Bæjarráð

2704. fundur 17. október 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Hreiðar Oddsson
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1310200 - Bæjarlind 6, SPOT. Beiðni um umsögn vegna umsóknar Keðjunnar, nemendafélags Kvennaskólans í Reykjaví

Frá bæjarlögmanni, dags. 14. október, lagt fram erindi frá sýslumanninum í Kópavogi, dags. 10. október, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Keðjunnar, nemendafélags Kvennaskólans í Reykjavík, kt. 430993-2089 um tækifærisleyfi til að mega halda skólaball, fimmtudaginn 17. október 2013, frá kl. 22:00 - 1:00, á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, kt. 190949-2579. Öryggisgæslu annast Go Security.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og staðfestir að

staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

2.1308467 - Ósk um yfirlit yfir verkefni sviðsstjóra, sem ráðinn var til starfa á árinu. Fyrirspurn frá Guðríði

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð hefur ítrekað óskað eftir greinargerð frá bæjarstjóra varðandi starf sviðsstjóra sérstakra verkefna.  Hvað hefur áunnist á því hálfa ári sem liðið er frá því staðan var stofnuð?

Guðríður Arnardóttir"

3.1310276 - Leiguíbúðir í Kópavogi. Tillaga frá Guðríði Arnardóttur, Ólafi Þór Gunnarssyni og Hjálmari Hjálmarss

Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Hjálmar Hjálmarsson lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Undirrituð leggja til að í fjárhagsáætlun ársins 2014 verið gert ráð fyrir 250 milljónum til byggingar leiguíbúða í Kópavogi. Þannig komi Kópavogur með virkum hætti að því að fjölga íbúðum á leigumarkaði og þar með lækka leiguverð.  Skuldahlutfall Kópavogs fer ört lækkandi og ljóst að markmið um 150% hámark skulda af árstekjum verðu náð fyrr en reglur um fjármál sveitarfélaga gera ráð fyrir.  Það er því mat undirritaðra að það sé svigrúm fyrir sveitarfélagið að koma að lausn þessa mikla vanda sem steðjar einkum að ungu fólki í dag og eins og biðlistar eftir félagslegu húsnæði bera glöggt vitni.

Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Hjálmar Hjálmarsson"

Hlé var gert á fundi kl. 11:50.  Fundi var fram haldið kl. 11:53.

Bæjarráð felldi tillöguna með þremur atkvæðum en tveir fulltrúar greiddu atkvæði með henni.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Kópavogsbær á nú þegar 400 félagslegar leiguíbúðir sem er það mesta á hvern íbúa að Reykavík frátalinni. Á þessu ári verða keyptar umtalsvert fleiri íbúðir en undanfarin ár. Þá verður í fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 sérstaklega horft til félagslega íbúðakerfisins.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Hreiðar Oddsson"

4.1310275 - Áheyrnarfulltrúar í nefndum. Tillaga frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Í ljósi nýrrar bæjarmálasamþykktar óskar undirritaður eftir því að Næstbesti flokkurinn fái áheyrn að eftirtöldum 5 nefndum:  umhverfis- og samgöngunefnd, jafnréttis- og mannréttindanefnd, lista- og menningarráð, framkvæmdaráð og forvarna- og frístundanefnd.  Áheyrnarfulltrúar njóti sömu kjara og kjörnir fulltrúar.

Hjálmar Hjálmarsson"

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

5.1206236 - Leigumarkaður. Fyrirspurn frá Guðríði Arnardóttur.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:



"Undirrituð hefur ítrekað óskað eftir gögnum varðandi aðkomu Kópavogsbæjar að leigumarkaði.  Eins og fram hefur komið hefur verkfræðistofan VSÓ metið áhrif slíkrar aðkomu á bæjarsjóð Kópavogs miðað við gefnar forsendur.  Þann 5. september sl. óskaði undirrituð eftir því við bæjarstjóra að þessi gögn yrðu lögð fyrir fund bæjarráðs hið fyrsta. Núna einum og hálfum mánuði seinna er bæjarstjóri krafinn svara um það hvers vegna hann hefur ekki svarað þessari einföldu ósk og sinnt þar með lögbundinni skyldu sinni?


