Bæjarráð

2516. fundur 10. september 2009 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.909107 - Digranesskóli

Frá skólastjóra Digranesskóla, dags. 4/9, ósk um gangbraut á gatnamótum Skálaheiðar og Digranesheiðar til að tryggja umferðaröryggi nemenda eins vel og kostur er.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

2.909015 - Sex mánaða uppgjör 2009.

Fjármálastjóri mætti til fundar. Sex mánaða uppgjör, bæjarsjóðs og B-hluta stofnana lagt fram.

 Lagt fram.

3.909154 - Tillaga um að undirbúningsnefnd um byggingu Óperuhúss verði lögð niður.

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi tillögu:
""Í ljósi aðstæðna sem öllum eru kunnugar er ljóst að fyrirhuguð áform um byggingu Óperuhúss eru að engu orðin. Íslenska Óperan mun fá samastað í nýju tónlistarhúsi í Reykjavík. Áætlanir um að fjármagna byggingu hússins með fjárframlögum einkaaðila munu ekki ná fram að ganga sökum aðstæðna í efnahagslífi þjóðarinnar.
Undirbúningsnefnd um byggingu Óperuhúss skipuð af bæjarráði skuli lögð niður nú þegar.
Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson""

Hlé var gert á fundi kl. 16.51.  Fundi var fram haldið kl. 16.52.

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna með þremur atkvæðum, tveir fulltrúar sátu hjá.

 

Ólafur Þór Gunnarsson, áheyrnarfulltrúi VG, óskaði fært til bókar að hann styddi tillögu bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar.

4.909152 - Tillaga um breytingar á nefndaskipan.

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi tillögu:
""Með vísan í bókun bæjarstjórnar, þann 19. desember 2008, ""Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að fyrir 1. mars skuli liggja fyrir niðurstaða vinnu kjörinna fulltrúa vegna fækkunar nefnda bæjarins með það að markmiði að auka skilvirkni í stjórnsýslu og lækka rekstrarkostnað"" leggja fulltrúar Samfylkingarinnar fram eftirfarandi tillögu:
Frá og með 1. desember 2009 skuli eftirfarandi nefndir sameinaðar:
Byggingarnefnd og skipulagsnefnd skuli sameinaðar í eina nefnd, skipulags- og byggingarnefnd.
Húsnæðisnefnd skuli felld niður og skuli félagsmálaráð fjalla um málefni nefndarinnar.
Stjórn Salarins fari undir lista- og menningarráð.
Forvarnanefnd sameinist ÍTK.
Taki þessi samþykkt gildi þann 1. desember 2009.
Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson""

Hlé var gert á fundi kl. 16.46.  Fundi var fram haldið kl. 16.48.

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

5.909150 - Staða byggingarframkvæmda.

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, yfirlit yfir stöðu byggingarframkvæmda á lóðum á nýbyggingarsvæðum.

Bæjarráð felur byggingarfulltrúa að hefja undirbúning dagsekta í samræmi við 210. gr. byggingarreglugerða nr. 441/1998 vegna aðgerðarleysis á eftirfarandi lóðum:

 

Aflakór 9, Aflakór 10, Gnitakór 7, Fagraþingi 1, Fagraþingi 5, Gulaþingi 3 og Grundarhvarfi 10-10A.

6.909076 - Boð á málþing um sameiningu og endurskipulagningu opinberra stofnana.

Boð á vegum Ríkisenduskoðunar, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða v. HÍ. á málþing um: Sameiningu og endurskipulagningu opinberra stofnana: Hvernig skilar slíkt bestum árangri? Hverjar eru helsutu hindranir - lausnir?

Lagt fram.

7.909022 - Örvasalir 8, lóðaskil.

Frá Guðríði Svönu Bjarnadóttur og Högna Stefáni Þorgeirssyni, dags. 31/8, lóðinni að Örvasölum 8 skilað inn.

Lagt fram.

8.909033 - Dalaþing 7, lóðaskil.

Frá Baltasar K. Baltasarssyni og Lilju S. Pálmadóttur, dags. 18/8, lóðinni að Dalaþingi 7 skilað inn.

Lagt fram.

9.909059 - Afrit af bréfi til Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi.

Frá íbúa í bænum, afrit af bréfi til Svæðisskrifstofu málefna fatlaðara á Reykjanesi, dags. 4/9, varðandi atvik sem átti sér stað á sambýli fatlaðra við Hrauntungu í ágúst sl.

Bæjarráð tekur undir sjónarmið bréfritara um að öryggismálum verði sinnt með viðeigandi hætti og vísar erindinu til félagsmálastjóra til úrvinnslu.

10.906120 - Þátttaka í Ólympíuleikum í stærðfræði.

Frá Ingólfi Eðvarðssyni, dags. 31/8, þakkað fyrir veittan stuðning vegna þátttöku fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í stærðfræði, sem fram fóru í Þýskalandi í júlí sl.

Lagt fram.

11.909109 - Beiðni um styrk vegna 50 ára afmælis Félags heyrnarlausra.

