Bæjarráð

3028. fundur 17. desember 2020 kl. 08:15 - 13:27 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir varamaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2012055 - Umferðarljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu

Kynning á skýrslu um niðurstöður úttektar á umferðaljósastýringum á höfuðborgarsvæðinu.
Lagt fram.

Bókun bæjarráðs:
"Bæjarráð Kópavogs beinir því til stjórnar Betri samgangna ohf að marka skýra stefnu í ljósastýringu á höfuðborgarsvæðinu í samráði við aðila Samgöngusáttmálans. Mikilvægt er að í kjölfarið verði farið í útboð sem tryggir heildarlausn sem taki mið af öllum tegundum samgangna sem er í samræmi við markmið Samgöngusáttmálans."


Bókun:
"Í samkomulagi ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu segir að ráðist verði strax í markvissar aðgerðir til að nýta tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangur félagsins „Betri samgöngur“ er að hrinda efni samkomulagsins í framkvæmd. Í ljósi þess hvernig verkefnið um umferðarstýringu á höfuðborgarsvæðinu hefur farið af stað með úrskurðum um að m.a að ekki sé gætt að ákvæðum laga, álagningu stjórnvaldssekta og krafna um greiðslu skaðabóta þá telur undirrituð borðliggjandi að kerfið verði boðið út í heild sinni um leið og fyrir liggur stefna sem tekur mið af samgöngusáttmálanum. Undirrituð leggur áherslu á og hvetur Betri samgöngur ohf og aðila samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins til að að tryggja að meginreglur opinberra innkaupa séu virtar. Í því felst meðal annars að tryggja jafnræði milli fyrirtækja við tilboðsgerð með það að leiðarljósi að hagkvæmni sé leitað með virkri samkeppni og til að efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Bókun:
"Ég tek undir bókun Theódóru."
Sigurbjörg E. Egilsdóttir.

Gestir

  • Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH - mæting: 08:15
  • Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri hjá Vegagerðinni - mæting: 08:15
  • Þorsteinn Rúnar Hermannsson samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2012241 - Málefni skíðasvæðanna

Kynning á stöðu uppbyggingar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Einnig lagt fram erindi SSH vegna málsins dags. 8. desember þar sem lagður er fram til efnislegrar afgreiðslu aðildarsveitarfélaga viðauki við samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, ásamt minnisblaði verkefnahóps um verkefnið frá 30. nóvember.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlögð drög að viðauka II.

Gestir

  • Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH - mæting: 09:30
  • Margrét Lilja Gunnarsdóttir - mæting: 09:30
  • Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæðanna - mæting: 09:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2012254 - Stytting vinnuvikunnar

Farið yfir stöðu styttingu vinnuvikunnar hjá Kópavogsbæ.
Kynning.

Gestir

  • Harpa Björg Guðfinnsdóttir, mannauðsráðgjafi menntasviði - mæting: 11:25
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 11:25

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2011317 - Urðarhvarf 2, SAB ehf. Umsókn um umsögn vegna rekstrarleyfis

Frá lögfræðideild, dags. 9. desember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 12. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn SAB ehf., kt. 510496-2489, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, að Urðarhvarfi 2, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2012287 - Digranesheiði 8, heimild til niðurrifs.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14. desember, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar til niðurrifs Digranesheiði 8.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur umbeðna heimild til niðurrifs.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 12:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.18061018 - Strætóskýli, auglýsingar og rekstur.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 10. desember, lagt fram erindi um útboð um auglýsingar og rekstur biðskýla í Kópavogi þar sem lagt er til að útboði verði frestað þar til endurskoðun á leiðakerfi Strætó m.a. vegna tilkomu Borgarlínu er lokið.
Bæjarráð frestar erindinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2010230 - Fagrilundur, endurnýjun á flóðlýsingu.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 14. desember, lagðar fram niðurstöður útboðs í endurnýjun flóðlýsingar í Fagralundi þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við Raf og tæknilausnir um lampa frá Thorn Altis.
Fundarhlé hófst kl. 12:08,fundi fram haldið kl. 12:23.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við Raf og tæknilausnir.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 12:23

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2012284 - Frjálsíþróttaaðstaða svar við fyrirspurn í bæjarráðið 021220

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 14. desember, lagt fram minnisblað um uppbyggingu og viðhald fyrir frjálsíþróttaaðstöðu í Kópavogi sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs þann 3. desember sl.
Lagt fram.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 12:25

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.2012125 - Útboð - Smárinn ný stúka

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 7. desember, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar til að bjóða út í opnu útboði framkvæmd á nýrri stúku í Smáranum (Fífunni).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild til útboðs.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 12:33

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.2009777 - Útboð - yfirborðsmerkingar 2021-2023

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 14. desember, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar til að bjóða út í opnu útboði yfirborðsmerkingar á götum og stígum, ásamt útboðslýsingu verksins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild til útboðs.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 12:35

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.2012319 - Framfaravogin

Frá bæjarritara, lögð fram úttekt Framfaravogar sveitarfélaga fyrir Kópavog, Reykjanesbæ og Árborg. Auk áætlunar um næstu skref fyrir 2021.
Niðurstöður Framfaravogarinnar lagðar fram og vísað til sviðsstjóranna til umsagnar.
Bæjarráð samþykkir framlagða áætlun um vinnu við Framfaravogina fyrir árið 2021.