Guðríður Arnardóttir"



Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:


"Umrædd gögn hafa ekki fundist í skjalakerfi bæjarins en sviðsstjóri umhverfissviðs hefur upplýst að hann hafi gögn undir höndum frá VSÓ, sem fyrri meirihluti lét vinna, og verða þau lögð fram á næsta fundi. Minni á að það þótti ekki tiltökumál að láta undirritaðan bíða í fimm mánuði eftir svörum við fyrirspurnum í tíð fyrri meirihluta.


Ármann Kr. Ólafsson"



Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:



"Bendi Ármanni á að beina kvörtun sinni þar að lútandi til forvera síns í starfi.


Guðríður Arnardóttir"

6.1310213 - Nýr samstarfssamningur um rekstur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

Tillaga að nýjum samstarfssamning um rekstur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

Bæjarráð vísar tillögu að nýjum samningi til fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar.

7.1310230 - Fjárhagsáætlun Strætó bs. 2014.

Viðauki við fjárhagsáætlun Strætó bs. 2014.

Bæjarráð vísar áætluninni til gerðar fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar.

8.1310228 - Starfs- og fjárhagsáætlun SHS samstæðunnar 2014

Starfs- og fjárhagsáætlun SHS samstæðunnar 2014.

Bæjarráð vísar áætluninni til gerðar fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar.

9.1310073 - Tillaga að gjaldskrám fyrir árið 2014. Vegna heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlits og vegna hundaha

Lögð fram tillaga að gjaldskrám fyrir árið 2014, vegna heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlits og vegna hundahalds.

Bæjarráð vísar tillögu að gjaldskrám til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð bendir á að það er gert ráð fyrir hundaeigendur á svæðinu greiða 4,1 milljón í leyfisgjöld á meðan kattaeigendur greiða ekkert.  Þó gilda reglur um hvort tveggja.  Er ekki eðlilegt að kattaeigendur borgi hóflegt gjald vegna skráningar og eftirlits með kattahaldi til jafns við hundaeigendur?

Guðríður Arnardóttir"

 

Ómar Stefánsson, Hreiðar Oddsson og Hjálmar Hjálmarsson tóku undir bókun Guðríðar Arnardóttur.

10.1310072 - Fjárhagsáætlun fyrir árið 2014

Lögð fram fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fyrir árið 2014.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

11.1310150 - Kópavogur sem áfangastaður í ferðaþjónustu, sértækt verkefni

Frá framkvæmdastjóra Markaðsstofu Kópavogs, dags. 8. okt.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarritara.

12.1302390 - Ytra mat á grunnskólum - þróunarverkefni. Álfhólsskóli valinn

Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 11. október varðandi niðurstöður úttektar á starfsemi Álfhólsskóla.

Lagt fram.

13.1310155 - Sérúrræði í kennslu. Svar við fyrirspurn

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 14. október, svar við fyrirspurn um húsnæðismál sérúrræðisins Traðar.

Lagt fram.

 

Bæjarráð frestar umræðu til næsta fundar.

14.1309346 - Grenndargámastöðvar í Kópavogi

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 15. október. Þegar ákveðið var að hafa pappírstunnur við öll heimili bæjarins á sínum tíma var gert ráð fyrir því að hætt yrði að nota pappírsgáma á grenndargámastöðvum.

Lagt er til við bæjarráð að blaðagámar á grenndargámastöðvum verði fjarlægðir 1. desember næstkomandi.

Vísað er í bókun umhverfis- og samgöngunefndar frá 23.09.2013.

1309346 - Grenndargámastöðvar í Kópavogi
Lögð er fram skýrsla um úttekt á grenndargámastöðvum í Kópavogi og minnisblað frá umhverfisfulltrúa.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að pappírsgámar verði fjarlægðir á grenndargámastöðvum í bænum þar sem bláar pappírstunnur eru komnar við öll heimili bæjarins.

