Bæjarráð

3087. fundur 28. apríl 2022 kl. 08:15 - 10:47 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson, aðalmaður boðaði forföll og Helga Hauksdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2112436 - Breikkun Suðurlandsvegar. Kæra vegna framkvæmdaleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 25 apríl 2022, lögð fram niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi úrskurð í máli nr.172/2021.
Lagt fram.

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogadóttir - mæting: 08:17

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.22021294 - Menntasvið-fjölgun leikskólarýma

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 19. apríl, lögð fram niðurstaða útboðs lausra kennslustofa. Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum 20.04.2022.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við Terra Einingar ehf. um leigu og uppsetningu færanlegra leikskólarýma.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir - mæting: 08:40
  • Stefán L. Stefánsson - mæting: 08:40

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2202412 - Útboð - Vallartröð 12a (Skólatröð) nýr leikskóli

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 25. apríl 2022, lögð fram beiðni til bæjarráðs um að ganga til samninga við Sérverk ehf. um hönnun og framkvæmda á nýjum leikskóla við Vallartröð 12a.
Bæjarráð samþykki með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við Sérverk ehf.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir - mæting: 08:44
  • Stefán L. Stefánsson - mæting: 08:44

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2111267 - Útboð. Vallakór - kjallari

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 25. apríl 2022, lögð fram tilboð er bárust í verkið Hörðuvallarskóli - innrétting neðri hæð Vallarkór 14. Lagt er til við bæjarráð að gengið verði til samninga við Sérverk ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild.

Gestir

  • Stefán L. Stefánsson - mæting: 08:46
  • Ásthildur Helgadóttir - mæting: 08:46

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2204644 - Rekstrar- og húsnæðisframlag til sjálfstætt starfandi leikskóla

Frá rekstrarstjóra mennntasviðs, dags. 26. apríl 2022, lögð fram beiðni til bæjarráðs þar sem lagr er til að Kópavogsbær greiði framlög í samræmi við meðfylgjandi fylgiskjal til sjálfstætt starfandi leikskóla (SSL) með samning við Kópavogsbæ vegna leikskóladvalar barna með lögheimili í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að greiða framlög til sjálfstætt starfandi leikskóla í Kópavogi í samræmi við fylgiskjal menntaviðs.

Gestir

  • Sindri Sveinsson - mæting: 09:01
  • Ása A. Kristjánsdóttir - mæting: 09:01

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2204052 - Umsókn Kennarafélags ehf um rekstur leikskólans Aðalþings

Frá menntasviði, lögð fram drög að rekstrarsamnningi Kópavogsbæjar og Kennarafélagsins ehf. um rekstur leikskólans við Aðalþing. Óskað er eftir að bæjarráð samþykki umsókn Kennarafélagsins ehf. um leyfi til reksturs leikskólans Aðalþings.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn Kennarafélagsins ehf. og veitir leyfi til reksturs leikskólans Aðalþings.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir - mæting: 09:01
  • Sindri Sveinsson - mæting: 09:01

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2204651 - Malbiksyfirlagnir 2022

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 26. apríl 2022, lagt fram yfirlit varðandi endurnýjun malbiks á götum árið 2022.
Lagt fram.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir - mæting: 09:17
  • Birkir Rútsson - mæting: 09:17

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2201654 - Útboð - malbiksviðgerðir 2022-2023

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 26. apríl 2022, lagðar fram niðurstöður útboðs - malbiksviðgerðir í Kópavogi 2022-2023. Lagt er til við bæjarráð að gengið verið til samninga við Colas Ísland hf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita heimild til að gengið verði til samninga við Colas Ísland hf. vegna malbiksviðgerða 2022-2023.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir - mæting: 09:21
  • Birkir Rútsson - mæting: 09:21

Ýmis erindi

9.2204572 - Þemavika Almannavarna 28. apríl - 5. maí 2022

Frá Almannavörnum, dags. 25. apríl 2022, lagt fram erindi þar sem sveitarfélagið er hvatt til að taka þátt í þemaviku Almannavarna.
Lagt fram.

Ýmis erindi

10.2204608 - Beiðni um styrk vegna framboðs til sveitastjórnarkosninga

Frá hreyfingunni Vinir Kópavogs, lögð fram beiðni um styrk vegna framboðs til sveitastjórnarkosninga.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar til bæjarritara.

Ýmis erindi

11.2204648 - Upplýsingar vegna greiningar á skæðri fuglaflensu á Íslandi

Frá MAST, dags. 26. apríl 2022, lagðar fram upplýsingar vegna greingar á skæðri fuglaflensu á Íslandi í apríl 2022.
Lagt fram.

Ýmis erindi

12.2204650 - Styrkbeiðni vegna gerð fræðsluefnis um mikilvægi tengsla barna við báða foreldra eftir skilnað

Frá Félaginu Foreldrajafnrétti, dags. 25. apríl 2022, lögð fram styrkbeiðni til gerðar fræðsluefnis um mikilvægi tengsla barna við báða foreldra eftir skilnað.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra velferðarsviðs.

Fundargerðir nefnda

13.2202006F - Hafnarstjórn - 124. fundur frá 03.03.2022

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2204002F - Hafnarstjórn - 125. fundur frá 20.04.2022

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2204011F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 86. fundur frá 13.04.2022

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2204004F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 151. fundur frá 19.04.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2204014F - Velferðarráð - 101. fundur frá 25.04.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2204654 - Fundargerð 3. fundar Heilbrigðisnefndar Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes frá 25.04.2022

Lögð fram fundargerð 3. fundar Heilbrigðisnefndar Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes frá 25.04.2022.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

19.2204087 - Bæjarfulltrúi Theódóra S. Þorsteinsdóttir óskar eftir upplýsingum um hvernig staðið hefur verið að móttöku flóttamanna frá Úkraínu.

Bæjarfulltrúi Theódóra S. Þorsteinsdóttir óskar eftir upplýsingum um hvernig staðið hefur verið að móttöku flóttamanna frá Úkraínu. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum 07.04.2022.
Fundarhlé hófst kl. 10:21, fundi fram haldið kl. 10:26

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela sviðsstjóra velferðarsviðs að leita samninga við ríkisvaldið um móttöku flóttamanna frá Úkraínu.

Gestir

  • Sigrún Þórarinsdóttir - mæting: 10:04

Erindi frá bæjarfulltrúum

20.2204690 - Tillaga bæjarfulltrúa Theódóru S Þorsteinsdóttur að hefja viðræður við Mennta- og barnamálaráðuneytið, MK og Breiðablik um að skoða kosti þess að flytja MK í Smárann

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 26. apríl 2022, lögð fram tillaga um Kópavogsbær hefji viðræður við Mennta- og barnamálaráðuneytið, Menntaskólann í Kópavogi og Breiðablik um að skoða kosti þess að flytja Menntaskólann í Kópavogi í Smárann. Tillögunni fylgir greinargerð.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til frekari rýni bæjarstjóra.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 10:47.