Gestir

  • Jakob Sindri Þórsson verkefnastjóri - mæting: 10:38
  • Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri framfaravogarinnar - mæting: 10:38

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

12.2009187 - Umsókn um námsleyfi vor 2021

Frá starfsmannadeild, dags. 27. október, lögð fram umsókn Guðbjargar Sóleyju Þorgeirsdóttur um launað námsleyfi. Lagt er til að henni verði veitt launað námsleyfi í allt að 3 mánuði á árinu 2021 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða umsókn um námsleyfi með því skilyrði að umsækjandi starfi áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma sem námsleyfi varir.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

13.20081463 - Umsókn um námsleyfi 2021

Frá starfsmannadeild, dags. 27. október, lögð fram umsókn Hörpu Sigmarsdóttur um launað námsleyfi. Lagt er til að henni verði veitt launað námsleyfi í 1,5 mánuð á árinu 2021 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða umsókn um námsleyfi með því skilyrði að umsækjandi starfi áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma sem námsleyfi varir.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

14.2009188 - Umsókn um námsleyfi haust 2020

Frá starfsmannadeild, dags. 27. október, lögð fram umsókn Heiðbjartar Gunnólfsdóttur um launað námsleyfi. Lagt er til að henni verði veitt launað námsleyfi í allt að 4 mánuði á árinu 2021 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma. Einnig að henni verði heimilt að færa ótekið 1 mánaða launað námsleyfi á árinu 2020 yfir á árið 2021.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða umsókn um námsleyfi með því skilyrði að umsækjandi starfi áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma sem námsleyfi varir.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

15.2008446 - Umsókn um námsleyfi 2021

Frá starfsmannadeild, dags. 27. október, lögð fram umsókn Rakelar Ýrar Isaksen um launað námsleyfi. Lagt er til að henni verði veitt launað námsleyfi í allt að 5 mánuði á árinu 2021 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða umsókn um námsleyfi með því skilyrði að umsækjandi starfi áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma sem námsleyfi varir.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

16.20081443 - Umsókn um námsleyfi 2021

Frá starfsmannadeild, dags. 27. október, lögð fram umsókn Sigríðar Bjargar Tómasdóttur um að færa ótekið 2 mánaða launað námsleyfi á árinu 2020 yfir á árið 2021. launað námsleyfi. Lagt er til að henni verði veitt launað námsleyfi í 2 mánuði á árinu 2021 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða umsókn um námsleyfi með því skilyrði að umsækjandi starfi áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma sem námsleyfi varir.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

17.20081349 - Umsókn um námsleyfi

Frá starfsmannadeild, dags. 27. október, lögð fram umsókn Sigríðar Hildar Snæbjörnsdóttur um launað námsleyfi. Lagt er til að henni verði veitt launað námsleyfi í 3 mánuði á árinu 2021 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða umsókn um námsleyfi með því skilyrði að umsækjandi starfi áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma sem námsleyfi varir.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

18.20081120 - Umsókn um námsleyfi

Frá starfsmannadeild, dags. 27. október, lögð fram umsókn Sigrúnar Huldu Jónsdóttur um launað námsleyfi. Lagt er til að henni verði veitt launað námsleyfi í allt að 8 mánuði á árinu 2021 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða umsókn um námsleyfi með því skilyrði að umsækjandi starfi áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma sem námsleyfi varir.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

19.20081350 - Umsókn um námsleyfi

Frá starfsmannadeild, dags. 27. október, lögð fram umsókn Stefaníu Herborg Finnbogadóttur um launað námsleyfi. Lagt er til að henni verði veitt launað námsleyfi í allt að 5 mánuði á árinu 2021 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða umsókn um námsleyfi með því skilyrði að umsækjandi starfi áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma sem námsleyfi varir.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

20.2009122 - Umsókn um námsleyfi

Frá starfsmannadeild, dags. 27. október, lögð fram umsókn Gerðar Bjarkar Harðardóttur um launað námsleyfi. Lagt er til að henni verði synjað um launað námsleyfi á árinu 2021 þar sem umsókn hennar er of seint fram komin.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu starfsmannadeildar um að synja umsækjanda um launað námsleyfi, þar sem umsóknin er of seint fram komin.