Enn fremur er vísað í tölvupóst frá Ásmundi Reykdal, rekstrarstjóra endurvinnslustöðva dags. 24.04.2013, þar sem tekið er fram að núverandi kerfi ljúki 28. febrúar 2014 og óskað eftir svörum við spurningum sem lagðar eru fyrir.
Í svörum frá deildarstjóra framkvæmdadeildar varðandi þennan tölvupóst var því svarað að stefnt væri að því að hætta söfnun á pappír á grenndargámastöðvum í Kópavogi.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum gegn einu. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Tel rétt að við nýtum okkur umræddan samningstíma.

Hjálmar Hjálmarsson"

Sviðsstjóri umhverfissviðs og deildarstjóri framkvæmdadeildar sátu fundinn undir þessum lið.

15.1210006 - Kópavogsbraut 2, skerðing lóðar.

Frá bæjarlögmanni, drög að samkomulagi vegna skerðingar á lóðinni Kópavogsbraut 2.

Bæjarráð samþykkir drög að samkomulagi.

16.1310241 - Hlíðarsmári 15, Diner (Nammi 23 ehf.). Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá bæjarlögmanni, dags. 15. október, lagt fram erindi frá sýslumanninum í Kópavogi, dags. 15. október, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Nammi 23 ehf., kt. 640610-0690, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veitingahús í flokki I, á staðnum Diner, að Hlíðarsmára 15, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að  staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

17.1309019 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 1. október

93. fundur í 13 liðum.

Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

18.1310267 - Fjárhagsáætlun 2014

Frá bæjarstjóra, lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar og stofnana fyrir árið 2014 og tillaga að þriggja ára fjárhagsáætlun 2015-2017.

Bæjarráð vísar tillögu að fjárhagsáætlun 2014 til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.

Hlé var gert á fundi kl. 9:35.  Fundi var fram haldið kl. 9:50.

19.1306785 - Viðbragðsáætlun vegna mengunar.

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar, dags. 14. október, var erindið tekið fyrir og er eftirfarandi bókun nefndarinnar:
1306785 - Viðbragðsáætlun vegna mengunar. Tillaga frá Margréti Björnsdóttur, Ómari Stefánssyni og Rannveigu Ásgeirsdóttur.
Á fundi bæjarráðs, dags. 26.09.2013, var eftirfarandi bókað:
Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Í viðbragðsáætlun um hreinsun á læk segir: "Ef mengunarslys er smávægilegt þá hreinsar lækurinn sig sjálfur".
Óska því eftir að umhverfisráð skýri betur hvernig metið verði stærð mengunarslysa.
Það er mitt mat að ef brugðist hefði verið við í Reykjavík þegar settjörnin fylltist, með réttum aðferðum, þá hefði lækurinn ekki verið hvítur í þessa þrjá daga. Eins væri auðvelt að hreinsa upp litlar brákir.
Ómar Stefánsson"
Bæjarráð óskar eftir að umhverfis- og samgöngunefnd svari fyrirgreindri fyrirspurn og frestar afgreiðslu.
Það er í verkahring viðbragðsaðila að meta umfang mengunar og fyrstu aðgerðir á slysstað.
Kópavogslækur er vaktaður 3 sinnum á ári af HHK. Niðurstöður mælinganna má finna á heimasíðu HHK.
Uppfærð viðbragðsáætlun er lögð fram og henni vísað til bæjarráðs til samþykktar.


Viðbragðsáætlun verður birt á heimasíðu bæjarins eftir að bæjarráð hefur samþykkt hana.


Bæjarráð samþykkir framlagða viðbragðsáætlun með fjórum atkvæðum gegn einu.

20.1309001 - Kambavegur, umferðaröryggi

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar, dags. 23. september, var málinu frestað. Málið er tekið upp aftur og kynnir umhverfissvið staðsetningu á gangbraut á Kambavegi.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu og vill með þessu bæta umferðaröryggi á gönguleiðum skólabarna og vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar og samþykkir framlagða tillögu.

21.1310003 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 14. október

41. fundur í 12 liðum.

Lagt fram.

22.1301050 - Stjórn Sorpu, 14. október

325. fundur í 2 liðum.

Lagt fram.

