Bæjarráð

3080. fundur 03. mars 2022 kl. 08:15 - 11:04 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Bergljót Kristinsdóttir varamaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2109926 - Barnaþing Kópavogs 2022

Frá verkefnastjóra íbúatengsla, dags. 24. febrúar 2022 lagt fram minnisblað varðandi barnaþing Kópavogs 2022.
Lagt fram.

Gestir

  • Sigrún María Kristinsdóttir verkefnastjóri íbúatengsla - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2201869 - Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og réttur barna til þátttöku og áhrifa

Frá verkefnastjóra íbúatengsla, dags. 25. febrúar 2022, lagt fram minnisblað vegna bréfs umboðsmanns barna.
Lagt fram.

Gestir

  • Sigrún María Kristinsdótti verkefnastjóri íbúatengsla - mæting: 08:20

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.22021294 - Menntasvið-fjölgun leikskólarýma

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 1. mars 2022, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa eftir húsnæði fyrir rekstur leikskóla, til leigu eða sölu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild sviðsstjóra menntasviðs um að auglýsa eftir húsnæði fyrir rekstur leikskóla, til leigu eða sölu.
Aukinheldur felur bæjarráð sviðsstjóra menntasviðs og umhverfissviðs að hefja undirbúning að útboði á færanlegum kennslustofum til leigu.

Gestir

  • Sigurlaug Bjarnadóttir - mæting: 08:35
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðstjóri menntasviðs - mæting: 08:35
  • Sindri Sveinsson - mæting: 08:35

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.21111413 - Útboð - Götusópun 2022-2025

Frá deildarstjóra innkaupadeildar. dags. 28. febrúar 2022, lagðar fram niðursöður útboðs: Götusópun 2022-2025. Lagt er til við bæjarráð að samið verði við lægstbjóðanda beggja útboða.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verið til samnninga við lægstbjóðanda, Hreinsitækni ehf., í báða hluta verksins Götusópun 2022-2025.

Gestir

  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 09:10
  • Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 09:10

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.18031182 - Hlífðargólf yfir gervigras. Útboð

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 25. febrúar 2022, óskað er eftir heimild bæjarráðs til að auglýsa útboð á hlífðargólfi fyrir gervigrasvelli Kópavogsbæjar sbr. viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2022.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild til að auglýsa útboð á hlífðargólfi fyrir gervigrasvelli Kópavogsbæjar sbr. viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2022.

Gestir

  • Alda Kristín Sigurðardóttir - mæting: 09:35
  • Gunnar Guðmundsson - mæting: 09:35

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2203069 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2022

Frá fjámálastjóra, dags. 1. mars 2022, lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun vegna liðar nr. 5, málsnúmer 18031182.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2202998 - Vallarkór, Par 3 ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 24. febrúar 2022,lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 22.02.2022, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Par 3 ehf., kt. 630410-0960, um tímabundið áfengisleyfi vegna tónleika Andrea Bocelli þann 21. maí 2022, frá kl. 18:00 til kl. 23:00, í Kórnum, að Vallakór 12-14, Kópavogi, kv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2201231 - Urðarhvarf 12, afturköllun lóðar

Frá bæjarlögmanni, dags. 22. febrúar 2022, lögð fram umsögn vegna afturköllunar lóðarúthlutunar: Urðarhvarf 12. Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum 24. febrúar 2022.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.2008519 - Ósk um aðkomu Kópavogsbæjar að húsnæðismálum HSSK

Frá starfshópi um framtíðarhúsnæði fyrir Hjálparsveit skáta í Kópavogi, lögð fram skilagrein um valkosti nýs húsnæðis undir starfsemina. Bæjarráð frestaði erindinu 03.02.2022.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

10.22021177 - Til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja), 349. mál

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 24. febrúar lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja),349. mál. Óskað er eftir því að umsögn berist fyrir 10. mars 2022.


Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málnu til bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

11.22021299 - Til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 71. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 28. febúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 71. mál.


Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

12.2111071 - Verkefni vegna innleiðingar hringrásakerfis

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. febrúar 2022, lagðar fram upplýsingar um upphafsfund verkefnisins "Samtaka um hringrásarhagkerfið".
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

13.2202020F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 338. fundur frá 25.02.2022

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2202014F - Íþróttaráð - 118. fundur frá 24.02.2022

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2202013F - Skipulagsráð - 115. fundur frá 28.02.2022

