Bæjarráð

2763. fundur 19. febrúar 2015 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir
  • Hjördís Ýr Johnson
  • Pétur Hrafn Sigurðsson
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1502376 - Málefni Þjónustumiðstöðvar Kópavogs 2015.

Frá Birki Jóni Jónssyni áheyrnarfulltrúa, málefni Þjónustumiðstöðvar Kópavogs.
Lagt fram.

Starfsmannastjóri og sviðsstjóri umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum lið.

2.1412151 - Austurkór 64. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi KRark, dags. 16.11.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Austurkórs 64. Á fundi skipulagsnefndar 15.12.2014 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 26, 28, 62, 66, 68, 70, 81, 103 og 105. Kynningu lauk 16.2.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti erindið með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði erindinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

3.1411115 - Álfhólsvegur 111. Fjölgun íbúða.

Lagt fram að nýju erindi Rúm Teiknistofu, dags. 31.9.2014, f.h. lóðarhafa. Á fundi skipulagsnefndar 19.1.2015 var málinu frestað.

Lagt fram að nýju ásamt breyttri tillögu dags. 16.2.2015 ásamt samþykki íbúa við Álfhólsveg 113.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingartillögu dags. 16.2.2015 með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði erindinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

4.1502355 - Gulaþing 25. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Ingunnar H. Hafstað, arkitekts, dags. 12.2.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Gulaþings 25. Í breytingunni felst að gefið verði leyfir fyrir hesthúsi og gerði fyrir 4-6 hesta á norðvestur horni lóðarinnar. Tengja þarf reiðstíg við reiðleiðir í hverfinu og ber lóðarhafi allan kostnað af þeirri framkvæmd. Aðkoma inn á lóð verður frá norðri en eitt bílastæði verður á suðurhluta lóðar. Byggingarreitur fyrir íbúðarhús og hesthús breytist sbr. uppdrætti dags. 11.2.2015.
Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

5.1412240 - Hlíðarvegur 29. Fyrirkomulag bílastæða.

Að lokinni kynningu er lagt fram erindi Jóhanns T. Steinssonar dags. 11.12.2014 vegna staðsetningu sorptunna og bílastæða á lóð. Á fundi skipulagsnefndar 15.12.2014 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegar 26, 28, 27, 29a, 30; Grænutungu 8; Hrauntungu 42. Kynningu lauk 4.2.2014. Athugasemd barst frá Sigurveigu Hjaltested Þórhallsdóttur og Baldvini Björgvinssyni, Hrauntungu 42 dags, 2.2.2014.
Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

6.1409240 - Hlíðarvegur 57. Kynning á byggingarleyfi.

Á fundi skipulagsnefndar 19.1.2015 var samþykkt með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 breytt tillaga að nýbyggingu við Hlíðarveg 57 dags. 15.1.2015. Samþykkt skipulagsnefndar var m.a. byggð á samráðsfundi sem haldinn var 15.1.2015. Í ljós hefur komið að boð á samráðsfund barst ekki öllum þeim er gerðu athugasemd við kynnta tillögu. Því er lagt til að málið verði tekið upp að nýju og skipulagsnefnd afturkalli fyrri samþykkt frá 19.1.2015 og boðað verði til nýs samráðsfundar.
Skipulagsnefnd samþykkti að afturkalla fyrri samþykkt sína frá 19.1.2015 og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

7.1410421 - Lundur 14-18. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Archus slf., f.h. lóðarafa um breytt deiliskipulag Lundar 14-18. Í breytingunni felst að byggingarreit hússins er snúið þannig að hann liggur samsíða götunni. Lóðamörk við Lund 3 breytast sbr. uppdráttum dags. 17.10.2014. Á fundi skipulagsnefndar 3.11.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Lundar 20; Birkigrund 9, 9a, 11, 11a og 13. Kynningu lauk 22.1.2015. Athugasemd barst frá íbúum við Birkigrund 9a, 9b, 11, 11a og 13 dags. 21.1.2015.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 16.2.2105.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn dags. 16.2.2015 og vísaði erindinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

8.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs. 2015, dags. 13. febrúar 2015.

211. fundur stjórnar Strætó bs. í 10. liðum.
Lagt fram.

9.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs. 2015, dags. 16. febrúar 2015.

212. fundur stjórnar Strætó bs. í 9. liðum.
Lagt fram.

10.1501018 - Skipulagsnefnd, dags. 16. febrúar 2015.

1254. fundur skipulagsnefndar í 20. liðum.
Lagt fram.

11.14011041 - Kópavogsbraut - Borgarholtsbraut, gatnagerð.

