Bæjarráð

3152. fundur 23. nóvember 2023 kl. 08:15 - 13:21 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23111162 - Almannavarnir - kynning á stöðu í Grindavík

Jón Viðar Matthíasson Slökkviliðsstjóri SHS og framkvæmdastjóri Almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins fer yfir stöðu mála í Grindavík.
Kynning.

Bergljót Kristinsdóttir kom til fundar kl. 8:41.

Gestir

  • Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, almannavörnum - mæting: 08:15
  • Jón Viðar Matthíasson Slökkviliðsstjóri SHS - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2309577 - Fjárhagsáætlun 2024 - breytingartillögur bæjarstjóra

Bæjarstjórn samþykkti dagskrártillögu Theódóru S. Þorsteinsdóttur með 11 atkvæðum, að vísa breytingartillögum bæjarstjóra, dags. 14.11.2023 til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að vísa framlögðum breytingartillögum bæjarstjóra til síðari umræðu fjárhagsáætlunar bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.23092303 - Frítt í sund fyrir starfsfólk Kópavogsbæjar

Frá bæjarstjóra, dags. 21.11.2023, lagðar fram reglur varðandi sundkort fyrir starfsfólk Kópavogsbæjar.
Bæjarráð vísar framlögðum reglum um sundkort fyrir starfsfólk Kópavogsbæjar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.23111215 - Ályktun miðstjórnar ASÍ um nýlega þróun í leikskólamálum

Mál sett á dagskrá að beiðni bæjarstjóra.
Lagt fram.

Bókun:
"Markmið með breytingum á skipulagi og starfsumhverfi leikskólanna er að skapa stöðugleika í leikskólastarfinu og tryggja velferð barna og starfsfólks í leikskólum bæjarins. Breytingunum er ætlað að hafa langtímaáhrif á þróun leikskólamála og þann djúpstæða vanda leikskólastigið stendur frammi fyrir, sem meðal annars felst í viðvarandi álagi á starfsfólk og hárri veikindatíðni.

Breytingarnar hafa farið vel af stað, ekki hefur þurft að koma til lokunar sökum veikinda, betur gengur að manna leikskóla og að sögn stjórnenda hefur dregið úr dvalartíma barna hefur dregið úr álagi og gæði þjónustunnar batnað til muna. Betri mönnun hefur m.a. leitt til opnunar nýrrar leikskóladeildar og fjölgunar leikskólaplássa.

Mikið samráð var haft við starfsfólk leikskóla, faglærða og ófaglærða, við mótun tillagna. Þá var einnig samráð við aðra hagaðila s.s. fulltrúa foreldra og stéttarfélaga. Almenn samstaða var að þessar breytingar væru nauðsynlegar til að byggja upp viðunandi starfs- og námsumhverfi á leikskólum.

Með breytingum á gjaldskrá Kópavogsbæjar var sérstök áhersla lögð á að standa vörð um að tekjulág heimili og tryggja að þau fái ekki á sig gjaldskrárhækkanir eftir breytingarnar.

Mikilvægt er að eiga gott og uppbyggilegt samtal um leikskólamálin því Kópavogsbær hefur mikinn metnað til að veita gott leikskólastarf.

Bæjarstjóri og sviðsstjóri menntasviðs lýsa sig tilbúnar til þess að eiga fund um þetta efni með miðstjórn ASÍ."

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Orri V. Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2310355 - Afgreiðsla samkomulags á reit 13 vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu

Frá bæjarstjóra, lagt fram svar við athugasemdum og spurningar fulltrúa minnihlutans í bæjarráði vegna svars bæjarstjóra, dags. 3. október 2023, við fyrirspurn um samning bæjarstjóra við Fjallasól ehf.

Bæjarráð frestaði málinu 16.11.2023.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.23081858 - Reglur um tekjutengdan afslátt leikskólagjalda

Frá menntasviði, lagðar fram reglur um tekjutengdan afslátt leikskólagjalda.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Sindri Sveinsson rekstrarstjóri menntasviðs - mæting: 10:13

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.23071020 - Reglur um heimgreiðslur

Frá menntasviði, lagðar fram reglur um heimgreiðslur.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.23041528 - Umhverfissvið - stofninn

Sviðsstjóri umhverfissviðs fer yfir stofninn.
Frestað til næsta fundar.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.22114447 - Gjaldskrá umhverfissviðs

Lögð fram uppfærð gjaldskrá umhverfissviðs.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 11:13

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.2311520 - Gæðakerfi Kópavogsbæjar

Frá bæjarritara lagt fram erindi, dags. 7. nóvember 2023, um fyrirkomulag vottunar gæðakerfis Kópavogsbæjar. Bæjarráð frestaði málinu 09.11.2023.

Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins til næsta fundar.



