Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.2208324 - Vinnustaðagreining - kynning á niðurstöðum
Frá mannauðsstjóra, dags. 15.08.2022, kynning á niðurstöðum vinnustaðagreiningar Kópavogsbæjar.
Gestir
- Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðstjóri - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.2208341 - Kynning á verkefninu Áfangastaðurinn Höfuðborgarsvæðið.
Áfangastaðurinn Höfuðborgarsvæðið - kynning.
Gestir
- Björn H. Reynisson verkefnastjóri - mæting: 09:10
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.2208009 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Kópavogi um áhrif hækkunar bóta almannatrygginga á bótaþega í Kópavogi
Frá rekstarstjóra velferðarsviðs, dags. 08.08.2022, lagt fram svar við fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Kópavogi um áhrif hækkunar bóta almannatrygginga á bótaþega í Kópavogi.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.2208028 - Fyrirspurn varabæjarfulltrúa Indriða I. Stefánssonar um gildi 154. fundar Umhverfis- og samgöngunefndar
Frá lögfræðideild, dags. 16.08.2022, lögð fram umsögn um lögmæti fundar í fastanefnd vegna fundarboðunar.
Ýmis erindi
5.2207285 - Fyrirspurn varðandi hundasvæði í Kópavogi
Frá Betu Ásmundsdóttur, dags. 21.07.2022, lögð fram fyrirspurn varðandi hundasvæði í Kópavogi.
Ýmis erindi
6.2208252 - Ósk um fund með forsvarsmönnum Kópavogsbæjar til að kynna starfsemi félagsins og ræða mögulegt samstarf
Frá Norræna félaginu á höfuðborgarsvæðinu, dags. 26.07.2022, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umræðum um mögulegt samstarf.
Ýmis erindi
7.22052080 - Frá kærunefnd útboðsmála nr. 182022. Kæra Reykjafells ehf. vegna útboðs Kópavogsbæjar nr. 2202125
Frá kærunefnd útboðsmála, dags. 20.07.2022, lögð fram niðurstaða vegna útboðs Kópavogsbæjar nr. 2202125.
Fundargerðir nefnda
8.2206002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 347. fundur frá 22.06.2022
Fundargerðir nefnda
9.2207001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 348. fundur frá 07.07.2022
Fundargerð í fjórum liðum.
Fundargerðir nefnda
10.2208002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 349. fundur frá 05.08.2022
Fundargerðir nefnda
11.2207002F - Skipulagsráð - 124. fundur frá 15.08.2022
Fundagerð í 25 liðum.
11.7
2208057
Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 124
Skipulagsráð samþykkir með 6 atkvæðum framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Kristinn D. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu skipulagsráðs til bæjarstjórnar.
11.8
2112277
Suðurlandsvegur í Kópavogi og Mosfellsbæ. Deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 124
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu skipulagsráðs til bæjarstjórnar.
Bókun bæjarráðs:
"Bæjarráð Kópavogs leggur áherslu á undirgöng fyrir akandi umferð við gatnamót hliðarvegar frá Læjarbotnum við Suðurlandsveg. Geirland og Gunnarshólmi eru jarðir í landi Kópavogs sem gera verður ráð fyrir að starfsemi verði á til framtíðar sem þarfnast góðrar tengingar við Suðurlandsveg."
11.9
22067538
Bakkabraut 9-23, reitur 8. Breytt deiliskipulag og byggingaráform.
Niðurstaða Skipulagsráð - 124
Fundarhlé kl. 17:30.
Fundur hófst á ný kl. 17:43.
Bókun: Veigamiklar forsendur hafa breyst frá því skipulagslýsing fyrir svæðið var samþykkt árið 2016. Bókhald yfir fjölda íbúða er óljóst, lega Borgarlínu er í uppnámi og engin yfirsýn er yfir verslun og þjónustu. Því telja undirrituð nauðsynlegt að vinna hverfisskipulag áður en tekin er afstaða til beiðna um breytt deiliskipulag á einstökum íbúðareitum. Sérstaklega verður að leggja áherslu á að nýta hafnarsvæðið í heild sinni til að gera það metnaðarfullt og aðlaðandi fyrir íbúa og laða að gesti og gangandi.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Helga Jónsdóttir, Hákon Gunnarsson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir.
Fundarhlé kl. 17:46.
Fundur hófst á ný kl. 17:54.
Bókun: Þessar breytingar sem lagt er upp með á núverandi deiliskipulagi frá 2020 á reit 8 eru til bóta. Betri nýting á íbúðum þar sem geymslum er komið fyrir neðanjarðar.
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn D. Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson.
Skipulagsráð samþykkir með fjórum atkvæðum með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Theódóra S.Þorsteinsdóttir, Helga Jónsdóttir og Hákon Gunnarsson greiddu atkvæði á móti tillögunni.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til frekari rýni skipulagsdeildar.
11.15
22061271
Bæjarlind 5, 7 og 9. Breytt deiliskipulag. Aðkoma að lóðum.
Niðurstaða Skipulagsráð - 124
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu skipulagsráðs til bæjarstjórnar.
11.18
22032529
Kópavogsgerði 5-7. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 124
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu skipulagsráðs til bæjarstjórnar.
11.20
22052776
Þinghólsbraut 10. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 124
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu skipulagsráðs til bæjarstjórnar.
11.23
22061276
Vatnsendablettur 724. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 124
Skipulagsráð samþykkir erindið með sex atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu skipulagsráðs til bæjarstjórnar.
11.24
22061767
Kópavogsbraut 101. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 124
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu skipulagsráðs til bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
12.2208005F - Hafnarstjórn - 126. fundur frá 15.08.2022
Fundargerð í þremur liðum.
Fundargerðir nefnda
13.2207006F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 155. fundur frá 16.08.2022
Fundargerðir nefnda
14.2208003F - Menntaráð - 99. fundur frá 16.08.2022
Erindi frá bæjarfulltrúum
15.2208337 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa um kynningarfund með íbúum miðbæjarsvæðisins
Frá bæjarfulltrúa Helgu Jónsdóttur, dags. 15.08.2022, lögð fram fyrirspurn um kynningarfund með íbúum miðbæjarsvæðisins um fyrirhugaðar framkvæmdir.
Erindi frá bæjarfulltrúum
16.2208346 - Fyrirspurn er varðar biðlista eftir leikskólavist í Kópavogi
Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, lögð fram fyrirspurn er varðar biðlista eftir leikskólavist í Kópavogi.
Gestir
- Sigurlaug Bjarnadóttir - mæting: 11:39
Fundi slitið - kl. 11:47.