Bæjarráð

2562. fundur 16. september 2010 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1009139 - Árshlutareikningar Sorpu bs.,janúar - júní 2010

Frá Sorpu bs., dags. 9/9, árshlutareikningur Sorpu bs. janúar - júní 2010, sem stjórn byggðasamlagsins samþykkti á stjórnarfundi þann 30. ágúst sl.

Lagt fram.

2.1009084 - Frá starfsfólki Heilsugæslunnar Hvammi. Áformum um lokun og sameiningu heilsugæslunnar mótmælt

Frá starfsfólki Heilsugæslunnar Hvammi, dags. 1/9, afrit af bréfi til heilbrigðisráðuneytisins þar sem mótmælt er fyrirhugaðri sparnaðartillögu yfirstjórnar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem felst m.a. í því að loka Heilsugæslunni Hvammi.

Bæjarráð vísar erindinu til formanns bæjarráðs og bæjarstjóra til frekari úrvinnslu.

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég tek undir með starfsfólki heilsugæslunnar Hvammi.

Ómar Stefánsson."

3.1007127 - Upplýsingar um XXIV.landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 8/9, dagskrá landsþingsins og ósk um upplýsingar frá þátttakendum varðandi umræðuhópa og máltíðir o.fl.

Lagt fram.

4.1009161 - Ósk um viðræður um hlutverk, stjórnun, fjármögnun og skipulag Reykjanesfólkvangs

Frá Hafnarfjarðarkaupstað, Grindavíkurbæ og sveitarfélaginu Vogum, dags. 8/9, ósk um viðræður við framkvæmdastjóra Reykjavíkurborgar, Seltjarnarnesbæjar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar, Reykjanesbæjar og sveitarfélagsins Ölfuss um hlutverk, stjórnun, fjármögnun og skipulag Reykjanesfólkvangs.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

5.1009101 - Smiðjuvegur 4b. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignagjalda

Frá Bænahúsinu, dags. 7/9, óskað eftir niðurfellingu fasteignaskatts af húsnæði Ekrons, Smiðjuvegi 4b.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

6.1009189 - Hamraendi 1-3. Lóðarumsókn.

Frá Sigríði Hermannsdóttur og Jónasi H. Jónassyni, dags. 14/9, umsókn um lóðina Hamraenda 1 - 3.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Sigríði Hermannsdóttur, kt. 080150-4079 og Jónasi H. Jónassyni, kt. 161051-3229, lóðinni Hamraenda 1 - 3.

7.1009182 - Hlíðarendi 1. Lóðarumsókn.

Frá Reyni Daníel Gunnarssyni,dags. 14/9, umsókn um lóðina Hlíðarenda 1.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Reyni Daníel Gunnarssyni, kt. 240952-2629 lóðinni að Hlíðarenda 1.

8.1009183 - Hlíðarendi 3. Lóðarumsókn.

Frá Reyni Daníel Gunnarssyni,dags. 14/9, umsókn um lóðina Hlíðarenda 3.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Reyni Daníel Gunnarssyni, kt. 240952-2629 lóðinni að Hlíðarenda 3.

9.1009082 - Markavegur 6. Umsókn um lóð

Frá Kristínu Sigrúnu Halldórsdóttur, dags. 14/9, umsókn um lóðina að Markavegi 6.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Kristínu Sigrúnu Halldórsdóttur, kt. 111047-3679 lóðinni að Markavegi 6.

10.1009104 - Fundur sveitarstjórnar með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2010

Frá fjárlaganefnd Alþingis, dags. 8/9, boðað til fundar við fjárlaganefndarmenn dagana 27. og 28. september.

Bæjarráð felur bæjarritara að óska eftir fundi fjárlaganefndar.

11.1007198 - Fjárhagsáætlun 2010 - 6 mánaða uppgjör

Fjármálastjóri mætir til fundar

Lagt fram.

12.805067 - Kattahald í Kópavogi

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Á næsta fundi bæjarráðs mun ég leggja að nýju fyrir drög að reglum um kattahald í Kópavogi og leggja til að þeim verði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðríður Arnardóttir."

