Bæjarráð

3135. fundur 06. júlí 2023 kl. 08:15 - 12:56 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Hanna Carla Jóhannsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jóna Vigdís Kristinsdóttir starfsmaður stjórnsýlusviðs
Fundargerð ritaði: Jóna Vigdís Kristinsdóttir verkefnastjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Samkvæmt 35. gr. laga nr. 138/2011 og 32. gr. samþykktar Kópavogsbæjar fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í sumarleyfi hennar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2302370 - Húsnæðisáætlun 2023

Lögð fram húsnæðisáætlun 2023 í samræmi við reglugerð um húsnæðisáætlanir

sveitarfélaga nr. 1248/2018. Sveitarfélög skulu gera húsnæðisáætlun til tíu ára í senn

sem er uppfærð árlega og skal staðfest af sveitarstjórn.
Frestað til næsta fundar.

Bókun bæjarráðs:
"Fjármálasviði er falið að leggja fyrir næsta fund umsögn um fyrirliggjandi greiningar og mat Kópavogsbæjar á þeim liðum sem sveitarfélögum eru falin samkvæmt reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248/2018."

kl. 09:16 tekur Ásdís Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 08:20
  • Jakob Sindri Þórsson sérfræðingur - mæting: 08:20

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2210956 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2023-2026

Auður Kolbrá Birgisdóttir, jafnréttisráðgjafi Kópavogsbæjar, kynnir drög að jafnréttis-og mannréttindastefnu Kópavogsbæjar. Óskað eftir umsögn frá bæjarráði.
Bæjarráð þakkar Auði Kolbrá Birgisdóttur fyrir kynningu að drögum að jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogs. Bæjarráð áætlar að umsögn liggi fyrir síðsumars. Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs falið að vinna umsögn.

Gestir

  • Auður Kolbrá Birgisdóttir jafnréttisráðgjafi - mæting: 09:20

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2307245 - Gjaldskrá leikskólagjalda

Frá sviðsstjóra menntasviðs, lögð fram gjaldskrá leikskólagjalda sem áætlað er að taki gildi 01.09.2023.
Fundarhlé hófst kl. 11:41, fundi fram haldið kl. 11:56.
Bæjarráð samþykkir með 4 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur framlagða gjaldskrá leikskólagjalda.

Bókun:

"Ný leikskólagjaldskrá í Kópavogi er í framhaldi af nýsamþykktum tillögum um breytt starfsumhverfi leikskólanna sem fela í sér sex tíma gjaldfrjálsa leikskólavist, eða 30 klukkustundir á viku. Foreldrar fá svigrúm til þess að ráðstafa tímunum innan vikunnar.
Bæjarráð telur mikilvægt að komið verði sérstaklega til móts við útivinnandi foreldra undir tekjuviðmiðun sem eiga ekki kost á því að draga úr vistun barns eða barna sinna á leikskólum en eiga erfitt með að mæta gjaldskrárhækkunum. Horft verði til úrræða fyrir þennan hóp að þremur mánuðum liðnum og við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Andri Steinn Hilmarsson
Hanna Carla Jóhannsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir

Bókun

"Undirritaðar gera athugasemd við að upplýsingar um verulegar gjaldskrárhækkanir hafi ekki verið skýrar í kynningarefni til foreldra eftir samþykkt bæjarstjórnar. Þetta hefur valdið töluverðum ruglingi meðal foreldra."

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir

Gestir

  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 09:56
  • Sindri Sveinsson rekstrarstjóri menntasviðs - mæting: 09:56

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.22114447 - Tillaga um breytingu á verklagi og viðmiðum við gjaldskrárbreytingar

Frá bæjarstjóra, dags. 04.07.2023, lögð fram tillaga um breytingu á verklagi og viðmiðum við gjaldskrárbreytingar.
Bæjarráð samþykktir með 4 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, framlagða tillögu um breytingu á verklagi og viðmiðum við gjaldskrárbreytingar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.22114511 - Starfshópur um starfsumhverfi leikskóla

Lagðar fram viðaukatillögur eitt og tvö, við tillögur starfshóps um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Kópavogs til samþykktar bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa viðaukatillögunum til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs og sviðsstjóra menntasviðs.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2306997 - Menningarmiðja Kópavogs

Erindið lagt fram í bæjarráði þann 22.06.2023. Á þeim fundi óskaði bæjarfulltrúi Sigurbjörg E. Egilsdóttir eftir upplýsingum um hvort farið hafi verið að verklagsreglum við ákvörðun um þjónustu arkitekts. Nú lagt fram minnisblað lögfræðideildar, dags. 03.07.2023.
Lagt fram og rætt.

Bókun:
Undirrituð óskar eftir að fá upplýsingar um öll þjónustuinnkaup síðustu fjögur ár frá þeim ráðgjafa/arkitekt sem hér um ræðir ásamt skýringar við hvert verk."
Theodóra Þorsteinsdóttir

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.23062229 - Dalaþing, Norton ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 03.07.2023, lögð fram umsögn vegna beiðni um rekstrarleyfi gististaðar - Dalaþing 28.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita neikvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Ýmis erindi

8.2307247 - Umhyggjudagurinn 2023

Frá Umhyggju, félagi langveikra barna, dags. 03.07.2023, lögð fram beiðni um stuðning vegna umhyggjudags sem haldinn verður í ágúst.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að verða við erindinu og vísar því til bæjarritara.

kl. 12.24 víkur Sigurbjörg Erla Egilsdóttir af fundi.

Fundargerðir nefnda

9.2306013F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 370. fundur frá 23.06.2023

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2306009F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 165. fundur frá 20.06.2023

Fundargerð í átta liðum.
  • 10.2 23051341 Hjólabrettaskál í Kópavogsdal
    Áframhaldandi umræða um gerð og staðsetningu hjólabrettarskálar í Kópavogi. Málið var síðast á dagskrá umhverfis- og samgöngunefndar 18. október 2022. Ármann Halldórsson deildarstjóri framkvæmdadeildar kynnir. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 165 Umhverfis- og samgöngunefnd horfir jákvætt á staðsetningu hjólabrettaskálarinnar í Kópavogsdal við Smárahvammsvöll og hvetur til að framkvæmdir hefjist eins fljótt og unnt er. Vísað til bæjarráðs til samþykkis. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa afgreiðslu málsins til skipulagsráðs.

Fundargerðir nefnda

11.2306015F - Hafnarstjórn - 131. fundur frá 30.06.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2307250 - Fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 03.07.2023

Fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 03.07.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.23062230 - Fundargerð 931. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22.06.2023

Fundargerð 931. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22.06.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.23061652 - Fundargerð 412. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 29.03.2023

Fundargerð 412. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 29.03.2023
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

15.23061653 - Fundargerð 413. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 19.04.2023

Fundargerð 413. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 19.04.2023.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

16.23061654 - Fundargerð 414. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 21.06.2023

Fundargerð 414. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 21.06.2023.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

17.23061651 - Fundargerð 42. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 19.06.2023

Fundargerð 42. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 19.06.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.23061753 - Fundargerð 481. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 06.06.2023

Fundargerð 481. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 06.06.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.23061754 - Fundargerð 482.fundar stjórnar Sorpu bs. frá 16.06.2023

Fundargerð 482.fundar stjórnar Sorpu bs. frá 16.06.2023
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.23061496 - Fundargerð 371. fundar stjórnar Strætó frá 09.06.2023

Fundargerð 371. fundar stjórnar Strætó frá 09.06.2023, lögð fram leiðrétt útgáfa.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 12:56.