Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.2207051 - Mánaðarskýrslur 2022
Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lögð fram mánaðarskýrsla fyrir jan.-apríl 2022.
Gestir
- Ingólfur Arnarson fjármálastjóri, hagdeild - mæting: 08:15
- Kristín Egilsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.22031152 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022
Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2022.
Frá sviðsstjórum umhverfissviðs og menntasviðs, lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2022.
Gestir
- Kristín Egilsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 09:15
- Ingólfur Arnarson fjármálastjóri, hagdeild - mæting: 09:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.2203355 - Göngu- og hjólastígur meðfram Lindarvegi
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 4. júlí, lagt fram minnisblað vegna göngu- og hjólastíga meðfram Lindarvegi.
Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 7. júní 2022, lagðar fram niðurstöður útboðs á stígagerð meðfram Lindavegi á milli Fífuhvammsvegar og Arnarnesvegar. Lagt er til við bæjarráð að tilboði Urð og grjót ehf. verði tekið og gerður verði verksamningur við fyrirtækið um verkið.
Niðurstaða Bæjarráð - 3091
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun bæjarráðs:
"Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að bæjarráðsfulltrúar hafi aðgang að öllum gögnum mála tímanlega fyrir afgreiðslu þeirra. Útboðsgögn höfðu í þessu tilfelli ekki borist með útsendu fundarboði."
Niðurstaða
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa málinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til nánari skoðunar.
Bókun bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn vill ítreka að heimild til útboðs var ekki borin upp í bæjarráði og þar af leiðandi sáu bæjarráðsfulltrúar ekki gögnin fyrr en að útboðsferli loknu. Þá var ekki tekið mið af hönnunarleiðbeiningum sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins og Vegagerðarinnar fyrir hjólreiðar. Umferðaröryggi á alltaf að vera ráðandi þáttur við skipulag og hönnun hjólaleiða."
Gestir
- Ásthildur Helgadóttir, sviðstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:50
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.2205989 - Víkurhvarf 5, Dýrheimar. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi
Frá lögfræðideild, dags. 21.06.2022, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 19.05.2022, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Dýrheima sf., kt. 610295-2749, leyfi til reksturs í sveitarfélaginum í flokki II. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.22052043 - Selbrekka 20, SJF ehf . Endurnýjun á umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi
Frá lögfræðideild, dags. 21.06.2022, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 23.05.2022, þar sem óskað er umsagnar um umsókn SJF ehf., kt. 481215-0990, um endurnýjað rekstarleyfi fyrir gististað í sveitarfélaginum í flokki II. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
6.22031741 - Hlíðasmári 14 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 20.06.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar styrktarfélags krabbameinssjúkra barna um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 486.000,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
7.22067377 - Sandskeiði 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 22.06.2022, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Svifflugfélag Íslands, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.1.134.000,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
8.22021265 - Skíðaskáli Víkings og ÍR í Bláfjöllum - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 22.06.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Skíðadeildar Víkings og ÍR, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 2.124.060,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
9.2201912 - Ögurhvarf 6 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 21.06.2022, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar ÁS styrktarfélags um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 8.573.040,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
10.22021179 - Hamraborg 1-3, Kópavogi. Númer fasteignar: 0101 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 21.06.2022, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar SOS barnaþorps, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.634.464,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
11.22033024 - Lækjarbotnar/skíðaskáli 117015 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 20.06.2022, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Glímufélagsins Ármanns, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.1.508.976,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
12.2203188 - Víkurhvarf 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 20.06.2022, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar RM Heklu um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.3.334.781,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
13.22052059 - Rjúpnasalir 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 24.06.2022, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar frá Lionsklúbbnum Muninn og Ýr, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.176.760,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
14.2203399 - Hamraborg 10 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 20.06.2022, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Soroptimistasamband Íslands, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.167.760,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
15.22067574 - Nýbýlavegur 1. Heimild til framsals lóðarleigusamnings
Frá lögfræðideild, dags. 28.06.22, lögð fram beiðni um framsal lóðarinnar Nýbýlaveg 1 frá Olís ehf. til dótturfélags í eigu Haga, BBL 178 ehf.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
16.22067500 - Silfursmári 1-3, 5-7 og 12. Heimild til framsals
Frá lögfræðideild, dags. 27.06.22, lögð fram beiðni til bæjarráðs um samþykki til að framselja lóðirnar Silfursmára 1-3, 5-7 og 12.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
17.22052080 - Frá kærunefnd útboðsmála. Kæra Reykjafells ehf. vegna útboðs Kópavogsbæjar nr. 2202125
Lögð fram til kynningar kæra til kærunefndar útboðsmála vegna útboðs á umferðarljósabúnaði við Smárahvammsveg og Fífuhvammsveg, ásamt greinargerð lögfræðideildar vegna málsins.
