Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.23111162 - Almannavarnir - kynning á stöðu í Grindavík
Jón Viðar Matthíasson Slökkviliðsstjóri SHS og framkvæmdastjóri Almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins fer yfir stöðu mála í Grindavík.
Gestir
- Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, almannavörnum - mæting: 08:15
- Jón Viðar Matthíasson Slökkviliðsstjóri SHS - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.2309577 - Fjárhagsáætlun 2024 - breytingartillögur bæjarstjóra
Bæjarstjórn samþykkti dagskrártillögu Theódóru S. Þorsteinsdóttur með 11 atkvæðum, að vísa breytingartillögum bæjarstjóra, dags. 14.11.2023 til bæjarráðs.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.23092303 - Frítt í sund fyrir starfsfólk Kópavogsbæjar
Frá bæjarstjóra, dags. 21.11.2023, lagðar fram reglur varðandi sundkort fyrir starfsfólk Kópavogsbæjar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.23111215 - Ályktun miðstjórnar ASÍ um nýlega þróun í leikskólamálum
Mál sett á dagskrá að beiðni bæjarstjóra.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.2310355 - Afgreiðsla samkomulags á reit 13 vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu
Frá bæjarstjóra, lagt fram svar við athugasemdum og spurningar fulltrúa minnihlutans í bæjarráði vegna svars bæjarstjóra, dags. 3. október 2023, við fyrirspurn um samning bæjarstjóra við Fjallasól ehf.
Bæjarráð frestaði málinu 16.11.2023.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
6.23081858 - Reglur um tekjutengdan afslátt leikskólagjalda
Frá menntasviði, lagðar fram reglur um tekjutengdan afslátt leikskólagjalda.
Gestir
- Sindri Sveinsson rekstrarstjóri menntasviðs - mæting: 10:13
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
7.23071020 - Reglur um heimgreiðslur
Frá menntasviði, lagðar fram reglur um heimgreiðslur.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
8.23041528 - Umhverfissvið - stofninn
Sviðsstjóri umhverfissviðs fer yfir stofninn.
Gestir
- Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:45
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
9.22114447 - Gjaldskrá umhverfissviðs
Lögð fram uppfærð gjaldskrá umhverfissviðs.
Gestir
- Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 11:13
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
10.2311520 - Gæðakerfi Kópavogsbæjar
Frá bæjarritara lagt fram erindi, dags. 7. nóvember 2023, um fyrirkomulag vottunar gæðakerfis Kópavogsbæjar. Bæjarráð frestaði málinu 09.11.2023.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins til næsta fundar.
Bókun:
"Óskað er yfirlits á öllum kostnaði við undirbúning, innleiðingu og rekstur gæðakerfisins frá upphafi. Tekur það m.a. til kaupa á ráðgjöf, kerfum, vinnuframlagi starfsmanna og annars þess sem fallið hefur til."
Helga Jónsdóttir
Andri Steinn Hilmarsson vék af fundi kl. 10:50.
Nú lagt fram minnisblað gæðastjóra, dags. 21.11.2023.
Gestir
- Sigurður Arnar Ólafsson gæðastjóri - mæting: 11:26
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
11.23111250 - Gæðastefna Kópavogsbæjar
Frá gæðastjóra, lögð fram tillaga að endurskoðaðri gæðasamþykkt (stefnu) Kópavogabæjar.
Gestir
- Sigurður Arnar Ólafsson gæðastjóri - mæting: 11:26
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
12.2212466 - Lántökur Kópavogsbæjar 2023
Frá deildarstjóra hagdeildar, dags. 20. nóvember 2023, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs og bæjarstjórnar til að undirrita viðauka við lánasamninga við Íslandsbanka, annars vegar að eftirstöðvum kr. 2.700.000.000,- og hinsvegar að eftirstöðvum kr. 945.000.000,- þar sem lokadögum er breytt úr 5.12.2023 í 5.12.2028.
Einnig er óskað eftir heimild til að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 1.500.000.000,- frá og með 29.11.2023.
Gestir
- Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 12:23
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
13.23051834 - Útboð - Umferðarljósabúnaður - Fífuhvammsvegur og Kársnesbraut
Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 20.11.2023, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að hefja útboð á umferðarljósabúnaði vegna Fífuhammsvegar og Kársnesbrautar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
14.23111126 - Útboð - Götuljós 2024-2026
Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 20.11.2023, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði innkaup á
götuljósalömpum til næstu þriggja ára.Í útboðinu er óskað tilboða í 3.100 lampa sem settir verða upp á næstu þremur árum í öllum hverfum í bænum. Gert er ráð fyrir að innkaupin borgi sig upp á næstu fimm árum þegar horft er til lækkun á rafmagnskostnaði og lækkun á viðhaldskostnaði. Innkaupin færast á kostnaðarlið á stofni tileinkuðum götuljósum og stýringum.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
15.23021113 - Funalind 2 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 14. nóvember, lögð fram að nýju tillaga að afgreiðslu á umsókn Leikfélags Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts sem frestað var á fundi bæjarráðs 9. nóvember sl.
