Bæjarráð

3150. fundur 09. nóvember 2023 kl. 08:15 - 10:32 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2306810 - Urðarhvarf 10. Heimild til framsals

Frá lögfræðideild, dags. 3. nóvember, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Urðarhvarfs 10, Klettás ehf., um heimild til framsals lóðarinnar til Urðarhvarfs 10 ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum beiðni um framsal lóðarinnar Urðarhvarfs 10.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.23101441 - Til umsagnar frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál

Frá lögfræðideild, dags. 6. nóvember, lögð fram umsögn um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi vegna tímabundinna búsetuúrræða fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram til umsagnar.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.23021113 - Funalind 2 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 2. nóvember, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Leikfélags Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts af fasteign félagsins.
Bæjarráð frestar erindinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2302797 - Ögurhvarf 6 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 19. október, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Styrktarfélagsins Áss um styrk til greiðslu fasteignaskatts af fasteign félagsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn Áss styrktarfélag í samræmi við umsögn lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2304375 - Hlíðasmári 14 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 26. október, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Lionsumdæmisins á Íslands um styrk til greiðslu fasteignaskatts af fasteign félagsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn Lionsumdæmisins á Íslandi í samræmi við umsögn lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.23041587 - Skíðaskáli í Lækjarbotnum. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 26. október, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Skíðadeildar Víkings um styrk til greiðslu fasteignaskatts af fasteign félagsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn skíðadeildar Víkings í samræmi við umsögn lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1906459 - Styrkir til greiðslu fasteignaskatta

Frá lögfræðideild, dags. 2. nóvember, lagt fram minnisblað um styrki til félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatta vegna endurskoðunar reglna um framangreint.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2311520 - Gæðakerfi Kópavogsbæjar

Frá bæjarritara lagt fram erindi, dags. 7. nóvember 2023, um fyrirkomulag vottunar gæðakerfis Kópavogsbæjar.
Umræður, máli frestað.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.2011589 - Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um stöðu gerðar viðbragðsáætlunar til að draga úr loftmengun

Lagt fram svar við fyrirspurn Sigurbjargar E. Egilsdóttur, dags. 7. nóvember 2023, um stöðu gerðar viðbragðsáætlunar til að draga úr loftmengun.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.23091998 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar E. Egilsdóttur um upplýsingur varðandi leikskólapláss

Lagt fram svar við fyrirspurn Sigurbjargar E. Egilsdóttur, dags. 21. september 2023, um leikskólapláss í Kópavogi.
Lagt fram.

Ýmis erindi

11.2311499 - Bókun stjórnar SSH. Fjárhagsáætlun Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

Frá SSH, lögð fram bókun stjórnar SSH um fjárhagsáætlun og fjárfestingaáætlun Skíðasvæða höfðuborgarsvæðisins. Óskað er eftir umræðu og afgreiðslu á annars vegar fjárhagsáætlun Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og hins vegar bókun stjórnar SSH um tillögu samráðsnefndarinnar á vettvangi sveitarfélagsins.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

12.2311132 - Fundargerð 936. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.10.2023

Fundargerð í 28 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2311412 - Fundargerð 375. fundar stjórnar Strætó frá 13.10.2023

Fundargerð í tveim liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2311413 - Fundargerð 376. fundar stjórnar Strætó frá 20.10.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2310016F - Skipulagsráð - 152. fundur frá 06.11.2023

