Bæjarráð

3049. fundur 10. júní 2021 kl. 08:15 - 09:28 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2106238 - Reglur um hljóðritun símtala

Frá lögfræðideild, lögð fram drög að reglum um hljóðritun símtala hjá Kópavogsbæ til samþykktar.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

Gestir

  • Anna Kristín Guðmundsdóttir lögfræðingur - mæting: 09:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2106089 - Borgarholtsbraut 19, Brauðkaup, Kársnes ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi 17. júní

Frá lögfræðideild, dags. 08.06.2021, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 12.05.2021, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kársnes ehf., kt. 560119-2830, um tímabundið áfengisleyfi vegna 17. júní hátíðarhalda sem verða 16. og 17. júní frá kl. 17:00-23:59, á staðnum Brauðkaup, að Borgarholtsbraut 19, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2104042 - Tillaga bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að vinna og birta samfélagsskýrslu samhliða ársreikningi

Frá bæjarritara og sviðsstjóra fjármálasviðs, dags. 08.06.2021, lögð fram umsögn um tillögu bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að vinna og birta samfélagsskýrslu samhliða ársreikningi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gerð verði samfélagsskýrsla fyrir Kópavogsbæ í samræmi við framlagt erindi.

Gestir

  • Kristín Egilsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 08:30
  • Pálmi Másson, bæjarritari - mæting: 08:30

Ýmis erindi

4.2012378 - Hraunbraut 14. Endurupptaka máls

Frá Steinari Orra Sigurðssyni og Hallgerði Elvarsdóttur, dags. 5. maí, lögð fram beiðni um endurupptöku máls vegna Hraunbrautar 14.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

Ýmis erindi

5.2106027 - Óskað eftir að skipað verði í undirbúningsnefnd vegna uppbyggingar á keppnisvelli við Kórinn

Frá Handknattleiksfélagi Kópavogs, dags. 27.05.2021, lögð fram beiðni um að skipað verði í undirbúningsnefnd vegna uppbyggingar á keppnisvelli við Kórinn.
Bæjarráð samþykktir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs.

Ýmis erindi

6.2106261 - Aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags.03.06.2021, lögð fram til kynningar aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.
Karen E. Halldórsdóttir vék af fundi kl. 9:03 og Margrét Friðriksdóttir tók sæti í hennar stað.

Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.2106005F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 317. fundur frá 03.06.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2106001F - Íþróttaráð - 113. fundur frá 03.06.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2105027F - Menntaráð - 81. fundur frá 03.06.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2105029F - Leikskólanefnd - 131. fundur frá 03.06.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2105011F - Skipulagsráð - 100. fundur frá 07.06.2021

Fundargerð í 21 lið.
Lagt fram.
  • 11.8 2104325 Nýbýlavegur 10. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 16. apríl 2021 fh. lóðarhafa Nýbýlavegar 10 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggingarreitur breytist lítillega og stækkar um 40 cm til suðurs og 60 cm til norðurs. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Auðbrekku þróunarsvæðis, Nýbýlavegur 2-12 sem samþykkt var í bæjarstjórn 22. september 2020 og birt í b- deild stjórnartíðinda 4. desember 2020. Uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 19. apríl 2021. Á fundi skipulagsráðs 19. apríl 2021 samþykkti skipulagsráð með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegar 10, 12, Auðbrekku 25 og Dalbrekku 30/Laufbrekku 30. Kynningartíma lauk 25. maí 2021. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 100 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 11.11 2103699 Fagrihjalli 11. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Jakobs Líndal arkitekts dags. 22. febrúar 2021 f.h. lóðarhafa Fagrahjalla 11 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Á lóðinni stendur 261,9 m² steinsteypt einbýlishús ásamt 67,9 m² bílskúr, byggt 1991. Í erindinu er óskað eftir að stækka byggingarreit kjallarans um 3,05 m. til suðurs, samtals um 36 m². Eftir breytingu verður stærð hússins 361,1 m² og nýtingarhlutfallið eykst úr 0,47 í 0,52. Uppdráttur í mkv. 1:250, 1:500 og 1:1000 dags. 22. febrúar 2021. Á fundi skipulagsráðs 29. mars 2021 var samþykkt með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fagrahjalla 9, 13, Furuhjalla 10 og 12. Kynningartíma lauk 1. júní 2021. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 100 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 11.15 2106143 Haukalind 6. Breytt aðkoma að bílastæði.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Haukalindar 6 dags. 2. júní 2021 þar sem óskað er eftir að taka niður kantstein og koma fyrir bílastæði á lóð. Samkvæmt mæliblaði dags. 28. júlí 1995 er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar liggur fyrir. Skýringarmyndir ásamt erindi dags. 1. júní 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 100 Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði kostnaður greiddur af lóðarhafa. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 11.16 2103945 Hraunbraut 14. Kynning á byggingarleyfi. Ósk um að fá samþykkt dvalarsvæði á þaki bílskúrs.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Luigi Bartolozzi arkitekts dags. 11. mars 2021 fh. lóðarhafa Hraunbrautar 14. Á lóðinni er steinsteypt þriggja hæða hús með þremur íbúðum og sambyggðum bílskúr, byggt 1968. Í erindinu er óskað eftir að breyta þaki bílskúrsins í dvalarsvæði og reisa handrið meðfram þakkanti. Samþykki meðeigenda og lóðarhafa aðliggjandi lóða varðandi breytingu á þaki bílskúrsins liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 11. mars 2021. Kynningartíma lauk 10. maí sl., athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 4. júní 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 100 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Kristinn D. Gissurarson situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 11.18 2106157 Skemmuvegur 2A, skrifstofur Byko. Breytt deiliskipulag
    Lögð fram tillaga Jóhanns Sigurðssonar arkitekts dags. 20. maí 2021 fh. lóðarhafa, Byko og Norvik að breyttu deiliskipulagi við Skemmuveg 2-4.
    Í breytingunni felst breytt afmörkun byggingarreits og aukning á byggingarmagni skrifstofuhúsnæðisins úr 2.450 m² í 3.450 m².
    Byggingarmagn núverandi vöruafgreiðslu og afgreiðslu á 1. hæð verður óbreytt 6.547 m²
    Við breytinguna verða bílastæði á svæðinu 627 talsins sem er fækkun um 8 stæði frá gildandi deiliskipulagi. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulagsskilmála. Uppdrættir í mkv. 1:1.000 og 1:500 dags. 20. maí 2021.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 100 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

12.2106022 - Fundargerð 266. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 31.05.2021

Fundagerð í 28 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2101712 - XXXVI. Landsþings sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerð XXXVI. Landsþings sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2106241 - Fundargerð 100. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 14.05.2021

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2106010 - Fundargerð 340. fundar stjórnar Strætó frá 21.05.2021

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2106402 - Fundargerð 447. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 15.04.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2106403 - Fundargerð 448. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 21.05.2021

Fundagerð í 5 liðum.
Lagt fram.
Bæjarráð samþykkir að halda aukafund miðvikudaginn 16. júní kl. 8:15.

Fundi slitið - kl. 09:28.