Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.2111146 - Lýðheilsustefna 2022-2025
Frá verkefnastjóra lýðheilsumála, dags. 14.03.2023, lagðar fram niðurstöður lýðheilsumats á aðgerðum er lúta að hreyfiframboð fyrir eldri borgara í Kópavogi.
Gestir
- Anna Elísebet Ólafsdóttir verkefnastjóri lýðheilsumála - mæting: 08:15
- Eva K. Friðgeirsdóttir, Virkni og vellíðan - mæting: 08:15
- Fríða K. Gunnarsdóttir, Virkni og vellíðan - mæting: 08:15
- Amanda K. Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.23031131 - Kynning á breytingum á regluverki jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Kynning á fyrirhuguðum breytingum á regluverki jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Gestir
- Gústav Aron Gústavsson sérfræðingur á skrifstofu sveitarfélaga og skipulagsmála - mæting: 08:50
- Árni Sverrir Hafsteinsson sérfræðingur á skrifstofu samgangna innviðaráðuneytis - mæting: 08:50
- Guðni Geir Einarsson, forstöðumaður jöfnunarsjóðs sveitarfélaga - mæting: 08:50
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.23031448 - Ársreikningur Sorpu 2022
Ársreikningur Sorpu 2022 kynntur.
Gestir
- Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu - mæting: 09:38
- Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttir fjármálastjóri Sorpu - mæting: 09:38
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.23031728 - Menningarmál Kópavogsbæjar - skýrsla KPMG
Lögð fram skýrsla KPMG um menningarmál Kópavogsbæjar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.23031839 - Breyting á bæjarmálasamþykkt - valdframsal barnaverndarþjónustu
Frá lögfræðideild, dags. 21.03.2023, lögð fram breyting á bæjarmálasamþykkt vegna valdframsals barnarverndarþjónustu.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
6.23031122 - Gerðarsafn - Samningur um leigu á rými og veitingarekstur í húsnæði Gerðasafns
Frá forstöðumanni menningarmála, dags. 14. mars, lagt fram að nýju erindi þar sem óskað er efir samþykki bæjarráðs á samning um leigu á rými og veitingarekstur í húsnæði Gerðasafns. Bæjarráð frestaði málinu 16. mars.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
7.23012049 - Útboð - Eldveggja-netbúnaður 2023-2026
Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 13.03.2023, lagðar fram niðurstöður útboðs á eldveggja- netbúnaði. Lagt er til við bæjarráð að tilboði Sensa ehf. verði tekið og gerður samningur við fyrirtækið um kaup á eldvegga-netbúnaði og þjónustu tengdri búnaðinum.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
8.23011435 - Útboð - Grassláttur 2023-2026
Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 17.03.2023, lagðar fram niðurstöður útbboðs - Grassláttur 2023-2025. Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga í hverju svæði
fyrir sig, þ.e. Hreinir garðar ehf fyrir A- og B-hluta sem og Garðlist ehf fyrir C-hluta.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
9.23031639 - Rammasamningur um innkaup á þjónustu iðnmeistara
Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 20.03.2023, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út þjónustu iðnmeistara í málaraiðn, pípulögn og rafiðn og gera í framhaldinu rammasamning við fimm iðnmeistara í hverri iðngrein, málara, pípulögn og rafvirkjun til eins árs með möguleika á framlengingu um eitt ár í senn þrisvar sinnum.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
10.23031468 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa - Kostnaður vegna barna búsettra í Kópavogi í sjálfstætt starfandi skólum
Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 21.03.2023, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa varðandi kostnað vegna barna búsettra í Kópavogi í sjálfstætt starfandi skólum.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
11.2301130 - Vinnuskóli 2023
Frá verkefnastjóra gatnadeildar, dags. 20. mars 2023, lögð fram starfsáætlun Vinnuskóla Kópavogs fyrir árið 2023 ásamt tillögum um laun og vinnutíma.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
12.2303834 - Skálaheiði 2, Digranes íþróttahús, Nemendafélag Menntaskólans í Kópavogir. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi
Frá lögfræðideild, dags. 9. mars 2023, lögð fram umsögn um tækisfærisleyfi í tilefni af árshátíð nemenda Menntaskólans í Kópavogi.
Ýmis erindi
13.2207106 - Bókanir funda stjórnar SSH. Rannsóknarborholur í Bláfjöllum
Frá SSH, dags. 15.03.2023, lögð fram bókun varðandi rannsóknarborholur í Bláfjöllum.