Frá Pétri Hrafni Sigurðssyni, aðgengismál íbúa að Kópavogsbraut 1 yfir í þjónustumiðstöðina Sunnuhlíð vegna lagningu akbrautar þvert á gönguleið íbúa.
Lagt fram.

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

12.1502379 - Málefni ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi.

Frá Birki Jóni Jónssyni áheyrnarfulltrúa, málefni ferðaþjónustu fatlaðra.
Lagt fram.

Sviðsstjóri velferðarsviðs og deildarstjóri þjónustudeildar fatlaðs fólks sátu fundinn undir þessum lið.

13.1409571 - Málefni hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar

Frá Pétri Hrafni Sigurðssyni, málefni Sunnuhlíðar og mælst til þess að bæjarstjóri eða bæjarritari kynni stöðu viðræðna.
Lagt fram

14.1502496 - Þakkarbréf til Kópavogsbæjar.

Frá Lionsklúbbi Kópavogs og Lionsklúbbinum Muninum, dags. janúar 2015, þakkarbréf til Kópavogsbæjar fyrir að hafa lagt lið við endurbætur á Sunnuhlíð.
Lagt fram

15.1502702 - Starfsemi nektarstaða. Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Undirritaður óskar eftir því að bæjarlögmaður skoði með hvaða hætti er hægt að tryggja að
1) Starfsemi sem gerir út á nekt starfsmanna sé ekki rekin í bæjarfélaginu.
2) Hætt verði starfsemi sem þegar er rekin á þessum forsendum.
3) Fyrirtæki í veitingarekstri eða önnur félög í óskyldum rekstri fari á svig við lög um veitingarekstur, einkum sbr. 4. mgr. 4. gr. laga nr. 85 frá 2007.
Ólafur Þór Gunnarsson"

16.1502717 - Kostnaður við snjómokstur og hálkuvarna í Kópavogi. Fyrirspurn frá Birki Jóni Jónssyni.

Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Hver er áætlaður kostnaður vegna snjómoksturs í Kópavogi 2014? Óskað er eftir samanburði fimm ára þar á undan.
Hver er kostnaður vegna snjómoksturs í Kópavogi frá 1. október 2014 - 1. febrúar 2015, sundurliðað eftir mánuðum? Hver hefur notkun og kostnaður vegna salts verið á sama tímabili, sundurliðað eftir mánuðum? Óskað er eftir samanburði þriggja ára þar á undan.
Birkir Jón Jónsson"

17.1502714 - Tillaga um að auka vistvæna þætti Glaðheimasvæðis.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela umhverfis- og samgöngunefnd að vinna tillögu sem hefur það að markmiði að auka vistvæna þætti Glaðheimasvæðis með tilliti til umhverfisvænna þátta svo sem flokkun sorps, aðgengi að tenglum fyrir umhverfisvæna bíla, umferðaröryggis og stígahönnunar.
Greinargerð:
Tillagan er í samræmi við markmið nýsamþykkts markmiðs aðalskipulag bæjarins en þar segir: "Stuðla skal að góðri nýtingu lands og landsgæða með umhverfis- og verndarsjónarmið að leiðarljósi. Mótun byggðarinnar skal tryggja sjálfbærni og hagkvæma uppbyggingu, en í því felst m.a. að horft er í ríkari mæli til þéttingar byggðarinnar og þannig er vægi vistvænni samgangna aukið. Áhersla er jafnframt lögð á blandaða byggð með fjölbreytt framboð af húsnæði, þjónustu og útivist ásamt greiðum og öruggum samgöngukerfum. Leitast verður eftir því að við uppbyggingu nýrra hverfa verði horft til sjálfbærra lausna og orkusparandi byggingarefna.
Stefna um þróun og mótun byggðar og nýtingu lands og landgæða innan marka bæjarins skal vera til þess að styrkja bæjarbraginn." Bæjarráð vill með umhverfisráðgjöf um vistvæna byggð stuðla að því að koma til móts við að bæjarfélagið mæti kröfum samtímans í umhverfismálum, skapi hverfinu sérstöðu og nálgist markmiðinu um sjálfbæra þróun.

18.1502618 - Styrktarsjóður EBÍ 2015 - umsókn.

