Bæjarráð

3072. fundur 06. janúar 2022 kl. 08:15 - 12:28 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2003639 - Viðbrögð við Covid-19 faraldrinum

Farið yfir stöðu faraldursins hjá Kópavogsbæ.
Umræður.

Gestir

  • Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og framkvæmdastjóri almannavarna höfuðborgarsvæðisins - mæting: 08:15
  • Sigrún Þórarinsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:15
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:15

Ýmis erindi

2.2201024 - Erindi til sveitarfélaga vegna fyrirhugaðra bólusetninga 6-11 ára barna

Frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, dags. 3. janúar 2022, lagt fram erindi varðandi fyrirhugaða bólusetninga 6-11 ára barna.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fella niður kennslu í samræmi við miðlægt fyrirkomulag bólusetingar barna á höfuðborgarsvæðinu.

Komi til þess að nauðsynlegt sé að bólusetja í skólum samþykkir bæjarráð með fjórum atkvæðum og hjásetu Hjördísar Ý. Johnson að veita afnot af skólahúsnæði sveitarfélagsins og áréttar bæjarráð að hagsmunir barna verði hafðir að leiðarljósi í mögulegri framkvæmd innan veggja skólanna.

Gestir

  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:55
  • Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri - mæting: 08:55

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2011213 - Loftslagsstefna Kópavogsbæjar

Frá verkefnastjóra íbúatengsla, dags. 3. janúar 2022, lögð fram drög að loftlagsstefnu Kópavogsbæjar.
Fundarhlé hófst kl. 10:15, fundi fram haldið kl. 10:20.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa drögunum til nýrrar afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.

Gestir

  • Jakob Sindri Þórsson - mæting: 10:25
  • Auður Finnbogadóttir - mæting: 10:25
  • Encho Plamenov Stoyanov - mæting: 10:25
  • Sigrún María Kristinsdóttir verkefnstjóri íbúatengsla - mæting: 10:25

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2201042 - Framlenging á lánalínum 2021-2022

Frá fjármálasviði, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarstjórnar til að endurfjármagna (framlengja) lánum hjá Íslandsbanka annars vegar að fjárhæð 1.600 milljónir króna og hins vegar Arion banka að fjárhæð 1.800 milljónir króna.


Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2112303 - Markavegur 8. Umsókn um lóð undir hesthús

Frá bæjarlögmanni dags. 16. desember 2021, lögð fram umsögn um umsókn um lóðina Markavegur 8.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2201020 - Urðarhvarf 10. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 3. janúar 2022, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Urðarhvarfs 10, Klettás ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna veðsetningu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2112863 - Breyting á gjaldskrá Bókasafns Kópavogs 2022

Frá forstöðumanni Bókasafns Kópavogs, dags. 14. desember 2021, lögð fram gjaldskrá Bókasafns Kópavogs fyrir árið 2022.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.1905336 - Umsókn um lóð fyrir hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð

Frá bæjarstjóra, lögð fram uppfærð drög að viljayfrlýsingu Kópavogsbæjar og Heilbrigðisráðuneytis um byggingu hjúkrunarheimilis
í Kópavogi fyrir allt að 120 rými.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundarhlé hófst kl. 12:01, fundi fram haldið kl. 12:12.

Bókun:
"Undirrituð telur engan vegin tímabært að lofa úthlutun lóðar við Kópavogstún.

Viljayfirlýsingin ber með sér nákvæmlega sama markmið og áður hefur verið óskað eftir, þ.e 120 rýma hjúkrunarheimili en að þessu sinni einungis á lóð Kópavogsbæjar, ekki á lóð ríkisins sem hýsir Arnaskóla. Það er alveg ljóst að slíkt fjölbýli rúmast ekki innan lóðar Kópavogsbæjar. Íbúar hafa þegar hafnað slíku byggingarmagni. Undirrituð telur mikilvægt að umræða fari fram um uppbyggingu á þjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni á svæðinu áður en ákveðið er að vinna fari fram til undirbúnings á nýju hjúkrunarheimili. Aðrir kostir fyrir nýtt hjúkrunarheimili hafa ekki verið skoðaðir."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Bókun:
"Ég tek undir bókun Theódóru S. Þorsteinsdóttur."
Sigurbjörg E. Egilsdóttir

