Bæjarráð

3154. fundur 07. desember 2023 kl. 08:15 - 11:42 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Elísabet Berglind Sveinsdóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Indriði Ingi Stefánsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23111165 - Endurskoðun lóðarúthlutunarreglna Kópavogsbæjar

Frá bæjarlögmanni, lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um lóðarhúthlutanir. Lagt fram til kynningar.
Umræður.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni að vinna málið áfram.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.23111907 - Mannauðsstefna Kópavogsbæjar

Lögð fram drög að mannauðsstefnu til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði málinu 30.11.2023.
Bæjarráð frestar málinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2002676 - Stefna fjármálasviðs

Lögð fram drög að stefnu fjármálasviðs til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði málinu 30.11.2023.
Bæjarráð frestar málinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.23101345 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa um kostnað vegna breytinga á starfsemi menningahúsanna í Kópavogi

Frá bæjarstjóra, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa um kostnað vegna breytinga á starfsemi menningahúsanna í Kópavogi.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.23051834 - Útboð - Umferðarljósabúnaður - Fífuhvammsvegur og Kársnesbraut

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 20.11.2023, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að hefja útboð á umferðarljósabúnaði vegna Fífuhammsvegar og Kársnesbrautar. Bæjarráð frestaði erindinu 23.11.2023 og 30.11.2023.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðna heimild til að hefja útboð á umferðarljósabúnaði vegna Fífuhvammsvegar og Kársnesbrautar.

Gestir

  • Steinn S. Finnbogason lögfræðingur - mæting: 10:34
  • Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 10:34
  • Ármann Halldórsson deildarstjóri eignadeildar - mæting: 10:34

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.23041045 - Kleifakór 2 nýbygging framkvæmdir

Þann 24. nóvember 2023 voru opnuð tilboð í uppbyggingu á íbúðarkjarna við Kleifakór 2. Tilboð bárust frá Sérverk ehf. kt. 571091-1279, Fortis ehf. kt. 470617-1360 og Land og verk ehf. kt. 5109140230. Kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdina er 458.051.226 kr. Lægsta boð var tilboð Sérverks ehf. að upphæð 489.623.603 kr. sem nemur um 107% af kostnaðaráætlun. Með vísan í ofangreint leggur framkvæmdadeild Kópavogsbæjar til við bæjarráð að tilboði Sérverk að upphæð 489.623.603 kr. verði samþykkt og undirrituðum verði falið að tilkynna bjóðendum þess efnis og um leið leggja drög að verksamning fyrir bæjarráð þegar slíkt liggur fyrir.
Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdadeild heimild til að taka tilboði Sérverks að upphæð kr. 489.623.603,- jafnframt veitir bæjarráð framkvæmdadeild heimild til að gera drög að verksamningi og leggja fyrir bæjarráð.

Gestir

  • Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 10:47
  • Ármann Halldórsson deildarstjóri eignadeildar - mæting: 10:47

Ýmis erindi

7.2312266 - Aðstöðumál frjálsíþróttadeildar Breiðabliks

Frá Breiðablik, lagt fram erindi þar sem þess er óskað að aðstöðumál deildarinnar verði tekin til skoðunar hjá bæjarstjórn Kópavogs.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs og sviðsstjóra menntasviðs.