Frá Styrktarsjóði EBÍ, dags. 12. febrúar, lagt fram bréf þar sem vakin er athygli á heimild aðildarsveitarfélaga EBÍ til að senda inn styrkumsókn í sjóðinn.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

19.1502386 - Bæjarlind 6, SPOT. Beiðni um umsögn vegna umsóknar Borgarholtsskóla um tækifærisleyfi í tilefni ársh

Frá lögfræðideild, dags. 11. febrúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfðborgarsvæðinu, dags. 11. febrúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Borgarholtsskóla, kt. 700196-2169, um tækifærisleyfi til að mega halda menntaskóladansleik fimmtudaginn 19. febrúar 2015, frá kl. 19:00-01:00, á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Bryndís Sigurjónsdóttir, kt. 170346-2469 og um öryggisgæslu annast Go Security.
Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfesta sveitarstjórnir sem umsagnaraðilar að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

20.1410350 - Lóðagjöld, endurskoðun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs og fjármálastjóra, dags. 16. febrúar, tillaga um að lækka staðgreiðsluafslátt lóðargjalda og að frestur til staðgreiðslu verði 30 dagar.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum.

21.1501688 - Vesturvör 38b, umsókn um atvinnuhúsalóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 16. febrúar, lögð fram umsókn um lóðina Vesturvör 38b frá Idea ehf., kt. 601299-2249 og lagt til að afgreiðslu umsóknar verði frestað.
Bæjarráð samþykkir tillögu um að fresta afgreiðslu með fimm atkvæðum.

22.1501708 - Vesturvör 38b, umsókn um atvinnuhúsalóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 16. febrúar, lögð fram umsókn um lóðina Vesturvör 38b frá Sérverk ehf., kt. 571091-1279 og lagt til að afgreiðslu umsóknar verði frestað.
Bæjarráð samþykkir tillögu um að fresta afrgeiðslu með fimm atkvæðum.

23.1502385 - Fífuhvammur 25. Ítrekuð umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu ofan á bílskúr.

Frá Hauki Guðmundssyni hdl., dags. 11. febrúar, lagt fram bréf þar sem ítrekuð er umsókn Gylfa Geirssonar ehf., kt. 410208-0320, um leyfi fyrir viðbyggingu ofan á bílskúr í kjölfar úrskurðar Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála frá 15. janúar sl.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

24.15011245 - Hafnarbraut 9 og Bakkabraut 10. Óskað eftir samþykki Kópavogsbæjar við veðsetningu

Frá Gunnari Thoroddsen hdl., dags. 29. janúar, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir heimild fyrir veðsetningu á Hafnarbraut 9 og Bakkabraut 10.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

25.1502551 - Nordjobb sumarstörf 2015.

Frá Norræna félaginu, dags. 11. febrúar, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir að Kópavogsbær taki þátt í Nordjobb verkefninu og ráði ungt fólk frá hinum Norðurlöndunum til starfa sumarið 2015.
Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

26.809008 - Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Kópavogsbæ.

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 12. febrúar, staðfesting ráðuneytisins á siðareglum fyrir kjörna fulltrúa Kópavogsbæjar.
Lagt fram.

27.1406466 - Beiðni um niðurfellingu vatnsgjalda fyrir árin 2014 og 2015.

Frá bæjarritara, dags. 13. febrúar, umsögn þar sem lagt er til að felld verði niður vatnsgjöld Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar vegna vökvunar Leirdalsvallar árin 2014 og 2015.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum.

28.1401796 - Ytra mat á grunnskólum - Salaskóli valinn.

Frá námsmatsstofnun, dags. 11. febrúar, lögð fram skýrsla um ytra mat á Salaskóla þar sem mælst er til þess að Kópavogsbær bregðist við niðurstöðum skýrslunnar.
Bæjarráð vísar erindinu til menntasviðs til úrvinnslu.

29.1406068 - Ytra mat á grunnskólum - Waldorfskólinn valinn.

Frá námsmatsstofnun, dags. 11. febrúar, lögð fram skýrsla um ytra mat á Waldorfskólanum Lækjarbotnum þar sem mælst er til þess að Kópavogsbær bregðist við niðurstöðum skýrslunnar.
Bæjarráð vísar erindinu til menntasviðs til úrlausnar.

30.1502011 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 12. febrúar.

144. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 7. liðum.
Lagt fram.

31.1502012 - Félagsmálaráð, dags. 16. febrúar 2015.

1386. fundur félagsmálaráðs í 6. liðum.
Lagt fram.

32.1502009 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 11. febrúar 2015.

34. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 2. liðum.
Lagt fram

33.1502007 - Leikskólanefnd, dags. 12. febrúar 2015.

55. fundur leikskólanefndar í 12. liðum.
Lagt fram

34.1502010 - Lista- og menningarráð, dags. 12. febrúar 2015.

37. fundur lista- og menningarráðs í 9. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið.