Bæjarráð

2648. fundur 12. júlí 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1206587 - Minnisblað varðandi málefni Sunnuhlíðar. Lagt fram á fundi með bæjarstjóra 28. júní 2012

Frá forsvarsmönnum Sunnuhlíðar, dags. í júní, varðandi málefni Sunnuhlíðar.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarstjóra.

2.810496 - Svæðisskipulag. Græni trefillinn.

Frá velferðarráðuneytinu, dags. 29. júní, varðandi setningu til að fara með mál vegna endurskoðunar á staðfestingu og auglýsingu umhverfisráðherra um breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.

Lagt fram.

3.1207056 - Upplýsingar um fasteignamat 2013

Frá Þjóðskrá Íslands, yfirlit yfir hækkun fasteignamats milli áranna 2012 og 2013. Jafnframt er veittur frestur til 1. ágúst nk. til athugasemda.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til úrvinnslu.

4.1205107 - Engihjalli 8, Rauði riddarinn ehf. Beiðni um umsögn varðandi rekstrarleyfi

Frá sýslumanninum í Kópavogi, dags. 4. maí, þar sem óskað er eftir umsögn varðandi beiðni um rekstrarleyfi Rauða riddarans, Engihjalla 8.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skrifstofustjóra umhverfissviðs.

5.1207022 - Hamraborg 3, Kaffibúðin. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá sýslumanninum í Kópavogi, dags. 28. júní, þar sem óskað er eftir umsögn varðandi beiðni um rekstrarleyfi Kaffibúðarinnar, Hamraborg 3.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skrifstofustjóra umhverfissviðs.

6.1207117 - Kópavogshafnir. Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum

Frá umhverfisstofnun, dags. 4. júlí, varðandi áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum.

Bæjarráð vísar erindinu til hafnarstjórnar til úrvinnslu.

7.1207089 - Ósk um sumarlán á aðstöðu í Boðanum

Frá Hrafnistu, dags. 9. maí, þar sem óskað er eftir að fá lánaða aðstöðu Boðans (sali og eldhúsaðstöðu) á meðan sumarlokun stendur yfir eða frá 16.7-11.8.

Lagt fram.

8.1206563 - Afsláttur af hádegisverði- dagvistun í Boðanum og starfsemi Hrafnistu

Frá Hrafnistu, dags. 20. júní, varðandi afslátt af hádegisverði.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

9.1207090 - Beiðni Kattavinafélags Íslands um samkomulag við Kópavogsbæ varðandi óskilaketti úr Kópavogi

Frá Kattavinafélagi Íslands, dags. 4. júlí, þar sem óskað er eftir að samkomulag verði gert vegna óskilakatta úr Kópavogi.

Bæjarráð vísar erindinu til heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar-, Kópavogs og Garðabæjar til úrvinnslu. Þá óskar bæjarráð eftir því að heilbrigðiseftirlitið setji reglur um gjaldtöku vegna handsömunar og geymslu óskilakatta.

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Legg til að leitað verði tilboða víðar vegna geymslu, aflífunar og eyðingu óskilakatta.

Ómar Stefánsson"

10.1207060 - Styrkumsókn vegna Ástráðs, forvarnarstarfs læknanema

Frá Ástráði, forvarnarstarf læknanema, dags. í júní, þar sem óskað er eftir styrk til að hægt sé að halda áfram forvarnarstarfi.

Bæjarráð vísar erindinu til forvarna- og frístundanefndar til afgreiðslu.

11.1111328 - Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar um útgáfu starfleyfis til Hvamms ehf. v. Elliðahvamms

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 4. júlí, úrskurður.

Lagt fram.

12.1206483 - Aðkoma bæjarlögmanns Kópavogs að málarekstri einkaaðila við bæjarbúa

Frá Sveinbirni Sveinbjörnssyni, dags. 18. júní, varðandi aðkomu bæjarlögmanns að málarekstri einkaaðila við bæjarbúa.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

13.1207148 - Samstarf um nýsköpun í opinberum rekstri.

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. júlí, varðandi nýsköpun í opinberum rekstri.

Lagt fram.

14.1206602 - Dalaþing 34. Lóð skilað

Frá Þórjón P. Péturssyni, þar sem óskað er eftir að fá að skila inn lóðinni Dalaþing 34.

Lagt fram.

15.1206564 - Almannakór 11. Lóð skilað

Frá Jórunni Jónsdóttur og Sigurði Gylfasyni, þar sem óskað er eftir að fá að skila lóðinni Almannakór 11.

