Bæjarráð

2708. fundur 14. nóvember 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1304297 - Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda

Frá bæjarritara, dags. 13. nóvember, tillaga að afgreiðslu umsóknar Svifflugfélagsins um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 695.204,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 695.204,- til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Svifflugfélagsins. Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu.

2.1311184 - Beiðni um styrk

Frá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, dags. í nóvember, óskað eftir styrk til nefndarinnar í formi fjár eða matar.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

3.1311219 - Umsókn um styrk vegna stefnumótunar UMSK

Frá UMSK, dags. 7. nóvember, óskað eftir styrk vegna stefnumótunar UMSK, að upphæð 150.000,- kr.

Bæjarráð vísar erindinu til íþróttafulltrúa til umsagnar.

4.1311185 - Samstarfssamningur við TEL - samþykki Landskerfis bókasafna hf.

Frá Landskerfi bókasafna hf., dags. 8. nóvember, tilkynning um að bókfræðigögn í Gegni verði gerð aðgengileg í TEL, og óskað athugasemda fyrir 5. desember nk.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til úrvinnslu.

5.1311160 - Sótt um leyfi fyrir flugeldasölu og flugeldasýningu

Frá Hjálparsveit skáta, dags. 8. nóvember, óskað eftir heimild fyrir flugeldasöluskúr HSSK á bílastæðinu við Versali.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

6.1311117 - Óskað eftir stuðningi við Snorraverkefnið sumarið 2014

Frá Snorraverkefninu, dags. 4. nóvember, óskað eftir styrk fyrir verkefni sumarsins 2014.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

7.1311041 - Nýbýlavegur 6, annmarkar á eldvörnum

Frá slökkviliðsstjóra, afrit af bréfi til húseiganda Nýbýlavegar 6, varðandi óleyfilega notkun húsnæðisins til gistireksturs.

Lagt fram.

8.1309516 - Greiðsla framlaga til eflingar tónlistarfræðslu og jöfnunar á aðstöðumun nemenda

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 6. nóvember, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði þann 3. október sl. varðandi greiðslur framlaga til eflingar tónlistarfræðslu.

Lagt fram.

9.1311085 - Skálaheiði 2, íþróttahús HK. Umsögn vegna umsóknar Búddistafélags Íslands um tækifærisleyfi

Frá bæjarlögmanni, dags. 11. nóvember, lagt fram erindi sýslumannsins í Kópavogi, dags. 6. nóvember, þar sem hann óskaði eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Búddistafélags Íslands, kt. 550695-2519, um tímabundið tækifæris- og áfengisleyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og reglugerð nr. 585/2007, til að mega halda fjölskylduhátíð Loykra Tong, fyrir 200 manns laugardaginn 16. nóvember 2013 frá kl. 19:00 til 01:00, í íþróttahúsi HK Digranesvegi, að Skálaheiði 2, Kópavogi. Ábyrgðarmaður er: Anuphong Khandong, kt. 200469-2599. Öryggisgæsluna annast: Bjarni Kópsson c/o VS öryggi.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að

staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

10.1311087 - Smáratorg 3, Veisluturninn. Beiðni um umsögn vegna umsóknar MK um tækifærisleyfi

Frá bæjarlögmanni, dags. 11. nóvember, lagt fram erindi sýslumannsins í Kópavogi, dags. 6. nóvember, þar sem hann óskaði eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Menntaskólans í Kópavogi (MK), Digranesvegi, Kópavogi, kt. 631173-0399, um tækifærisleyfi til að mega halda skóladansleik, fimmtudaginn 14. nóvember 2013, frá kl. 22:00 ? 1:00, í Veisluturninum, Smáratorgi 3, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Margrét Friðriksdóttir, kt. 200957-2029. Öryggisgæsluna annast Go Security.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

11.1311003 - Framkvæmdaráð, 13. nóvember

57. fundargerð í 11 liðum.

Lagt fram.

12.1311108 - Starfshópur um styrki til íþrótta- og tómstundamála

Lögð fram að nýju tillaga, sem frestað var á fundi ráðsins þann 7. nóvember:
Meirihluti bæjarráðs leggur til að stofnaður verði starfshópur sem fari yfir skipulag styrkja til íþrótta- og tómstundamála. Hópurinn skal fara yfir kosti og galla núverandi fyrirkomulags og koma með tillögu til breytinga ef þess er talin þörf. Hópurinn skal skipaður 5 fulltrúum, þremur frá meirihluta og tveimur frá minnihluta.
Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

13.1301050 - Stjórn Sorpu bs., 11. nóvember

327. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

14.1301027 - Stjórn Reykjanesfólkvangs, 30. október

Fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

15.1301026 - Stjórn Héraðsskjalasafns, 7. nóvember

85. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

16.1311007 - Skipulagsnefnd, 11. nóvember

1232. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

17.1311006 - Hafnarstjórn, 11. nóvember

92. fundur í 4 liðum.

Lagt fram.

18.1311128 - Kársnesveita, uppsögn á þjónustu OR, vegna dælustöðva.

Framkvæmdaráð samþykkir að heimila að samningsákvæði (3.5) í samningi um rekstur Orkuveitu Reykjavíkur (áður Reykjavíkurborgar) sé sagt upp. Jafnframt að leitað verði samninga við Verkfræðistofuna Vista ehf. og K. Tómasson ehf. um vöktun og eftirlit með dælustöðvum við Hafnarbraut og Sunnubraut, ásamt 8 öðrum dælustöðvum og dælubrunnum í Kópavogi.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

19.1306233 - Vatnsendahlíð, yfirtökugjöld.

Framkvæmdaráð ítrekar samþykkt frá fundi 12. júní 2013 um yfirtökugjöld í Vatnsendahlíð, sbr. fundargerð bæjarráðs 13. júní 2013. Framkvæmdaráð samþykkir að lóðir í Vallaþingi verði auglýstar lausar til úthlutunar á heimasíðu Kópavogsbæjar. Vegna samnings um Vatnsenda, skal dregið um lóð til handhafa réttar skv. eignarnámssátt dags. 30. janúar 2007, áður en almenn úthlutun á sér stað.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Tillaga formanns:
Framkvæmdaráð samþykkir að tekin verði frá ein lóð fyrir 22 íbúða fjölbýlishús fyrir félagslegar íbúðir, sem byggðar verði af Kópavogsbæ og því ekki sett í úrdrátt. Tillagan er felld, einn með og einn á móti.
Formaður vísar tillögunni til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

20.1310503 - Fróðaþing 7, framsal lóðaréttinda

Borist hefur erindi Ríkharðs Flemming Jensen, kt. 210169-4079, dags. 30. október 2013, þar sem óskað er eftir að lóðarréttindi Fróðaþingi 7 verði færð á Tannbjörg ehf. kt. 680601-2160. Framkvæmdaráð samþykkir að heimilað verði að færa lóðarréttindi Fróðaþing 7 til Tannbjörg ehf.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að færa lóðarréttindi Fróðaþing 7 til Tannbjörg ehf.,  kt. 680601-2160,

Fundi slitið - kl. 10:15.