Bæjarráð

3041. fundur 25. mars 2021 kl. 08:15 - 11:39 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásmundur Alma Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1804170 - Kópavogstún 14. Endurbætur og uppbygging á Kópavogsbænum

Frá bæjarstjóra, lagður fram samningur við Lionsklúbb Kópavogs um endurbætur og uppbyggingu á Kópavogsbænum að Kópavogstúni 14.
Fundarhlé hófst kl. 8:17, fundi fram haldið kl. 9:30

Bæjarráð frestar erindinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2103891 - Álfhólsvegur 120, Álfhólsskóli Hjalli - endurnýjun álmu 5

Frá sviðsstjórum umhverfis- og menntasviðs, dags. 22. mars, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á endurgerð álmu 5 í Álfhólsskóla. Einnig er óskað eftir viðbótarfjárveitingu til verksins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild og vísar fjármögnun verkefnisins til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ari Sigfússon, deildarstjóri eignadeildar - mæting: 08:30
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2011561 - Útboð - Kársnesskóli verkframkvæmd

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 11. mars, lagðar fram niðurstöður útboðs vegna byggingar nýs Kárnesskóla þar sem lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Rizziani de Eccher. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum þann 18. mars sl.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:12
  • Stefán L. Stefánsson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 09:12
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur - mæting: 09:12

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2102298 - Þjónustuapp - samningur um þróun þjónustuapps

Frá forstöðumanni upplýsingatæknideildar, dags. 16. mars, lagt fram erindi þar sem óska er eftir heimild til að ganga til samninga við Stefnu ehf. um þróun á þjónustuappi. Bæjarráð frestaði málinu til næsta fundar á fundi sínum þann 11. febrúar sl.
Bæjarráð frestar málinu.

Bókun:
"Undirritaður bendir á að flest af því sem er í appinu á að vera aðgengilegt annarstaðar fyrir íbúa Kópavogs. Undirritaður telur að farsælla sé að fara með þetta verkefni inn í samstarfsvettvang um stafrænt ráð sveitarfélaganna sem verið er að koma á laggirnar."
Pétur H. Sigurðsson

Fundarhlé hófst kl. 10:44, fundi fram haldið kl. 11:01

Gestir

  • Ingimar Friðriksson deildarstjóri UT deildar - mæting: 10:01

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2102728 - Hlíðarvegur 26. Endurupptaka máls

Frá lögfræðideild, dags. 17. mars, lögð fram umsögn um beiðni um endurupptöku máls vegna Hlíðarvegar 26.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum endurupptöku málsins og vísar því til nýrrar málsmeðferðar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2012220 - Fífuhvammur 25, kæra v. útgefið byggingarleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 22. mars, lögð fram niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 131/2020.
Lagt fram.

Ýmis erindi

7.2103822 - Lækjarbotnaland 15. Beiðni um endurupptöku

Frá Sigríði Önnu Guðnadóttur, dags. 16. mars, lögð fram beiðni um endurupptöku máls vegna Lækjarbotnalands 15.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

8.2103754 - Erindi vegna Dalvegar 1 - Nýr áningarstaður í Kópavogsdal

Frá Vistbyggð ehf., dags. 18. mars, lagt fram erindi um uppbyggingu á lóðinni Dalvegi 1 þegar Sorpa hverfur af lóðinni.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Ýmis erindi

9.2103865 - Erindi til alþingis og sveitarstjórna frá Áhugafólki um samgöngur fyrir alla

Frá hópnum Áhugafólki um samgöngur fyrir alla, lagt fram erindi um BRT-lite hraðvagnakerfi.
Lagt fram.

Ýmis erindi

10.2103681 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframleiðenda, 495. mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 16. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsumlögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframaleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað (þingmannafrumvarp).
Lagt fram.

Ýmis erindi

11.2103678 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, 585. mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 16. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

12.2103805 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga, 602. mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 18. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

13.2103687 - Til umsagnar frumvarp ti laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis (fjölgun jöfunarsæta), 496. mál

Frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, dags. 16. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp ti laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis (þingmannafrumvarp).
Lagt fram.

Ýmis erindi

14.2103690 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál), 491. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 16. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (þingmannafrumvarp).
Lagt fram.

Fundargerð

15.2103006F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 139. fundur frá 16.03.2021

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.
  • 15.3 2103448 Garðlönd - Fyrirkomulag og gjald 2021
    Frá Umhverfissviði lögð fram tillaga að fyrirkomulagi og gjaldi fyrir garðlönd Kópavogs 2021. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 139 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu að fyrirkomulagi og gjaldi fyrir garðlönd árið 2021. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

16.2103846 - Fundargerð 444. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 26.02.2021

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2103736 - Fundargerð 391. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17.03.2021

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerð

18.2103017F - Velferðarráð - 81. fundur frá 22.03.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:39.