Bæjarráð

3123. fundur 23. mars 2023 kl. 08:15 - 12:21 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson varamaður
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2111146 - Lýðheilsustefna 2022-2025

Frá verkefnastjóra lýðheilsumála, dags. 14.03.2023, lagðar fram niðurstöður lýðheilsumats á aðgerðum er lúta að hreyfiframboð fyrir eldri borgara í Kópavogi.
Kynning.

Gestir

  • Anna Elísebet Ólafsdóttir verkefnastjóri lýðheilsumála - mæting: 08:15
  • Eva K. Friðgeirsdóttir, Virkni og vellíðan - mæting: 08:15
  • Fríða K. Gunnarsdóttir, Virkni og vellíðan - mæting: 08:15
  • Amanda K. Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.23031131 - Kynning á breytingum á regluverki jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Kynning á fyrirhuguðum breytingum á regluverki jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Kynning.

Bókun:
"Mikilvægt er að benda á stjórnarskrárvarinn rétt sveitarfélaga til að ráða sjálf málefnum sínum. Með þessum tillögum er verið að leggja til pólitíska einstefnu að sveitarfélög eigi að hækka útsvarsprósentur bæjarbúa í botn. Ef þessi tillaga verður að veruleika þá er verið að skapa ranga hvata og hindra að sveitarfélög geti skilað ávinningi af góðum rekstri til bæjarbúa."
Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson

Gestir

  • Gústav Aron Gústavsson sérfræðingur á skrifstofu sveitarfélaga og skipulagsmála - mæting: 08:50
  • Árni Sverrir Hafsteinsson sérfræðingur á skrifstofu samgangna innviðaráðuneytis - mæting: 08:50
  • Guðni Geir Einarsson, forstöðumaður jöfnunarsjóðs sveitarfélaga - mæting: 08:50

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.23031448 - Ársreikningur Sorpu 2022

Ársreikningur Sorpu 2022 kynntur.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 9:37 og tók Einar Ö. Þorvarðarson sæti í hennar stað.

Kynning.

Bókun bæjarráðs:
"Óskum eftir kynningu á stöðu samræmdrar flokkunar í Kópavogi frá umhverfissviði."

Gestir

  • Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu - mæting: 09:38
  • Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttir fjármálastjóri Sorpu - mæting: 09:38

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.23031728 - Menningarmál Kópavogsbæjar - skýrsla KPMG

Lögð fram skýrsla KPMG um menningarmál Kópavogsbæjar.
Umræður.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.23031839 - Breyting á bæjarmálasamþykkt - valdframsal barnaverndarþjónustu

Frá lögfræðideild, dags. 21.03.2023, lögð fram breyting á bæjarmálasamþykkt vegna valdframsals barnarverndarþjónustu.
Bæjarráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.23031122 - Gerðarsafn - Samningur um leigu á rými og veitingarekstur í húsnæði Gerðasafns

Frá forstöðumanni menningarmála, dags. 14. mars, lagt fram að nýju erindi þar sem óskað er efir samþykki bæjarráðs á samning um leigu á rými og veitingarekstur í húsnæði Gerðasafns. Bæjarráð frestaði málinu 16. mars.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðan samning um leigu á rými og veitingarekstur í húsnæði Gerðasafns.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.23012049 - Útboð - Eldveggja-netbúnaður 2023-2026

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 13.03.2023, lagðar fram niðurstöður útboðs á eldveggja- netbúnaði. Lagt er til við bæjarráð að tilboði Sensa ehf. verði tekið og gerður samningur við fyrirtækið um kaup á eldvegga-netbúnaði og þjónustu tengdri búnaðinum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að tilboði Sensa ehf. verði tekið og gerður samningur við fyrirtækið um kaup á eldvegga-netbúnaði og þjónustu tengdri búnaðinum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.23011435 - Útboð - Grassláttur 2023-2026

