Bæjarráð

2586. fundur 10. mars 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1101949 - Hlíðarsmári 14. Ósk um niðurfellingu fasteignagjalda árið 2011

Frá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, dags. 7/3, beiðni um styrk til greiðslu fasteignaskatts af húsnæði félagsins að Hlíðasmára 14.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

2.1102655 - Sæbólsbraut 38. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi til að reka heimagistingu

Frá bæjarlögmanni, dags. 9/3, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 23. febrúar 2011, þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar um leyfi skv. l. 85/2007 til að reka heimagistingu í flokki I, í séríbúð í kjallara að Sæbólsbraut 38.

Samkvæmt 4. mgr. 1. töluliðs 10. gr. nefndra laga staðfesta sveitarstjórnir sem umsagnaraðlilar að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning staðar er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

3.1012157 - Gæðahandbók

Frá gæðastjóra, dags. 4/3, uppfærð gæðahandbók tók gildi 25/2 sl. og gert er ráð fyrir að afhenda nýjan geisladisk með nýju handbókinni.

Lagt fram.

4.1102656 - Vatnsendablettur 134. Bréf frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl.

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl., dags. 23/2, tilkynning um viðbótarkostnað í tengslum við seinkun á afhendingu lóða á Vbl. 134.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

5.1103081 - Þingsályktunartillaga um uppbyggingu Náttúrugripasafns á Selfossi, 283. mál. Send til umsagnar

Frá menntamálanefnd Alþingis, tölvupóstur dags. 7/3, óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu Náttúrugripasafns á Selfossi, 283. mál.

Lagt fram.

6.1103086 - Núpalind 7, Lindaskóli. Beiðni Skipulagsstofnunar um upplýsingar varðandi lokaúttekt á Lindaskóla

Frá Skipulagsstofnun, dags. 3/3, óskað eftir upplýsingum varðandi lokaúttekt á Lindaskóla. Byggingafulltrúi hefur sent umbeðnar upplýsingar með bréfi til Skipulagsstofnunar, dags. 1/3, sbr. meðfylgjandi afrit.

Lagt fram.

7.1103045 - Niðurskurður sem bitnar á börnum

Frá Umboðsmanni barna, tölvupóstur dags. 2/3, ítrekun fyrri áskorana varðandi skerðingu réttinda barna.

Lagt fram.

8.1103080 - Hamraborg 10. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignskatts

Frá Kvenfélagi Kópavogs, dags. 5/3, umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts af húsnæði félagsins að Hamraborg 10.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

9.1103079 - Digranesvegur 79 og Vatnsendablettur 391. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts

Frá skátafélaginu Kópum, dags. 3/3, umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts af húsnæði félagsins að Digranesvegi 79 og Vbl. 391.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

10.1103074 - Bakkabraut 7A. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts

Frá Lótushúsi, dags. 3/3, umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts af húsnæði félagsins að Bakkabraut 7a.

 Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

11.1103076 - Skalli, Ögurhvarf 2. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi til að reka veitingastofu og greiðasöl

Frá bæjarlögmanni, dags. 8/3, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 2. mars 2011 þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Borgarnestis ehf., kt. 550988-1009, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Skalla, Ögurhvarfi 2 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk I, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka, sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

12.1103077 - Framsal réttinda yfir lóðinni Fákahvarf 14

Frá Kristjáni Ólafssyni, dags. 3/3, óskað eftir samþykki bæjarráðs fyrir framsali lóðarinnar Fákahvarfs 14 þó fokheldisvottorði hafi ekki verið þinglýst.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

13.1103073 - Ósk um viðræður við Kópavogsbæ varðandi lóð undir hafnsækna atvinnustarfsemi

Frá O.K. Hull ehf., dags. 1/3, óskað eftir úthlutun lóðar undir vaxandi starfsemi fyrirtækisins.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaðir líta jákvætt á málið.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Fagna framkomnum áhuga á atvinnuuppbyggingu á hafnarsvæðinu.

Ómar Stefánsson"

14.1103120 - Ársskýrsla 2010

Frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, ársskýrsla 2010.

Lagt fram.

15.1103052 - Tillaga um áheyrnarfulltrúa

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Í ljósi álits félagsmálaráðuneytisins  frá  21.3.2007 er varðar áheyrnarfulltrúa í félagsmálaráði, þar sem fyrirstaðan var að félagsmálaráð væri jafnframt barnaverndarnefnd.  Það hefur nú verð sett á laggirnar sérstök barnaverndarnefnd. Óskar Framsóknarflokkurinn í Kópavogi að fá að skipa áheyrnarfulltrúa í félagsmálaráði í stað þess að fá að skipa áheyrnarfulltrúa í íþróttaráði.

Ómar Stefánsson"

 

Tillögunni var frestað.

