Bæjarráð

2699. fundur 12. september 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
  • Erla Karlsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1309146 - Beiðni um styrk vegna Norðulandamóts barna í skák

Frá Braga Þór Thoroddsen, f.h. Álfhólsskóla og aðstandenda nemenda sem fóru á Norðurlandamót barnaskólasveita í Stokkhólmi, óskað eftir styrk vegna kostnaðar þátttöku keppenda og þjálfara þeirra að upphæð 500.000.- kr.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri lagði til að erindinu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjóra. Arnþór Sigurðsson lagði til að erindinu yrði vísað til íþróttaráðs til afgreiðslu.

 

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu með þremur atkvæðum gegn tveimur.

 

Guðríður Arnardóttir og Arnþór Sigurðsson lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Við teljum eðlilegt að þetta erindi fái afgreiðslu eins og önnur sambærileg erindi og sé vísað til íþróttaráðs.

Guríður Arnardóttir, Arnþór Sigurðsson"

2.1309208 - Ítrekun fyrirspurna. Bókun frá Guðríði Arnardóttur.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð lagði fram nokkrar fyrirspurnir á síðasta fundi bæjarráðs, meðal annars ítrekun á svari við spurningum um laun starfsmanna sem lagðar voru fram fyrir ríflega einu og hálfu ári.  Nú er ítrekað við bæjarstjóra sem yfirmann stjórnsýslu Kópavogs að leggja fram viðeigandi svör án tafar.

Guðríður Arnardóttir"

3.1308467 - Ósk um yfirlit yfir verkefni sviðsstjóra, sem ráðinn var til starfa á árinu. Fyrirspurn frá Guðríði

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Óskað er eftir að sviðsstjóri sérstakra verkefna mæti á næsta fund bæjarráðs og geri grein fyrir starfi sínu.

Guðríður Arnardóttir"

4.1205409 - Kópavogsfélagið. Hressingarhælið, Kópavogsbærinn og Kópavogstún.

Frá framkvæmdastjóra Markaðsstofu Kópavogs, dags. 1. ágúst, umsögn um tillögu stjórnar Kópavogsfélagsins og tillögu Kristins Dags Gissurarsonar.

Bæjarráð vísar umsögninni til stjórnar Kópavogsfélagsins til úrvinnslu.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég legg áherslu á að stjórn Kópavogsfélagsins kanni möguleika á búfjárhaldi og jafnvel að Kópavogsbærinn verði lögbýli.

Ómar Stefánsson"

5.1108160 - Fyrirspurn um Hamraborgarhátíð 2013

Frá formanni bæjarráðs, dags. 11. september, svar við fyrirspurn í bæjarráði 5. september varðandi Hamraborgarhátíðina.

Lagt fram.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Óska eftir upplýsingum frá bæjarstjóra um allan útlagðan kostnað Kópavogsbæjar vegna Hamraborgarhátíðar.

Guðríður Arnardóttir"

 

Rannveig Ásgeirsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Á bæjarstjórnarfundi 10 september 2013, ræddi bæjarfulltrúi Guðríður Arnardóttir fyrirspurn sína sem beint var til undirritaðrar á bæjarráðsfundi í liðinni viku varðandi Hamraborgarhátíð og sem hefur nú verið svarað.  

Í ræðu Guðríðar á umræddum fundi kemur fram að hún hafi vitneskju frá ónefndum starfsmönnum bæjarins þess efnis að undirrituð hafi farið út fyrir valdsvið sitt sem kjörinn fulltrúi og skipað starfsmönnum fyrir í aðdraganda Hamraborgarhátíðar. Bæjarfulltrúinn Guðríður lýsir fjálglega ýmsum aðstæðum, jafnvel klæðaburði s.s. sjálfboðaliða á hátíðinni, án þess að hafa sjálf verið viðstödd, en telur ástæðu til þess að taka málið upp með öflugum myndlýsingum en ekki síst gefur hún í skyn með afgerandi hætti að undirrituð hafi brotið samskiptareglur Kópavogsbæjar hvað varðar samskipti kjörinna fulltrúa og starfsmanna. Þessu heldur hún ennfremur til streitu í frétt í Fréttablaðinu 11.september 2013 sama efnis .

Augljóst er að bæjarfulltrúi er í pólitískum skylmingum við undirritaða og dregur inn í það starfsmenn Kópavogsbæjar sem er til vansa.   

Til þess að tryggja gegnsæja, sanngjarna og áreiðanlega meðferð málsins biður formaður bæjarráðs sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að fara yfir málið og skila greinargerð.

Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs"

6.1309137 - Rekstraryfirlit og árshlutareikningur janúar-júní 2013

Frá stjórn skíðasvæða hbsv., dags. 6. september, rekstraryfirlit og árshlutareikningur fyrir janúar - júní 2013.

Lagt fram.

7.1309134 - Möguleg sameining og samstarf Sorpu bs og Sorpstöðvar Suðurlands bs

Greinargerð um mögulega sameiningu Sorpu bs. og Sorpstöðvar Suðurlands bs.

Bæjarráð vísar greinargerðinni til sviðsstjóra umhverfissviðs og fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar.

8.1309083 - Eigendafundir Sorpu bs.

Fundargerð fyrsta eigendafundar Sorpu bs. haldinn 26. júní og annars eigendafundar haldinn 2. september 2013.

Lagt fram.

9.1309084 - Eigendafundir Strætó bs.

Fundargerð fyrsta eigendafundar Strætó bs. haldinn 2. september 2013.

