Bæjarráð

2633. fundur 08. mars 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1202620 - Örvasalir 20. Ósk um nafnbreytingu á lóð

Frá Sigurði Gunnarssyni og Magneu Björk Ísleifsdóttur, dags. 29/2, óskað eftir að SG smiður yfirtaki lóðina að Örvasölum 20 með þeim skyldum og skilmálum sem henni fylgja, og yfirtaki skuldabréfið.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns og fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar.

2.1006258 - Kosningar í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar

Frá bæjarlögmanni, dags. 6/3, minnisblað varðandi kosningu fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar.

Hlé var gert á fundi kl. 9:07.  Fundi var fram haldið kl. 9:16.

Lagt fram.

Bæjarlögmaður tók þátt í umræðum undir þessum lið í gegnum síma.

3.1202605 - Sporthúsið, Dalsmári 9-11. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, dags. 6/3, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 27. febrúar 2012 þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Sporthallarinnar ehf., kt. 500188-1690, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Sporthúsið, Dalsmára 9 - 11 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

4.1202606 - Cafe Atlanta, Hlíðarsmári 3. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, dags. 6/3, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 27. febrúar 2012 þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Cafe Atlanta ehf., kt. 700112-0390, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Cafe Atlanta, Hlíðasmára 3 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

5.1203061 - Óskað eftir athugasemdum við frumvarpsdrög til breytinga á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 2/3, óskað eftir athugasemdum við drögum að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

6.1203079 - Aðalfundur vegna ársins 2011

Frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 6/3, tilkynning um aðalfund sjóðsins á Icelandair Hótel Reykjavík Natura (Loftleiðir) þann 23. mars nk.

Lagt fram.

7.1203088 - Kjör stjórnarmanna í Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogsbæjar

Frá Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar, dags. 2/3, varðandi fyrirhugaðar kosningar nýs formanns og varaformanns, sbr. bókun á stjórnarfundi 27/2 sl., en kosningu var frestað fram að næsta fundi stjórnarinnar.

Lagt fram.

8.1202039 - Framkvæmdir við turn að Hagasmára 3

Frá Smáralind ehf., dags. 7/3, varðandi framkvæmdir við Norðurturninn.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar og framkvæmdaráðs til úrvinnslu.

9.1203005 - Áskorun til Kópavogsbæjar varðandi afslátt á leikskólagjöldum fyrir námsmenn

Frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, dags. 29/2, áskorun til Kópavogsbæjar um að lækka afsláttarkröfur sínar niður í 18 ECTS einingar í stað 23 ECTS eininga.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

10.1201292 - Mánaðarskýrslur 2012

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla í febrúar 2012 vegna starfsemi Kópavogsbæjar í janúar 2012.

Lagt fram.

11.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I.    Fundargerðir nefnda

II.  Tillaga að breytingum á samþykktum um stjórn Kópavogsbæjar.

      Seinni umræða

III. Kosningar

12.1203033 - Centra býður fram þjónustu sína til að vinna matsgerð í samræmi við ákvæði 66. gr. sveitarstjórnarla

Frá Centra fyrirtækjaráðgjöf, dags. 29/2, kynning á þjónustu við matsgerð í samræmi við ákvæði 66. greinar sveitarstjornarlaga.

Lagt fram.

13.1203056 - Lóðagjöld. Yfirtökugjöld. Tillaga um breytingu á gjaldskrá.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs,dags. 7. mars.

Lagt fram.

14.1202370 - Kostnaður við ritun á sögu Kópavogs. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni

Hjálmar Hjálmarsson ítrekar fyrirspurn sína um kostnað við ritun á sögu Kópavogs.

15.1203097 - Vinnuhópur um atvinnumál. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni

Hjálmar Hjálmarsson og Ólafur Þór Gunnarsson lögðu fram eftirfarandi bókun:



"Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 9. júní 2011 tillögu menningar- og þróunarráðs um skipan fimm manna átakshóps um atvinnumál (sjá einnig fundargerð menningar- og þróunarráðs 6. júní 2011). Hópinn skyldu skipa tveir atvinnufulltrúar, skrifstofustjóri stjórnsýslusviðs, sviðsstjóri velferðarsviðs og bæjarstjóri. Verkefnið skyldi lúta daglegri umsjón bæjarstjóra. Hann skyldi einnig veita menningar- og þróunarráði reglulega upplýsingar um framvindu verkefnisins.

Undirritaður biður bæjarstjóra vinsamlega um að upplýsa menningar- og þróunarráð skriflega um eftirfarandi:


a. Hve oft hefur nefndur hópur komið saman til fundar frá samþykkt bæjarráðs?
b. Hvaða árangur telur bæjarstjóri að hafi orðið af starfi hópsins?
c. Hvernig sér bæjarstjóri fyrir sér að starfi hópsins verði háttað á árinu 2012?
d. Hverjar telur bæjarstjóri að eigi að vera áherslur í starfi hópsins á árinu 2012?