Ýmis erindi

21.2012242 - Stafrænt ráð sveitarfélaga

Frá SSH, dags. 9. desember, lagt fram erindi um starfrænt ráð sveitarfélaga sem vísað var til efnislegrar afgreiðslu aðildarsveitarfélaga á stjórnarfundi SSH þann 7. desember sl.
Kynning.

Bæjarráð frestar erindinu.

Gestir

  • Fjóla Rún Ágústsdóttir - mæting: 10:00
  • Áslaug Hulda Jónsdóttir - mæting: 10:00
  • Ingimar Þór Friðriksson - mæting: 10:00

Ýmis erindi

22.2012228 - Ósk um fjárstuðning við Fjölsmiðjunna vegna áhrifa Covid-10

Frá Fjölsmiðjunni, dags. 2. nóvember, lagt fram erindi um fjárstuðning við starfsemina vegna áhrifa af Covid-19 heimsfaraldri.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrk að fjárhæð kr. 350.000,-

Ýmis erindi

23.2012227 - Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á áliti í máli SRN20110042

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 8. desember, lagt fram erindi þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á áliti sem varðar notkun fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstórna og nefnda sveitarfélaga.
Lagt fram.

Ýmis erindi

24.2012273 - Til umsagnar frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 11. desember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Fundarger?

25.2012011F - Hafnarstjórn - 117. fundur frá 10.12.2020

Fundagerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

26.2012293 - Fundargerð 892. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11.12.2020

Fundargerð í 34 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

27.2012290 - Fundargerð 516. fundar stjórnar SSH frá 07.12.2020

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

28.2012286 - Fundargerð 331. fundar stjórnar Strætó frá 21.11.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

29.2012015F - Velferðarráð - 75. fundur frá 14.12.2020

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.
  • 29.8 2010127 Reglur um NPA - aðstoðarverkstjórn
    Tillaga að útreikningum vegna aðstoðarverkstjórnar lögð fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 75 Velferðarráð samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 29.9 2004432 Reglur um styrki til náms-, verkfæra og tækjakaupa skv. 25. gr.
    Drög að reglum um styrki til verkfæra- og tækjakaupa lögð fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 75 Velferðarráð samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti, að teknu tilliti til umræðu á fundinum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundarger?

30.2012005F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 135. fundur frá 08.12.2020

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

31.2012326 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Péturs Hrafns Sigurðssonar varðandi Fannborg 2

Frá bæjarfulltrúa Pétri Hrafni Sigurðssyni, lögð fram fyrirspurn um Fannborg 2. Á fundi bæjarráðs 27. júní 2019 var samþykkt að færa niður fasteignamat Fannborgar 2 og meta byggingarstig eignarinnar fokhelt samkvæmt ósk Árkórs ehf. Fyrir lá, samkvæmt upplýsingum frá Árkór ehf. að eignin sé ónothæf sökum myglu. Óskað er eftir upplýsingum um hvað Árkór ehf hefur greitt í fasteignagjöld vegna eignarinnar árin 2019 og 2020 og hver fyrirhuguð fasteignagjöld eru vegna ársins 2021.
Enn fremur er óskað eftir upplýsingum um hvaða starfsemi hefur farið fram í húsinu frá því að ósk um breytingu á byggingarstigi kom fram og hvort sú starfsemi réttlæti niðurfæslu á fasteignamati í fokheldi.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarritara.

Erindi frá bæjarfulltrúum

32.2012312 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um mælikvarða hjá Kópavogsbæ

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, ósk um að fá umræðu í bæjarráði um mælikvarða hjá Kópavogsbæ.
Bæjarráð frestar erindinu.

Erindi frá bæjarfulltrúum

33.2012330 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um framvindu innleiðingar spjaldtölva í leik- og grunnskólum Kópavogs

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, óskað er eftir upplýsingum um framvindu við að innleiða spjaldtölvur í leik- og grunnskólum Kópavogs. Óskað er eftir upplýsingum um eftirfarandi atriði: þróun kostnaðar frá 2015-2020 (og áætlun 2021), hvort gerðar hafa verið kannanir um ánægju eða árangri af notkun, og hvort einhverjar breytingar á samþykktu fyrirkomulagi hafi verið gerðar. Einnig ósk um að fá sviðsstjóra menntasviðs inn á fund samhliða.
Bæjarráð frestar erindinu.

Erindi frá bæjarfulltrúum

34.2012337 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um reglur varðandi styrki til stjórnmálaflokka í formi kaupa á auglýsingum

Frá bæjarfulltrúa Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, fyrirspurn um hvaða reglur gilda um styrki Kópavogsbæjar til stjórnmálaflokka í formi kaupa á auglýsinum í miðlum á þeirra vegum.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar bæjarritara.

Fundi slitið - kl. 13:27.