Bókun:

"Óskað er yfirlits á öllum kostnaði við undirbúning, innleiðingu og rekstur gæðakerfisins frá upphafi. Tekur það m.a. til kaupa á ráðgjöf, kerfum, vinnuframlagi starfsmanna og annars þess sem fallið hefur til."



Helga Jónsdóttir

Andri Steinn Hilmarsson vék af fundi kl. 10:50.



Nú lagt fram minnisblað gæðastjóra, dags. 21.11.2023.

Breytingartillaga:
"Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í endurskoðun á gæðakerfi Kópavogsbæjar með það að markmiði að gera það skilvirkara í notkun. Á meðan sú vinna stendur yfir verður vottun kerfisins frestað. Bæjarstjóra er falið að vinna málið áfram."

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.



Ásdís Kristjánsdóttir

Gestir

  • Sigurður Arnar Ólafsson gæðastjóri - mæting: 11:26

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.23111250 - Gæðastefna Kópavogsbæjar

Frá gæðastjóra, lögð fram tillaga að endurskoðaðri gæðasamþykkt (stefnu) Kópavogabæjar.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til frekari vinnslu bæjarstjóra.

Gestir

  • Sigurður Arnar Ólafsson gæðastjóri - mæting: 11:26

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

12.2212466 - Lántökur Kópavogsbæjar 2023

Frá deildarstjóra hagdeildar, dags. 20. nóvember 2023, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs og bæjarstjórnar til að undirrita viðauka við lánasamninga við Íslandsbanka, annars vegar að eftirstöðvum kr. 2.700.000.000,- og hinsvegar að eftirstöðvum kr. 945.000.000,- þar sem lokadögum er breytt úr 5.12.2023 í 5.12.2028.

Einnig er óskað eftir heimild til að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 1.500.000.000,- frá og með 29.11.2023.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 12:23

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

13.23051834 - Útboð - Umferðarljósabúnaður - Fífuhvammsvegur og Kársnesbraut

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 20.11.2023, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að hefja útboð á umferðarljósabúnaði vegna Fífuhammsvegar og Kársnesbrautar.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

14.23111126 - Útboð - Götuljós 2024-2026

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 20.11.2023, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði innkaup á

götuljósalömpum til næstu þriggja ára.Í útboðinu er óskað tilboða í 3.100 lampa sem settir verða upp á næstu þremur árum í öllum hverfum í bænum. Gert er ráð fyrir að innkaupin borgi sig upp á næstu fimm árum þegar horft er til lækkun á rafmagnskostnaði og lækkun á viðhaldskostnaði. Innkaupin færast á kostnaðarlið á stofni tileinkuðum götuljósum og stýringum.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðna heimild til útboðs.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

15.23021113 - Funalind 2 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 14. nóvember, lögð fram að nýju tillaga að afgreiðslu á umsókn Leikfélags Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts sem frestað var á fundi bæjarráðs 9. nóvember sl.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Ýmis erindi

16.23111143 - Til umsagnar frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

17.23111200 - Starfs- og fjárhagsáætlun SSH 2024

Frá SSH, dags. 16.11.2023, lögð fram til samþykktar bæjarráðs/ bæjarstjórnar starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024.
Bæjarráð samþykkir að vísa starfs- og fjárhagsáætlun SSH 2024 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

18.23111199 - Til umsagnar frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.), 468. mál

Frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.), 468. mál.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

19.23111208 - Upplýsingapóstur vegna Grindavíkur

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17.11.2023, lagt fram erindi varðandi stöðu mála í Grindavík.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.2311010F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 379. fundur frá 10.11.2023

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.2311007F - Ungmennaráð - 42. fundur frá 13.11.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

22.2310022F - Hafnarstjórn - 133. fundur frá 14.11.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

23.2311011F - Leikskólanefnd - 158. fundur frá 16.11.2023

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.2311016F - Menntaráð - 122. fundur frá 21.11.2023

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

25.2311006F - Skipulagsráð - 153. fundur frá 20.11.2023

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.
  • 25.4 23101239 Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Andra Klausen arkitekts dags. 13. október 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 30 við Dalveg. Í breytingunni felst breytt lögun og sameining byggingarreita 30b og 30c í einn reit, 30a. Byggingarmagn ofanjarðar eykst um 55 m². Nýtingarhlutfall ofanjarðar á lóðinni helst óbreytt. Byggingarreitur neðanjarðar stækkar og byggingarmangn eykst úr 4.000 m² í 14.600 m². Fyrirkomulag bílastæða á lóðinni breytist, heimilt verður að koma fyrir allt að 250 bílastæðum neðanjarðar, heimdarfjöldi bílastæða á lóðinni helst óbreyttur alls 470 stæði. Hæðir byggingarreita verða óbreyttar, 3 hæðir ásamt kjallara. Heiti húsa breytast úr 30a, 30b og 30c í 30 og 30a.
    Uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 13. október 2023 ásamt skýringarmyndum dags. 20. nóvember 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 153 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Sveins Gíslasonar gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

    Fundarhlé kl. 16.47, fundi framhaldið kl. 17:02.