Fundargerðir nefnda

8.2311019F - Skipulagsráð - 154. fundur frá 04.12.2023

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.
  • 8.9 23081198 Kársnesbraut 102, 102A og 104. Deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Helga Steinars Helgasonar arkitekts dags. 12. október 2023 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 102, 102A og 104 við Kársnesbraut þar sem óskað er eftir heimild skipulagsráðs til að hefja deiliskipulagsvinnu á lóðunum. Áform lóðarhafa eru að lóðirnar verði sameinaðar í tvær fjölbýlishúsalóðir og að nýtingarhlutfall hvorrar lóðar verði 2,0. Hæðir húsa að Kársnesbraut verði 3 hæðir og 5 hæðir við Vesturvör. Efsta hæð verði inndregin. Jafnframt er gert ráð fyrir niðurgröfnum bílageymslum á lóðunum. Fyrirhugaður fjöldi íbúða verði um 120-140 samtals á báðum lóðunum og að meðalstærð íbúða verði 80 m². Erindið var lagt fyrir skipulagsráð 6. nóvember 2023. afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. desember 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 154 Skipulagsráð hafnar erindinu með vísan til umsagnar skipulagsdeildar dags. 1. desember 2023 með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Kristins D. Gissurarsonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Gunnar Sær Ragnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 8.10 23082655 Aflakór 20. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Jens Arnars Árnasonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 20 við Aflakór um breytt deiliskipulag. Í gildi er deiliskipulagið Rjúpnahæð- austurhluti samþykkt í bæjarráði 7. september 2006. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit að hluta, breyting á stærð og afstöðu sorpskýlis og yfirbyggðu hjólaskýli komið fyrir. Nýtingarhlutfall er 0.42 en verður 0.44 með tillögu að breytingu. Byggingarmagn eykst um 19.94m², það fer úr 380m² í 399.94m². Á fundi skipulagsráðs 16. október 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 1. desember 2023, engar athugasemdir bárust.
    Uppdráttur í mkv. 1:100, 1:200, 1:500 og 1: 1000 dags. 12. október 2023. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 13. október 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 154 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 8.13 23041419 Kópavogsbraut 12. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 14. apríl 2023 þar sem byggingarleyfisumsókn Ellerts Hreinssonar arkitekts dags. 14. mars 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 12 við Kópavogsbraut er vísað til skipulagsráðs. Á lóðinni er 257,4 m² einbýlishús og stakstæð bílageymsla. Sótt er um leyfi fyrir byggingu annars einbýlishúss með bílageymslu á lóðinni, norðan núverandi húss, alls 255 m² á tveimur hæðum. Aðkoma að núverandi húsi á lóðinni er á austurhluta lóðarinnar frá Meðalbraut og gert er ráð fyrir að aðkoma að nýbyggingunni verði á norðurhluta lóðarinnar frá Meðalbraut. Bílastæðum fjölgar úr tveimur í fjögur. Nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,18 í 0,35. Skipulagsráð samþykkti með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 2, 4, 6, 8, 10, 14, 16, 18, 20 og 22 við Kópavogsbraut og nr. 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 26 við Meðalbraut. Tillagan var grenndarkynnt og frestur til að gera athugasemd var til kl. 12:00 föstudaginn 11. ágúst 2023. Athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs 21. ágúst 2023 var erindið lagt fram að nýju ásamt innsendum athugasemdum. Skipulagsráð frestaði erindinu og vísaði til umsagnar skipulagsdeildar.
    Á fundi skipulagsráðs 20. nóvember sl. var lögð fram breytt tillaga lóðarhafa dags. 13. nóvember 2023 þar sem komið er til móts við sjónarmið athugasemdaaðila. Í breytingunni fólst að fyrirhuguð nýbygging á lóðinni er minnkuð um 30 m2 á vesturhluta lóðarinnar og fyrirhugað nýtt nýtingarhlutfall lækkað úr 0,35 í 0,33.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. desember 2023. Jafnframt er lögð fram greinargerð lóðarhafa dags. 12. ágúst 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 154 Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu með vísan til umsagnar skipulagsdeildar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bókun skipulagsráðs:
    „Skipulagsráð tekur jákvætt í hugmyndir um þéttingu byggðar á svæðinu sem afmarkast af Skjólbraut í vestri, Kópavogsbraut í suðri og Meðalbraut í norðri. Eðlilegt væri að horfa til bæjarlands við Kópavogsbraut við slík áform. Að því leyti er tekið undir umsögn skipulagssviðs um að svo viðamiklar breytingar sem hér er sótt um kalli á að stærra svæði sé undir við deiliskipulagsgerð. Tækifæri eru til þéttingar á svæðinu til bæði norðurs og suðurs."
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

9.23111953 - Fundargerð 45. fundar framkvæmdaráðs almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 03.11.2023

Fundargerð 45. fundar framkvæmdaráðs almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 03.11.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.23111999 - Fundargerð 938. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24.11.2023

Fundargerð 938. fundar frá 24.11.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2312078 - Fundargerð 377. fundar stjórnar Strætó frá 01.11.2023

Fundargerð 377. fundar stjórnar Strætó frá 01.11.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2312079 - Fundargerð 378. fundar stjórnar Strætó frá 08.11.2023

Fundargerð 378. fundar stjórnar Strætó frá 08.11.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2312080 - Fundargerð 379. fundar stjórnar Strætó 15.11.2023

Fundargerð 379. fundar stjórnar Strætó 15.11.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2312081 - Fundargerð 380. fundar stjórnar Strætó frá 24.11.2023

Fundargerð 380. fundar stjórnar Strætó 15.11.2023.
Lagt fram.

Ásdís Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 11:14.

Fundargerðir nefnda

15.2312230 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 22.11.2023

Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 22.11.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2312001F - Menntaráð - 123. fundur frá 05.12.2023

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

17.2312232 - Tillaga bæjarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar um stöðu á birtingu fylgiskjala með fundargerð

Frá bæjarfulltrúa Indriða I. Stefánssyni, lögð fram svohljóðandi tillaga:

"Þegar verið er að kynna mál í nefndum ætti að gera það að vinnureglu að séu fylgiskjöl mörg þá þyrfti að setja fram með skilmerkilegum hætti hvaða skjöl nefndarmenn þurfa að kynna sér og hver innihaldi ítarupplýsingar."
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

Erindi frá bæjarfulltrúum

18.2312226 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar varðandi ráðstafnir gagnvart framkvæmdum þriðja aðila

Frá bæjarfulltrúa Indriða I. Stefánssyni, lögð fram svohljóðandi fyrispurn:

"Mun bærinn gera ráðstafanir gagnvart framkvæmdum þriðja aðila í bænum til að koma í veg fyrir óþægindi íbúa og annarra vegfarenda þegar framkvæmdir tefjast óhóflega? Dæmi um þetta eru nýlegar framkvæmdir á Kársnesbraut sem töfðust mánuðum saman, í því tilfelli varð lítill framgangur mánuðum saman án þess að götulokanir yrðu afnumdar sem gerði nokkrar stoppistöðvar Strætó óvirkar mánuðum saman ásamt miklu raski fyrir íbúa og vegfarendur."
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

19.2312227 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar um framkvæmdaáætlun hjólastíga

Frá bæjarfulltrúa Indriða I. Stefánssyni, lögð fram svohljóðandi fyrispurn:

"Hver er aðkoma íbúa og hagsmunaaðila að því að skilgreina og forgangsraða framkvæmdum?"
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Theódóra S. Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 11:35

Erindi frá bæjarfulltrúum

20.2312225 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar um vinnureglur varðandi fylgiskjöl funda

Frá bæjarfulltrúa Indriða I. Stefánssyni, lögð fram svohljóðandi fyrispurn:

"Hver er staðan á því að fylgiskjöl séu gerð aðgengileg með fundargerð?"
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

Fundi slitið - kl. 11:42.