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 17.03.2023, lagðar fram niðurstöður útbboðs - Grassláttur 2023-2025. Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga í hverju svæði
fyrir sig, þ.e. Hreinir garðar ehf fyrir A- og B-hluta sem og Garðlist ehf fyrir C-hluta.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við lægstbjóðanda

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.23031639 - Rammasamningur um innkaup á þjónustu iðnmeistara

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 20.03.2023, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út þjónustu iðnmeistara í málaraiðn, pípulögn og rafiðn og gera í framhaldinu rammasamning við fimm iðnmeistara í hverri iðngrein, málara, pípulögn og rafvirkjun til eins árs með möguleika á framlengingu um eitt ár í senn þrisvar sinnum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita heimild til að bjóða út þjónustu iðnmeistara og gera í framhaldinu rammasamning við fimm iðnmeistara í hverri iðngrein, málara, pípulögn og rafvirkjun til eins árs með möguleika á framlengingu um eitt ár í senn þrisvar sinnum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.23031468 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa - Kostnaður vegna barna búsettra í Kópavogi í sjálfstætt starfandi skólum

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 21.03.2023, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa varðandi kostnað vegna barna búsettra í Kópavogi í sjálfstætt starfandi skólum.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.2301130 - Vinnuskóli 2023

Frá verkefnastjóra gatnadeildar, dags. 20. mars 2023, lögð fram starfsáætlun Vinnuskóla Kópavogs fyrir árið 2023 ásamt tillögum um laun og vinnutíma.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur um laun og vinnutíma.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

12.2303834 - Skálaheiði 2, Digranes íþróttahús, Nemendafélag Menntaskólans í Kópavogir. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 9. mars 2023, lögð fram umsögn um tækisfærisleyfi í tilefni af árshátíð nemenda Menntaskólans í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til umsagnar lögfræðideildar.

Ýmis erindi

13.2207106 - Bókanir funda stjórnar SSH. Rannsóknarborholur í Bláfjöllum

Frá SSH, dags. 15.03.2023, lögð fram bókun varðandi rannsóknarborholur í Bláfjöllum.
Lagt fram.

Ýmis erindi

14.23031470 - Hvatning Innviðaráðuneytis vegna tillagna um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa

Frá innviðaráðuneyti, dags. 15. mars, lögð fram hvatning vegna tillagna um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2303012F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 364. fundur frá 14.03.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2303005F - Skipulagsráð - 139. fundur frá 20.03.2023

