Bæjarráð

3099. fundur 15. september 2022 kl. 08:15 - 11:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson, aðalmaður boðaði forföll og Sigrún Hulda Jónsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2208622 - Dalsmári 5, Fífa, Concept Events. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfis vegna árshátíðar

Frá lögfræðideild, dags. 06.09.2022, lögð fram umögn um umsókn Concept Events ehf., kt. 710714-0370, þar sem óskað er eftir tímabundnu áfengisleyfi vegna árshátíðar Marel þann 24. september frá kl. 18:00-01:00, í Fífunni knattspyrnuhöll, Dalsmára 5, 201 Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/20017 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Ýmis erindi

2.2209199 - Bókun 543. fundar stjórnar SSH. Áfangastaðastofa höfuðborgarsvæðisins

Frá SSH, dags. 07.09.2022, lögð fram bókun varðandi rekstrargreiningu áfangarstofu höfuðborgarsvæðisins.
Kynning.

Gestir

  • Sævar Kristinsson, sérfræðingur KPMG - mæting: 08:20
  • Björn H. Reynisson verkefnastjóri - mæting: 08:20

Ýmis erindi

3.2012319 - Framfaravogin

Kynning á framfaravoginni 2022.
Kynning.

Gestir

  • Rósbjörg Jónsdóttir viðskiptafræðingur og fulltrúi Social Progress Imperative á Íslandi - mæting: 09:10
  • Jakob Sindri Þórsson - mæting: 09:55
  • Haraldur J. Hannesson hagfræðingur - mæting: 09:10
  • Gunnar Haraldsson hagfræðingur - mæting: 09:10

Ýmis erindi

4.2209311 - Bókun 543. fundar stjórnar SSH. Borgað þegar hent er - Hringrásarkerfið - úrgangsmál

Frá SSH, dags. 07.09.2022, lagt fram minnisblað Borgað þegar hent er - Hringrásarkerfið - úrgangsmál.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

5.2209006F - Velferðarráð - 106. fundur frá 12.09.2022

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.
  • 5.6 2209102 Breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning
    Drög að breytingum á reglum Kópavogsbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning lögð fram til afgreiðslu. Með fylgir greinargerð deildarstjóra og lögfræðings dags. 8.9.2022 ásamt þar til greindum fylgiskjölum. Niðurstaða Velferðarráð - 106 Velferðarráð samþykkir framlagðar breytingar á reglum fyrir sitt leyti. Niðurstaða Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

6.2209313 - Fundargerð 37. fundar eigendafundar Strætó frá 05.09.2022

Fundargerð 37. fundar eigendafundar Strætó frá 05.09.2022.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.2209314 - Fundargerð 38. fundar eigendafundar Sorpu bs. frá 05.09.2022

Fundargerð 38. fundar eigendafundar Sorpu bs. frá 05.09.2022.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2209346 - Fundargerð 469. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 08.07.2022

Fundargerð 469. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 08.07.2022.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2209208 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 31.08.2022

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 31.08.2022.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2209206 - Fundargerð 543. fundar stjórnar SSH frá 05.09.2022

Fundargerð 543. fundar stjórnar SSH frá 05.09.2022.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2209348 - Fundargerð aðalfundar Markaðsstofu Kópavogs frá 02.09.2022

Fundargerð aðalfundar Markaðsstofu Kópavogs frá 02.09.2022.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2209350 - Fundargerð 97. fundar Markaðsstofu Kópavogs frá 08.09.2022

Fundargerð 97. fundar Markaðsstofu Kópavogs frá 08.09.2022.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

13.2209396 - Tillaga um að hefja undirbúning við að endurgera Himnastigann

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 13.09.2022, lögð fram tillaga um að hefja undirbúning við að endurgera Himnastigann.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra.

Erindi frá bæjarfulltrúum

14.2209407 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Hjördísi Ýr Johnson um meðferð upplýsinga er fram koma á fundum nefnda og ráða

Undirrituð óskar eftir upplýsingum um heimildir nefndarmanna til þess að fara með upplýsingar sem fram koma á lokuðum fundum nefnda og ráða.
Hjördís Ýr Johnson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

Bókun:
"Það er af gefnu tilefni sem undirrituð óskar eftir nánari skilgreiningu á þeim trúnaði sem á að ríkja á lokuðum fundum nefnda og ráða sem og vinnufundum kjörinna fulltrúa. Umræða sem fram fór á lokuðum vinnufundi varð að umfjöllunarefni í opnum hópi á Facebook þar sem orð mín voru algjörlega slitin úr samhengi og einfaldlega farið með ósannindi. Að mínu mati er um að ræða mikinn trúnaðarbrest sem ekki er til þess fallinn að skapa traust og góða samvinnu á milli kjörinna fulltrúa. Það er því mikilvægt að fá nánari upplýsingar um hvað felst í þeim trúnaði sem hefur verið við hafður í það minnsta síðan ég hóf störf sem bæjarfulltrúi."
Hjördís Ýr Johnson

Fundi slitið - kl. 11:15.