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Ég legg til að leitað verði eftir nýju áliti ráðuneytisins á skipan áheyrnarfulltrúa í félagsmálaráð.

Ómar Stefánsson"

 

Hlé var gert á fundi kl. 11:16. Fundi var framhaldið kl. 11:18.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð bendir á að þegar liggi fyrir úrskúrður ráðuneytisins vegna áheyrnar í félagsmálaráði, en þar segir:

”ráðuneytið lítur svo á að með hliðsjón af meginreglunni um sjálfsforræði sveitarfélaga geti bæjarstjórn ákveðið að framboðslisti, sem á fulltrúa í sveitarstjórn en nær ekki kjöri í félagsmálaráð, geti tilnefnt áheyrnarfulltrúa til setu á fundum félagsmálaráðs þegar nefndin fjallar um önnur mál en einstaklingsmálefni.“

Þótt svo barnaverndarmál séu nú undir sérstakri barnaverndarnefnd fjallar félagsmálaráð enn um viðkvæm trúnaðarmál einstaklinga.  Ég fæ því ekki séð að niðurstaða ráðuneytisins yrði önnur.

Guðríður Arnardóttir"

Tillaga Ómars Stefánssonar um að leitað verði álits ráðuneytis á skipan áheyrnarfulltrúa samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu.

16.1103139 - Fyrirspurn um kostnað við áskrift

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hversu mikið er bærinn að borga fyrir ársáskrift af tímaritinu Sveitarstjórnarmál?

Ómar Stefánsson"

17.1101847 - Fyrirspurn frá Guðnýju Dóru Gestsdóttur

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram svar við fyrirspurn Guðnýjar Dóru Gestsdóttur:

"Spurt var um hve margar ferðir Gunnar Ingi Birgisson hefði farið erlendis í boði einstaklinga eða fyrirtækja þann tíma sem Gunnar Ingi Birgisson var formaður bæjarráðs og bæjarstjóri.

 

Svar:

Þessari fyrirspurn er fljótsvarað. Gunnar Ingi Birgisson þáði engar ferðir erlendis á þeim tíma, sem spurt var um, hvorki viðskipta-, fótbolta- né sumarleyfisferðir.

Gunnar Ingi Birgisson"

18.1103140 - Fyrirspurn til bæjarstjóra og fjámála- og hagsýslustjóra

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"A. Í minnisblaði fjármála- og hagsýslustjóra frá 19. janúar sl. er framreiknað kaupverð á Glaðheimasvæði til 15. janúar 2011. Óskað er eftir nánari útreikningi á þeim tölum og einnig á hvaða kjörum var lánið, sem Kópavogsbær tók vegna kaupanna.

 

B. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að kaup á Vatnsendasvæði (Vatnsendahlíð) sé áfallinn kostnaður vegna Glaðheima. Óskað er eftir rökstuðningi við þá fullyrðingu með uppdráttum og útreikningum.

 

C. Þá er óskað eftir rökstuðningi við þá fullyrðingu í minnisblaðinu að vegna framkvæmda á Kjóavöllum spilltust vatnsból Garðabæjar. Því var gerður samningur við Garðabæ... o.s.frv.

 

Skriflegt svar óskast.

Gunnar Ingi Birgisson"

19.1103143 - Tillaga um skipan áheyrnarfulltrúa og launagreiðslur til þeirra

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Þeir framboðslistar er hlutu kjöri í síðustu sveitarstjórnarkosningum eigi þess kost að tilnefna áheyrnarfulltrúa í þær nefndir og ráð sem þeir eiga ekki kjörinn fulltrúa nú þegar, að félagsmálaráði undanskildu.  Tilnefndir áheyrnarfulltrúar þiggi ekki þóknun fyrir fundarsetu.

 

Greinargerð:  Við gerð síðustu fjárhagsáætlunar var gert ráð fyrir að leggja af áheyrnarfulltrúa, fækka nefndum og sameina aðrar og ná fram ákveðnum sparnaði með því móti . Nú stefnir í að þau markmið náist ekki.

Til þess að tryggja aðkomu allra framboða að lýðræðislegri umræðu í nefndum og ráðum er mikilvægt að þau eigi málsvara í sem flestum málaflokkum.  Á síðasta kjörtímabili átti V-listi tvo launaða áheyrnarfulltrúa í nefndum og skapar það ákveðið fordæmi. B listi er í svipaðri stöðu nú og niðurstaða kosninga í nefndir og ráð á síðasta bæjarstjórnarfundi er sú að hann (B-listi) á  þar nú tvo aðalfulltrúa.

Svo markmið fjárhagsáætlunar náist en um leið til þess að tryggja lýðræðislega aðkomu allra framboðanna að nefndum og ráðum, legg ég því til að farin verði sú leið að hafa ólaunaða áheyrnarfulltrúa.

