Bæjarráð

2641. fundur 10. maí 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1104046 - Hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir Hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

2.1203295 - Skipan starfshóps um vinnulag og vinnubrögð bæjarstjórnar.

Ólafur Þór Gunnarsson spurðist fyrir um vinnu starfshóps um vinnulag og vinnubrögð bæjarstjórnar. Pétur Ólafsson, sem situr í hópnum, skýrði frá vinnu starfshópsins.

3.1205136 - Styrkbeiðni vegna tónleika- og námsferðar til Ítalíu 14.-28. ágúst 2012

Frá nemendum við Tónlistarskóla Kópavogs, dags. 6/5, styrkbeiðni vegna tónleika- og námsferðar til Ítalíu 14.-28. ágúst 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til lista- og menningarráðs til afgreiðslu.

4.1205102 - Óskað eftir samstarfi við Kópavogsbæ við að skrá sögu bæjarins í máli og myndum á nútímalegu formi

Frá Sigurði Sveinssyni, Kópavogur TV, dags. 19/4, óskað eftir samstarfi við Kópavogsbæ við að skrá sögu bæjarins í máli og myndum á nútímalegu formi.

Bæjarráð vísar erindinu til lista- og menningarráðs til afgreiðslu.

5.1204206 - Austurkór 79. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um afgreiðslu lóðarumsóknar.

Bæjarráð hafnar umsókn Tork verktaka ehf. um lóðina Austurkór 79 og felur umhverfissviði að auglýsa lóðina áfram.

6.1204241 - Umsókn um launað námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 9/5, svar við fyrirspurn varðandi námsleyfi, mál sem frestað var í bæjarráði 3/5.

Bæjarráð samþykkir umsókn bæjarlögmanns um launað námsleyfi.

 

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

7.1205163 - Beiðni um leyfi til að auglýsa eftir starfsmanni og þroskaþjálfa á Dalveg hæfingarstöð

Frá verkefnastjóra í málefnum fatlaðs fólks, dags. 10/5, beiðni um leyfi til að auglýsa eftir starfsmanni og þroskaþjálfa á Dalveg hæfingarstöð.

Bæjarráð veitir umbeðið leyfi.

8.1205161 - Beiðni um leyfi til að auglýsa eftir starfsmönnum í Fannborg hæfingarstöð

Frá verkefnastjóra í málefnum fatlaðs fólks, dags. 10/5, beiðni um leyfi til að auglýsa eftir starfsmanni og þroskaþjálfa við hæfingarstöð í Fannborg.

Bæjarráð veitir umbeðið leyfi.

9.1203393 - Tenging hjóla- og göngustíga við Garðabæ.

Frá bæjarstjóra, bókanir frá fundum umhverfis- og samgöngunefndar 2/4, framkvæmdanefndar 20/4, forvarna- og frístundanefndar 26/4, íþróttaráðs 26/4 og skólanefndar 7/5, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum þann 29/3 sl. varðandi tillögu bæjarstjóra um að viðræður fari fram við Garðabæ um tengingu göngu- og hjólreiðastíga.

Lagt fram.

10.1109276 - Suðurlandsvegur - Kópasel. Ósk um að hliðra til vegstæði

Frá sviðstjóra umhverfissviðs, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 2/9 varðandi breytingar á veginum að Waldorfskóla.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar, en leggur til að erindinu verði hafnað.

11.1204009 - Kvartað yfir vanefndum varðandi frágang í efra Kórahverfi

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 3/5, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 12/4 sl. um erindi íbúa varðandi frágang við framkvæmdir á Rjúpnahæð.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs að svara bréfritara á grundvelli umsagnarinnar.

12.903018 - Umferðaröryggisáætlun

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir Umferðaröryggisáætlun Kópavogsbæjar og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

13.1109076 - Stefna um hraðatakmarkandi aðgerðir í Kópavogi

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir stefnu um hraðatakmarkandi aðgerðir í Kópavogi og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

14.1205006 - Framkvæmdaráð 9/5

30. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

15.1204004 - Umhverfis- og samgöngunefnd 7/5

19. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

16.1203351 - Stærðfræðikeppnin BEST fyrir 9. bekki grunnskóla

Pétur Ólafsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"1. Hver veitti formanni bæjarráðs þær upplýsingar um að bæjarráð hefði oftast afgreitt þetta erindi?

2. Á hvaða fundum bæjarráðs hefur slík (BEST eða KappAbel) umsókn einhliða verið afgreidd?

3. Hvernig var upphæð styrksins ákveðin, þar sem engin upphæð var tilgreind í erindi umsjónarmanns keppninnar til bæjarráðs?

4. Hvaða reglur gilda um hvaða styrkbeiðnir, er snúa að skólastarfi í Kópavogi, eigi að taka fyrir í skólanefndinni?

Pétur Ólafsson, Ólafur Þór Gunnarsson"

17.904143 - Deildarstjórastaða við sérdeild Digranesskóla

Skólanefnd mælir með því að bæjarráð samþykki erindi skólastjóra um að leggja niður 50% stöðu deildarstjóra við sérdeild einhverfra við Álfhólsskóla, sbr. lið 2 í fundargerð skólanefndar 7/5.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skólanefndar.

18.1204005 - Skólanefnd 7/5

42. fundur

Lagt fram.