Lagt fram.

16.1206565 - Hlíðarendi 6. Lóð skilað

Frá Margréti Björnsdóttur, þar sem óskað er eftir að fá að skila hesthúsalóðinni Hlíðarendi 6.

Lagt fram.

17.1006268 - Kosningar í stjórn Strætó bs. 2010 - 2014

Kjör aðal- og varamanns í stjórn Strætó bs.

Hjálmar Hjálmarsson óskaði eftir að kosningu yrði frestað og var það samþykkt.

18.1207067 - Allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, 2012 á Spáni

Frá sambandi íslenskra sveitarfélaga, upplýsingar um fyrirhugað allsherjarþing evrópusamtaka sveitarfélaga.

Lagt fram.

19.1207127 - Bæjarstjóri Norrköping lætur af störfum

Frá Li Teske, þar sem þakkað er fyrir samstarfið.

Lagt fram.

20.1205489 - Sund- og bókasafnskort fyrir atvinnulausa. Tillaga frá Hjálmari Hjálmarssyni

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð samþykkir að atvinnulausir Kópavogsbúar og fólk sem nýtur fjárhagsaðstoðar hjá Kópavogsbæ fái  endurgjaldslausan aðgang að sundstöðum bæjarins og frítt bókasafnskort út árið 2012.  Áætlaður kostnaður við þetta er hverfandi. Bæjarstjóri útfæri nánar framkvæmd tillögunnar.

Greinargerð:

Kópavogsbær hefur frá árinu 2009 gefið atvinnulausum kost á því að nýta sér bókasöfn bæjarins, líkamsræktarstöðvar og sundstaði sér til félags- og heilsueflingar. Þetta var aflagt nú um áramótin vegna þess að kostnaður við líkamsræktarkort fór þá umtalsvert fram úr áætlun en líkamsræktarstöðvar eru ekki reknar af bæjarfélaginu. Tekið skal fram sérstaklega að tillagan gengur ekki út á ókeypis aðgang að líkamsræktarstöðvum heldur eingöngu að sundlaugum og bókasöfnum. Kostnaður við þessa tillögu er hverfandi þar sem útgjöld velferðarsviðs vegna þessa teljast til tekna bókasafna og sundlauga.


Rannsóknir sýna að atvinnuleysi getur haft neikvæðar heilsufarslegar og félagslegar afleiðingar í för með sér. Með þessari samþykkt er boðið upp á heilsurækt og aðgang að andlegu fóðri  og upplýsingum sem getur stuðlað að aukinni þátttöku í samfélaginu og bættum lífsgæðum.

Hjálmar Hjálmarsson"

Guðríður Arnardóttir lagði til að tillögunni verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013. Var það samþykkt með fjórum atkvæðum. Einn fulltrúi sat hjá.

21.1111415 - Styrkbeiðni vegna landsfundar Upplýsingar í Kópavogi 27. og 28. september 2012

Frá bæjarritara, dags. 9. júlí, erindinu var vísað til bæjarritara til umsagnar á fundi bæjarráðs þann 24. nóv. sl.
Lagt er til að bæjarráð veiti styrk að upphæð 300.000,- vegna móttöku fundargesta.

Bæjarráð samþykkir tillögu um styrk að upphæð kr. 300.000.

22.1207004 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 10. júlí.

50. fundur.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

23.1206027 - Barnaverndarnefnd, 28. júní.

15. fundur

Lagt fram.

24.1207001 - Íþróttaráð, 3. júlí.

14. fundur

Lagt fram.

25.1206211 - Furugrund 83. Áhorfendabekkir í Fagralund. Styrkumsókn

Umsögn íþróttaráðs, dags. 4. júlí, varðandi styrkbeiðni sem var lögð fram á fundi bæjarráðs 14. júní sl. og vísað til umsagnar íþróttaráðs. Íþróttaráð lítur jákvætt á erindi félagsins og telur rétt að málið verði skoðað við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2013.

26.1201284 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 25. maí.

797. fundur

Lagt fram.

27.1201284 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 29. júní.

798. fundur.

Lagt fram.

28.1201288 - Stjórn Strætó bs. 29. júní

171. fundur.

Lagt fram.