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.
  • 16.10 22114380 Vesturvör 22-24 (Hafnarbraut 16-18). Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju umsókn Scala arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 7. nóvember 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 22 og 24 við Vesturvör. Í breytingunni felst að heiti lóðanna verði Hafnarbraut 16 (áður Vesturvör 24) og Hafnarbraut 18 (áður Vesturvör 22) þar sem aðkoma er ráðgerð frá Hafnarbraut. Lóðirnar stækki til norðurs samanlagt um 394,8 m², úr 5.135 m² í 5.529,8 m² og að í stað eins byggingarreits verði tveir stakstæðir byggingarreitir á lóðunum, einn á hvorri lóð. Heildarbyggingarmagn á lóðunum eykst um 4.990 m², úr 8.400 m² í 13.390 m² og íbúðum fjölgar um 32, úr 59 í 91 samtals á báðum lóðunum. Nýtingarhlutfall á lóðunum eykst úr 1.6 í 2.4 ofanjarðar og neðanjarðar á báðum lóðunum. Nýtingarhlutfall á Hafnarbraut 16 verður 2,15 og nýtingarhlutfall á Hafnarbraut 18 verður 2,69. Bílastæðum fjölgar um 15, úr 81 í 96 samanlagt á báðum lóðunum. Á fundi skipulagsráðs 14. nóvember 2022 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 2. mars 2023, athugasemd barst. Á fundi skipulagsráðs 6. mars 2023 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 17. mars 2023. Niðurstaða Skipulagsráð - 139 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 17. mars 2023.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 16.11 2109353 Vatnsendablettur 5. Breytt deiliskipulag
    Lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings dags. 22. nóvember 2022 f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Vatnsendablett. Í breytingu felst að lóðinni verði skipt í tvær lóðir, Vatnsendablettur 5 og 5A, og að reist verði einnar hæðar einbýlishús á nýrri lóð. Á lóðinni er í dag einnar hæðar einbýlishús og hesthús, núverandi byggingarmagn á lóðinni er 335,7m², lóðarstærð er 15.213 m² og núverandi nýtingarhlutfall á lóðinni er 0,02. Eftir breytingu yrði Vatnsendablettur 5, 13.404 m² að stærð með nýtingarhlutfall 0,03 og Vatnsendablettur 5A yrði 1.809 m² að stærð með nýtingarhlutfall 0,17. Gert er ráð fyrir að hámark bygggingarmagns á Vatnsendabletti 5A verði 300 m². Hámarkshæð nýbyggingar yrði 6,5 metrar og byggingarreitur 13x27m. Aðkoma yrði sameiginleg um lóð Vatnsendabletts 5 eftir núverandi heimkeyrslu. Einnig er lagt til að afmörkun lóðar og skipulagssvæðis ásamt legu reið- og göngustíga yrði uppfært í samræmi við gildandi mæliblað og núverandi legu stíga. Að öðru leiti verða skilmálar í gildandi deiliskipulagsáætlun óbreyttir.
    Á fundi skipulagsráðs 28. nóvember 2022 var afgreiðslu frestað. Á fundi skipulagsráðs 19. desember 2022 var lagt fram uppfært skriflegt erindi og kynningaruppdráttur dags. 12. desember 2022, samþykki lóðareiganda dags. 1. september 2022 og minnisblað skipulagsdeildar dags. 13. desember 2022 og samþykkt var að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 2. mars 2023, umsögn barst. Á fundi skipulagsráðs 6. mars 2023 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 17. mars 2023 ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 17. mars 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 139 Skipulagsráð samþykkir tillöguna með áorðnum breytingum dags. 17. mars 2023 og tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 17. mars 2023.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 16.12 2201817 Hafnarbraut 10, breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Skala arkitekta fh. lóðarhafa lóðarinnar nr. 10 við Hafnarbraut dags. 26. janúar 2022, þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að íbúðum fjölgi um 8, verði 48 í stað 40 í sama rými og fyrir er og að bílageymsla verði stækkuð neðanjarðar og fjöldi bílastæða á lóð verði í samræmi við íbúðastærðir.
    Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 14. janúar 2022. Á fundi skipulagsráðs 28. febrúar 2022 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 2. mars 2023, athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs 6. mars 2023 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 17. mars 2023 ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 17. mars 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 139 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með fjórum atkvæðum. Kolbeinn Reginsson greiddi atkvæði gegn tillögunni. Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Bergljót Kristinsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjastjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 16.13 23011596 Þinghólsskóli. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga umhvefissviðs að breyttu deiliskipulagi á lóð Kópavogsbrautar 58. Þinghólsskóli, samþykkt í bæjarstjórn 26. september 2000 og birt í B-deild stjórnartíðinda 20. nóvember 2000. Í breytingunni felst að komið verði fyrir byggingarreit á einni hæð fyrir 2 samtengdar lausar skólastofur á suðvestur hluta lóðarinnar. Hámarks hæð byggingarreits er áætluð 3 metrar og áætluð stærð byggingarreits er um 141m². Skólastofum er ætlað að mæta skammtímaþörf fyrir kennslustofur þar til nýr Kársnesskóli við Skólagerði verður tekinn í notkun. Þær verða síðan fjarlægðar aftur og skólalóð sett í fyrra horf sem malbikað leiksvæði. Svæðið er skilgreint fyrir samfélagsþjónustu í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2014. Uppdráttur í mkv.1:1000, 1:2000 og 1:200 dags. 6. febrúar 2023.
    Á fundi skipulagsráðs 6. febrúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 13. mars 2023, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 139 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 16.14 23011662 Selbrekka 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 13. janúar 2023 þar sem umsókn KRark arkitekta f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að byggt verði við efri hæð hússins, svefnherbergi stækkað um 15,8 m². Byggingarmagn eykst úr 233,1 m² í 248,9 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,27 í 0,29. Skýringaruppdættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 30. nóvember 2015. Á fundi skipulagsráðs 6. febrúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 13. mars 2023, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 139 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

