Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.2104604 - Sameining heilbrigðiseftirlita
Frá lögfræðideild, dags. 09.06.2021, lagt fram minnisblað varðandi drög að nýrri samþykkt um heilbrigðiseftirlit fyrir Garðabæ, Hafnarfjörð, Kópavog, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes.
Gestir
- Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri HHGK - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.1703707 - Vatnsendahæð. Heimild til kaupa á lóð í eigu ríkisins
Frá bæjarstjóra, dags. 14.06.2021, lögð fram drög að samkomulagi
um skipulag, uppbyggingu og kaup á landi ríkisins á Vatnsendahæð.
Gestir
- Guðrún Edda Finnbogadóttir, lögfræðingur - mæting: 08:30
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.2105008 - Vesturvör 38-40. Umsókn um lóðir.
Frá bæjarstjóra, dags. 07.06.2021. lögð fram umsögn vegna erindis Nature Experiences ehf. um að fá lóðirnar Vesturvör 38a og 38b til úthlutunar.
Gestir
- Guðrún Edda Finnbogadóttir, lögfræðingur - mæting: 08:40
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.2105802 - Hafnarbraut 15C, Brauð og útgerð ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi
Frá lögfræðideild, dags.08.06.2021, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 26.05.2021, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Brauðs og útgerðar ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Hafnarbraut 15c 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.2106238 - Reglur um hljóðritun símtala
Frá lögfræðideild, lögð fram drög að reglum um hljóðritun símtala hjá Kópavogsbæ til samþykktar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi sínum þann 10. júní sl.
Gestir
- Anna Kristín Guðmundsdóttir lögfræðingur - mæting: 09:45
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
6.2012378 - Hraunbraut 14. Endurupptaka máls
Frá lögfræðideild, dags. 14.06.2021, lögð fram umsögn varðandi endurupptöku máls vegna Hraunbrautar 14.
Gestir
- Guðrún Edda Finnbogadóttir, lögfræðingur - mæting: 09:50
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
7.2104648 - Útboð - Skólaakstur og hópbifreiðaþjónusta fyrir Kópavogsbæ 2021 - 2024
Frá rekstrarstjóra menntasviðs, dags. 14.06.2021, lagðar fram niðurstöður útboðs á skólaakstri og hópbifreiðarþjónustu fyrir Kópavogsbæ 2021-2024. Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við lægstbjóðanda, Teit Jónasson ehf. vegna innkaupahluta 1, en leitað verði samninga við alla aðila sem gerðu tilboð í innkaupahluta 2, enda öll tilboð metin gild, en tilboðsverð bjóðenda ræður í hvaða röð raðað verði í forgangslista rammasamningshafa.
Gestir
- Sindri Sindrason rekstarstjóri menntasviðs - mæting: 10:00
- Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur - mæting: 10:00
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
8.2102425 - Hamraborg 10 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 28.05.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Soroptimistasamband Ísland, sum styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.159.495,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
9.2102789 - Rjúpnasalir 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 28.05.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Lionsklúbbsins Munins, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.172.725,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
10.2103437 - Funalind 2 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 07.06.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Leikfélag Kópavogs, sum styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.906.255,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
11.2104212 - Hlíðsmári 14. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 07.06.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar styrktarfélags krabbameinssjúkra barna um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.467.460,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
12.2103146 - Hamraborg 1-3, Kópavogi. Númer fasteignar 0101 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 09.06.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar SOS-barnaþorpa um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.616.671,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
13.2104284 - Svifflugfélag Íslands. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 09.06.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Svifflugfélags Íslands, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.1.103.235,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
14.2102214 - Hlíðasmári 14 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 28.05.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Lionsumdæmisins á Íslandi, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.706.335,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
15.2102873 - Skíðarskáli Lækjarbotnum. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 28.05.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Skíðadeildar Víkings, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.1.054.284,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
16.2103156 - Víkurhvarf 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 28.05.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Bindindisfélags IOGT um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.1.590.621,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
17.2103156 - Víkurhvarf 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 28.05.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar RM Heklu, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.1.590.621,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
18.2102789 - Rjúpnasalir 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 28.05.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar frá Lionsklúbbnum Ýr, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.172.725,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Ýmis erindi
19.2009644 - Óskað eftir afstöðu Kópavogsbæjar um hugsanlega breytingu á heilbrigðiseftirlitssvæðum
Frá umhverfis- og auðlindarráðuneytinu, dags. 08.06.2021, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir afstöðu Kópavogsbæjar um hugsanlega breytingu á heilbrigðiseftirlitssvæðum.
Ýmis erindi
20.2106703 - Bókun 525. fundar stjórnar SSH. Stjórnsýsla byggðarsamlaga
Frá stjórn SSH, dags. 10.06.2021, lögð fram bókun 525. fundar varðandi stjórnsýslu byggðasamlaga.
Ýmis erindi
21.2106732 - Bókun 525. fundar stjórnar SSH. Staða barna með fjölþættan vanda
Frá stjórn SSH, dags. 10.06.2021, lögð fram bókun 525. fundar varðandi stöðu barna með fjölþættan vanda.
Ýmis erindi
22.2106702 - Bókun á 525. fundi stjórnar SSH. Erindi Áhugafólks um samgöngur fyrir alla
Frá stjórn SSH, dags. 10.06.2021, lögð fram bókun 525. fundar varðandi erindis áhugafólks um samgöngur fyrir alla.
Fundargerðir nefnda
23.2106398 - Fundargerð 435. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 04.06.2021
Fundargerðir nefnda
24.2106696 - Fundargerð 525. fundar stjórnar SSH frá 07.06.2021
Fundargerð
25.2106014F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 318. fundur frá 10.06.2021
Fundargerð
26.2106008F - Forsætisnefnd - 180. fundur frá 10.06.2021
Fundargerð
27.2106015F - Velferðarráð - 86. fundur frá 14.06.2021
Fundi slitið - kl. 10:15.