Lagt fram.

Arnþór Sigurðsson og Erla Karlsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Það er áhyggjuefni ef gjöld í almenningsvagna verða hækkuð á þessum vetri.

Það væri meira virði í því að bæta þjónustuna með það að markmiði að fjölga farþegum, nýta ferðir vagnanna betur og auka tekjur með þeim hætti.

Arnþór Sigurðsson, Erla Karlsdóttir"

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Fulltrúi Kópavogs í stjórn Strætó hefur lýst þeirri skoðun sinni að hann hafi verið á móti þeirri hækkun sem fram kemur í fjárhagsáætlun Strætó.

Ármann Kr. Ólafsson"

10.1309198 - Hestheimar 14-16. Beiðni um breytt eignarhald

Frá Hestamannafélaginu Spretti, dags. 30. ágúst, breytt eignarhald á lóðinni Hestheimar 14 - 16.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.

11.1309140 - Fjallskilaboð fyrir Kópavogskaupstað 2013

Frá Sauðfjáreigendafélagi Kópavogs, dags. 4. september, fjallskilaboð haustið 2013 unnið í samráði við Fjáreigendafélag Reykjavíkur.

Lagt fram.

12.1309136 - Tilkynning um ágóðahlutagreiðslu 2013

Frá EBÍ Brunabót, dags. 6. september, tilkynning um ágóðahlutagreiðslu til Kópavogs að upphæð kr. 13.044.000,- fyrir árið 2013.

Lagt fram.

13.1309004 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 10. september

92. fundur

Lagt fram.

14.1309126 - Rekstraráætlun skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 2014

Frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 6. september, óskað samþykktar sveitarfélagsins á tillögu stjórnar skíðasvæðanna um rekstur skíðasvæðanna á árinu 2014.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

15.1309106 - Hlíðarendi 10-12, framsal.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 10. september, umsögn um beiðni Péturs Pálssonar, kt. 120156-4119 um að færa lóðarréttindi að Hlíðarenda 10 og 12 til G.P. Heildverslunar ehf., kt. 501204-3230, þar sem mælt er með að bæjarráð samþykki erindið.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að heimila framsal lóðarréttinda að Hlíðarenda 10 og 12 til G.P. Heildverslunar ehf., kt. 501204-3230. Einn bæjarfullrúi sat hjá.

16.1309111 - Gulaþing 15, framsal lóðarréttinda

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 9. september, umsögn um ósk um að lóðarréttindi Gulaþingi 15 færist til Hildu ehf., kt. 491109-0250 frá fyrri lóðarhafa North Invest ehf., kt. 500203-2340, þar sem mælt er með því að framsal lóðarréttinda til Hildu ehf. verði heimilað.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að heimila framsal lóðarréttinda Gulaþingi 15 til Hildu ehf., kt. 491109-0250. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

17.1309153 - Bæjarlind 6, SPOT. Umsókn Nemendafélags FG um tækifærisleyfi til að halda skóladansleik

Frá bæjarlögmanni, dags. 10. september, lagt fram erindi Sýslumannsins í Kópavogi, dags. 6. september, þár sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Nemendafélags Fjölbrautarskólans í Garðabæ, kt.660287 ? 2649 við Skólaveg 6, 210 Garðabær, um tækifærisleyfi til að mega halda skóladansleik, fimmtudaginn 12. september 2013, frá kl. 22:00 ? 1:00, á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Kristinn Þorsteinsson, kt. 160962-2679. Öryggisgæsluna annast Go Security.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

18.1301054 - Mánaðarskýrslur 2013

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla í ágúst yfir starfsemi í júlí 2013.

Lagt fram.

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

19.1304187 - Gnitaheiði 4-6. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi við Gnitaheiði 4 og 6, sem frestað var á fundum bæjarráðs þann 11. og 25. júlí sl.

Bæjarráð samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi með fjórum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

20.1301050 - Stjórn Sorpu bs., 9. september

323. fundur

Lagt fram.

21.1301048 - Stjórn skíðasvæða hbsv., 2. september

333. fundur

Lagt fram.

22.1307267 - Þjónusta við hælisleitendur

Umsögn jafnréttis- og mannréttindaráðs, sem óskað var eftir í bæjarráði þann 25. júlí sl:
Jafnréttis- og mannréttindaráð telur Kópavogsbæ hafa ákveðnum skyldum að gegna sem annað stærsta sveitarfélag landsins til þess að veita liðsinni sitt við þjónustu við hælisleitendur. Ráðið lítur umsóknina jákvæðum augum og mælist til að sveitarfélagið gangi til samstarfs við innanríkisráðuneytið.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu jafnréttis- og mannréttindanefndar.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð greiða þessu atkvæði með þeim fyrirvara að ekki falli útlagður kostnaður á sveitarfélagið.

Ármann Kr. Ólafsson, Rannveig Ásgeirsdóttir, Ómar Stefánsson"

23.1309067 - Gula spjaldið

Bókun jafnréttis- og mannréttindaráðs 4. september:
Samkvæmt nýafstaðinni launakönnun BSRB er óútskýrður launamunur kynja meiri hjá sveitarfélögum en hjá ríki. Jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogsbæjar skorar á bæjarráð að flýta ítarlegri launakönnun meðal starfsmanna og birta opinberlega niðurstöður hennar.

Unnið er að launakönnun meðal starfsmanna Kópavogsbæjar og verða niðurstöður birtar opinberlega.

24.1308015 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd, 4. september

21. fundur

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.