Bæjarráð

3038. fundur 04. mars 2021 kl. 08:15 - 11:47 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir varamaður
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2004242 - Breytingar á meðhöndlun úrgangs - Málefni Sorpu bs.

Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu bs fer yfir breytingar á meðhöndlun úrgangs, ásamt málefnum Sorpu bs.
Kynning.

Gestir

  • Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri SORPU - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2011213 - Loftslagsstefna Kópavogsbæjar

Frá verkefnastjóra íbúatengsla, dags. 25. febrúar 2021, lagt fram minnisblað um stefnu Kópavogsbæjar í loftslagsmálum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða verkefnisáætlun fyrir sitt leyti og vísar erindinu til afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.

Gestir

  • Sigrún María Kristinsdóttir verkefnastjóri íbúatengsla - mæting: 09:51

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1910462 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.

Erindi frá Birgi H. Sigurðssyni skipulagsstjóra, þar sem óskað er eftir því að ákvörðun bæjarstjórnar frá 23. febrúar s.l., um tillögu að breyttu skipulagi Glaðheima vesturhluta, verði afturkölluð og skipulagsdeild gert kleift að leggja fram nýja endurskoðaða tillögu sem samræmist tillögu að nýju aðalskipulagi Kópavogs.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri - mæting: 10:05
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:05

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2101652 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Péturs Hrafns Sigurðssonar um sérstakan íþróttastyrk til tekjulágra heimila í Kópavogi

Lagt fram svar við fyrirspurn Péturs Hrafns Sigurðssonar um sértakan íþróttastyrk til tekjulágra heimila í Kópavogi.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar að nýju til ítarlegri greiningar.

Ýmis erindi

5.2103141 - Þjónustukönnun sveitarfélaga 2020 - Gallup

Lagðar fram niðurstöður úr Gallup þjónustukönnun sveitarfélaga 2020.
Lagt fram.

Gestir

  • Jóna Karen Sverrisdóttir - mæting: 09:06

Ýmis erindi

6.1912312 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Tillaga að breytingu á Vífilstaðalandi, þróunarsvæði B.

Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að samkomulagi við Garðabæ um vegtengingar í Hnoðraholti.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Pétur Hrafn Sigurðsson vék af fundi kl. 11:13 og tók Bergljót Kristinsdóttir sæti í hans stað.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir - mæting: 10:15
  • Birgir H. Sigurðsson - mæting: 10:15

Ýmis erindi

7.2103057 - Fyrirspurn vegna hreinsunar á Kársnesi

Frá hússtjórn Hafnarbrautar 13-15, dags. 17.febrúar 2020, lagt fram erindi varðandi hreinunarátak á Kársnesi.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sviðsstjóra umhverfissviðs.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:25

Ýmis erindi

8.2102769 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla (kristinfræðikennsla), 141. mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 23. febrúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla (þingmannafrumvarp).
Lagt fram.

Ýmis erindi

9.2102758 - Til umsagnar frumvarp til laga um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál

Frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, dags. 22. febrúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um stjórnskipunarlög (þingmannafrumvarp).
Lagt fram.

Ýmis erindi

10.2102839 - Til umsagnar frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 24. febrúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um málefni innflytjenda (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

11.2102778 - Til umsagnar frumvarp til laga um hafnarlög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 23. febrúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um hafnarlög (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Fundargerð

12.2102025F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 310. fundur frá 25.02.2021

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2102014F - Leikskólanefnd - 126. fundur frá 18.02.2021