    Bókun:
    „Það vekur athygli að hér er verið að auka byggingarmagn neðanjarðar um rúma 10.000 fermetra án þess að nokkur umferðargreining fylgi. Undirrituð árétta afstöðu sína frá fundi skipulagsráðs þann 18. september 2023 þar sem fyrirspurn lóðarhafa Dalvegar 30 var til afgreiðslu. Ekki á að taka ákvarðanir í einstökum málum fyrr en lögbundið samráð hefur átt sér stað í samræmi við samhljóða samþykkt skipulagsráðs frá 5. desember 2022. Þar var lofað að efna til fundar með íbúum og hagaðilum vegna skipulagsmála er tengjast Dalvegi og fara yfir heildarmyndina, hljóðvist, ljósmengun, aðgengi o.s.frv.“
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Helga Jónsdóttir, Hákon Gunnarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

    Fundarhlé kl. 17:03, fundi framhaldið kl. 17:13.

    Bókun:
    „Heildarfjöldi stæða var 470 fyrir breytingu og verður áfram 470 eftir breytingu. Fleiri stæði verða neðanjarðar en áður hafði verið gert ráð fyrir og stæðum ofanjarðar fækkar. Aukning byggingarmagns neðanjarðar stafar aðallega af auknu geymslurými sem er ekki umferðarskapandi. Undirrituð telja ekki þörf á framkvæmd sérstakrar umferðargreiningar í þessu ljósi. Meirihlutinn tekur undir þörfina á að halda kynningarfund samhliða samþykkt skipulagsráðs og telur eðlilegt að slíkur fundur verði haldinn á kynningartíma.“
    Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Sveinn Gíslason.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 25.7 23031264 Brú yfir Fossvog. Breytt deiliskipulag
    Lögð fram að nýju tillaga Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossvogsbrú. Í gildandi deiliskipulagi er leiðbeinandi lega akbrautar, göngu- og hjólastíga, áningarstaða og biðstöðva fyrir almenningsvagna sýnd á uppdrætti einnig er yfirborð landfyllingar merkt inn. Í tillögu að breytingu eru þessi atriði uppfærð í samræmi við þá hönnun sem liggur fyrir og svæði fyrir landfyllingu gefin rýmri mörk. Deiliskipulagsmörk breytast til að rúma að fullu legur akbrautar, stíga, landfyllingar við brúarendana og frágang á grjótgarði innan deiliskipulagsins, þar á meðal eru mörkin færð að lóðamörkum Vesturvarar 38A. Einnig er staðsetning háspennustrengs og varúðarsvæði hans skilgreind á vesturhluta svæðis. Samhliða er gerð breyting á deiliskipulagi Kársneshafnar, Vesturvör 38A og 38B.
    Kynningartíma lauk 19. september 2023, umsagnir og athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs 2. október 2023 var tillagan lögð fram að nýju að lokinni kynningu ásamt umsögnum og athugasemdum sem bárust á kynningartíma. Var málinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn um framkomnar athugasemdir dags. 14. nóvember 2023 ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 11. maí 2023, uppfærður dags. 31. október 2023. Á uppfærðum uppdrætti hefur verið bætt við skýringarmyndum til að gera betur grein fyrir breytingum og texti uppfærður m.t.t. málsmeðferðar.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 153 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með áorðnum breytingum dags. 31. október 2023.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

26.2311004F - Velferðarráð - 126. fundur frá 13.11.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

27.23111085 - Fundargerð ársfundar byggðarsamlaganna frá 10.11.2023

Fundargerð ársfundar byggðarsamlaganna frá 10.11.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

28.23111005 - Fundargerð 567. fundar stjórnar SSH frá 06.11.2023

Fundargerð 567. fundar stjórnar SSH frá 06.11.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

29.23111400 - Fundargerð 568. fundar stjórnar SSH frá 20.11.2023

Fundargerð 568. fundar stjórnar SSH frá 20.11.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

30.23111084 - Fundargerð 47. aðalfundar stjórnar SSH frá 10.11.2023

Fundargerð 47. aðalfundar stjórnar SSH frá 10.11.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

31.23111221 - Fundargerð 937. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12.11.2023

Fundargerð 937. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12.11.2023.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

32.23111154 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Andra Steins Hilmarssonar um fjölda lokana á deildum leikskóla vegna manneklu

Frá bæjarfulltrúa Andra S. Hilmarssyni, dags. 17.11.2023, lögð fram fyrirspurn um fjölda lokana á deildum leikskóla vegna manneklu haustið 2023 og samanburð milli ára.



Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa fyrirspurninni til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs.

Viðaukatillaga:
"Undirrituð óskar eftir sömu upplýsingum er varðar fjölda lokana á deildum leikskóla vegna manneklu síðustu sex árin."

Fundi slitið - kl. 13:21.