Bæjarráð

3047. fundur 27. maí 2021 kl. 08:15 - 09:35 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2105474 - Kaup á starfssemi - leikskólinn Undraland

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 25.05.2021, lögð fram uppfærð tillaga varðandi kaup á starfssemi leikskólans Undralands. Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum 20.05.2021.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um kaup á starfsemi leikskólans Undralands og felur sviðsstjóra fjármálasviðs að leggja viðauka við fjárhagsáætlun fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

Gestir

  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðssstjóri menntasviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2104043 - Tillaga bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að bæta við vaxtarsvæði túlípana í bæjarlandi og auki við gróðursetningu sumarblóma og blómstrandi runna

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 25.05.2021, lögð fram umsögn ásamt greinargerð garðyrkjustjóra vegna tillögu bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að Kópavogsbær bæti við vaxtarsvæði túlípana í bæjarlandinu.
Lagt fram.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1905501 - Tillaga Samfylkingar, BF Viðreisnar og Pírata um trjáræktarsvæði fyrir almenning

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 21.05.2021, lögð fram umsögn um tillögu um trjáræktarsvæði fyrir almenning. Umsögninni fylgir minnisblað garðyrkjustjóra.
Lagt fram.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2103722 - Útboð - Kársnesskóli byggingarstjóri og eftirlit

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 25.05.2021, lagt fram erindi þar sem óskað eftir heimild bæjarráðs til að bjóða út eftirlit með byggingu Kársnesskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild til að bjóða út eftirlit með byggingu Kársnesskóla.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir - mæting: 09:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2105379 - Turnahvarf 2. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 14.05.2021, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Turnarhvarfs 2, Eignarhaldsfélagsins Ögur ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna veðsetningu.

Ýmis erindi

6.2105625 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um endurskoðun laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 640. mál

Frá atvinnuveganefnd Alþingis lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 640. mál
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

7.2105624 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um nýja velferðarstefnu fyrir aldraða, 720. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um nýja velferðarstefnu fyrir aldraðra, 720. mál.


Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Fundargerð

8.2105021F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 316. fundur frá 20.05.2021

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2105015F - Íþróttaráð - 112. fundur frá 19.05.2021

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2105012F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 141. fundur frá 18.05.2021

Fundagerð í 8 liðum.
Lagt fram.
  • 10.8 2105064 Umhverfisviðurkenningar 2021
    Lögð fram tillaga að útfærslu og verklagi á umhverfisviðurkenningum 2021. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 141 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögur af útfærslu og verklagi 2021.

Fundargerðir nefnda

11.2105630 - Fundargerð 339. fundar stjórnar Strætó frá 30.04.2021

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2105598 - Fundargerð 32. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 10.05.2021

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

13.2105637 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Péturs H. Sigurðssonar um kostnað vegna auglýsinga á samfélagsmiðlum

Frá bæjarfulltrúa Pétri Hrafni Sigurðssyni, dags. 20.05.2021, lögð fram fyrirspurn varðandi kostnað vegna auglýsinga á erlendum samfélagsmiðlum á árunum 2020, 2019 og 2018, sundurliðað eftir árum. Jafnframt er óskað eftir yfirliti yfir 10 stærstu (dýrustu) viðburðina sem auglýstir voru á samfélagsmiðlum, skipt eftir ofangreindum árum.





Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til sviðsstjóra fjármálasviðs.

Fundi slitið - kl. 09:35.