Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.22114579 - Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið.
Kynning.
Gestir
- Jakob Sindri Þórsson - mæting: 08:15
- Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH - mæting: 08:15
- Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.22115380 - Minnisblað um verklag í myglumálum
Frá sviðsstjórum mennta- og umhverfissviðs, dags. 28.11.2022, lagt fram minnisblað um verklag í myglumálum.
Gestir
- Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 09:03
- Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:03
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.22114511 - Menntasvið-Starfshópur um starfsumhverfi leikskóla
Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra leikskóladeildar, dags. 15.11.2022, lögð fram tillaga að stofnun starfshóps um skipulag og starfsumhverfi leikskóla Kópavogsbæjar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.2208346 - Fyrirspurn er varðar biðlista eftir leikskólavist í Kópavogi
Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 28.11.2022, lagt fram svar við fyrirspurn um biðlista eftir leikskólavist í Kópavogi.
Gestir
- Anna Birna Snæbjörnsdóttir - mæting: 09:27
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.2209687 - Erindisbréf velferðarráðs.
Frá velferðarsviði, dags. 28. nóvember, lögð fram til samþykktar drög að breytingum á erindisbréfi velferðarráðs.
Gestir
- Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 09:57
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
6.2209565 - Útboð - fjölnota vörubíll fyrir þjónustumiðstöð
Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 22.11.2022, lögð fram beiðni um heimild bæjarráðs til töku tilboðs lægstbjóðanda í fjölnota vörubifreið fyrir þjónustumiðstöð umhverfissviðs.
Gestir
- Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 10:23
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
7.2206361 - Umsókn um námsleyfi
Frá mannauðsdeild, dags. 23. nóvember, lögð fram umsögn um umsókn Herdísar Þórau Snorradóttur um launað námsleyfi.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
8.2208033 - Umsókn um námsleyfi
Frá mannauðsdeild, dags. 23. nóvember, lögð fram umsögn um umsókn Ingunnar Mjallar Birgisdóttur um launað námsleyfi.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
9.2208714 - Umsókn um námsleyfi
Frá mannauðsdeild, dags. 23. nóvember, lögð fram umsögn um umsókn
Sunnu Ólafsdóttur um launað námsleyfi.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
10.2209023 - Umsókn um námsleyfi 2022 - skrif meistararitgerðar
Frá mannauðsdeild, dags. 22. nóvember, lögð fram umsögn um umsókn Sigríðar Bjargar Tómasdóttur um launað námsleyfi.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
11.2208874 - Umsókn um námsleyfi
Frá mannauðsdeild, dags. 23. nóvember, lögð fram umsögn um umsókn Rakelar Aspar Björnsdóttur um launað námsleyfi.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
12.2210815 - Umsókn um námsleyfi
Frá mannauðsdeild, dags. 23. nóvember, lögð fram umsögn um umsókn Hrannar Sigríðar Steinsdóttur um launað námsleyfi.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
13.2208873 - Umsókn um námsleyfi
Frá mannauðsdeild, dags. 23. nóvember, lögð fram umsögn um umsókn Bergdísar Geirsdóttur um launað námsleyfi.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
14.22114972 - Umsókn um námsleyfi
Frá mannauðsdeild, dags. 23. nóvember, lögð fram umsögn um beiðni Soffíu Karlsdóttur um tilfærslu á áður samþykktu námsleyfi.
Ýmis erindi
15.22114847 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál.
Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál.
Ýmis erindi
16.22115376 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, 63. mál.
Frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 (gjaldstofn fasteignaskatts), 63. mál.
Ýmis erindi
17.22114973 - Alþjóðadagur fatlaðs fólks 3. desember
Frá Öryrkjabandalagi Íslands, dags. 23.11.2022, lagt fram erindi þar sem vakin er athygli á alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember.
Ýmis erindi
18.22114987 - Sameiginlegt umdæmisráð barnaverndarþjónustu í Kraganum
Frá SSH dags. 23.11.2022, lagt fram erindi um umdæmisráð barnaverndar höfuðborgarsvæðisins. Óskað er eftir því að framkvæmdastjóra sveitarfélagsins verði veitt ótakmarkað umboð til undirritunar eftirfarandi:
Samnings um rekstur umdæmisráðs barnaverndar.
Viðauka 1 við samning um rekstur umdæmisráðs barnaverndar.
Skipunarbréfa ráðsmanna.
Gestir
- Sigrún Þórarinsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 10:05
Fundargerðir nefnda
19.22115169 - Fundargerð 407. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 23.11.2022
Fundargerð 407. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 23.11.2022.
Fundargerðir nefnda
20.2211018F - Íþróttaráð - 125. fundur frá 24.11.2022
Fundargerðir nefnda
21.2211019F - Skipulagsráð - 132. fundur frá 28.11.2022
Fundargerð í 15 liðum.
21.6
2210266
Urðarhvarf 12. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 132
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
21.13
2209780
Tónahvarf 12. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 132
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
22.2211006F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 158. fundur frá 24.11.2022
Fundargerð í fimm liðum.
22.2
2211281
Óskað eftir sveitarfélögum til þátttöku við að þróa aðlögunaraðgerðir vegna loftlagsbreytinga
Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 158
Umhverfis- og samgöngunefnd hefur áhuga á að Kópavogur taki þátt í verkefninu. Vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.
Fundargerðir nefnda
23.22115336 - Fundargerð 40. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 21.11.2022
Fundargerð 40. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 21.11.2022.
Fundargerðir nefnda
24.22115335 - Fundargerð 40. eigendafundar stjórnar Strætó frá 21.11.2022
Fundargerð 40. eigendafundar stjórnar Strætó frá 21.11.2022.
Fundargerðir nefnda
25.22115357 - Fundargerð 362. fundar stjórnar Strætó frá 18.11.2022
Fundargerð 362. fundar stjórnar Strætó frá 18.11.2022.
Fundargerðir nefnda
26.22115396 - Fundargerð ársfundar byggðarsamlaganna frá 18.11.2022
Fundargerð ársfundar byggðarsamlaganna frá 18.11.2022.
Fundargerðir nefnda
27.22115395 - Fundargerð 46. aðalfundar stjórnar SSH frá 18.11.2022
Fundargerð 46. aðalfundar stjórnar SSH frá 18.11.2022.
Fundargerðir nefnda
28.22115519 - Fundargerð 9. fundar Heilbrigðisnefndar Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 28.11.2022
Fundargerð 9. fundar Heilbrigðisnefndar Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 28.11.2022.
Erindi frá bæjarfulltrúum
29.2011589 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um stöðu gerðar viðbragðsáætlunar til að draga úr loftmengun
Frá bæjarfulltrúa Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, fyrirspurn um stöðu gerðar viðbragðsáætlunar til að draga úr loftmengun
Fundi slitið - kl. 11:16.