23.1309298 - Útboð snjómoksturs gangstétta og stíga, skv. rammasamningi.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar.
8. október 2013 voru opnuð tilboð í verkið "Vetrarþjónusta á gangstéttum og stígum. Rammasamningsútboð vesturbær Kópavogs og hluti austurbæjar." Skv. útboðsgögnum gerðum af umhverfissviði Kópavogs dags. október 2013. Útboðið var opið og bárust tvö tilboð. Framkvæmdaráð samþykkir að gerðir verði samningar við þá tvo verktaka, sem gerðu tilboð í verkið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs og samþykkir að leitað verði samninga við þá tvo verktaka, sem gerðu tilboð í verkið.

24.1310191 - Kópavogsgerði 1-7, gatnagerð

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar:
11. október 2013 voru opnuð tilboð í verkið "Kópavogsgerði 1, 3, 5 og 7 gatnagerð" skv. útboðsgögnum gerðum af Kristni Wiium verkfræðingi. Lagt er fram yfirlit tilboða, en útboðið var lokað. Framkvæmdaráð samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda Loftorku ehf. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs og samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Loftorku ehf.

25.1310187 - Austurkór 3b framkvæmdir

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar:
1. október 2013 voru opnuð tilboð í verkið "Austurkór 3b, íbúðarúrræði fyrir fatlað fólk." Skv. útboðsgögnum gerðum af Alark arkitektum ehf., Versa verkfræðistofu ehf. og Afl og orku verkfræðistofu ehf., dags. september 2013. Lagt fram yfirlit tilboða, en útboðið var opið. Lægstbjóðandi hefur ekki lagt fram umbeðin gögn. Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við S. Þ. verktaka ehf. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs og samþykkir að leitað verði samninga við S. Þ. verktaka ehf.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirrituð óskar eftir sundurliðuðu yfirliti yfir aðkeypta þjónustu umhverfissviðs venga skipulags- og byggingarmála síðustu 8 ára. Skuli þar taka fram þegar um stærri verk er að ræða hvort um útboð hafi verið að ræða eða verðkönnun.

Guðríður Arnardóttir"

26.1310192 - Hörðuvallaskóli 4 áfangi, viðbygging.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar:
8. október 2013 voru opnuð tilboð í verkið "Hörðuvallaskóli 4. áfangi" skv. útboðsgögnum gerðum af Alark arkitektum ehf., Verkfræðistofu Erlendar Birgissonar, Lagnatækni ehf. og Afl og orku ehf., dags. september 2013. Lagt er fram yfirlit tilboða, en útboðið var opið. Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Baldur Jónsson ehf. um verkið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs og samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Baldur Jónsson ehf.

27.1302299 - Vinnuskóli Kópavogs 2013

Lögð fram skýrsla garðyrkjustjóra yfir vinnuskóla og skólagarða Kópavogs sumarið 2013.

Lagt fram.

28.1310121 - Ný umsókn um lóð undir Ibis-Budget hótel

Umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs, sem óskað var eftir í bæjarráði þann 10. október, og lögð var fram á fundi framkvæmdaráðs þann 16. október, sbr. lið 5 í fundargerð. Ekki er talið tímabært að fjalla um nýtingu þessara tilteknu lóða fyrr er framtíðaruppbygging svæðisins verður skoðuð í framhaldi af endurskoðun aðalskipulags Kópavogs.

Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra umhverfissviðs að svara bréfritara á grundvelli umsagnarinnar.

29.1310005 - Framkvæmdaráð, 16. október

56. fundargerð í 10 liðum.

Lagt fram.

 

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir afgreiðslu fundargerðar framkvæmdaráðs.

30.1306115 - Tillaga um sameiginlegar reglur, forval og útboð vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæð

Lögð fram gögn sem fjallað var um á fundi félagsmálaráðs þann 15. október, sbr. lið 7 í fundargerð.

Bæjarráð vísar málinu til umsagnar bæjarstjóra.

31.1310009 - Félagsmálaráð, 15. október

1359. fundur í 7 liðum.

Lagt fram.

32.1310011 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 15. október

94. fundur í 11 liðum.

Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:15.