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
  • 15.4 2208338 Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Breyting á aðalskipulagi.
    Lögð er fram að nýju tillaga skipulagsdeildar, dags. í febrúar 2023, uppf. í nóvember 2023, að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð ásamt fylgiskjölum. Tillagan var uppfærð með vísan til sameiginlegrar umhverfismatsskýrslu, dags. 24.01.2023, uppf. 21.06.2023, fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að nýju deiliskipulagi í Vatnsendahvarfi. Gerðar voru minni háttar lagfæringar í texta tillögunnar til útskýringa, ekki efnislegar breytingar.
    Í aðalskipulagsbreytingunni felst að afmörkun landnotkunarreita fyrir íbúðarsvæði, opin svæði og samfélagsþjónustu er breytt. Fellt er út svæði fyrir verslun og þjónustu í útjaðri íbúðarsvæðisins og sú þjónusta sem þar var fyrirhuguð færð miðsvæðis inn í hverfið nálægt skóla og leikskóla. Staðsetning minjasvæðis er leiðrétt. Skilgreiningin "tengibraut" á Kambavegi að og frá hverfinu (ÍB-6) er felld niður. Breytingarnar eru í samræmi við tillögu að deiliskipulagi sem auglýst var samtímis.
    Umhverfismatsskýrslan var uppfærð samkvæmt ábendingum Náttúrufræðistofnunar Íslands um að meta áhrif deiliskipulagsins á náttúrufar óveruleg frekar en jákvæð.
    Á fundi skipulagsráðs 19. júní 2023 var lögð fram að lokinni kynningu skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 31. gr. sömu laga tillaga skipulagsdeildar, dags. í febrúar 2023, að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð. Kynningartíma lauk 8. júní 2023. Þá voru lagðar fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsráðs 3. júlí 2023 var erindið lagt fram á ný ásamt umsögn Minjastofnunar sem barst eftir að kynningartíma lauk. Afgreiðslu málsins var frestað og athugasemdum vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 2. nóvember 2023 ásamt fylgiskjölum.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 152 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 dags. í febrúar 2023 með áorðnum breytingum dags. í nóvember 2023.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 15.5 2011714 Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga Arkþing/Nordic arkitekta f.h. umhverfissviðs að deiliskipulagi nýs íbúðahverfis í Vatnsendahvarfi. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000, skýringaruppdrætti og greinargerð dags. 20.02.2023, uppf. 1.11.2023, ásamt sameiginlegri umhverfismatsskýrslu, dags. 24.01.2023, uppf. 21.06.2023, fyrir tillögu að deiliskipulagi og tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir svæðið. Tillögurnar voru auglýstar samtímis.
    Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að móta hverfi með vistvænum áherslum í samræmi við markmið Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Deiliskipulagssvæðið er um 29 ha og liggur að mörkum fyrirhugaðs Arnarnesvegar, Kórahverfis og Hvörfum í Vatnsenda. Gert er ráð fyrir nýju íbúðahverfi með fjölbreyttu formi íbúða, leikskóla/skóla og útivistarsvæðum ásamt möguleika á verslun og þjónustu. Í tillögunni er gert ráð fyrir um 500 íbúðum alls í sérbýli (einbýli, raðhús/parhús), klasabyggingum og fjölbýlishúsum á 2-3 hæðum auk kjallara.
    Á fundi skipulagsráðs þann 20. febrúar var samþykkt að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningartíma lauk 8. júní 2023. Á fundum skipulagsráðs þann 19. júní sl. og þann 3. júlí sl. voru lagðar fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma, málinu var vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Alls bárust 10 ábendingar og umsagnir á kynningartíma við tillögu að nýju deiliskipulags og tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Vatnsendahvarf. Brugðist var við umsögn Minjastofnun Íslands með því að gera rannsókn á fornleifum og bætt var við skilmálum um að girða af MV-9 á framkvæmdatíma. Ennfremur var sameiginlegt umhverfismat tillagnanna uppfært eftir ábendingar frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Gerðar eru leiðréttingar/lagfæringar í deiliskipulagsgögnum sem lýst er í neðangr. umsögn skipulagsdeildar.
    Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 2. nóvember 2023 ásamt fylgiskjölum.
    Jóhanna Helgadóttir arkitekt og skipulagsfræðingur frá Nordic gerir grein fyrir erindinu.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 152 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi dags. 20. febrúar 2023 með áorðnum breytingum dags. 1. nóvember 2023.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 15.6 2206018 Lundur, leiksvæði norðaustursvæða. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. dags. 31. maí 2022 að breyttu deiliskipulagi Lundar. Í gildandi deiliskipulagi Lundar eru sýnd leiksvæði, körfuboltavellir og sparkvellir á opnum svæðum. Þrjú lítil leiksvæði hafa verið gerð en enginn boltavöllur.
    Í tillögu að breytingu er gert ráð fyrir að gert verði stórt leik- og útivistarsvæði norðan Lundar 88-90 og vestan Lundar 60, 66 og 72. Á leiksvæðinu verður komið fyrir púttvelli um 540 m2 að stærð, æfingarsvæði til líkamsræktar á gervigrasi, gróðurbeðum, niðurgröfnu trambólíni og leiktækjum fyrir börn. Fallið er frá að koma fyrir boltavelli sem ráðgert var að koma fyrir á svæðinu. Einnig er fallið frá körfuboltavelli sem fyrirhugaður var austanvert við Lund 86 þar sem svæðið er talið vera of lítið og óhentugt vegna landhalla. Þá er jafnframt fallið frá körfuboltavöllum við Lund 5 og 11.
    Umrædd breyting á deiliskipulagi Lundar nær aðeins til grænna svæða, leiksvæða og göngustíga á skipulagssvæðinu. Á deiliskipulagsuppdrátt hafa einnig verið innfærðar samþykktar deiliskipulagsbreytingar frá 12. febrúar 2008. Að öðru leyti er vísað í deiliskipulag Lundar samþykkt í bæjarstjórn 14. desember 2004 m.s.br. og birt í B- deild Stjórnartíðinda 17. mars 2005.
    Tillagan dags. 31. maí 2022 með áorðnum breytingum dags. 25. nóvember 2022 var á fundi skipulagsráðs þann 5. desember 2022 samþykkt til grenndarkynningar fyrir lóðarhöfum í Lundi með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningartíma lauk 12. júní 2023. Á fundi skipulagsráðs þann 19. júní 2023 var tillagan lögð fram að nýju ásamt athugasemdum sem bárust á kynningartíma. Skipulagsráð vísaði málinu til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 31. október 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 152 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með áorðnum breytingum dags. 25. nóvember 2022.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 15.10 23051641 Víðigrund 23, 25 og 29. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju umsókn Unnsteins Jónssonar byggingarfræðings dags. 29. júní 2023 með áorðnum breytingum dags. 3. nóvember 2023 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 23, 25 og 29 við Víðigrund um breytingu á deiliskipulagi. Vestan við lóð nr. 25 við Víðigrund eru tvær bílskúrslóðir sem tilheyra lóðarhöfum nr. 23 og 29 við Víðigrund. Í breytingunni fellst að lóð nr. 25 við Víðigrund og bílskúrslóðirnar tvær verði stækkaðar um u.þ.b 63 cm hver til vesturs svo að bílskúrslóð sem tilheyrir lóð nr. 23 fari úr 70 m² í 81,5 m², bílskúrslóð sem tilheyrir lóð nr. 29 fari úr 68 m² í 79,5 m² og lóð nr. 25 fari úr 453 m² í 470,4 m². Bílskúrar verði því stærri en deiliskipulag gerir ráð fyrir, lengdir úr 6,7m í 8,7m til norðurs og breikkaðir úr 3,7m í 4,33m til vesturs. Komið verður fyrir þremur litlum gluggum á vesturhlið bílskúrs nr. 29. Komið verður fyrir hurð og gluggum á austurhlið bílskúrs nr. 25 þar sem bílskúrinn stendur innan lóðarmarka viðkomandi húss. Hæð skúranna verður 3,25m. Stærð bílskúra í deiliskipulagi er 24,8m² fyrir bílskúr og verður 37,6m² eftir breytingu. Núverandi nýtingarhlutfall á bílskúrslóðum nr. 23 og 29 er 0,36 og verður 0,47 eftir breytingu. Núverandi nýtingarhlutfall á lóð við nr. 25 er 0,34 og verður 0,36.
    Á fundi skipulagsráðs þann 3. júlí 2023 var samþykkt að grenndarkynna umsóknina, kynningartíma lauk 5. september 2023.