 

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Fulltrúi Næstbestaflokksins gagnrýnir vinnubrögð fulltrúa Kópavogsbæjar í stjórn Strætó b.s. - Í byrjun árs samþykkti bæjarráð að stofna starfshóp sem gera átti úttekt á almenningssamgöngum í Kópavogi og koma með tillögur til úrbóta ef þörf væri á. Bæjarstjóra var falið að fylgja stofnun hópsins eftir. Það hefur ekki verið gert og enginn fundur verið boðaður í umræddum starfshópi. Á síðasta fundi bæjarstjórnar í Kópavogi kom fram í máli Gunnars Inga Birgissonar fulltrúa bæjarins í stjórn Strætó b.s. sem átti að veita starfshópnum forystu, að hann sæi enga ástæðu til þess að vinna að úrbótum í almenningssamgöngum í Kópavogi og ákvað greinilega upp á sitt eindæmi að hunsa ákvörðun bæjarráðs. Undirritaður telur þetta  afar ámælisvert, svo ekki sé meira sagt.

Hjálmar Hjálmarsson"

 

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, og Ómar Stefánsson lögðu fram eftirfarandi bókun:

Þessi samþykkt var gerð áður en núverandi bæjarstjóri tók til starfa en það er verið að fara yfir málið með hliðsjón af fyrrgreindri samþykkt.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson"

29.1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram í skipulagsnefnd og samþykkt að nýju breytt tillaga dags. 27. júní 2012, þar sem komið er til móts við innsenda athugasemd Valdimars G. Guðmundssonar dags. 31. maí 2012. Einnig lagðar fram innsendar athugasemdir og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 27. júní 2012. Málinu var frestað á fundi bæjarráðs 28. júní sl.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð styður ekki breytt skipulag á Kópavogstúni og vísar þar með í bókun fulltrúa Samfylkingar og VG í skipulagsnefnd.

Guðríður Arnardóttir"

Arnþór Sigurðsson tekur undir bókun Guðríðar.

Fulltrúar meirihluta bæjarráðs lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð vísa í bókun meirihluta skipulagsnefndar.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

Bæjarráð samþykkir breytta tillögu að deiliskipulagi með þremur atkvæðum gegn tveimur.

30.1205409 - Skýrsla starfshópsins um Kópavogstún, Kópavogsbæinn og Kópavogshælið.

Lögð fram lokaskýrsla starfshóps, dags. 22. júní, ásamt fylgiskjölum. Bæjarstjórn samþykkti einróma á fundi sínum 26. júní sl. að vísa skýrslunni til umsagnar atvinnu- og þróunarráðs og til bæjarráðs til úrvinnslu.

Lagt fram.

31.1206031 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 3 júlí.

49. fundur

Bæjarráð samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

32.1205549 - Arakór 9. Óskað eftir nafnbreytingu á lóð

Frá Matthildi Baldursdóttur og Reinhard Valgarðssyni, dags. 21. maí, þar sem óskað er eftir samþykki bæjarráðs til að afsala Óla Garðari Kárasyni og Steinunni Sif Kristinsdóttur byggingarrétti á lóðinni Arakór 9. Einnig lögð fram umsögn, dags. 29. júní frá fjármála- og hagsýslustjóra Kópavogs, þar sem lagt er til að núverandi lóðarhöfum verði heimilað að framselja lóðina.

Bæjarráð samþykkir tillögu fjármála- og hagsýslustjóra.

33.1207191 - Gæðastefna Kópavogsbæjar

Frá gæðastjóra, dags. 10. júlí, þar sem óskað er eftir að bæjarráð staðfesti formlega að gæðastefna verði í gildi í a.m.k. ár til viðbótar hjá bænum.

Bæjarráð samþykkir gæðastefnu.

34.1201279 - Smiðjuvegur 68-72.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 10. júlí, umsögn um umsókn Blésugrófar ehf. kt. 560605-1100, um rekstrarleyfi fyrir gistiskála í flokki II að Smiðjuvegi 68-72.

Á grundvelli umsagnarinnar sér bæjarráð ekki ástæðu til að aðhafast frekar í þessu máli að svo stöddu.

35.1206392 - Dagforeldrar - þjónustusamningar og breytingar á niðurgreiðslum

Frá sviðsstjóra menntasviðs, varðandi þjónustusamning og breytingar á niðurgreiðslum til dagforeldra.