17.2303011F - Leikskólanefnd - 150. fundur frá 16.03.2023

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.
  • 17.1 2302701 Leikskólinn Kópasteinn
    Lagt fram til samþykktar. Niðurstaða Leikskólanefnd - 150 Leikskólanefnd samþykkir fyrir sitt leiti og vísar málinu áfram til afgreiðslu bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

18.2303017F - Menntaráð - 111. fundur frá 21.03.2023

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.
  • 18.1 23021029 Þjónusta við ungt fólk í Kópavogi
    Tillaga lögð fram. Niðurstaða Menntaráð - 111 Amanda K. Ólafsdóttir, verkefnastjóri frístundadeildar og Anna Birna Sveinbjörnsdóttir, sviðstjóri menntasviðs gerðu grein fyrir tillögu um breytingar á þjónustu við ungt fólk.

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir lagði til að tillögu um þjónustu við ungmenni yrði vísað til ungmennaráðs til umsagnar, menntaráð feldi tillöguna með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum.

    Menntaráð samþykkir fyrir sitt leyti, með 4 atkvæðum, tillöguna um þjónustu við ungt fólk og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu. Jafnframt felur ráðið deildarstjóra frístundadeildar að leita eftir umsagnar ungmennaráðs og leggja fram með tillögu til bæjarráði og bæjarsstjórn.

    Undirrituð eru ekki tilbúin til þess að taka efnislega afstöðu til tillögunnar, þar sem ungmennaráð hefur ekki fengið erindið til umfjöllunar og þar með liggur afstaða ráðsins ekki fyrir.
    Samkvæmt erindisbréfi ungmennaráðs, og æskulýðslögum (nr. 70/2007), er hlutverk þess að vera bæjarstjórn Kópavogs og öðrum nefndum til ráðgjafar um málefni barna og ungmenna. Menntaráð ætti því að afla umsagnar ungmennaráðs áður en málið fær afgreiðslu.
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, fulltrúi Pýrata, Einar Örn Þorvarðarson, fulltrúi Viðreisnar, Donata H Bukowska, fulltrúi Samfylkingar og Þórarinn Ævarsson, fulltrúi Vina Kópavogs.

    Sigvaldi Egill Lárusson, formaður menntaráðs, Hanna Carla Jóhannsdóttir, Haukur Einarsson fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sigrún Hulda Jónsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
    Ugmennaráð hefur sannarlega verið til ráðgjafar í þessu máli og gerð skýrslunnar sem þessar tillögur byggja á. Ekki er þó við hæfi að ugmennaráð sem skipað er ungmennum á aldrinum 13-20 ára taki ákvarðanir um skipulagsbreytingar sem þessar. Leitað verður eftir umsögn frá ungmennaráði eins og samþykkt meirihluta menntaráðs gerir ráð fyrir áður en málið fer fyrir bæjarráð. Efni tillögunar er virkilega jákvætt fyrir þjónustu við ungt folk í Kópavogi og mikilvægt að hrinda því af stað sem fyrst. Ef tillagan verður samþykkt hjá bæjarráði og bæjarstjórn verður samráð haft við ungmennaráð um innleiðingu tillögunar.

