ljósi dómsniðurstöðu héraðsdóms Reykjaness í máli Frjálsrar miðlunar ehf. gegn bæjarfulltrúunum Guðríði Arnardóttur, Hafsteini Karlssyni og Ólafi Þór Gunnarssyni samþykkir bæjarráð að Kópavogsbær greiði málskostnað bæjarfulltrúanna enda sé sá kostnaður sannanlega umfram dæmdan málskostnað.

Bæjarráð setur það sem skilyrði fyrir samþykkt þessari að viðkomandi bæjarfulltrúar undirriti samkomulag við Kópavogsbæ þess efnis að þeir endurgreiði í bæjarsjóð greiðslu vegna málskostnaðar verði niðurstaða Hæstaréttar Íslands sú að þeir hafi brotið gegn ákvæðum hegningarlaga.

Þá felur bæjarráð bæjarlögmanni að leita eftir tilboðum í tryggingar sem tækju á samskonar málum í framtíðinni."

Hlé var gert á fundi kl. 9:20.  Fundi var fram haldið kl. 9:21.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Ef samþykkt verður að Kópavogsbær greiði málskostnað þremenninganna (GA, ÓÞG, HK) þá leggur undirritaður til að leitað verði eftir áliti lögmannafélagsins um hvort framsettur málskostnaður sé eðlilegur.

Gunnar Ingi Birgisson"

Þá lagði Gunnar Ingi Birgisson fram eftirfarandi bókun:

"Tillaga sú sem liggur hér fyrir felur í sér að þremenningarnir fái vaxtalaust lán hjá bæjarsjóði Kópavogs. Kópavogsbær stundar ekki bankastarfsemi og fólki sem vantar fjármuni til að fjármagna rekstur einkamála er eðlilegt að það leiti til bankakerfisins.

Í tillögu bæjarritara er hvergi minnst á álit lagastofnunar Háskólans, en þar er varað við því að bæjarsjóður greiði málskostnað bæjarfulltrúanna (GA, ÓÞG, HK) þar sem það hefði fordæmisgildi fyrir aðra, sem eiga í lögfræðilegum ágreiningi við Kópavogsbæ og eigi þá rétt á sömu afgreiðslu. Ekki er fyrirséð hvað slíkt þýðir í útgjöldum fyrir bæjarsjóð í framtíðinni.

Gunnar Ingi Birgisson"

Gunnar Ingi Birgisson vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið.

Tillaga bæjarritara var samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum. Ármann Kr. Ólafsson sat hjá og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Héraðsdómur hefur dæmt bæjarfulltrúunum málsvarnarbætur sem nema samtals um 1 milljón króna til að standa undir kostnaði við málsvörn sína. Ekki hefur verið sýnt fram á að þær hafi verið of lágar. Ef lögfræðingur þremenninganna hafði þegið sömu þóknun og dómstólaráð kveður á um að sveitarstjórnir greiði í barnaverndarmálum þá hefðu málvarnarbætur verið hærri en málskostnaðurinn og þremenningarnir átt afgang.

Ármann Kr. Ólafsson"

Bæjarráð samþykkti tillögu Gunnars Inga Birgissonar með þremur atkvæðum.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Við samþykkjum þessa tillögu með þeim fyrirvara að slíkt álit verði Kópavogsbæ að kostnaðarlausu.

Hjálmar Hjálmarsson, Guðný Dóra Gestsdóttir"

32.1103166 - Hamraborg 11. DPT Veitingar ehf., Sukhothai. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, dags. 16/3, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 10/3 2011, þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar DPT Veitinga ehf., kt. 550211-0410, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Sukhothai að Hamraborg 11 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

33.1103077 - Framsal réttinda yfir lóðinni Fákahvarf 14

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 15/3, varðandi framsal réttinda yfir lóðinni Fákahvarf 14.
Lagt er til að framsal verði heimilað.

Bæjarráð samþykkir framsal réttinda lóðarinnar Fákahvarf 14.

34.1011243 - Fjárhagsáætlun fyrir leikskóla 2011

Frá sviðsstjóra og rekstrarstjóra menntasviðs og leikskólafulltrúa, varðandi sameiningu leikskólans Smárahvamms og Kjarrsins.

Lagt fram.

35.1003042 - Áætlanir og yfirlit um úthlutanir framlaga á árinu 2010

Frá innanríkisráðuneytinu, Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 10/3, yfirlit yfir endanlegt framlag vegna endurgreiðslu á hækkun tryggingagjalds 2010.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.