 

Hjálmar Hjálmarsson fulltrúi NæstBestaFlokksins"

 

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.

20.1102253 - Uppsögn á leigusamningi milli Kópavogsbæjar og HK

Frestað mál frá fundi bæjarráðs 10/2, tillaga frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 9/2, varðandi leigusamning milli Kópavogsbæjar og HK.
Lagt er til við bæjarráð að ofangreindum samningi verði sagt upp. Uppsögnin taki gildi samkvæmt ákvæðum samningsins frá og með 1. júlí 2011.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

21.1010338 - Erindisbréf framkvæmdaráðs

Framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti endurskoðuð drög þar sem tekið er mið af nýju skipuriti og nýrri bæjarmálasamþykkt, sbr. lið 3 í fundargerð framkvæmdaráðs 9/3.

Frestað.

Bæjarráð óskar umsagnar sviðsstjóra umhverfis- og menntasviðs varðandi aðkomu forvarnanefndar að vinnuskólanum.

22.1004036 - Malbiksframkvæmdir 2010

Óskað heimildar til að bjóða út viðgerðir á slitlagi og malbiksviðgerðir, sbr. lið 5 í fundargerð framkvæmdaráðs 9/3.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

23.1103075 - Yfirborðsmerkingar

Óskað heimildar til að framlengja verksamning, sbr. lið 6 í fundargerð framkvæmdaráðs 9/3.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

24.1103089 - Garðlönd 2011

Tillaga um gjaldskrá fyrir garðlönd 2011, sbr. lið 8 í fundargerð framkvæmdaráðs 9/3.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

25.1101303 - Stjórn SSH 7/3

360. fundur

26.1001154 - Stjórn skíðasvæða hbsv. 30/11

309. fundur

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaðir óska eftir skýringum á því hvers vegna fulltrúar Kópavogs hafa ekki mætt á fundi stjórnar skíðasvæðanna.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

27.1001154 - Stjórn skíðasvæða hbsv. 20/12

310. fundur

28.1101878 - Stjórn Strætó bs. 4/3

153. fundur

29.1103004 - Framkvæmdaráð 9/3

8. fundur

30.1102508 - Tillaga að stjórnsýsluútekt

Frestað mál frá fundi bæjarráðs 17/2, tillaga formanns bæjarráðs um stjórnsýsluúttekt.

Hlé var gert á fundi kl. 8:57. Fundi var fram haldið kl. 9:22.

Eftirfarandi tillaga lögð fram og fyrri tillaga dregin til baka:

Bæjarráð veitir fulltrúum allra flokka umboð til þess að hlutast til um að undirbúa stjórnsýsluúttekt á rekstri Kópavogsbæjar hið fyrsta.  Skal sú úttekt ná til 1. 1. 2005.  Guðnýju Dóru Gestsdóttur verði falið að kalla saman aðila hið fyrsta.

Bæjarráð samþykkir tillöguna einróma.

31.1006288 - Starfskjör bæjarstjóra 2010

Frestað mál frá fundi bæjarráðs 24/2, frá starfsmannastjóra, dags. 23/2, tillaga að breyttum ráðningarsamningi bæjarstjóra.

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu að breyttum ráðningarsamningi.

32.1101224 - Ósk um launað námsleyfi

Frestað mál frá fundi bæjarráðs 3/3, umsögn starfsmannastjóra, dags. 1/3, um ósk Kristbjargar Jónsdóttur um launað námsleyfi.
Lagt er til að bæjarráð synji beiðni Kristbjargar Jónsdóttur um launað námsleyfi til framhaldsnáms við HÍ á yfirstandandi skólaári.

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

 

Bæjarráð hafnar erindinu þar sem ekki var gert ráð fyrir launuðum námsleyfum í fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar á árinu 2011 sökum aðhalds og sparnaðar. Ákvörðun um launuð námsleyfi starfsfólks verður endurskoðuð við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

33.1011243 - Fjárhagsáætlun fyrir leikskóla 2011

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 2/3, tillaga að sparnaðarráðstöfunum í rekstri leikskólanna. Annars vegar er lagt til að þjónustusamningur við Kjarrið, sem rennur út þann 31. júlí nk. verði ekki endurnýjaður. Hins vegar verði leikskólastjórum falið að ná fram 7 milljón króna sparnaði, sem vantar upp á hagræðingarkröfu skv. fjárhagsáætlun.