Bæjarráð samþykkir tillögu að þjónustusamningi og reglur um framlög Kópavogsbæjar vegna barna hjá dagforeldrum. Samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum. Einn fulltrúi sat hjá.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð gerir ekki athugasemdir við gerð þjónustusamninga við dagforeldra og telur þá af hinu góða.  En við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2012 var ákveðið að hækka framlög til foreldra barna hjá dagforeldrum svo kostnaður þeirra vegna dagvistar yrði sambærilegur við kostnað foreldra barna á leikskólum.  Nú liggur fyrir að nýr meirihluti í Kópavogi hyggst ekki efna það loforð og enn er langt í land.  Þótt framlag bæjarins hækki nú um 10.000 kr á mánuði mun kostnaður foreldra vegna gæslu yngstu barnanna enn vera umtalsverður. Undirrituð tekur því ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Guðríður Arnardóttir"

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Hér er þeirri upphæð á fjárhagsáætlun sem var ætlað til niðurgreiðslu allri varið í málaflokkinn og því unnið innan ramma fjárhagsáætlunar.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

Guðríður Arnardóttir og Hjálmar Hjálmarsson lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Þótt fjöldi barna hafi reynst meiri en ætlaður var er algjörlega óeðlilegt að draga í land með þessum hætti.  Sambærilegt því er þegar fjöldi einstaklinga sem njóta fjárhagsaðstoðar bæjarins verður meiri en ætlað er, þætti þá eðilegt að lækka framlög til hvers og eins?  Þessum meirihluta hefur ekki þótt tiltökumál að fara fram úr fjárhagsáætlun þegar kemur að því að þenja út stjórnsýslu bæjarins að nýju, fjölga sviðsstjórum og fjölga nefndum með tilheyrandi umframkostnaði.  Sá kostnaður er umtalsvert hærri en auknar niðurgreiðslur til foreldra yngstu barnanna í Kópavogi.

Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég er undrandi á því að oddviti fyrrverandi meirihluta sem fór fyrir þeirri fjárhagsáætlun sem nú er unnið eftir skuli bóka sérstaklega að farið skuli fram úr fjárhagsáætlun. Hvað fjárhagsaðstoðina varðar þá eru sérstök lög þar um og því ekki samanburðarhæft og þá eru ráðningar í stjórnsýslunni í samræmi við fjárhagsáætlun að frátöldu einu tilviku sem að Sjálfstæðisflokkurinn hafði lagt ríka áherslu á í pólitískri umræðu um uppstokkun í stjórnsýslunni.

Ármann Kr. Ólafsson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er ekkert óeðlilegt að ræða fjágsagsaðstoð í þessu sambandi þar sem það er ákvörðun sveitarfélaganna hversu há fjárhagsaðstoðin er.  Annars má Ármann vera hissa fyrir mér - ekki missi ég svefn yfir því.

Guðríður Arnardóttir"

Sviðsstjóri menntasviðs sat fundinn undir þessum lið.

36.1201087 - Leikskólinn Undraland. Hækkun á framlögum til foreldra

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 4. júlí, varðandi framlög Kópavogsbæjar vegna barna í einkaleikskólum.
Lagt er til að erindinu verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2013.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til gerðar fjárhagsáætlunar 2013.

37.1207146 - Tónlistarskólar utan sveitarfélags 2012

Frá sviðsstjóra, dags. 10. júlí, varðandi styrkveitingu til tónlistarnáms utan sveitarfélags skólaárið 2012-2013.

Bæjarráð samþykkir að þeir nemendur sem stunduðu tónlistarnám utan sveitarfélags síðastliðið skólaár og hlutu til þess styrk frá Kópavogsbæ og uppfylla reglur Kópavogsbæjar um úthlutun styrkja til tónlistarnáms í tónlistarskólum utan sveitarfélags, samþykktar í bæjarráði 22.maí 2012, hljóti áframhaldandi styrk til tónlistarnáms.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, vék af fundi við ofangreinda afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra menntasviðs að styrk til fimm nemenda fyrir skólaárið 2012 - 2013.  Einn fulltrúi sat hjá.

Sviðsstjóri menntasviðs sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð felur menntasviði að vinna að endurskoðun á reglum um styrki til tónlistarnáms.

38.1207085 - Umsókn um launað námsleyfi 2012 - 2013

Frá verkefnastjóra tómstundamála, dags. 27. júní, þar sem óskað er eftir launuðu námsleyfi.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar starfsmannastjóra og sviðsstjóra menntasviðs.

 

Sviðsstjóri menntasviðs sat fundinn undir þessum lið.

39.1206603 - EFS. Fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga

Frá innanríkisráðuneytinu, eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 26. júní, þar sem óskað er eftir áætlun sveitarstjórnar um hvernig hún hyggst ná viðmið 1. tölul. og 2. tölul. 2 mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Svör til nefndarinnar skulu berast eigi síðar en 1. september 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar.

Fundi slitið - kl. 10:15.