- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
"Undirritaður undrast yfir því að ekki sé á dagskrá fundarins óskir um aukin stöðugildi barnaverndarnefndar. Á síðasta fundi bæjarráðs þann 21. mars var málinu frestað þar sem vinna átti í málinu á milli funda. Hægagangur í málinu sýnir augljóslega áhugaleysi meirihlutans í bæjarstjórn Kópavogs.
Arnþór Sigurðsson"
Hlé var gert á fundi kl. 9:10. Fundi var fram haldið kl. 9:40.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Vegna ofangreindrar bókunar skal tekið fram að fjárhagsáætlun er afgreidd í nóvember. Áætlun er unnin með aðferðum rammaáætlana sem gerir stjórnendum kleift að forgangsraða starfsemi innan sviða og stofnana og þar með að setja m.a. barnavernd í forgang. Meirihlutinn leggur áherslu á að slíkur forgangur sé hafður að leiðarljósi. Af þessu tilefni hefur bæjarstjóri fundað með sviðsstjóra velferðarsviðs og er unnið markvisst að því að leysa málið innan ramma fjárhagsáætlunar.
Ávirðingar um áhugaleysi eru að öðru leyti ekki svara verðar.
Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"
Hlé var gert á fundi kl. 9:41. Fundi var fram haldið kl. 9:46.
Arnþór Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Aukið álag í barnavernd gerir ekki boð á undan sér og hefst ekki alltaf á nýju fjárhagsári. Skýringar meirihlutans eru dapurlegar þegar þeir hinir sömu hafa farið fram úr áætlun á öðrum sviðum, meðal annars þegar fjölgað var í nefndum bæjarins og kostnaður við rekstur framkvæmdaráðs var aukinn.
Arnþór Sigurðsson"
Hlé var gert fundi kl. 9:48. Fundi var fram haldið kl. 9:57.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Eðlilegt er að nefndarkerfi bæjarins breytist þegar nýr meirihluti tekur við. Hvað varðar aukafundi í framkvæmdaráði þá voru þeir til þess að flýta fyrir framkvæmdum sem skilar auknum tekjum til bæjarins. Ramma fjárhagsáætlun gengur út á það að stjórnendur hafi möguleika á að bregðast við m.a. því sem er ófyrirséð. En ítrekað er að verið er að vinna að lausn málsins.
Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"
"Í samræmi við Umhverfisstefnu Kópavogsbæjar leggur undirrituð fram fyrir hönd bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar þá tillögu að Kópavogsbær gefi starfsmönnum sínum kost á að gera samgöngusamning við bæinn frá og með 1. maí nk. Slíkur samningur felur í sér að bærinn greiðir starfsmanni allt að 7 þús. kr. á mánuði fyrir að nýta sér umhverfisvænar samgöngur til og frá vinnustað að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Greinargerð: Samgöngusamningar eru samningar sem vinnustaðir gera við starfsmenn sína, og snúast ofast um að hvetja til notkunar á umhverfisvænum samgöngumátum sem ekki krefjast bílastæðis í nálægð við vinnustaðinn. Starfsmenn sem skrifa undir samgöngusamning fá gjarnan fjárstyrk sem samsvarar til dæmis kostnaði við afsláttarkort í Strætó bs. Fólk skuldbindur sig til að mæta mun sjaldnar á bíl og nota sjaldan bílastæði við vinnustaðinn. Í staðinn er gengið til vinnu, farið í strætó, á reiðhjóli, skokkað eða notast við aðra virka ferðamáta. Miða mætti við að starfsmaður mæti á bíl í vinnuna að hámarki 1 eða 2 daga vikunnar. Með samgöngusamningum er verið að hvetja til hreyfingar, sem eflir lýðheilsu og dregur úr kostnaði vegna veikinda. Þá hefur minni bílaumferð jákvæð áhrif fyrir umhverfið og ímynd Kópavogs. Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson"
Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.
Lagt fram.
Eftirfarandi voru kjörnir í hverfakjörstjórnir:
Kórinn:
Gísli Rúnar Gíslason
Helgi Þór Jónasson
Ingibjörg Hinriksdóttir
Smárinn:
Haukur Guðmundsson
Birna Bjarnadóttir
Steingrímur Steingrímsson
Lagt fram.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.
Lagt fram.
Lagt fram.
Lagt fram.
Lagt fram.
Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu tillögunnar til bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir erindið með þremur atkvæðum. Tveir bæjarráðsfulltrúar sátu hjá.
Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég sé ekki ástæðu til að setja starfsmenn bæjarins í þessa vinnu.
Guðríður Arnardóttir"
Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Hér er um að ræða góða hugmynd sem vert er að skoða.
Ómar Stefánsson"
Lagt fram.
Lagt fram.
Lagt fram.
Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð þakkar svörin og óskar eftir því að upplýsingar um lengd umsóknarfrests frá því að auglýsing birtist í fjölmiðlum öðrum en á vef bæjarins verði lagðar fram. Jafnframt er óskað upplýsinga um hvaða stöður sem eingöngu hafa verið auglýstar á vef bæjarins skv. framlögðu yfirliti hafi mögulega verið auglýstar í safnauglýsingu í dagblöðum.
Kópavogsbær er nú að leita að einstaklingum í stöður Skólastjóra Lindaskóla, Aðstoðarskólastjóra Álfhólsskóla og deildarstjóra húsnæðismála. Undirrituð óskar eftir upplýsingum um í hvaða fjölmiðlum og hvenær umræddar stöður hafa verið auglýstar og hvenær umsóknarfrestur rann út.
Guðríður Arnardóttir"
Lagt fram.
Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.
Arnþór Sigurðsson þakkaði skjót svör.
Lagt fram.
Lagt fram.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Lagt fram.