Frá Félagi heyrnarlausra, Þresti Friðþjófssyni, formanni afmælisnefndar félagsins, tölvupóstur, dags. 8/9, óskað er eftir styrk í tilefni af 50 ára afmæli Félags heyrnarlausra.

Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar Tónlistarhúss til afgreiðslu.

12.909069 - Óskað eftir upplýsingum um viðskipti Kópavogsbæjar við KS verktaka.

Frá Árna Jónssyni, dags. 8/9, óskað er eftir skriflegum upplýsingum um öll viðskipti Kópavogsbæjar við KS verktaka, síðastliðin 8 ár.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

13.909029 - Reglur og skilyrði fyrir styrk vegna niðurgreiðslu æfingagjalda.

Frá Berglindi Kristinsdóttur, dags. 3/9, varðandi reglur og skilyrði fyrir styrk vegna niðurgreiðslu æfingagjalda fyrir börn hjá Kópavogsbæ.

Bæjarráð vísar erindinu til íþróttafulltrúa til umsagnar.

14.909100 - Umsókn um styrk handa Tónskóla Eddu Borg vegna nemenda úr Kópavogi.

Frá Tónskóla Eddu Borg, ódags., óskað er eftir að sá möguleiki verði skoðaður að styðja við nemendur úr Kópavogi til náms í tónlist við Tónskóla Eddu Borg.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs til umsagnar.

15.901385 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 31/8

141. fundur

16.908098 - Starfslýsing. Tónlistarsafn Íslands, verkefnastjóri.

Frá sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs, lögð fram drög að starfslýsingu verkefnastjóra Tónlistarsafns Íslands, sem frestað var á fundi bæjarráðs 20/8 sl.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

17.909006 - Umsögn um beiðni um launalaust leyfi.

Frá starfsmannastjóra, umsögn, dags. 8/9, um beiðni Sigurlínar Sveinbjarnardóttur um tímabundið launalaust leyfi frá starfi skólastjóra Smáraskóla. Lagt er til við bæjarráð að samþykkt verði beiðni Sigurlínar Sveinbjarnardóttur um launalaust leyfi út yfirstandandi skólaár og tímabundna ráðningu Friðþjófs Helga Karlssonar í starf skólastjóra Smáraskóla út skólaárið 2009 - 2010.

Bæjarráð samþykkir tillögu um launalaust leyfi Sigurlínar Sveinbjarnardóttur skólaárið 2009-2010 og tímabundna ráðningu Friðþjófs Helga Karlssonar í starf skólastjóra Smáraskóla sama tímabil.

 

Hafsteinn Karlsson vék sæti við afgreiðslu málsins.

18.908141 - Ráðning húsvarðar á bæjarskrifstofu Kópavogsbæjar.

Frá skrifstofustjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og deildarstjóra fasteignadeildar, dags. 24/8, varðandi ráðningu húsvarðar fyrir bæjarskrifstofur. 30 umsóknir bárust og voru fimm umsækjendur boðaðir í viðtal. Lagt er til að Jóhannes Hilmarsson, Fífulind 1, verði ráðinn í starfið.

Bæjarráð samþykkir tillögu um að Jóhannes Hilmarsson verði ráðinn í starf húsvarðar á bæjarskrifstofum.

 

Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, vék sæti við afgreiðslu málsins.

19.804474 - Lokaúttekt á skóla- og íþróttamannvirkjum.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 8/9, umsögn um erindi Péturs Valdimarssonar, varðandi lokaúttekti á skóla- og íþróttamannvirkjum Lindaskóla. Talið er að lokaúttekt sú sem gerð var á skólanum sé fullnægjandi og í samræmi við lög og reglugerðir. Lagt er til að erindinu verði svarað með því að upplýsa málshefjanda um stöðu mála.

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og felur honum að svara erindinu.

20.707101 - Borgarholtsbraut. Hraðahindrun.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 9/9, umsögn um erindi Kristínar Þórarinsdóttur, dags. 6/8, þar sem óskað er eftir hraðahindrun á Borgarholtsbraut.
Lagt er til að sett verði upp gúmmíhraðahindrun í götunni og að til framkvæmda komi á næstu vikum.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

21.907108 - Hlaðbrekka. Hraðahindrun.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 9/9, umsögn um erindi íbúa við Hlaðbrekku, þar sem óskað er eftir að hraðahindrun verði komið fyrir í götunni.
Lagt er til að sett verði upp gúmmíhraðahindrun í götunni og að til framkvæmda komi á næstu vikum.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

22.906228 - Dofrakór. Hraðahindrun.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 9/9, umsögn um erindi Ólafs Baldurssonar, dags. 16/6, þar sem óskað er eftir göngubraut og hraðahindrun á Kóraveg á móts við Dofrakór.
Lagt er til að sett verði upp gúmmíhraðahindrun í götunni og að til framkvæmda komi á næstu vikum.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

23.701125 - Malbiksframkvæmdir í Rjúpnahæð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 8/9, óskað er heimildar bæjarráðs til að malbika götur í Rjúpnahæð.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

24.901200 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 4/9

121. fundur

25.901137 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. 31/8

264. fundur

26.902033 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 28/8

766. fundur

27.902033 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 26/6

765. fundur

Fundi slitið - kl. 17:15.