13.1009213 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa

Gunnar Ingi Birgisson óskaði eftir því að bæjarlögmaður mæti til næsta fundar ráðsins og geri grein fyrir stöðu mála við Kópavogshöfn, sér í lagi vegna togara sem lá þar lengi.

Formaður ráðsins óskar eftir því að bæjarlögmaður taki saman minnisblað vegna málsins.

14.1009214 - Fyrirspurn um leik- og grunnskóla

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Óskað er eftir upplýsingum vegna áranna 2006, 2007, 2008, 2009 og útgönguspá 2010 um fjölda barna í leikskólum, fjölda starfsmanna og fjárveitingar til leikskóla m.v. verðlag 1.1.2010. Sömu upplýsingar verði teknar saman vegna grunnskóla.

Gunnar Ingi Birgisson."

15.1009215 - Fyrirspurn um stöðu framkvæmda við Kórinn

Guðný Dóra Gestsdóttir óskaði eftir upplýsingum um stöðu framkvæmda við íþróttamiðstöðina Kór og ástand hússins.

16.1009216 - Tillaga um áskorun til fjármálaráðherra

Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að bæjarstjórn Kópavogsbæjar óski eftir því við fjármálaráðherra að hann beiti sér fyrir því að lögum nr. 153/2006 sem fjalla um álagningu gatnagerðargjalda verði breytt í þeim tilgangi að auka svigrúm sveitarfélaga við álagningu þeirra.

"Greinargerð

Undanfarið hefur ríkisstjórnin staðið fyrir breytingum á skattkerfinu með það að markmiði að gera átak í því að ýta undir framkvæmdir einstaklinga og hækka þannig atvinnustig þjóðarinnar. Átakið hefur hlotið heitið ""allir vinna"" og tekur mið af því að búa til hvata til að fólk ráðist í framkvæmdir sem snúa að viðhaldi og breytingum á húsnæði gegn því að njóta skattaafsláttar. Fleiri hafa komið að þessu átaki þar sem bankarnir hafa boðið upp á lán á hagstæðum kjörum og hafa þeir kynnt lánin sem hluta af átakinu. Einnig hafa samtök launþega og atvinnurekenda komið að átakinu. Sveitarfélögin geta lagt sín lóð á vogarskálarnar og ýtt undir framkvæmdir í gegnum tekjustofna sína. Lækkun gatnagerðargjalda er ein leið en sveitarfélögunum eru settar hömlur í þeim efnum þar sem svigrúm fyrir afslætti gatnagerðargjalda vegna stækkunar á eldra húsnæði er lítið. Með því að auka það er líklegt að hægt sé að búa til hvata til framkvæmda en þær eru um þessa mundir mjög litlar og tekjutap sveitarfélaganna því hverfandi lítið. Stækkun á eldra húsnæði myndi síðan auka tekjur sveitarfélagsins til lengri tíma.

Ármann Kr. Ólafsson

Gunnar Ingi Birgisson."

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

17.1009217 - Bókun vegna Strætó bs

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á nauðsyn þess að koma á tengingu Strætós milli Vatnsendahverfis og Mjóddar.

Tengingin er nauðsynleg fyrir íbúa í nýju hverfum Kópavogs auk þess sem hún myndi bæta tengingu við íþróttamannvirki í Kórnum fyrir fjölmarga íbúa í eldri hverfum  bæjarins. Einnig er þetta nauðsynlegt fyrir uppbyggingu á nýju atvinnuhverfi í Hvörfum.

Ármann Kr. Ólafsson

Gunnar Ingi Birgisson."

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Samstaða hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs um mikilvægi þessarar samgöngubótar og er fulltrúi Kópavogs í stjórn Strætó að fylgja málinu eftir.

Guðríður Arnardóttir."

18.1001150 - Heilbrigðiseftirlit 2/9

153. fundur

19.1008210 - Staða byggingarframkvæmda á nýbyggingarsvæðum. Einbýli.

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, dags. 14/9, greinargerð um stöðu byggingarframkvæmda á nýbyggingarsvæðum.

Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að óska eftir framkvæmdaráætlun lóðarhafa fyrir eftirtalin sérbýli. Þar komi m.a. fram hvenær hús verði frágengin að utan sem og frágangur á lóð.