Ýmis erindi

9.2112696 - Styrkbeiðni til bæjarráðs vegna gerð heimildarmyndar

Frá Jóhanni Sigurjóni Sigmarssyni, dags. 20. desember 2021, lögð fram beiðni um styrk að upphæð kr. 1.000.000,- til gerðar heimildarmyndar um ævi og störf tónlistarmannsisns Þóris Baldurssonar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu lista- og menningarráðs.

Fundargerðir nefnda

10.2112018F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 333. fundur frá 17.12.2021

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2112020F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 334. fundur frá 27.12.2021

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2112002F - Skipulagsráð - 111. fundur frá 20.12.2021

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.
  • 12.3 2110128 Smárahvammsvegur. Tillaga að deiliskipulagi.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga að deiliskipulagi fyrir Smárahvammsveg. Markmið tillögunnar eru að aðlaga götuna að umferðarmagni, auka umferðaröryggi, koma fyrir stofnstíg hjólreiða og aðlaga götumyndina og umhverfið að nýju skipulagi nálægra reita. Tillagan sem unnin er af VSÓ ráðgjöf fyrir Kópavogsbæ er dags. 15. október 2021.
    Uppdrættir og greinargerð í mkv. 1:1000 dags. 15. október 2021.
    Á fundi skipulagsráðs 18. október 2021 samþykkti skipulagsráð, með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi. Kynningartíma lauk 14. desember 2021. Þá lagðar fram umsagnir og ábendingar sem bárust á kynningartíma ásamt umsögn skipulagsdeildar dags. 17. desember 2021.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 111 Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni: „ég vísa í fyrri bókanir mínar vegna málsins“.

    Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með sex atkvæðum, Kristinn D. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 12.4 2011485 Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Tillaga að deiliskipulagi.
    Lögð fram tillaga verkfræðistofunnar Eflu f.h. Kópavogsbæjar og
    Reykjavíkurborgar dags. 13. desember 2021 að deiliskipulagi 3. áfanga Arnarnesvegar. Deiliskipulagstillagan nær til þess hluta Arnarnesvegar sem liggur frá gatnamótum Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og er um 1,9 km að lengd. Við gatnamót Rjúpnavegar og Arnarnesvegar er gert ráð fyrir nýju hringtorgi sem og við gatnamót Vatnsendavegar og Arnarnesvegar. Þá er gert ráð fyrir fjögurra akreina brú yfir Breiðholtsbraut og tengingu við Breiðholtsbraut með ljósastýrðum gatnamótum. Hluti veghelgunarsvæðis Arnarnesvegar er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur, en stærsti hluti hans liggur innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Samhliða er gert ráð fyrir stofnstíg, aðskilinn hjóla- og göngustíg, frá Rjúpnavegi í Kópavogi og að Elliðaárdal ásamt tengistígum sem og meðfram Breiðholtsbrautinni og undir fyrirhugaða brú yfir Breiðholtsbraut. Jafnframt er gert ráð fyrir göngubrú / vistloki yfir Arnarnesveginn.
    Gert er ráð fyrir undirgöngum eða brú yfir Arnarnesveg við
    gatnamót Rjúpnavegar og undirgöngum undir Vatnsendaveg nálægt fyrirhuguðu hringtorgi. Mörk skipulagssvæðis Arnarnesvegar skarast við skipulagsmörk í gildandi deiliskipulagi Hörðuvalla frá 2003, Vatnsendahvarfs - athafnasvæðis frá 2001 og Vatnsendahvarfs - athafnasvæðis, svæðis 3 frá 2007 og verða gerðar breytingar á umræddum deiliskipulögum samhliða deiliskipulagi Arnarnesvegar. Almennt er gert ráð fyrir að skipulagsmörk liggi nálægt veghelgunarlínu Arnarnesvegar nema við Desjakór og Lymskulág þar sem mörkin eru nær sveitarfélagamörkum. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags 13. desember 2021 ásamt greinargerð dags. 13. desember 2021.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 111 Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni: „ég vísa í fyrri bókanir mínar vegna málsins“.