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

14.2102009F - Skipulagsráð - 93. fundur frá 01.03.2021

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
  • 14.5 1907192 Kleifakór 2-4. Íbúðakjarni fyrir fatlaða.
    Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi AVH efh. fh. Kópavogsbæjar að sjö þjónustuíbúðum fyrir fatlaða við Kleifakór 2 og 4. Tillagan gerir ráð fyrir 15 bílastæðum og inngangi á austurhlið hússins og sólstofu á vesturhlið. Ofangreind tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar var forkynnt fyrir lóðarhöfum Kleifakórs 1-25 og þeim gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum fyrir föstudaginn 18. september 2020. Þá eru framkomnar athugasemdir lagðar fram ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 23. febrúar 2021 um ferli málsins, fundargerð frá samráðsfundi dags. 11. febrúar 2020 og umsögn velferðarsviðs um starfsemi íbúðarkjarna dags. 11. ágúst 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 93 Skipulagsráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 14.7 2007022 Sunnubraut 6. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sigurðar Hallgrímssonar, arkitekts Arkþing/Nordic fh. lóðarhafa Sunnubrautar 6 með ósk um að reisa viðbyggingu og steypa svalir. Á lóðinni stendur steinsteypt hús, byggt 1963, samtals 209 m2. Viðbyggingin er fyrirhuguð á vesturhlið hússins, um 11,8 m2 að flatarmáli og byggðar verða 24,9 m2 svalir meðfram suðurhlið hússins með útgengi frá alrými. Uppdrættir í mvk. 1:100 og 1:500 dags. 14. september 2020. Á fundi skipulagsráðs 16. nóvember 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Sunnubrautar 4, 8, Mánabrautar 5 og 7. Athugasemdafresti lauk 15. janúar 2021. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Þá lögð fram breytt tillaga dags. í febrúar 2021 þar sem komið er til móts við athugasemdir. Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 25. febrúar 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 93 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 14.13 1901481 Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040. Nýtt aðalskipulag fyrir lögsögu Kópavogsbæjar.
    Með tilvísan til samþykktar skipulagsráðs 30. nóvember 2020 er lögð fram að nýju tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 ásamt umhverfismati. Í tillögunni er sett fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál innan lögsögu Kópavogs til ársins 2040. Tillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti dags. 24. nóvember 2020 og uppfærð 26. febrúar 2021. Þá lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 8. febrúar 2021 og minnisblað verkefnisstjóra Aðalskipulags dags. 26. febrúar 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 93 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að vísa uppfærðri tillögu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. ofangreindra laga. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

15.2102775 - Fundargerð 97. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 06.11.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2102776 - Fundargerð 98. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 15.01.2021

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

17.2102015F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 137. fundur frá 23.02.2021

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.
  • 17.1 2101495 Kynning á fýsileika samræmingar úrgangsflokkunar - skýrsla
    Lögð fram skýrsla um samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu ásamt minnisblaði starfshóps SSH um málið. Erindið var lagt fyrir bæjarráð 28. janúar síðastliðinn þar sem því var frestað til að vera lagt fram í ráðum og nefndum sveitarfélagsins. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 137 Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á að samræma flokkun á höfuðborgarsvæðinu og samþykkir framlagða tillögu að leið A1. Nefndin leggur áherslu á fjóra strauma úrgangsflokkunar, sérsöfnun við heimili og að það verði samþykkt af öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Fundargerð

18.2102017F - Ungmennaráð - 23. fundur frá 22.02.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

19.2102024F - Menntaráð - 75. fundur frá 02.03.2021

Fundargerð í 8 liðum.
Lögð fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

20.2101419 - Tillaga bæjarfulltrúa Péturs Hrafns Sigurðssonar um skipun starfshóps til að skoða möguleika á sameiningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Kópavogi

Tillaga frá bæjarfulltrúa Pétri Hrafni Sigurðssyni um skipan starfshóps sem verði falið að skoða möguleika á sameiningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Kópavogi. Meðal þess sem starfshópurinn skal skoða eru möguleikar á bætri þjónustu við Kópavogsbúa sem nýta heimaþjónustu og heimahjúkrun og aðstandendur þeirra. Enn fremur skal starfshópurinn skoða möguleika sem sameining gæti haft á rekstur heimaþjónustu og heimahjúkrunnar. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar velferðarráðs og öldugnaráðs sem liggja nú fyrir og lagðar voru fram á síðasta bæjarráðsfundi þann 25. febrúar sl.
Bæjarráð hafnar tillögu Péturs Hrafns Sigurðssonar með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Bergljótar Kristinsdóttur og hjásetu Helgu Hauksdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Bæjarráð tekur undir minnisblað forstöðumanns UT deildar.

Bókun:
"Undirrituð harmar að ekki sé meirihluti fyrir því að setja á fót starfshóp til að greina þjónustuþörf eldri borgara frá upphafi til enda. Það skref að útbúa gátt fyrir notendur þjónustu er góð byrjun en þörfina þarf að greina í heild. Ekki er hægt að sjá hverjir eigi að vinna að þeirri þarfagreiningu.

Bergljót Kristinsdóttir"

Bókun:
"Undirrituð hefur væntingar um að það fari fram þarfagreining við gerð þjónustugáttar.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir"

Bókun:
"Ég tek undir bókun Theódóru.
Karen E. Halldórsdóttir"

Fundi slitið - kl. 11:47.