Ýmis erindi
14.23031470 - Hvatning Innviðaráðuneytis vegna tillagna um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa
Frá innviðaráðuneyti, dags. 15. mars, lögð fram hvatning vegna tillagna um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.
Fundargerðir nefnda
15.2303012F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 364. fundur frá 14.03.2023
Fundargerð í þremur liðum.
Fundargerðir nefnda
16.2303005F - Skipulagsráð - 139. fundur frá 20.03.2023
Fundargerð í 20 liðum.
16.10
22114380
Vesturvör 22-24 (Hafnarbraut 16-18). Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 139
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 17. mars 2023.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
16.11
2109353
Vatnsendablettur 5. Breytt deiliskipulag
Niðurstaða Skipulagsráð - 139
Skipulagsráð samþykkir tillöguna með áorðnum breytingum dags. 17. mars 2023 og tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 17. mars 2023.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
16.12
2201817
Hafnarbraut 10, breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 139
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með fjórum atkvæðum. Kolbeinn Reginsson greiddi atkvæði gegn tillögunni. Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Bergljót Kristinsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjastjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
16.13
23011596
Þinghólsskóli. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 139
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
16.14
23011662
Selbrekka 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 139
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
17.2303011F - Leikskólanefnd - 150. fundur frá 16.03.2023
Fundargerð í fimm liðum.
17.1
2302701
Leikskólinn Kópasteinn
Niðurstaða Leikskólanefnd - 150
Leikskólanefnd samþykkir fyrir sitt leiti og vísar málinu áfram til afgreiðslu bæjarráðs.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
18.2303017F - Menntaráð - 111. fundur frá 21.03.2023
Fundargerð í 4 liðum.
18.1
23021029
Þjónusta við ungt fólk í Kópavogi
Niðurstaða Menntaráð - 111
Amanda K. Ólafsdóttir, verkefnastjóri frístundadeildar og Anna Birna Sveinbjörnsdóttir, sviðstjóri menntasviðs gerðu grein fyrir tillögu um breytingar á þjónustu við ungt fólk.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir lagði til að tillögu um þjónustu við ungmenni yrði vísað til ungmennaráðs til umsagnar, menntaráð feldi tillöguna með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum.
Menntaráð samþykkir fyrir sitt leyti, með 4 atkvæðum, tillöguna um þjónustu við ungt fólk og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu. Jafnframt felur ráðið deildarstjóra frístundadeildar að leita eftir umsagnar ungmennaráðs og leggja fram með tillögu til bæjarráði og bæjarsstjórn.
Undirrituð eru ekki tilbúin til þess að taka efnislega afstöðu til tillögunnar, þar sem ungmennaráð hefur ekki fengið erindið til umfjöllunar og þar með liggur afstaða ráðsins ekki fyrir.
Samkvæmt erindisbréfi ungmennaráðs, og æskulýðslögum (nr. 70/2007), er hlutverk þess að vera bæjarstjórn Kópavogs og öðrum nefndum til ráðgjafar um málefni barna og ungmenna. Menntaráð ætti því að afla umsagnar ungmennaráðs áður en málið fær afgreiðslu.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, fulltrúi Pýrata, Einar Örn Þorvarðarson, fulltrúi Viðreisnar, Donata H Bukowska, fulltrúi Samfylkingar og Þórarinn Ævarsson, fulltrúi Vina Kópavogs.