Aflakór 9, 10, 16, Akrakór 6, Álaþing 5, Ásaþing 8, 10 ,12, Breiðahvarf 3, 5 Dalaþing 1, 4, 10, 21, Gulaþing 60, 66, Hálsaþing 1, 3, Heiðaþing 5, Hólmaþing 15, Kópavogsbarð 1, Skjólbraut 13, 13A, Vesturvör 13, Þrymsalir 18 og Örvasalir 3.

20.1009012 - Fjallskilaboð fyrir Kópavogskausptað haustið 2010

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 14/9, greinargerð varðandi kostnað vegna fjallskila í Kópavogsbæ.

Meirihluti bæjarráðs lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð samþykkir að segja upp samningi við Sauðfjáreigendafélag Kópavogs."

Tillagan samþykkt með þremur atkvæðum.  Gunnar Ingi Birgisson greiddi atkvæði gegn tillögunni og Ármann Kr. Ólafsson sat hjá.

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Óska eftir upplýsingum um hver sjái þá um smölun í landi Kópavogs.

Ómar Stefánsson."

21.1009078 - Smiðjuvegur 14, Goldfinger, beiðni um umsögn.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 14/9, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 27. ágúst 2010 þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Sportakademíunnar ehf., kt. 440810-1010, Smiðjuvegi 14, Kópavogi, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Goldfinger að Smiðjuvegi 14 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk III, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla lögfræðiálits vegna málsins.

22.1009086 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, Bláfjallaskáli í Bláfjöllum. Umsókn um veitingaleyfi

Frá bæjarlögmanni, dags. 9/9, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 3. september 2010 þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, kt. 590182-1339, um rekstrarleyfi fyrir veitingastofu og greiðasölu í Bláfjallaskála í Bláfjöllum, en umsóknin fellur undir flokk I, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar séu innan þeirra marka, sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

23.1008233 - Ráðning sérkennsluráðgjafa á leikskólaskrifstofu

Frá bæjarritara, dags. 15/9, tillaga varðandi auglýsingu um starf sérkennsluráðgjafa á fræðslusviði.

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar og felur bæjarstjóra að afla frekari gagna.

24.1008130 - Viðmið bæjarins vegna fjölda barna í leikskólum

Frá bæjarritara, dags. 15/9, umsögn um erindi, sem vísað var til hans til úrvinnslu á fundi bæjarráðs þann 26/8 sl. varðandi viðmið vegna fjölda barna á leikskólum.

Bæjarráð hafnaði tillögu leikskólanefndar, þar sem hún gerði ráð fyrir fækkun rýma á leikskólum bæjarins.  Það hefði annað hvort leitt til fjölgunar á biðlista eftir leikskólarými eða kostnaðar við byggingu nýrra rýma. Bæjarráð leggur áherslu á að vel er búið að börnum á leikskólum bæjarins í dag.

25.1009017 - Upplýsingar um bifreiðakost Kópavogsbæjar

Frá bæjarstjóra, dags. 15/9, upplýsingar sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 2/9 sl. varðandi bifreiðar bæjarins og kostnað við hugsanlegar breytingar á þeim til að knýja þær áfram með metangasi.

Lagt fram.

26.1009016 - Fyrirspurn um skólaakstur í vesturbæ Kópavogs

Frá bæjarstjóra, dags. 14/9, upplýsingar sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 2/9 sl. um fjölda nemenda í Sæbólshverfi, sem notfæra sér skólaakstur í Kársnesskóla.

Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um kostnað við skólaaksturinn.

27.1009090 - Stjórn Tónlistarhúss 30/8

109. fundur

28.1009090 - Stjórn Tónlistarhúss 7/5

108. fundur

29.1009090 - Stjórn Tónlistarhúss 19/3

107. fundur

30.1009090 - Stjórn Tónlistarhúss 21/1

106. fundur

31.1009008 - Umhverfisráð 26/8

493. fundur

32.1001153 - Stjórn SSH 6/9

353. fundur

33.1009006 - Lista- og menningarráð 13/9

363. fundur

Fundi slitið - kl. 10:15.