19.1205004 - Hafnarstjórn 7/5

82. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

20.1205133 - Áhaldahús. Verðkönnun.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar.
Óskað er heimildar Framkvæmdaráðs Kópavogs til að gera verðkönnun hjá verktökum í:
1. Tímavinnu tækja
2. Einingaverð í gerð göngustíga undir malbik.
3. Einingaverð í jarðvinnu td, göngustíga og smærri jarðvegsskipti.
4. Einingaverð í flutning og útvegun á steinefnum.

Framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði verðkönnun hjá verktökum.

Pétur Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Eðlilegra hefði verið að fleiri ættu kost á að bjóða í verkið. Um er að ræða háar fjárhæðir og oftsinnis hafa verktakar sem ekki komast að borðinu kvartað undan að fá ekki að taka þátt í umræddum verðkönnunum. Betra er að bjóða verkin út enda gæti það án efa sparað bæjarsjóði aurinn sem er jú rekinn með almannafé.

Pétur Ólafsson"

Hjálmar Hjálmarsson tekur undir bókun Péturs Ólafssonar og lagði til að bæjarstjóra verði falið að koma upp útboðsvef á vegum bæjarins.

Pétur Ólafsson óskaði fært til bókar að hann styddi tillögu Hjálmars Hjálmarssonar.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Hér er um verðkönnun á smáverkum að ræða og allir eiga möguleika á að gefa sig fram og lýsa áhuga á að fá að taka þátt í verðkönnunni.  Þessi aðferð er hluti af innkaupareglum Kópavogs sem öll framboð sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs hafa komið að því að setja.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir."

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Innkaupareglur bæjarins útiloka ekki að útboð séu höfð í smærri verkum. Auk þess tekur undirritaður undir tillögu Hjálmars Hjálmarssonar.

Ólafur Þór Gunnarsson"

Bæjarráð vísar tillögu Hjálmars Hjálmarssonar til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til afgreiðslu bæjarstjórnar.

21.1103078 - Malbik

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, opnuð tilboð í
malbiks yfirlagnir og nýlagnir í Kópavogi 2012, einnig voru opnuð tilboð í malbikskaup 2012, skv. útboðsgögnum gerðum af tæknideild Kópavogs dags. í apríl 2012. Útboðin voru lokuð.
Eftirfarandi tilboð bárust:

1. Malbiks yfirlagnir og nýlagnir

nr. Verktaki Tilboðsupphæð
1 Hlaðbær Colas 25.900.000 kr. 100%
3 Loftorka 28.595.000 110 kr. %
4 Kostnaðaráætlun 29.824.500 kr. 115%
5 Malbikunarstöðin Höfði 39.295.500 kr. 152%

Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas ehf. um malbiks yfirlagnir og nýlagnir í Kópavogi 2012 og vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu.

2. Malbik efni

nr. Verktaki Tilboðsupphæð
1 Hlaðbær Colas 71.320.750 kr.
2 Malbikunarstöðin Höfði 68.290.000 kr.

Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við Malbikunarstöðina Höfði hf. um malbikskaup fyrir árið 2012 og vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

22.1203262 - Grassláttur 2012. Útboð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, opnuð tilboð í verkið "Grassláttur í Kópavogi 2012 - 2014" skv. útboðsgögnum gerðum af Kópavogsbæ, dags. í apríl 2012. Útboðið var opið og bárust eftirfarandi tilboð:
Verktaki Tilboðsupphæð
Oddur Guðmundsson 16.046.700 kr.
Íslenska gámafélagið ehf. 20.248.440 kr.
Garðlist ehf. 22.987.240 kr.
Kostnaðaráætlun 19.756.800 kr.

Lægst bjóðandi Oddur Guðmundsson uppfyllir ekki kröfur útboðsgagna.

Framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti að leitað verði samninga við Íslenska gámafélagið ehf. og vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

23.1204032 - Þrymsalir 10. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Tvær umsóknir bárust um lóðina Þrymsali 10, frá
Jóni Tómasi Ásmundssyni og Ingu Láru Sædal Andrésdóttur, annars vegar, og Garðari Sigvaldasyni og Þorbjörgu Kristjánsdóttur, hins vegar. Dregið var um byggingarrétt skv. úthlutunarreglum Kópavogsbæjar, sbr. endurrit úr gerðarbók sýslumannsins í Kópavogi. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Jóni Tómasi Ásmundssyni og Ingu Láru Sædal Andrésardóttur verði úthlutað lóðinni Þrymsalir 10.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

24.1204173 - Þrymsalir 10. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Tvær umsóknir bárust um lóðina Þrymsali 10, frá
Jóni Tómasi Ásmundssyni og Ingu Láru Sædal Andrésdóttur, annars vegar, og Garðari Sigvaldasyni og Þorbjörgu Kristjánsdóttur, hins vegar. Dregið var um byggingarrétt skv. úthlutunarreglum Kópavogsbæjar, sbr. endurrit úr gerðarbók sýslumannsins í Kópavogi. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Jóni Tómasi Ásmundssyni og Ingu Láru Sædal Andrésardóttur verði úthlutað lóðinni Þrymsalir 10.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

25.1204251 - Akrakór 12. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Framkvæmdaráð leggur til að Ögurhvarfi ehf. verði úthlutað lóðinni Akrakór 12.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

26.1205106 - Engjaþing 3. Umsókn um lóð

Framkvæmdaráð leggur til að Húsafli sf. verði úthlutað lóðinni Engjaþing 3.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:15.