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.
  • 15.1 2011714 Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Deiliskipulag
    Lögð fram á vinnslustigi tillaga Arkþing nordic arkitekta dags. 11. febrúar 2022 fh. umhverfissviðs að deiliskipulagi nýs íbúðahverfis á Vatnsendahæð í Vatnsendahvarfi.
    Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að móta hverfi með vistvænum áherslum í samræmi við markmið Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Deiliskipulagssvæðið er um 29 hektarar og liggur að mörkum Reykjavíkur, Kórahverfis og Hvörfum í Vatnsenda. Gert er ráð fyrir nýju íbúðahverfi með fjölbreyttu formi íbúða, leikskóla og útivistarsvæðum ásamt verslun- og þjónustu. Tillagan gerir ráð fyrir 500 íbúðum alls, þar af um 150-200 íbúðum í sérbýli, (einbýli, raðhús/parhús). Hámarkshæð bygginga er 3 hæðir auk kjallara.
    Uppdrættir í mkv. 1:2000 og greinargerð dags. 11. febrúar 2022.
    Þá lögð fram tillaga að samráðsáætlun dags. 25. febrúar 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 115 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða vinnslutillögu skv. samráðsáætlun. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 15.5 2201817 Hafnarbraut 10, breytt deiliskipulag.
    Lagt fram á ný erindi Skala arkitekta fh. lóðarhafa dags. 26. janúar 2022, þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að íbúðum fjölgi um 8, verði 48 í stað 40 í sama rými og fyrir er og að bílageymsla verði stækkuð neðanjarðar og fjöldi bílastæða á lóð verði í samræmi við íbúðastærðir.
    Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 14. janúar 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 115 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 15.6 2109355 Nýbýlavegur 32. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram á ný erindi Einars Ólafssonar arkitekts dags. 9. september 2021 fh. lóðarhafa Nýbýlavegar 32. Í erindinu er óskað eftir að að byggja skyggni yfir innganga íbúða á þriðju hæð og bæta við tveimur gluggum á austur- og vesturhlið. Uppdrættir dags. 17. desember 2021.
    Á fundi skipulagsráðs 20. desember 2021 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegar 30, Dalbrekku 27, 29, 56 og 58. Kynningartíma lauk 31. janúar 2022, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 115 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 15.7 2201461 Hlíðarvegur 15, kynning á byggingaleyfisumsókn.
    Lagt fram erindi Tripóli arkitekta fh. lóðarhafa þar sem sótt er um að byggja fjölbýlishús á lóðinni í stað einbýlishúss. Í breytingunni felst að núverandi hús á lóðinni, einbýlishús frá árinu 1945, 114,4 m² að flatarmáli verði rifið. Á lóðinni verði reist 459,1 m² (byggingarmagn ofanjarðar og geymsla í kjallara) fjölbýlishús með fjórum íbúðum á tveimur hæðum og kaldri bílgeymslu í kjallara fyrir átta bíla. Lóðin er 850 m², nýtingarhlutfallið 0,13 og eftir breytingar verður það 0,94 með bílgeymslu. Greinargerð og uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 6. desember 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 115 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

16.2202009F - Ungmennaráð - 29. fundur frá 23.02.2022

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2203023 - Fundargerð 907. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.02.2022

Fundargerð í 23 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.22021185 - Fundargerð 399. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 23.02.2022

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Erindi frá bæjarfulltrúum

19.2202049 - Ósk bæjarfulltrúa Péturs Hrafns Sigurðssonar um að málefni SÍK verði rædd og að fundargerðir verði lagðar fram í bæjarráði

Ósk frá bæjarfulltrúa Pétri Hrafni Sigurðssyni að málefni SÍK verði rædd og að allar fundargerðir SÍK frá upphafi verði lagðar fram í bæjarráði.Bæjarráð frestaði erindinu 03.02.2022 og á fundi sínum 10. febrúar sl.
Fundarhlé hófst kl. 9:36, fundi fram haldið kl. 10:08

Bæjarráð frestar erindinu með fjórum atkvæðum og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar.
Bókun:
"Ljóst er að starfsemi SÍK hefur ekki náð þeim markmiðum sem sett voru með stofnun þess. Mánuður er síðan formaður og varaformaður SÍK sögðu af sér embætti og hefur SÍK verið stjórnlaust síðan.
Undirritaður boðar tillögu um að bæjarstjóra verði falið að skipa starfshóp bæjarfulltrúa og nokkurra formanna íþróttafélaga í Kópavogi. Starfshópnum verði falið að skoða og móta tillögu um hvernig skipulagi á samskiptum og samstarfi Kópavogsbæjar og íþróttafélaganna í Kópavogi verði best háttað."
Pétur Hrafn Sigurðsson
bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Tillaga:

"Ljóst er að starfsemi SÍK hefur ekki náð þeim markmiðum sem sett voru með stofnun þess. Rúmur mánuður er síðan formaður og varaformaður SÍK sögðu af sér embætti og hefur SÍK verið stjórnlaust síðan. Lögð er fram tillaga um að bæjarstjóra verði falið að skipa starfshóp bæjarfulltrúa og nokkurra formanna íþróttafélaga í Kópavogi. Starfshópnum verði falið að skoða og móta tillögu um hvernig skipulagi á samskiptum og samstarfi Kópavogsbæjar og íþróttafélaganna í Kópavogi verði best háttað."
Bergljót Kristinsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Bæjarráð hafnar erindinu með 3 atkvæðum gegn atkvæði Bergljótar Kristinsdóttur og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.


Tillaga:
"Lagt er til að stjórn SÍK í samstarfi við sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra íþróttadeildar, vinni að endurskoðun samnings um SÍK, hlutverk og fyrirkomulag starfseminnar, og í kjölfar umræðu í Íþróttaráði, skili greinargerð til bæjarráðs ásamt tillögum að breytingum, með það að markmiði að styrkja starfsemi samráðsvettvangsins enn frekar."
Ármann Kr. Ólafsson

Bæjarráð samþykkir tillöguna með þremur atkvæðum gegn atkvæði Bergljótar Kristinsdóttur og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Bókun:
"Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi, SÍK, hefur þann tilgang að efla samhug og samvinnu íþrótta- og ungmennafélaga í Kópavogi ásamt því að stuðla að fjölbreyttu íþróttastarfi í bænum. Undirritaðri þykir leitt að bæjarfulltrúar komi sér ekki saman um leiðir til að endurskoða fyrirkomulag á þessum mikilvæga vettvangi, sem einmitt átti að efla samvinnu og samhug."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Fundargerðir nefnda

20.2202021F - Menntaráð - 93. fundur frá 01.03.2022

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:04.