Bæjarráð

2616. fundur 10. nóvember 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir formaður
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Þórður Cl. Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1111191 - Samskipti hestamannafélagsins Gusts og Kópavogsbæjar

Frá hestamannafélaginu Gusti, dags. 9/11, óskað eftir fundi með bæjarráði Kópavogs varðandi stöðu uppbyggingar svæðisins á Kjóavöllum

Formaður bæjarráðs leggur til að bæjarstjóra verði falið að boða fulltrúa Gusts á næsta fund.  Samþykkt.  

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka að meirihlutinn gerði tillögu Sjálfstæðismanna að sinni og því samþykkjum við hana að sjálfsögðu, enda felur hún það í sér að loksins er eitthvað gert í málinu.  

Formaður óskar bókað : LOL.

2.1107153 - Fífuhvammur 25. Kæra vegna synjunar á umsókn um viðbyggingu. Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum Sjálfstæð

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hvers vegna hefur ekkert borist til úrskurðarnefndar bygginga- og skipulagsmála vegna fyrirspurnar frá þeim til bæjaryfirvalda frá því í maí sl.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

3.1111216 - Námsskrá Myndlistarskóla Kópavogs

Frá Myndlistarskóla Kópavogs, skólanámsskrá 2011 og umsókn um viðurkenningu til menntamálaráðuneytisins.

Lagt fram.

4.1111192 - Beiðni um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2012

Frá Snorraverkefninu, dags. 7/11, óskað eftir styrk til verkefnisins fyrir sumarið 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarritara.

5.1111139 - Beiðni um upplýsingar vegna töku manntals og húsnæðistals í árslok 2011

Frá Hagstofu Íslands, dags. 2/11, beiðni um upplýsingar vegna töku manntals og húsnæðistals í árslok 2011

Vísað til bæjarritara.

6.1111147 - Beiðni um styrk fyrir jólin

Frá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, dags. í nóvember, óskað eftir framlagi til nefndarinnar í formi fjárstyrks eða matarkorta.

Frestað til næsta fundar.

7.1111154 - Umsókn um styrk vegna heimildarmyndar um sögu knattspyrnudeildar Breiðabliks

Frá Breiðabliki, dags. 3/11, styrkbeiðni vegna kostnaðar við gerð heimildarmyndar um sögu knattspyrnudeildar Breiðabliks.

Bæjarráð hafnar erindinu en bendir deildinni á að hægt er að sækja um styrki til verkefna af þessu tagi til lista- og menningarsjóðs.

8.1111150 - Öryggi barna hjá dagforeldrum.

Frá velferðarráðuneytinu, dags. 1/11, upplýsingar varðandi framkvæmd reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005.

Lagt fram og vísað til sviðsstjóra menntasviðs og leikskólanefndar.

9.1111136 - Skipulagsreglugerð, ósk um umsögn.

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 3/11, óskað umsagnar um drög að nýrri skipulagsreglugerð.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og skipulagsnefndar til umsagnar.

10.1109080 - Framlög úr Jöfnunarsjóði til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 4/11, tilkynning um úthlutun framlaga vegna tónlistarnáms.

Lagt fram.

11.1105309 - Kórsalir 5. Stjórnsýslukæra vegna samskipta Kópavogsbæjar og húsfélagsins að Kórsölum 5

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 2/11, óskað eftir umsögn sveitarfélagsins fyrir 18/11 nk. vegna stjórnsýslukæru húsfélagsins Kórsölum 5.

Bæjarráð óskar eftir því að bæjarlögmaður komi með tillögu að svari á næsta fund ráðsins.

12.912630 - Dalvegur 6 - 8, gegnumakstur.

Frá Lex lögmannsstofu, dags. 1/11, ítrekuð ósk um fund vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Dalveg 6 - 8.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:  

"Okkur finnst ámælisvert að bæjaryfirvöld hafa ekki svarað bréfi viðkomandi frá 12. apríl s.l. Þeim fjölgar sífellt mánuðum sem líða áður en erindum er svarað.  Þetta er á ábyrgð formanns bæjarráðs.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar I. Birgisson"

Sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu málsins.  