Sviðsstjóri menntasviðs og rekstrarstjóri menntasviðs sátu fundinn undir þessum lið.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirritaðir óska eftir upplýsingum um útreikninga sem eru á bakvið þessa tölu hjá Kjarrinu. Þá óskum við eftir að fá samanburð á aldursdreifingu og kostnað á barn fyrir: Kjarrið, Undraland, Álfatún og Núpalind. Skriflegt svar óskast.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

Rekstrarstjóri menntasviðs situr fundinn og hefur lagt fram upplýsingar, sem og nákvæma útreikninga á þeirri hagræðingu sem felst í að endurnýja ekki þjónustusamning vegna reksturs leikskólans Kjarrsins .  Það að fresta málinu skapar óöryggi meðal starfsmanna og mikilvægt að ljúka málinu sem fyrst.  Meirihlutinn í bæjarráði ítrekar að uppsögn á rekstrarsamningi við Kjarrið er einungis rekstrarlegs eðlis en vegur á engan hátt að því góða faglega starfi sem þar fer fram.

Guðríður Arnardóttir, Guðný Dóra Gestsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu verði frestað.

Tillaga um frestun felld með þremur atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með.

 

Hlé var gert á fundi kl. 9:50. Fundi var framhaldið kl. 9:53.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Það er með ólíkindum að hafna eðlilegri beiðni um frestun á málinu um eina viku þar til svar hefur borist við fyrirspurn um málið. Hér er um pólitískt ofbeldi að ræða þar sem löng hefð er fyrir því að málum sé frestað sé þess óskað. Í þessu tilviki hefði málið ekkert tafist við fyrirspurnina þar sem næsti bæjarráðsfundur er fyrir næsta bæjarstjórnarfund þar sem málið hlýtur endanlega afgreiðslu.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég ítreka að umbeðin gögn liggja fyrir á fundinum.

Guðríður Arnardóttir"

 

Hlé var gert á fundi kl. 9:58. Fundi var framhaldið kl. 10:05.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Það er okkar skoðun að breytingarnar sem boðaðar eru hafi slæm áhrif á innra starf skólans. Athygli er vakin á því að ekki hefur verið gerð minnsta tilraun til þess að ræða við rekstraraðila Kjarrsins um lækkun rekstrarkostnaðar. Ef sameining er lausnarorðið við lækkun rekstrarkostnaðar þá viljum við fá upplýsingar um það hvaða fleiri skóla á að sameina. Skriflegt svar óskast.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Kjarrið og Smárahvammur standa nánast á sama bletti, ekki eru áform um frekari sameiningar leikskóla.

Guðríður Arnardóttir" 

 

Tillaga sviðsstjóra menntasviðs um sparnaðarráðstafanir í leikskólum samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur.

 

Fulltrúar meirihlutans óska eftir því að sviðsstjóri menntasviðs fundi með starfsfólki og foreldrum leikskólans Kjarrsins hið fyrsta.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu fært til bókar að slíkt væri óeðlilegt þar til ákvörðun bæjarstjórnar liggur fyrir.

34.1103061 - Framlög til íþróttafélaga í fjárhagsáætlun 2011

Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra íþróttadeildar, umsögn um erindi frá Gerplu, Breiðabliki og HK, dags. 28/2. Í erindinu koma fram athugasemdir íþróttafélaganna vegna lækkunar rekstrarframlaga milli ára, og óskað eftir að niðurskurður sem félögin beri verði 16 m.kr. en ekki 26 m.kr. eins og er í samþykktri fjárhagsáætlun fyrir 2011.

Sviðsstjóri menntasviðs, deildarstjóri íþróttadeildar og íþróttafulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

35.1102029 - Skólastjórastaða í Snælandsskóla. Óskað eftir tilflutningi

Frestað mál frá fundi bæjarráðs 3/2, lagt fram erindi frá skólastjóra Álfhólsskóla, dags. 2/2, þar sem óskað er eftir tilfærslu í starfi milli skóla.

Sviðsstjóri menntasviðs sat fundinn undir þessum lið.

 

Guðný Dóra Gestsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson og Rannveig Ásgeirsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð óska eftir því að menntasvið skili mati á stöðu sameiningar Álfhólsskóla.

Guðný Dóra Gestsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Bæjarráð vísar afgreiðslu erindisins til bæjarstjórnar.

36.11011004 - Auglýsing á stöðu skólastjóra Snælandsskóla

Frestað mál frá fundi bæjarráðs 3/2, ákvörðun um auglýsingu stöðu skólastjóra Snælandsskóla frestað, (sbr. lið 8 í fundargerð skólanefndar frá 31/1).

Sviðsstjóri menntasviðs sat fundinn undir þessum lið.

 

Bæjarráð vísar afgreiðslu erindisins til bæjarstjórnar.

37.1012007 - Fyrirspurn um útboð

Frá bæjarstjóra, svar bæjarstjóra við fyrirspurn Ármanns Kr. Ólafssonar.

Lagt fram.

 

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Eins og sjá má af svarinu þá er kostnaður mun meiri en gert var ráð fyrir. Ljóst er að engin formleg forskrift var að verkefninu og ekki verður séð af svarinu að leitað hafi verið verðtilboða annars staðar frá.

Ármann Kr. Ólafsson"

Fundi slitið - kl. 10:15.