Ýmis erindi
18.2203168 - Hækkun á jafnaðartaxta NPA samninga
Afgreiðslu var frestað á fundi velferðarráðs þann 7.3.2022 og frekari upplýsinga óskað.
Greinargerð deildarstjóra dags. 19.5.2022 ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Niðurstaða Velferðarráð - 103
Velferðarráð samþykkir tillögu um hækkun jafnaðartaxta fyrir sitt leyti.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Niðurstaða
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Gestir
- Sigrún Þórarinsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
Ýmis erindi
19.2008519 - Ósk um aðkomu Kópavogsbæjar að húsnæðismálum HSSK
Frá HSSK, dags. 14.06.2022, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir aðkomu Kópavogsbæjar að nýju húsnæði að Tónahvarfi 8.
Ýmis erindi
20.22067437 - Umsókn um styrk vegna starfsemi í þágu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu
Frá Sjálfsbjörg, félagi hreyfihamlaðra, dags. 21.06.2022, lögð fram umsókn um styrk að upphæð kr. 100.000,-
Ýmis erindi
21.22067502 - Bréf frá Eftirlitsnefnd (EFS) vegna ársreiknings 2021
Frá EFS, dags. 22.06.2022, lagt erindi varðandi ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2021.
Gestir
- Ingólfur Arnarson fjármálastjóri, hagdeild - mæting: 11:33
Ýmis erindi
22.22068211 - Erindi frá Stúdentaráði Háskóla Íslands varðandi málefni stúdenta sem heyra undir sveitarstjórnarstigið
Frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, dags. 28.06.2022, lagt fram erindi frá málefni stúdenta sem heyra undir sveitarstjórnarstigið.
Fundargerðir nefnda
23.2206010F - Lista- og menningarráð - 141. fundur frá 27.06.2022
Fundargerð í fjórum liðum.
Fundargerðir nefnda
24.2206012F - Leikskólanefnd - 142. fundur frá 26.06.2022
Fundargerð í fimm liðuum.
Fundargerð
25.2206008F - Menntaráð - 98. fundur frá 28.06.2022
25.3
2102649
Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna
Niðurstaða Menntaráð - 98
Menntaráð samþykkir fyrir sitt leiti að sviðstjórar mennta- og velferðasviðs fái umboð til að ráðstafa framlagi Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu í þágu farsældar barna. Menntaráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu menntaráðs með fimm atkvæðum.
Fundargerðir nefnda
26.2206011F - Velferðarráð - 104. fundur frá 27.06.2022
Fundargerð í sex liðum.
26.6
2102649
Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna
Niðurstaða Velferðarráð - 104
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að sviðsstjórar velferðar- og menntasviðs fái umboð til að ráðstafa framlagi Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu í þágu farsældar barna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu velferðarráðs með fimm atkvæðum.
Fundargerðir nefnda
27.2206013F - Íþróttaráð - 121. fundur frá 29.06.2022
Fundargerð í tveimur liðum.
Fundargerð
28.2206005F - Skipulagsráð - 123. fundur frá 04.07.2022
28.7
2204337
Borgarholtsbraut 13A. Breytt aðkoma.
Niðurstaða Skipulagsráð - 123
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
28.8
2111369
Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 123
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Theódóra S Þorsteinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fjórum atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.
28.9
22033170
Kópavogsbraut 19. Urðarhóll, leikskóli. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 123
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 5 atkvæðum.
28.10
22061308
Álfhólsvegur 15, stækkun lóðar.
Niðurstaða Skipulagsráð - 123
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 5 atkvæðum.
Önnur mál
29.22067501 - Sumarleyfi bæjarstjórnar - fundarfyrirkomulag bæjarráðs
Vegna sumarleyfis bæjarstjórnar mun bæjarráð funda í umboði bæjarstjórnar 7. júlí, 21. júlí og 4. ágúst.
Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi er 23. ágúst nk.
Önnur mál
30.22068209 - Waldorfskólinn í Lækjarbotnum, ósk um deiliskipulag
Frá Waldorfskóla, dags. 29.06.2022, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir því að deiliskipulag verði unnið fyrir Lækjabotna.
Erindi frá bæjarfulltrúum
31.22067603 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um kaup Kópavogsbæjar á veitingum á meirihlutafundum
Frá bæjarfulltúa Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, dags. 28.06.2022, lögð fram fyrirspurn um kaup Kópavogsbæjar á veitingum á meirihlutafundum.
Fundi slitið - kl. 12:31.