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs að gera bæjarráði skriflega grein fyrir ferli málsins og funda með lögmanni lóðarhafa.

13.1111016 - Landsskipulagsstefna 2012-2024

Frá bæjarstjóra, frestað mál frá síðasta fundi, erindi Skipulagsstofnunar, dags. 25/10, óskað eftir tilnefningu fulltrúa Kópavogs til þátttöku í samráðsvettvangi um landsskipulagsstefnu 2012-2024.

Bæjarráð tilnefnir formann skipulagsnefndar og skipulagsstjóra  til þátttöku í fundinum

14.1110204 - Rekstrar- og framkvæmdaáætlun skíðasvæðanna 2012

Framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins mætti til fundar og gerði grein fyrir drögum að rekstrar- og framkvæmdaáætlun fyrir 2012.

15.1110202 - Skoðun á rekstri og faglegu starfi

Frá fundi félagsmálaráðs 25/10, samþykkt tillaga sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 12/10, um að gerð verði úttekt á rekstrarlegum þáttum starfsstöðva, í Dimmuhvarfi til að byrja með, en málinu er vísað til bæjarráðs þar sem um er að ræða kostnað sem er ekki á fjárhagsáætlun.

Samþykkt.

16.1111204 - Starf forstöðumanns Hrauntungu.

Frá yfirmanni þjónustudeildar fatlaðra, dags. 8/11, tillaga að ráðningu forstöðumanns Hrauntungu.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

17.1110284 - Ósk um tveggja vikna sumarlokun 2012 í stað fjögurra

Frá leikskólafulltrúa, dags. 9/11, bókun leikskólanefndar frá 8/11 þar sem erindi foreldra leikskólans Dals er hafnað.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu leikskólanefndar.

18.1109032 - Niðurgreiðsla/ viðbótarniðurgreiðsla fyrir systkini

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 1/11, tillaga um breytingu á niðurgreiðslum vegna systkina hjá dagforeldrum.

Samþykkt.

19.1110323 - Frumvarp um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum. Óskað eftir athugasemdum við frumvarpsdrög

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 8/11, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 27/10 sl. um frumvarp um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við frumvarpsdrögin og á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 7/11 var erindið lagt fram og gerði nefndin ekki athugasemdir við drögin.

Lagt fram.

20.1107040 - Framtíðarhópur SSH - verkefnahópur 8

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 8/11, svohljóðandi bókun umhverfis- og samgöngunefndar um niðurstöður framtíðarhóps SSH, verkefnahóps 8, um almenningssamgöngur, vistvænar samgöngur og hjólreiðar:
Umhverfis- og samgöngunefnd er sammála og gerir ekki athugasemdir við tillögur verkefnahóps 8 að því gefnu að það liggi fyrir hvaða framkvæmdum eigi að fresta og að tryggt verði að fjármunir komi frá ríkinu eins og lofað var. Nefndin leggur einnig áherslu á að með úreldingu olíuvagna falli niðurgreiðsla olíugjalds niður samhliða, að því gefnu að ekki verði keyptir inn nýir olíuvagnar.

Lagt fram.

21.1110155 - Ráðning í laus störf upplýsingatæknideildar

Frá forstöðumanni upplýsingatæknideildar, dags. 8/11, óskað heimildar til að ráða í tvö laus störf innan deildarinnar.

Samþykkt.

22.1111151 - Smiðjuvegur 2, Hrói höttur. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, dags. 8/11, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 2. nóvember 2011, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar HRH eignarhaldsfélags um nýtt/breytt rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Hróa hött, Smiðjuvegi 2 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk I, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

23.1111075 - Kostnaður við Punk-hátíð. Svar við fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni.

Frá bæjarritara, dags. 7/11, svar við fyrirspurn varðandi kostnað við punkhátíðina 21. og 22. október sl.

Lagt fram.

24.1011281 - Fjárhagsáætlun 2011. Lista- og menningarsjóður. Reglur lista- og menningarsjóðs

Frá bæjarstjóra, tillaga að reglum lista- og menningarsjóðs, sem samþykkt var á fundi menningar- og þróunarráðs 7. nóvember sl.

Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 10:15.