Bæjarráð

3061. fundur 07. október 2021 kl. 08:15 - 09:22 Hilton Reykjavík Nordica
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Helga Hauksdóttir varamaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2110083 - Geirland. Forkaupsréttur

Frá bæjarritara, dags. 4. október 2021, óskað er eftir afstöðu til forkaupsréttar að lögbýlinu Geirland.
Bæjarráð samþykkir með fimm atvkæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2110070 - Fannborgarreitir B1-1. Samkomulag um uppbyggingu á svæðinu

Frá lögfræðideild dags. 04.10.2021, lögð fram drög að samkomulagi um uppbyggingu á svæðinu.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur - mæting: 08:23
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:23

Ýmis erindi

3.2109956 - Bókun á fundi stjórnar SÍS. Staða jafnlaunavottunar hjá sveitarfélögum

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 28.09.2021, lögð fram bókun um stöðu jafnlaunavottunar hjá sveitarfélögum.
Lagt fram.

Fundargerð

4.2109018F - Skipulagsráð - 106. fundur frá 04.10.2021

Fundagerð í 5 liðum.
Lagt fram.
  • 4.3 2105939 Breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsókn um framkvæmdarleyfi.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Vegagerðarinnar dags. 27. maí 2021 með breytingum dags. í júlí 2021 um framkvæmdaleyfi fyrir breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsókninni fylgir framkvæmdarlýsing dags. í júlí 2021, uppdrættir í mkv. 1:10.000 dags. 21. apríl 2021, matsskýrsla dags. í júní 2009, áhættumat vatnsverndar dags. í maí 2021, jarðkönnun dags í nóvember 2008 ásamt fylgigögnum. Kynningartíma lauk 17. september 2021. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. október 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 106 Skipulagsráð samþykkir erindið með þeim takmörkunum að aðeins sé um að ræða byggingu vegarins og að hann verði tekinn í notkun samhliða síðasta hluta áfangans. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 4.4 1907192 Kleifakór 2-4. Nýr íbúðakjarni fyrir fatlaða. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi Hörðuvalla sem samþykkt var í bæjarráði 24. júlí 2003 m.s.br. og birt í B- deild Stjórnartíðinda þann 12. nóv. 2003.
    Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulagsins er breytt og ná mörk þess nú yfir lóðirnar við Kleifakór 2 og 4. Þar er stofnuð lóðin Kleifakór 2 sem verður um 2.480 m2 að stærð og komið fyrir 7 þjónustuíbúðum fyrir fatlaða einstaklinga í húsi sem verður á einni hæð með hámarks hæð 4,5 metra og hámarksbyggingarmagni allt að 600 m2. Tillagan gerir ráð fyrir 15 bílastæðum á lóð og inngangi á austurhlið hússins og sólstofu við vesturhlið þess. Tillagan var forkynnt fyrir lóðarhöfum Kleifakórs 1-25 og þeim gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum. Með erindinu fylgja athugasemdir frá hagsmunaaðilum og minnisblað skipulagsdeildar dags 23. febrúar 2021 um feril málsins, fundargerð frá samráðsfundi dags. 11. febrúar 2020 og umsögn velferðarsviðs um starfsemi íbúðarkjarna dags. 11. ágúst 2020. Erindið var lagt fyrir ásamt innsendum athugasemdum fund skipulagsráðs þann 17. maí 2021 og skipulagsdeild falið að gera umsögn um innsendar athugasemdir. Á fundi skipulagsráðs 4. október 2021 er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. október 2021 ásamt breyttu erindi dags. 19. mars 2021 með frekari breytingum dags 4. október 2021 þar sem komið er til móts við hluta innsendra athugasemda, hús lækkað í landi, lóð stölluð og texti í greinargerð lagfærður með því að tilgreina betur áhrif breytingarinnar á umhverfið og ítarlegri rök fyrir breytingunni sett fram. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 106 Skipulagsráð samþykkir erindið með áorðnum breytingum dags. 17. mars 2021 og 4. október 2021. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

5.2109016F - Íþróttaráð - 115. fundur frá 22.09.2021

Fundagerð í 3 liðum.
Lagt fram.
  • 5.2 2104221 Æfingatöflur íþróttamannvirkja 2021-2022 - Rammi til úthlutunar.
    Á síðasta fundi ráðsins þann 2. september s.l. var afgreiðslu um ósk Breiðabliks um viðbótarúthlutun æfingatíma í Fífunni milli 20:00 og 21:00 á miðviku- og fimmtudögum frestað. Þá var óskað eftir nánari greiningu á málinu til að styðja við ákvörðun.
    Lagðar fram upplýsingar um iðkendatölur knattspurnudeildar Breiðabliks ásamt æfingatöflu deildarinnar þann 10. september 2021.
    Jafnframt lagðar fram fjöldatölur deildarinnar úr Nórakefinu.
    Starfsmenn íþróttadeildar hafa nú unnið úr þeim gögnum og röksemdum sem félagið sendi inn erindi sínu til stuðnings sem og upplýsingum úr Nórakerfinu.
    Tölur um fjölgun iðkenda ber ekki saman og þarf að skoða það nánar í samráði við félagið til að finna hvað veldur.
    Þrátt fyrir framangreint misræmi er tekið undir röksemdir Breiðabliks er varðar tímaramma, fjölda liða í keppni og stærð hópa í elstu árgöngum karla og kvenna.
    Á þeim grunni er lagt til að orðið verði við óskum deildarinnar með þeim hætti að úthluta Breiðablik æfingatímum milli 20:00 og 21:00 á miðviku- og fimmtudögum í Fífunni.
    Niðurstaða Íþróttaráð - 115 Íþróttaráð samþykkir tillögu um að auka við úthlutun á tímaramma Breiðabliks í Fífunni á miðviku- og fimmtudögum milli 20:00 til 21:00.
    Í ljósi þess að sú breytingatillaga á tímaramma sem hér um ræðir hefur fjárhagslega áhrif í för með sér, þá vísar íþróttaráð málinu til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.

    Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu íþróttaráðs með fimm atkvæðum.

Fundargerðir nefnda

6.2110018 - Fundargerð 345. fundar stjórnar Strætó frá 24.09.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.2109934 - Fundargerð 269. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.09.2021

Fundargerð í 39 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:22.