Bæjarráð

3067. fundur 18. nóvember 2021 kl. 08:15 - 09:39 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2107108 - Tilkynning um ráðningu skipulagsfulltrúa

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 16. nóvember, lögð fram tilkynning um ráðningu í starf skipulagsfulltrúa Kópavogsbæjar.
Auður Dagný Kristinsdóttir hefur verið ráðin í starf skipulagsfulltrúa Kópavogsbæjar.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir, sviðstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2111267 - Útboð. Vallakór - kjallari

Frá verkefnastjóra framkvæmdadeildar, dags. 18. nóvember, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á uppsteypu á sjónsteypuveggjum og brú við Vallakór 14.
Bæjarráð samþykkir með 5 greiddum atkvæðum að heimila útboð á uppsteypu á sjónsteypuveggjum og brú við Vallakór 14.

Gestir

  • Nína Baldursdóttir, verkefnastjóri - mæting: 08:30
  • Ásthildur Helgadóttir sviðstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2111301 - Vogatunga 7. Undanþága frá kvöð vegna sölu húsnæðisins

Frá lögfræðideild, dsgs. 11. nóvember 2021, lögð fram beiðni undanþágu frá kvöð um 60 ára og eldri vegna sölu á íbúð í Vogatungu 7.
Bæjarráð heimilar undanþáguna með öllum greiddum atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2110514 - Hlaðbrekka 17. Endurupptaka máls

Frá lögfræðideild, dags. 10. nóvember, lögð fram umsögn um beiðni lóðarhafa Hlaðbrekku 17 um endurupptöku máls vegna synjunar á byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að endurupptaka málið og vísar því til nýrrar málsmeðferðar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2109197 - Útboð - Sundlaug Kópavogs, sundlaugin Versölum og sundlaugin Boðaþingi - Ræsting

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 15. nóvember, lagðar fram niðurstöður útboðs í ræstingar í sundlaugum Kópavogs þar sem lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðendur.
Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við Iclean ehf. vegna ræstinga í sundlaug Kópavogs, Dagar hf. vegna ræstinga í sundlauginni Versölum og Sólar ehf. vegna ræstinga í sundlauginni Boðaþingi.

Gestir

  • Jón Júlíusson, deildarstjóri
  • Alda Kristín Sigurðarsdóttir, deildarstjóri innkaupadeildar

Ýmis erindi

6.2111395 - Beiðni um styrk fyrir rekstur Stígamóta 2022

Frá Stígamótum, dags. 3. nóvember, lögð fram beiðni um styrk til starfseminnar fyrir árið 2022.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu velferðarráðs.

Ýmis erindi

7.2110083 - Geirland. Forkaupsréttur

Frá Dyljá Ernu Eyjólfsdóttur, dags. 4. nóvember, lagt fram erindi vegna forkaupsréttar Kópavogsbæjar að Geirlandi við Suðurlandsveg þar sem óskað er eftir viðræðum við bæinn.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarstjóra.

Ýmis erindi

8.2111323 - Ósk um stuðning við árlegt átak Soroptimista gegn kynbundu ofbeldi. Upplýstar byggingar

Frá Soroptimistaklúbbi Kópavogs, dags. 10. nóvember 2021, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir því að Kópavogsbær lýsi upp byggingar til að sýna stuðning við árlegt átak Soroptimista gegn kynbundu ofbeldi.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu umhverfissviðs.

Ýmis erindi

9.2111370 - Styrkbeiðni vegna áramótabrennu í Þingahverfi 2021

Frá Árna Þ. Árnasyni, dags. 12. nóvember 2021, lögð fram styrkbeiðni vegna áramótabrennu í Þingahverfi 2021.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 180.000.-. fyrir áramótabrennu í efri byggðum Kópavogs með þeim fyrirvara að af brennunni verði í ljósi samkomutakmarkana.

Ýmis erindi

10.2111764 - Urðarhvarf 10 og 12. Viðræður um úthlutun lóða

Frá Heilsuvernd, dags. 10. nóvember, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir viðræðum við Kópavogsbæ um úthlutun lóðanna að Urðarhvarfi 10 og 12.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra.

Pétur Hrafn Sigurðsson vék sæti undir meðferð málsins.

