Bæjarráð

2778. fundur 11. júní 2015 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Guðmundur Gísli Geirdal varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Guðmundur Geirdal sat fundinn í stað Hjördísar Johnson.

1.15061886 - Líkamsræktarstöðvar 2015, útboð á húsnæði í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni í Versölum.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 9. júní, lögð fram beiðni um heimild til að bjóða út í opnu útboði það húsnæði sem notað er undir rekstur á líkamsræktaraðstöðu í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni Versölum.
Hlé var gert á fundi kl. 9.15. Fundi var framhaldið kl. 9.22.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

2.1506593 - Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs. Tillaga lögfræðideildar.

Frá lögfræðideild, dags. 3. júní, lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Kópavogsbæ í samræmi við lög nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Kópavogsbæ og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

3.15061878 - Hlíðasmári 3 - Café Atlanta. Umsókn um tímabundið áfengisleyfi f. brúðkaupsveislu. Beiðni um umsögn.

Frá lögfræðideild, dags. 9. júní, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar um umsókn Café Atlanta, kt. 700112-0390, um tímabundið áfengisleyfi vegna brúðkaupsveislu þann 13. júní 2015, frá kl. 18:00 til 01:00 á Café Atlanta að Hlíðarsmára 3, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

4.1404085 - Ný lögreglusamþykkt Kópavogs 2014. Minnisblað lögfræðideildar.

Frá lögfræðideild, dags. 3. júní, lögð fram að nýju umsögn vegna breytinga á nýrri lögreglusamþykkt Kópavogsbæjar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

5.1110428 - Tunguheiði 8, kæra v. synjun leyfis til byggingar þakhýsis. Úrskurður.

Frá lögfræðideild, dags. 3. júní, lagt fram bréf fulltrúa lögfræðideildar vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 78/2011
Lagt fram.

Bæjarráð gerir athugasemd við hægagang í málsmeðferð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

6.1505018 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 28. maí 2015.

153. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 8. liðum.
Lagt fram.

7.1506004 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 4. júní 2015.

154. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 14. liðum.
Lagt fram.

8.1505023 - Hafnarstjórn, dags. 1. júní 2015.

100. fundur hafnarstjórnar í 4. liðum.
Lagt fram.

9.1505019 - Íþróttaráð, dags. 4. júní 2015.

48. fundur íþróttaráðs í 50. liðum.
Lagt fram.

10.1506003 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 4. júní 2015.

38. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

11.1506002 - Leikskólanefnd, dags. 3. júní 2015.

59. fundur leikskólanefndar í 1. lið.
Lagt fram.

12.1304140 - Viðmið um fjölda barna í leikskólum. Hagsmunir barna, velferð og vellíðan.

Frá leikskólafulltrúa, dags. 4. júní, lögð fram bókun leikskólanefndar þar sem tillaga menntasviðs varðandi samþykkt viðmið um fjölda barna í leikskólum Kópavogs var samþykkt og vísað til bæjarráðs.
Lagt fram.

13.1505009 - Skólanefnd, dags. 8. júní 2015.

88. fundur skólanefndar í 10. liðum.
Lagt fram.

14.1501339 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 29. maí 2015.

828. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 46. liðum.
Lagt fram.

15.1501351 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar hbsv. dags. 1. júní 2015.

59. fundur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins í 6. liðum.
Lagt fram.

16.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 1. júní 2015.

416. fundur stjórnar SSH í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið.