Bæjarráð

3048. fundur 03. júní 2021 kl. 08:15 - 09:56 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Margrét Friðriksdóttir varamaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2104261 - Menntasvið-ráðning leikskólastjóra Arnarsmára

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 31.05.2021, lagður fram rökstuðningur vegna ráðningar í stöðu leikskólastjóra Arnarsmára.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að Bryndís Baldvinsdóttir verði ráðin leikskólastjóri leikskólans Arnarsmára.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2004098 - Hjúkrunarrými fyrir yngra fólk

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 20.05.2021, lagt fram minnisblað varðandi hjúkrunarrými fyrir einstaklinga yngri en 67 ára.
Lagt fram.

Bókun:
"Undirritaðri þykir mjög miður að ekki sé hægt að stofna í Boðaþingi sértæka deild fyrir yngra fólk með færnisskerðingu sem þarf á umfangsmikilli þjónustu að halda. Skýringin virðist vera flækjustig laga, reglna og samningsgerðar ríkis og sveitarfélagsins um hlutverk og greiðslur þeirra á milli. Það að ekki sé hægt að bíða eftir því kemur í veg fyrir að hægt sé að opna slíkt úrræði.

Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands frá árinu 2018 búa 139 einstaklingar yngri en 67 ára á hjúkrunarheimilum. Af þeim eru 20 sem búa á sérhæfðum hjúkrunardeildum í Mörk og Skógarbæ í Reykjavík sem ætlaðar eru yngi fólki sem þarf umfangsmikla þjónustu. Því er óskiljanlegt að ekki sé hægt að opna sambærilega deild í Boðaþingi.
Undirrituð telur jafnframt nauðsynlegt að endurhugsa hugmyndafræðina á bak við hjúkrunarheimilin og þjónustu við eldri borgara í átt til fjölbreyttari búsetuúrræða."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Bókun:
"Ég tek undir þessa bókun."
Pétur H. Sigurðsson

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2012557 - Dalsmári 5, Fífan - endurnýjun lýsingar

Frá deildartjóra eignadeildar, dags. 31.05.2021, lögð fram tillaga um að gengið verði til samninga við Þelamörk ehf. um endurnýjum lýsingar í Fífunni.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við Þelamörk ehf. um endurnýjun lýsingar í Fífunni.

Gestir

  • Ari Sigfússon deildarstjóri eignadeildar - mæting: 08:42
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:42

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2104666 - Útboð - Rekstur líkamsræktarðastöðu við sundlaugar í Kópavogi

Frá deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 31.05.2021, lögð fram niðurstaða útboð í líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við RFC ehf. um líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs.

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogadóttir, lögfræðingur - mæting: 08:53
  • Jón Júlíusson, deildarstjóri íþróttadeildar - mæting: 08:53

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2105289 - Borgarholtsbraut 19, Kársnes ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 26.05.2021, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 25.05.2021, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kársnes ehf., kt. 560119-2830, um tímabundið áfengisleyfi vegna Hverfishátíðar dagana 4-5. júní 2021, frá kl. 17.00 - 23.59 á staðnum Brauðkaup, Borgarholtsbraut 19, Kópavogi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum að afgreiðslutími og staðsetning staðar sé innan marka reglna og skipulags sveitarfélags og veitir jákvæða umsögn.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2011406 - Samkomulag um uppbyggingu á skipulagssvæðinu Traðarreitur-eystri (reitur B29)

Frá lögfræðideild, dags. 14.05.2021, lögð fram drög að samkomulagi um uppbyggingu á skipulagssvæðinu Traðarreitur-eystri(reitur B29). Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum þann 20.05.2021.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagt samkomulag um uppbyggingu á skipulagssvæðinu Traðarreitur eystri.

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur - mæting: 09:05

Ýmis erindi

7.2106019 - Beiðni um heimild til að sækja um yfirdráttarheimild

Frá Strætó bs., dags. 2. mars, lögð fram beiðni um heimild til að sækja um yfirdráttarheimild að fjárhæð 300 m.kr. sem eigendavettvangur Strætó vísaði til afgreiðslu aðildarsveitarfélaga. Einnig lögð fram fjármálagreining KPMG frá 25. janúar sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Jóhannes Svavar Rúnarsson - mæting: 09:37

Ýmis erindi

8.2105934 - Yfirlit yfir helstu breytingar á jarðalögum, nr. 81-2004

Frá avinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 28.05.2021, lagt fram yfirlit yfir helstu breytingar á jarðalögum, nr. 81-2004.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2105018F - Leikskólanefnd - 130. fundur frá 20.05.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

10.2105022F - Lista- og menningarráð - 128. fundur frá 27.05.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2105946 - Fundargerð 898. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.05.2021

Fundargerð í 22 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

12.2105026F - Velferðarráð - 85. fundur frá 31.05.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
  • 12.7 1901639 Endurskoðun á reglum um NPA
    Drög að reglum, auk umbeðinnar umsagnar lögfræðideildar, lögð fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 85 Hlé var gert á fundi kl.17:24.
    Fundi var fram haldið kl.17:50.

    Velferðarráð samþykkti framlagðar reglur fyrir sitt leyti, að viðbættu ákvæði um endurskoðun að ári liðnu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
    Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 12.8 2105770 Fossvogsbrún 2a - íbúðakjarni fyrir fatlað fólk
    Greinargerð vegna viðauka við fjárhagsáætlun 2021 lögð fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 85 Vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð frestar erindinu.

Fundi slitið - kl. 09:56.