Bæjarráð

3116. fundur 26. janúar 2023 kl. 08:15 - 10:23 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2208478 - Nónhæð. Nónsmári 1-7 og 9-15. Kæra vegna stjórnvaldsákvörðunar skipulagsráðs Kópavogs um höfnun á breyttu deiliskipulagi

Frá úrskurðarnefnd umhverfis/auðlindamála. dags. 20.01.2023, lagður fram úrskurður í mál nr. 92/2022, kæra á ákvörðun bæjarráðs Kópavogs frá 21. júlí 2022 um að hafna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Nónsmára 1-7 og 9-15.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu skipulagsráðs.

Bókun:
"Undirrituð óskar eftir upplýsingum frá umhverfissviði um hvaðan ósk um 10 auka íbúðir hafi komið inn í aðalskipulag Kópavogs 2019-2040. Mikilvægt er að fá svör fyrir umræðu á næsta bæjarstjórnarfund."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

Gestir

  • Auðun Helgason - mæting: 08:15
  • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2212563 - Marbakkabraut 17A. Tilkynning um tjón á fasteign vegna vatnsleka

Frá bæjarlögmanni, dags. 23.01.2023, lögð fram umsögn um erindi þar sem þess er krafist að Kópavogsbær viðurkenni tjón vegna rofs á kaldavatnslögn á Kársnesi.
Umræður.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 09:29

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.22114500 - Fyrirspurnir bæjarfulltrúa Helgu Jónsdóttur um þróunarreiti á Kársnesi

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 19.01.2023, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarulltrúa Helgu Jónsdóttur um þróunarreiti á Kársnesi.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.23012049 - Útboð - Eldveggja-netbúnaður 2023-2026

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 23.01.2023, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út eldveggja-netbúnað fyrir UT deild. Fyrirhugað var að framkvæma örútboð innan rammasamnings Ríkiskaupa sem Kópavogsbær er aðili að en sá samningur er útrunninn og ekki búið að endurnýja.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðna heimild til útboðs.

Gestir

  • Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 09:53
  • Hlynur Sigurðarson netstjóri tölvuneta og símkerfa - mæting: 09:53

Ýmis erindi

5.23012038 - Gagnaöflun til sveitarfélaga - Rakaskemmdir í leik- og grunnskólum

Frá mennta- og barnamálaráðuneyti, dags. 23.01.2023, lagt fram erindi "Gagnaöflun til sveitarfélaga - Rakaskemmdir í leik- og grunnskólum".
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til sviðsstjóra menntasviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fundargerðir nefnda

6.2301001F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 160. fundur frá 17.01.2023

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

  • 6.1 2002676 Loftlagsstefna Kópavogsbæjar og SSH
    Kynning á upfærðum drögum að loftlagsstefnu. Farið var yfir drögin á síðasta fundi nefndarinnar 20. desember 2022. Auður Finnbogadóttir, Jakob Sindri Þórsson og Encho Plamenov Stoyanov kynna. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 160 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög að loftlagsstefnu. Bendir nefndin jafnframt á að skilgreina þarf upphafsstöðu mælinga betur. Vísað til bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð frestar erindinu.
  • 6.3 2301022 Breytingar á umferðarrétti
    Lagðar fram breytingartillögur á breytingum á umferðarrétti í Kópavogsbæ Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 160 Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við framlagðar breytingar á umferðarrétti. Vísað til bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bókun:
    "Undirrituð eftir upplýsingum um Samgöngustefnu Kópavogsbæjar sem hefur verið í vinnslu , einnig uppfærða umferðaröryggisáætlun og uppfærða hjólreiðaáætlun fyrir Kópavogsbæ."
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Fundargerðir nefnda

7.2301017F - Velferðarráð - 113. fundur frá 23.01.2023

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2301013F - Leikskólanefnd - 148. fundur frá 19.01.2023

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.
  • 8.1 2212548 Skemmtilegri leikskólalóðir.
    Tillögur um framkvæmdir á leikskólalóðum fyrir árið 2023 lagt fram til samykktar. Niðurstaða Leikskólanefnd - 148 Leikskólanefnd samþykkir tillögu að forgangsröðun um endurbætur leikskólalóða á árinu 2023 fyrir sitt leyti og vísar tillögunni áfram til samþykktar bæjarráðs.

Fundargerðir nefnda

9.23011911 - Fundargerð 409. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17.01.2023

Fundargerð 409. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17.01.2023
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.23011890 - Fundargerð 364.fundar stjórnar Strætó frá 06.01.2023

Fundargerð 364.fundar stjórnar Strætó frá 06.01.2023
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.23011897 - Fundargerð 101. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 12.01.2023

Fundargerð 101. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 12.01.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.23012170 - Fundargerð 917. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20.01.2023

Fundargerð 917. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20.01.2023.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:23.