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, fulltrúi Pýrata, Einar Örn Þorvarðarson, fulltrúi Viðreisnar, Donata H Bukowska, fulltrúi Samfylkingar og Þórarinn Ævarsson, fulltrúi Vina Kópavogs lögðu fram eftirfarandi bókun:
    Núverandi ungmennaráð hefur sannarlega ekki verið til ráðgjafar í þessu tiltekna máli, en fulltrúar ungmennaráðs árið 2019 tóku þátt í vinnu við að móta tillögur um aðgerðir til umbóta í þjónustu við ungt fólk. Það að fullyrða að ekki sé við hæfi að ungmenni taki ákvörðun um skipulagsbreytingar sem þessa felur bæði í sér útúrsnúning og vanvirðingu við ungmennaráð.
    Samkvæmt erindisbréfi ungmennaráðs skulu fundir ungmennaráðs haldnir fyrir opnum dyrum, og telst fundur aðeins löglega boðaður með að minnsta kosti eins sólarhrings fyrirvara með skriflegri dagskrá. Ekki næst að afla afstöðu ungmennaráðs með fullnægjandi fyrirvara svo umsögnin berist í tæka tíð með fundarboði bæjarráðs næstkomandi fimmtudagsmorgunn þannig að fundarmenn hafi lögmætan fyrirvara á boðun og gögnum. Undirrituð harma að ekki sér borin meiri virðing fyrir ungmennaráði í sjálfu barnvæna samfélaginu Kópavogsbæ, sem hefur skuldbundið sig til þess að framfylgja barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þar með bera virðingu fyrir skoðunum barna, hlusta og taka mark á þeim.

    Sigvaldi Egill Lárusson, formaður menntaráðs, Hanna Carla Jóhannsdóttir, Haukur Einarsson fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sigrún Hulda Jónsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

    Meirihluti menntaráðs harmar afstöðu minnihlutanas í þessu jákvæða máli. Samkvæmt 5. Gr erindisbréfs ungmennaráðs er ráðinu heimilt að funda strax ef það er mál sem krefst skjótrar úrlausna. Ekki er við hæfi að setja börn og ungmenni 13-20 ára í þær aðstæður að taka stórar ákvarðanir í viðkvæmum skipulagsbreytingum og niðurlagningu starfa sem þessar tillögur fela í sér. Meirihluti menntaráðs er einmitt með hag barnanna þarna að leiðarljósi.
    Meitihluti menntaráðs ítrekar að fullt samráð verði haft við ungmennaráð í innleiðingu á þessum jákvæðu tillögu sem mun fela í sér aukna þjónustu við ungt folk.





    Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar ungmennaráðs, auk upplýsinga um starfsáætlun Molans, samanburð kostnaðargreiningar núverandi stöðu og fyrirliggjandi tillögu.
  • 18.3 2303310 Hörðuvallaskóli
    Tillaga um skipulagsbreytingar lögð fram. Niðurstaða Menntaráð - 111 Menntaráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu um skipulagsbreytingar á Hörðuvallaskóla með öllum greiddum atkvæðum og vísar tillögunni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu. Niðurstaða Sigurbjörg E. Egilsdóttir vék af fundi kl. 12:05.

    Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

19.2303015F - Íþróttaráð - 129. fundur frá 16.03.2023

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.2303010F - Ungmennaráð - 36. fundur frá 20.03.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.23031373 - Fundargerð 478. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 14.03.2023

Fundargerð 478. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 14.03.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

22.23031824 - Fundargerð 920. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17.03.2023

Fundargerð 920. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17.03.2023.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

23.1905501 - Tillaga um að stofna starfshóp um útfærslu á nýtingu trjáræktarsvæðis fyrir almenning og fyrirtæki í Kópavogi til eigin kolefnisjöfnunar

Frá bæjarfulltrúa Samfylkingar, lögð fram tillaga um að stofna starfshóp um útfærslu á nýtingu trjáræktarsvæðis fyrir almenning og fyrirtæki í Kópavogi til eigin kolefnisjöfnunar.
Bæjarráð frestaði málinu 16. mars.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum stofnun starfshópsins og tilnefnir í starfshópinn fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar:
Hjördísi Ýr Johnson
og fyrir hönd minnihluta bæjarstjórnar:
Bergljótu Kristinsdóttur.

Fundi slitið - kl. 12:21.