Hjálmar Hjálmarsson,  Ólafur Þór Gunnarsson"

16.1203099 - Viðhald Kópavogshælis. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni og Ólafi Þór Gunnarssyni

Hjálmar Hjálmarsson og Ólafur Þór Gunnarsson lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Menningar- og þróunarráð gerði svofellda samþykkt á fundi sínum 6. júní 2011:

?Menningar- og þróunarráð leggur til að þegar í stað verði hafnar bráðaaðgerðir í samstarfi við Húsafriðunarnefnd ríkisins til að koma í veg fyrir frekari skemmdir á hressingarhælinu í Kópavogi. Sviðsstjóri umhverfissviðs hafi yfirumsjón með því."

Undirritaðir biðja bæjarstjóra vinsamlega að gera menningar- og þróunarráði skriflega grein fyrir stöðu málsins og hugsanlegum aðgerðum sem gripið hefur verið til eða eru fyrirhugaðar í þessu sambandi.

Hjálmar Hjálmarsson og Ólafur Þór Gunnarsson"

17.1203098 - Tímabundin ráðning innkaupastjóra. Tillaga frá Guðríði Arnardóttur

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Í fjárhagsáætlun ársins 2012 var gert ráð fyrir launum innkaupastjóra sem yrði ráðinn tímabundið í eitt ár.  Markmiðið var að vinna markvisst að því að ná hagstæðari kjörum í innkaupum bæjarins og skoða hvernig megi ná niður kostnaði við aðföng.  Undirrituð leggur til að sviðsstjóra umhverfissviðs verði falið að koma með tillögu að starfslýsingu í samstarfi við aðra sviðsstjóra bæjarins.  Í framhaldi af því skuli staðan auglýst sem fyrst.

Guðríður Arnardóttir"

Afgreiðslu tillögunnar var frestað.

18.1202020 - Leikskólanefnd 6/3

26. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

19.1203007 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 6/3

37. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

20.1202021 - Félagsmálaráð 2/3

1325. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

21.1203008 - Framkvæmdaráð - 25

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

22.1201358 - Vinnuskóli 2012

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 7/3, samþykkt tillaga garðyrkjustjóra um vinnutíma og laun með þeirri breytingu að 14 ára fái 69 vinnustundir í stað 60, sbr. bókun á fundi framkvæmdaráðs 7/3, lið 1.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

23.1203056 - Lóðagjöld. Yfirtökugjöld. Tillaga um breytingu á gjaldskrá.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 7/3, tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir lóðagjöld, en málinu var frestað á fundi framkvæmdaráðs 7/3, sbr. lið 3 í fundargerð.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

24.1011349 - Dalvegur, umferðarskipulag

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð óskar eftir samantekt á öllum hugmyndum er varða breytt umferðarskipulag á Dalvegi frá árinu 2006, hvort heldur þær hugmyndir hafi komið frá umhverfissviði eða utanaðkomandi aðilum, sem og samantekt á þeirri umfjöllun sem þær hugmyndir hafa fengið í umhverfis- og skipulagsnefnd.

Guðríður Arnardóttir"

25.1202022 - Hafnarstjórn 6/3

80. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

26.1202001 - Leikskólanefnd 7/2

25. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

27.1202017 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 28/2

36. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

28.1201024 - Skólanefnd 29/2

39. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

29.1201287 - Stjórn Sorpu bs. 5/3

296. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

30.1201288 - Stjórn Strætó bs. 2/3

167. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

31.1202018 - Umhverfis- og samgöngunefnd 5/3

16. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

32.1202288 - Framtíðarferli vegna leiðakerfisskipta hjá Strætó bs.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 6/3, umsögn umhverfis- og samgöngunefndar sem óskað var eftir í bæjarráði 16/2 sl. um drög að nýju ferli vegna leiðakerfisskipta hjá Strætó bs. Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd við tillögu að vinnuferli við leiðakerfisbreytingar, en telur þó mikilvægt að seinka lokaákvörðun bæjarráða um nokkra daga til t.d. 25. ágúst vegna sumarfría starfsmanna og nefndarmanna.

Bæjarráð felur bæjarritara að koma ábendingu umhverfissviðs á framfæri.

33.1201118 - Vinnuhópur um málefni Strætó í Kópavogi.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 6/3, tilnefningar umhverfis- og samgöngunefndar í vinnuhóp um málefni Strætó bs.
Kristján Matthíasson og Margrét Júlía Rafnsdóttir eru tilnefndir fulltrúar nefndarinnar í vinnuhópinn og starfsmaður frá umhverfissviði verður umhverfisfulltrúi.

Lagt fram.

34.1203004 - Skipun hverfaráða. Tillaga frá Ómari Stefánssyni, Ármanni Kr. Ólafssyni og Rannveigu Ásgeirsdóttur

Frá bæjarstjóra, dags. 7/3, svar við fyrirspurn í bæjarráði þann 1/3, varðandi kostnaðaráætlun við skipan hverfaráða.

Bæjarráð vísar afgreiðslu tillögu um skipan hverfaráða til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:15.