Bæjarráð

3086. fundur 20. apríl 2022 kl. 08:15 - 10:03 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri, sat fundinn í hans stað.
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá
AUKAFUNDUR

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.22021294 - Menntasvið-fjölgun leikskólarýma

Frá deildarstjóra framvæmdadeildar, dags. 19. apríl, lögð fram niðurstaða útboðs lausra kennslustofa.
Bæjarráð frestar erindinu.

Gestir

  • Stefán L. Stefánsson - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.22021256 - Smárahvammsvegur endurgerð götu og umf. ljósa

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 5. apríl 2022, lögð fram gögn með erindi þar sem óskað var heimildar bæjarráðs til að bjóða út endurgerð Smárahvammsvegar milli Fífuhvammsvegar og Arnarnesvegar. Bæjarráð afgreiddi málið á síðasta fundi.
Lagt fram.

Bókun:
"Undirrituð lýsir yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Kópavogsbæjar í þessu máli.
Hér eru að mati undirritaðrar um að ræða tvö útboðserindi og dagljóst að ekki hefur verið veitt heimild fyrir útboði á umferðaljósabúnaði fyrir Smárahvammsveg og Fífuhvammsveg, eins og auglýst er sjálfstætt á útboðsvef Ríkiskaupa. Engin útboðsgögn fyrir umferðaljósaútboðið lágu fyrir þegar Smárahvammsútboðið var samþykkt. Undirrituð hafnar því algjörlega að bera ábyrgð á útboði á umferðaljósabúnaði."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir - mæting: 08:41
  • Stefán L. Stefánsson - mæting: 08:41

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2202178 - Staða framkvæmda við Kársnesskóla

Lögð fram framvinduskýrsla fyrir marsmánuð vegna byggingar Kársnesskóla.
Lagt fram.

Gestir

  • Stefán L. Stefánsson - mæting: 09:03
  • Ásthildur Helgadóttir - mæting: 09:03

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2204216 - Grænihjalli 25. Umsagnarbeiðni um staðsetningu ökutækjaleigu

Frá lögfræðideild, dags. 13. apríl 2022, lögð fram umsögn um rekstur og staðsetningu ökutækjaleigu í samræmi við beiðni Samgöngustofu frá 7. apríl 2022. Umsækjandi er Reinhards Valgarðsson, f.h. Plús Gallery ehf., kt. 530898-2379. Sótt er um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu með 14 bifreiðar að Grænahjalla 25. Samkvæmt 3. gr. laga um leigu skráningarskyldra ökutækja nr. 65/2015 og 5. og 6. gr. rgl. nr. 840/2015 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að aðkoma og fjöldi bílastæða henti fyrir væntanlega starfsemi og hvort staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð veitir neikvæða umsögn í málinu.

Ýmis erindi

5.2204114 - Götubitinn - Bæjarhátíð á hjólum

Frá Götubitanum, dags. 5. apríl 2022, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.000.000,- til að setja upp bæjarhátið á hjólum.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

Ýmis erindi

6.2204145 - Tilraunaverkefni í átt að breyttu og betra úrgangsstjórnunarkerfi

Frá Pure North ehf., dags. 5. apríl 2022, lögð fram beiðni um að Kópavogsbær taki þátt í tilraunarverkefninu Fáum greitt fyri að flokka.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Sigurbjörg E. Egilsdóttir vék af fundi kl. 9:49

Ýmis erindi

7.2204200 - Bókun 538. fundar stjórnar SSH. Fjölsmiðjan

Frá SSH, dags. 6. apríl 2022, lögð fram bókun varðandi drög að viðauka við þjónustusamning við Fjölsmiðjuna. Óskað er eftir því að Kópavogsbær fjalli efnislega um drögin og staðfesti þau.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að framlögð drög að viðauka.

Fundargerðir nefnda

8.2204006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 341. fundur frá 08.04.2022

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2204003F - Leikskólanefnd - 140. fundur frá 07.04.2022

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2203028F - Lista- og menningarráð - 138. fundur frá 06.04.2022

Fundaargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2203023F - Ungmennaráð - 30. fundur frá 11.04.2022

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2204007F - Velferðarráð - 100. fundur frá 11.04.2022

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2204152 - Fundargerð 354. fundar stjórnar Strætó frá 01.04.2022

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

14.2204149 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Péturs H. Sigurðssonar

Frá bæjarfulltrúa, Pétri Hrafni Sigurðssyni, dags. 5. apríl 2022, lögð fram fyrirspurn varðandi stöðu mála í tengslum við flóðljós á Kópavogisvelli.
Lagt fram.

Bókun:
"Undirritaður þakkar svörin en ítrekar að vinnu verði hraðað sem kostur er þannig að ljósin uppfylli öll skilyrði næsta haust."
Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Gestir

  • Stefán L. Stefánsson - mæting: 09:06
  • Ásthildur Helgadóttir - mæting: 09:06

Fundi slitið - kl. 10:03.