    Bókun frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur: „Undirrituð er mótfallin því að deiliskipulag fyrir Arnarnesveg sé unnið án þess framkvæmt verði nýtt umhverfismat, en fyrirliggjandi mat var unnið fyrir 19 árum síðan. Miklar breytingar hafa orðið á umhverfi framkvæmdasvæðisins á þessum tíma og forsendur fyrir mati á umhverfisáhrifum eru breyttar. Í nánasta umhverfi hafa ný hverfi risið í Kópavogi auk þess sem deiliskipulag fyrir nýtt hverfi á Vatnsendahæð er einnig í vinnslu. Framkvæmdasvæðið er því nú umkringt byggð. Þá gerir ný umferðarspá ráð fyrir rúmlega fimmfaldri umferðaraukningu um Breiðholtsbraut frá Jaðarseli að Vatnsendahvarfi, miðað við þá umferðarspá sem stuðst var við árið 2002.“

    Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi með fimm atkvæðum. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir kaus gegn tillögunni og Kristinn D. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 12.5 21111300 Vesturvör 44-48. Sky Lagoon. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Halldórs Eiríkssonar arkitekts dags. 23. nóvember 2021 f.h. lóðarhafa Vesturvarar 44-48 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að byggingarreitur fyrir gufubaðsskála og nauðsynleg stoðrými stækkar um 28 m til suðurs þ.e. úr 16 m í 44 m. Miðað er við að gufuskálinn verði áfram stakstæð bygging. Byggingarmagn á lóð breytist ekki, verður óbreytt 5500 m² að hámarki. Hámarkshæðir og kótasetningar breytast ekki. Byggignareitur fer úr því að vera 9599 m² í 10626 m² stækkar um 1027 m². Að öðru leyti gilda áður samþykktir skilmálar. Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. 17. desember 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 111 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 12.7 2111929 Markavegur 2. Breytt deiliskipulag
    Lagt fram erindi Benjamíns Markússonar lóðarhafa Markavegar 2 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi. Í gildandi deiliskiplagi er heimild fyrir byggingu hesthúss á einni hæð, byggingarreitur er 240 m² og lóðin 862 m². Í breytingunni felst að lóðinni verði skipt í tvær lóðir og á þeim heimilað að reisa parhús með sameiginlegu gerði. Það er að segja tvö samhangandi hesthús með byggignarreit á stærð 120 m2 að flatarmáli hvort um sig. Að öðru leyti gilda áður samþykktir skilmálar. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:200 dags. 9. desember 2021.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 111 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 12.9 2108290 Þinghólsbraut 17. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Bergljótar Jónsdóttur arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Þinghólsbrautar 17. Óskað er eftir leyfi fyrir 58,4 m² viðbyggingu á suðurhlið hússins. Einnig er óskað eftir leyfi til að taka niður minni kvistinn á suðurþaki, í hans stað komi stærri kvistur með einhalla þaki. Innra fyrirkomulagi rishæðar verður breytt. Reykháfur verður tekinn niður. Uppdráttur og byggingarlýsing í mkv. 1:500, ódagsett.
    Skipulagsráð samþykkti 18. október 2021 með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 15, 17A, Mánabrautar 16 og 18. Kynningartíma lauk 17. desember 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 111 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

13.2112011F - Ungmennaráð - 27. fundur frá 15.12.2021

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2112001F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 148. fundur frá 21.12.2021

Fundargerð í átta liðum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fresta framlagningu fundargerðarinnar.

Fundargerðir nefnda

15.2112619 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 14.12.2021

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2112680 - Fundargerð 349. fundar stjórnar Strætó frá 03.12.2021

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2112887 - Fundargerð 533. fundar stjórnar frá 20.12.2021

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 12:28.