Lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs dags. 12. mars 2024 að breytingu á deiliskipulaginu, Hörðuvellir - Heilsu-, íþrótta- og fræðasetur samþykkt í bæjarstjórn 19. júlí 2005 með síðari breytingum og Hörðuvellir Miðsvæði, samþykkt í bæjarstjórn 28. ágúst 2014 en heildarskipulag sem er í gildi á svæðinu er deiliskipulag Hörðuvalla samþykkt 24. júlí 2003. Tillagan er unnin af VA arkitektum fyrir umhverfissvið. Afmörkun deiliskipulagsbreytingarinnar er lóð Vallakórs 12-16 en þar er íþróttaaðstaða HK ásamt Kóraskóla. Lóðin er um 6.89 hektarar að stærð. Í breytingunni felst að breyta núverandi knattvelli norðan við Kórinn þannig að hann uppfylli kröfur KSÍ til knattleikja í efstu deild en þar er kveðið á um lágmarksfjölda áhorfenda í sætum með yfirbyggðu þaki auk aðstöðu fyrir fjölmiðla og flóðlýsingu. Tillagan gerir ráð fyrir yfirbyggðri áhorfendastúku, tengibyggingu á milli stúku og núverandi fjölnota íþróttahúss. Í kringum keppnisvöllinn er öryggissvæði samkvæmt stöðlum KSÍ sem heimilt er að girða af. Í tengibyggingunni er gert ráð fyrir skrifstofum og starfsemi tengdri íþróttasvæðinu s.s. veislusal, hóparými, félagsrými o.fl. Fyrirhuguð aukning byggingarmagns á lóðinni er samtals 6.400 m², þar af 2.120 m² fyrir tengibyggingu. Heildarbyggingarmagn á lóðinni verður samtals 40.500 m² og nýtingarhlutfall 0,59. Lóðin er stækkuð á þann hátt að norðausturhorn hennar færist til að rýmka fyrir nýjum byggingarreit fyrir yfirbyggða áhorfendastúku og til þess að snúa sjálfum vellinum þannig að áhorfendastúkan verði fyrir miðju vallarins. Lóðin er stækkuð til norðurs og austurs um 1200 m² eða 0,12 ha.
Bæjarráð tók málið fyrir 21. mars og vísaði málinu til frekari undirbúnings hjá bæjarstjóra. Nú lagt fram að nýju.
Gestir
- Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:00
- Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar - mæting: 10:00
- Auður D. Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi - mæting: 10:00