Ýmis erindi
16.23111143 - Til umsagnar frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál
Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál.
Ýmis erindi
17.23111200 - Starfs- og fjárhagsáætlun SSH 2024
Frá SSH, dags. 16.11.2023, lögð fram til samþykktar bæjarráðs/ bæjarstjórnar starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024.
Ýmis erindi
18.23111199 - Til umsagnar frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.), 468. mál
Frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.), 468. mál.
Ýmis erindi
19.23111208 - Upplýsingapóstur vegna Grindavíkur
Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17.11.2023, lagt fram erindi varðandi stöðu mála í Grindavík.
Fundargerðir nefnda
20.2311010F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 379. fundur frá 10.11.2023
Fundargerðir nefnda
21.2311007F - Ungmennaráð - 42. fundur frá 13.11.2023
Fundargerð í þremur liðum.
Fundargerðir nefnda
22.2310022F - Hafnarstjórn - 133. fundur frá 14.11.2023
Fundargerð í þremur liðum.
Fundargerðir nefnda
23.2311011F - Leikskólanefnd - 158. fundur frá 16.11.2023
Fundargerðir nefnda
24.2311016F - Menntaráð - 122. fundur frá 21.11.2023
Fundargerðir nefnda
25.2311006F - Skipulagsráð - 153. fundur frá 20.11.2023
Fundargerð í 11 liðum.
25.4
23101239
Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 153
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Sveins Gíslasonar gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Fundarhlé kl. 16.47, fundi framhaldið kl. 17:02.
Bókun:
„Það vekur athygli að hér er verið að auka byggingarmagn neðanjarðar um rúma 10.000 fermetra án þess að nokkur umferðargreining fylgi. Undirrituð árétta afstöðu sína frá fundi skipulagsráðs þann 18. september 2023 þar sem fyrirspurn lóðarhafa Dalvegar 30 var til afgreiðslu. Ekki á að taka ákvarðanir í einstökum málum fyrr en lögbundið samráð hefur átt sér stað í samræmi við samhljóða samþykkt skipulagsráðs frá 5. desember 2022. Þar var lofað að efna til fundar með íbúum og hagaðilum vegna skipulagsmála er tengjast Dalvegi og fara yfir heildarmyndina, hljóðvist, ljósmengun, aðgengi o.s.frv.“
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Helga Jónsdóttir, Hákon Gunnarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir.
Fundarhlé kl. 17:03, fundi framhaldið kl. 17:13.
Bókun:
„Heildarfjöldi stæða var 470 fyrir breytingu og verður áfram 470 eftir breytingu. Fleiri stæði verða neðanjarðar en áður hafði verið gert ráð fyrir og stæðum ofanjarðar fækkar. Aukning byggingarmagns neðanjarðar stafar aðallega af auknu geymslurými sem er ekki umferðarskapandi. Undirrituð telja ekki þörf á framkvæmd sérstakrar umferðargreiningar í þessu ljósi. Meirihlutinn tekur undir þörfina á að halda kynningarfund samhliða samþykkt skipulagsráðs og telur eðlilegt að slíkur fundur verði haldinn á kynningartíma.“
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Sveinn Gíslason.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
25.7
23031264
Brú yfir Fossvog. Breytt deiliskipulag
Niðurstaða Skipulagsráð - 153
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með áorðnum breytingum dags. 31. október 2023.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
26.2311004F - Velferðarráð - 126. fundur frá 13.11.2023
Fundargerð í þremur liðum.
Fundargerðir nefnda
27.23111085 - Fundargerð ársfundar byggðarsamlaganna frá 10.11.2023
Fundargerð ársfundar byggðarsamlaganna frá 10.11.2023.
Fundargerðir nefnda
28.23111005 - Fundargerð 567. fundar stjórnar SSH frá 06.11.2023
Fundargerð 567. fundar stjórnar SSH frá 06.11.2023.
Fundargerðir nefnda
29.23111400 - Fundargerð 568. fundar stjórnar SSH frá 20.11.2023
Fundargerð 568. fundar stjórnar SSH frá 20.11.2023.
Fundargerðir nefnda
30.23111084 - Fundargerð 47. aðalfundar stjórnar SSH frá 10.11.2023
Fundargerð 47. aðalfundar stjórnar SSH frá 10.11.2023.
Fundargerðir nefnda
31.23111221 - Fundargerð 937. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12.11.2023
Fundargerð 937. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12.11.2023.
Erindi frá bæjarfulltrúum
32.23111154 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Andra Steins Hilmarssonar um fjölda lokana á deildum leikskóla vegna manneklu
Frá bæjarfulltrúa Andra S. Hilmarssyni, dags. 17.11.2023, lögð fram fyrirspurn um fjölda lokana á deildum leikskóla vegna manneklu haustið 2023 og samanburð milli ára.
Fundi slitið - kl. 13:21.
Bergljót Kristinsdóttir kom til fundar kl. 8:41.