Fundargerð

11.2111005F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 330. fundur frá 05.11.2021

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

12.2111001F - Skipulagsráð - 109. fundur frá 15.11.2021

Fundargerð í 11 liðum
Lagt fram.
  • 12.4 2011485 Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Tillaga að deiliskipulagi.
    Lögð fram tillaga verkfræðisfotunnar Eflu f.h. Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar dags. 8. nóvember 2021 að deiliskipulagi 3. áfanga Arnarnesvegar. Deiliskipulagið mótar skipulag fyrir nýjum 2 (plús) 2 stofnveg, frá Rjúpnavegi í Kópavogi og inn á Breiðholtsbraut í Reykjavík. Gert er ráð fyrir tveimur nýjum hringtorgum við gatnamót Rjúpnavegar og Arnarnesvegar og við gatnamót Vatnsendavegar og Arnarnresvegar. Þá er gert ráð fyrir fjögurra akreina brú yfir Breiðholtsbraut og tengingu með ljósastýrðum plangatnamótum. Samhliða er gert ráð fyrir stofnstíg, aðskilinn hjóla- og göngustíg, frá Rjúpnavegi í Kópavogi og að Elliðaárdal ásamt tengistígum sem og meðfram Breiðholtsbrautinni og undir fyrirhugaða brú yfir Breiðholtsbraut. Jafnframt er gert ráð fyrir göngubrú/vistloki yfir veginn. Uppdráttur í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags 4. nóvember 2021 ásamt greinargerð dags. 8. nóvember 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 109 Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni „Undirritaður efast stórlega um skynsemi deiliskipulags Arnarnesvegar, 3. áfanga er lýtur að breyttri útfærslu á vegamótum Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Að hverfa frá mislægum gatnamótum sem kynnt var árið 2003 við mat á umhverfisáhrifum og voru eftir það í áætlunum Reykjavíkur og Kópavogs, eru ótrúleg mistök. Mislæg gatnamót þarna tryggja flæði umferðar en þess í stað á að setja brú yfir Breiðholtsbrautina og ljósastýrð gatnamót sem mun örugglega leiða til vandræða frá fyrsta degi. Nær væri að skoða af alvöru einhvers konar útfærslu af hringtorgi eins og er á Arnarnesveginum yfir Reykjanesbraut ef menn telja fyrri áform ómöguleg."

    Bókun frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur „Undirrituð telur óábyrgt að vinna deiliskipulag fyrir Arnarnesveg sem byggir á 20 ára gömlu umhverfismati. Ljóst er að ýmislegt hefur breyst á undanförnum tveimur áratugum og eðlilegt væri að fá úr því skorið að forsendur matsins standi enn."

    Fundarhlé kl. 17:03.
    Fundi framhaldið kl. 17:06

    Bókun frá Helgu Hauksdóttur, Hjördísi Ýr Johnson, J. Júlíusi Hafstein og Kristni Degi Gissurarsyni „Samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 16. febrúar 2021 er breyting á útfærslu gatnamóta Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar ekki háð mati á umhverfisáhrifum."

    Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi með fimm atkvæðum. Kristinn D. Gissurarson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 12.6 2109491 Skíðasvæðið í Bláfjöllum. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni auglýsingu erindi Ómars Ívarssonar skipulagsfræðings f.h. Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 15. september 2021 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að efri hluta byggingarreits nýrrar stólalyftu Gosa við Suðurgil verði hliðrað um 60-70m til suðurs. Vegna færslu byggingarreits til suðurs færist rör- og rafdreifikerfi fyrir snjóframleiðslu samhliða. Neðri hluta byggingarreits nýrrar stólalyftu Drottningar við Kóngsgil verði hliðrað um 10m til suðurs. Staðsetning hættumatslínu C vegna snjóflóða neðan Suðurgils verði uppfærð í samræmi við nýja legu línunnar frá Veðurstofu Íslands. Byggingarreit aðstöðuhúss Ulls verði hliðrað til suðurs um 30 m auk þess sem hann lengist um 15 m til vesturs. Vegna færslu byggingarreits til suðurs lengist bílastæði til suðurs að nýrri legu byggingarreits. Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð dags. 15. september 2021. Kynningartíma lauk 15. nóvember 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 109 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 12.11 2110804 Urðarhvarf 14. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Teits Guðmundssonar f.h. lóðarhafa Urðarhvarfs 14 dags. 8. nóvember 2021. Í breytingunni felst að stækka lóðina, inn á bæjarland, til suðurs um að meðaltali 10 m og komið verður fyrir 13 bílastæðum. Gerð er krafa um gróður á þeim hluta nýrrar lóðar sem ekki er nýttur undir bílastæði. Heildar lóðarstærð Urðarhvarfs 14 núna er 4.884 m² en verður 5.600 m² eftir breytingu. Uppdráttur og skýringar dags. 18. október 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 109 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Gestir

  • Auður D. Kristinsdóttir, skipulagsfulltrúi

Fundargerðir nefnda

13.2111305 - Fundargerð 531. fundar stjórnar SSH frá 01.11.2021

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2111440 - Fundargerð 347. fundar stjórnar Strætó frá 29.10.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

15.2111009F - Menntaráð - 87. fundur frá 16.11.2021

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:39.