Sigvaldi Egill Lárusson, formaður menntaráðs, Hanna Carla Jóhannsdóttir, Haukur Einarsson fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sigrún Hulda Jónsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Ugmennaráð hefur sannarlega verið til ráðgjafar í þessu máli og gerð skýrslunnar sem þessar tillögur byggja á. Ekki er þó við hæfi að ugmennaráð sem skipað er ungmennum á aldrinum 13-20 ára taki ákvarðanir um skipulagsbreytingar sem þessar. Leitað verður eftir umsögn frá ungmennaráði eins og samþykkt meirihluta menntaráðs gerir ráð fyrir áður en málið fer fyrir bæjarráð. Efni tillögunar er virkilega jákvætt fyrir þjónustu við ungt folk í Kópavogi og mikilvægt að hrinda því af stað sem fyrst. Ef tillagan verður samþykkt hjá bæjarráði og bæjarstjórn verður samráð haft við ungmennaráð um innleiðingu tillögunar.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, fulltrúi Pýrata, Einar Örn Þorvarðarson, fulltrúi Viðreisnar, Donata H Bukowska, fulltrúi Samfylkingar og Þórarinn Ævarsson, fulltrúi Vina Kópavogs lögðu fram eftirfarandi bókun:
Núverandi ungmennaráð hefur sannarlega ekki verið til ráðgjafar í þessu tiltekna máli, en fulltrúar ungmennaráðs árið 2019 tóku þátt í vinnu við að móta tillögur um aðgerðir til umbóta í þjónustu við ungt fólk. Það að fullyrða að ekki sé við hæfi að ungmenni taki ákvörðun um skipulagsbreytingar sem þessa felur bæði í sér útúrsnúning og vanvirðingu við ungmennaráð.
Samkvæmt erindisbréfi ungmennaráðs skulu fundir ungmennaráðs haldnir fyrir opnum dyrum, og telst fundur aðeins löglega boðaður með að minnsta kosti eins sólarhrings fyrirvara með skriflegri dagskrá. Ekki næst að afla afstöðu ungmennaráðs með fullnægjandi fyrirvara svo umsögnin berist í tæka tíð með fundarboði bæjarráðs næstkomandi fimmtudagsmorgunn þannig að fundarmenn hafi lögmætan fyrirvara á boðun og gögnum. Undirrituð harma að ekki sér borin meiri virðing fyrir ungmennaráði í sjálfu barnvæna samfélaginu Kópavogsbæ, sem hefur skuldbundið sig til þess að framfylgja barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þar með bera virðingu fyrir skoðunum barna, hlusta og taka mark á þeim.
Sigvaldi Egill Lárusson, formaður menntaráðs, Hanna Carla Jóhannsdóttir, Haukur Einarsson fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sigrún Hulda Jónsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti menntaráðs harmar afstöðu minnihlutanas í þessu jákvæða máli. Samkvæmt 5. Gr erindisbréfs ungmennaráðs er ráðinu heimilt að funda strax ef það er mál sem krefst skjótrar úrlausna. Ekki er við hæfi að setja börn og ungmenni 13-20 ára í þær aðstæður að taka stórar ákvarðanir í viðkvæmum skipulagsbreytingum og niðurlagningu starfa sem þessar tillögur fela í sér. Meirihluti menntaráðs er einmitt með hag barnanna þarna að leiðarljósi.
Meitihluti menntaráðs ítrekar að fullt samráð verði haft við ungmennaráð í innleiðingu á þessum jákvæðu tillögu sem mun fela í sér aukna þjónustu við ungt folk.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar ungmennaráðs, auk upplýsinga um starfsáætlun Molans, samanburð kostnaðargreiningar núverandi stöðu og fyrirliggjandi tillögu.
18.3
2303310
Hörðuvallaskóli
Niðurstaða Menntaráð - 111
Menntaráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu um skipulagsbreytingar á Hörðuvallaskóla með öllum greiddum atkvæðum og vísar tillögunni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Niðurstaða
Sigurbjörg E. Egilsdóttir vék af fundi kl. 12:05.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
19.2303015F - Íþróttaráð - 129. fundur frá 16.03.2023
Fundargerðir nefnda
20.2303010F - Ungmennaráð - 36. fundur frá 20.03.2023
Fundargerð í þremur liðum.
Fundargerðir nefnda
21.23031373 - Fundargerð 478. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 14.03.2023
Fundargerð 478. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 14.03.2023.
Fundargerðir nefnda
22.23031824 - Fundargerð 920. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17.03.2023
Fundargerð 920. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17.03.2023.
Erindi frá bæjarfulltrúum
23.1905501 - Tillaga um að stofna starfshóp um útfærslu á nýtingu trjáræktarsvæðis fyrir almenning og fyrirtæki í Kópavogi til eigin kolefnisjöfnunar
Frá bæjarfulltrúa Samfylkingar, lögð fram tillaga um að stofna starfshóp um útfærslu á nýtingu trjáræktarsvæðis fyrir almenning og fyrirtæki í Kópavogi til eigin kolefnisjöfnunar.
Bæjarráð frestaði málinu 16. mars.
Fundi slitið - kl. 12:21.