Bæjarráð

3113. fundur 05. janúar 2023 kl. 08:15 - 10:08 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2212466 - Lántökur Kópavogsbæjar 2023

Frá deildarstjóra hagdeildar, dags. 28. desember 2022, lagt fram erindi um framlengingu á hækkun lánalína Kópavogsbæjar, ásamt erindi um töku á nýju grænu láni frá Lánasjóði sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 08:27

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2212072 - Útboð - Ræsting - Roðasalir

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags, 02.01.2023,lagðar fram niðurstöður útboðs á ræstingu fyrir Roðasali. Lagt er til við bæjarráð að taka tilboði lægstbjóðanda, Sólar ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að taka tilboði lægstbjóðanda, Sólar ehf.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2212264 - Styrkbeiðni vegna rekstrar fjölskyldusmiðjunnar

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 02.01.2023, lögð fram umsögn um umsókn Okkar heims um styrk til reksturs fjölskyldusmiðja.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarritara.

Ýmis erindi

4.22052080 - Frá kærunefnd útboðsmála nr. 182022. Kæra Reykjafells ehf. vegna útboðs Kópavogsbæjar nr. 2202125

Frá kærunefnd útboðsmála nr. 182022. Kæra Reykjafells ehf. vegna útboðs Kópavogsbæjar nr. 2202125. Lagður fram úrskurður frá 21.12.2022.
Lagt fram.

Ýmis erindi

5.2301023 - Styrkbeiðni vegna áframhaldandi fræðsluverkefna

Frá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins, dags. 29.12.2022, lögð fram styrkbeiðni að upphæð kr. 500.000,- til áframhaldandi fræðsluverkefna.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarritara.

Fundargerðir nefnda

6.2212020F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 359. fundur frá 30.12.2022

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.2212013F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 159. fundur frá 20.12.2022

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2212736 - Fundargerð 245. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 09.12.2022

Fundargerð 245. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 09.12.2022.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:08.