    Þá lagðir fram breyttir uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 3. nóvember 2023 þar sem komið er til móts við sjónarmið í athugasemd sem barst á kynningartíma ásamt umsögn skipulagsdeildar dags. 3. nóvember 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 152 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 3. nóvember 2023.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 15.12 23062059 Vesturvör 38A og 38B. Breytt deiliskipulag
    Lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs Kópavogsbæjar að breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar, Vesturvör 38-50, fyrir lóðirnar nr. 38A og 38B við Vesturvör. Í samræmi við tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir brú yfir Fossvog sem var auglýst samhliða ofangreindri tillögu er lagt til að skipulagsmörk færist að lóðarmörkum Vesturvarar 38A til austurs og norðurs. Á lóðamörkum á austurhluta svæðisins er skilgreint varúðarsvæði fyrir háspennustreng í jörðu. Aðkoma að svæðinu og innan þess breytist vegna fyrirhugaðrar Borgarlínu og brú yfir Fossvog. Í tillögunni er gert ráð fyrir lóð Vesturvarar 38A minnki um 300 m² og verði 8.600 m². Byggingarreitur Vesturvarar 38A breytast lítillega en byggingarmagn helst óbreytt. Gerð er krafa um að koma fyrir a.m.k. 60 hjólastæðum á lóð. Í tillögunni er gert ráð fyrir lóð Vesturvarar 38B minnki um 400 m² og verði 10.900 m². Byggingarreitur Vesturvarar 38B breytist lítillega en byggingarmagn er óbreytt. Gerð er krafa um að koma fyrir a.m.k. 60 hjólastæðum á lóð. Heimilt verður að byggja minna byggingarmagn á umræddum lóðum eða allt að 75% af hámarks byggingarmagni. Fjöldi bílastæða helst óbreytt þ.e. 1 bílastæði á hverja 50 m² eða 240 á hvorri lóð, alls 480 stæði. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag og greinargerð fyrir Vesturvör 38 til 50 birt í B-deild Stjórnartíðinda 4. ágúst 2017.
    Kynningartíma lauk 19. september 2023, umsagnir og athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs 2. október 2023 var tillagan lögð fram að nýju að lokinni kynningu ásamt umsögnum og athugasemdum sem bárust á kynningartíma. Var málinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 24. október 2023 ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 15. júlí 2023 uppfærður dags. 24. október 2023. Í uppfærðum deiliskipulagsgögnum hefur verið skerpt á gönguleiðum á og við lóðina og eru nú skýrari á uppdrætti. Texti á uppdrætti hefur verið lagfærður varðandi fjöldi bílastæða og bætt hefur verið við greinargerð að gæta skuli að mögulegri mengun á framkvæmdatíma þar sem skipulagssvæðið er staðsett á uppfyllingarsvæði.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 152 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Sveins Gíslasonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Helgu Jónsdóttur með áorðnum breytingum dags. 24. október 2023.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 15.14 23091637 Kjóavellir, Landsendi 31. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga umhverfissviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 31 við Landsenda. Í gildi er deiliskipulagið Kópavogur- Garðabær. Kjóavellir samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 24. júní 2008 og í bæjarráði Garðabæjar 8. júlí 2008. Í breytingunni felst að komið verði fyrir nýjum byggingarreit um 38m að þvermáli fyrir nýjan 4.000 m³ miðlunargeymi norðan megin við núverandi vatnstank. Fyrirhugaður miðlunargeymir mun vera að sömu stærð og hæð og núverandi vatnstankur. Lóð stækkar til norðvesturs um 2.125 m², fer úr 2.134 m² í 4.258 m², og verður girt af með 2m hárri mannheldri girðingu á lóðarmörkum. Núverandi aðkoma helst óbreytt frá Landsenda en fyrirkomulag bílastæða breytist. Fallið er frá lóð fyrir fjarskiptamastur en gert verður ráð fyrir lóð fyrir fjarskiptamastur í deiliskipulagi Vatnsendahlíðar.
    Uppdráttur í mkv. 1:2000 dags. 2. nóvember 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 152 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

16.2311002F - Menntaráð - 121. fundur frá 07.11.2023

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:32.