Bæjarráð

3023. fundur 12. nóvember 2020 kl. 08:15 - 10:39 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson varamaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2003249 - Mánaðarskýrslur 2020

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna september.
Lagt fram.

Bókun:
"Óska eftir að fá yfirlit yfir ábendingar á árinu 2020 sem borist hafa til allra sviða bæjarins og hvernig og hvenær ábendingum var svarað og hvernig og hvenær brugðist var við ábendingum."
Pétur H. Sigurðsson

Gestir

  • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 08:38

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2010250 - Dalvegur 16a. Umsagnarbeiðni um rekstur ökutækjaleigu

Frá lögfræðideild, dags. 20. október, lögð fram umsögn um rekstur og staðsetningu ökutækjaleigu í samræmi við beiðni Samgöngustofu frá 13. október. Umsækjandi er Jóhann Arnar Jóhannsson f.h. Réttingarverkstæðis Jóa ehf., kt. 571097-2229. Sótt er um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu með 16 bifreiðar að Dalvegi 16a. Samkvæmt 3. gr. laga um leigu skráningarskyldra ökutækja nr. 65/2015 og 5. og 6. gr. rgl. nr. 840/2015 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að aðkoma og fjöldi bílastæða henti fyrir væntanlega starfsemi og hvort staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn um umsókn umsækjanda.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2001133 - Sumarstörf 2020

Frá verkefnastjóra Vinnuskólans, lögð fram greinargerð um sumarstörf hjá Kópavogsbæ árið 2020 fyrir 18 ára og eldri.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2001053 - Vinnuskóli 2020

Frá verkefnastjóra Vinnuskólans, lögð fram starfsskýrsla fyrir Vinnuskólann og Skólagarða Kópavogs sumarið 2020.
Lagt fram.

Bókun:
Bæjarráð vil færa starfsfólki vinnuskólans sérstakar þakkir fyrir kraftmikið starf við óvenjulegar aðstæður við skipulag og utanumhald Vinnuskólans, sumarstarfa og skólagarða. Markmið bæjaryfirvalda var að veita öllum sem óskuðu eftir vinnu á þessum flóknu tímum og stóðst starfsfólk vinnuskólans vel þau markmið.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2010094 - Veitingarekstur í Gerðarsafni Listasafni Kópavogs

Frá forstöðumanni menningarmála, lögð fram til samþykktar drög að samningi við Reykjavík Roasters um veitingarekstur í Gerðarsafni. Bæjarráð frestaði málinu til næsta fundar þann 29. október sl.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2011256 - Reglur Kópavogsbæjar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundarstyrkja

Lagðar fram til samþykktar reglur um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar reglur.

Ýmis erindi

7.1901916 - Boðaþing 11-13, seinni áfangi hjúkrunarheimilis.

Frá heilbrigðisráðuneyti, lögð fram uppfærð drög að samningi vegna byggingar hjúkrunarheimilis í Boðaþingi ásamt fylgiskjölum.
Bæjarráð samþykkir að vísa samningnum til afgreiðslu bæjarstjórnar með bókun í fylgiskjali 3 svo breyttri.

Bókun bæjarráðs:
Kópavogsbær lýsir yfir ánægju með að samningar um stækkun hjúkrunarheimilis að Boðaþingi skuli vera að takast en vill þó árétta, með vísan til bókunar svo breyttri í fylgiskjali 3 með samningi, að málefni aldraðra eru á hendi ríkisins og þar með talinn rekstur hjúkrunarheimilisins. Kópavogsbær er eftir sem áður reiðubúinn að standa við að greiða 15% hluta byggingarkostnaðar. Aukinheldur leggur Kópavogsbær til lóð að verðmæti um 200 m.kr. undir hjúkrunarheimilið. Þá mun nýja hjúkrunarheimilið tengjast þjónustumiðstöð sem þegar hefur verið byggð og kostuð af Kópavogsbæ við fyrri áfanga þess. Þar sem skipulag svæðisins liggur fyrir er ekkert að vanbúnaði að hefja uppbyggingu nú þegar.“

Ýmis erindi

8.2011120 - Hreinsun strandlengjunnar.

Frá Veraldarvinum, dags. 5. nóvember, lagt fram erindi um þátttöku Kópavogsbæjar í umhverfisverkefninu Strandverðir Íslands sem felur í sér að strendur landsins verði hreinsaðar fram til ársloka 2025.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið.

Ýmis erindi

9.2001260 - Málefni skíðasvæðanna

Frá SSH, lögð fram afgreiðsla af fundi SSH frá 2. nóvember um málefni skíðasvæðanna ásamt fylgigögnum.
Lagt fram.

Gestir

  • Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæðanna - mæting: 08:15
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15
  • Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH - mæting: 08:15

Ýmis erindi

10.2011049 - Yfirlýsing baráttuhóps smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu

Frá baráttuhópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu, dags. 3. nóvember, lögð fram yfirlýsing og krafa um sértæk úrræði stjórnvalda vegna áhrifa heimsfaraldursins á rekstur í ferðaþjónustu.
Lagt fram.

Bókun:
"Óska eftir að tekið verði saman yfirlit yfir þau fyrirtæki sem eru í ferðaþjónustu og með aðsetur í Kópavogi og hvað þessi fyrirtæki borguðu í fasteignagjöld á árinu 2020 og hver áætluð fasteignagjöld verða á árinu 2021."
Pétur Hrafn Sigurðsson

Ýmis erindi

11.2011139 - Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 5. nóvember, lögð fram til umsagnar þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar (þingmannatillaga).
Lagt fram.

Ýmis erindi

12.2011080 - Til umsagnar. Drög að reglum um eyðingu námsmatsgagna afhendingaskyldra aðila

Frá Þjóðskjalasafni Íslands, dags. 3. nóvember, lögð fram til umsagnar drög að reglum um eyðingu námsmatsgagna afhendingarskydra aðila.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu sviðsstjóra menntasviðs og héraðsskjalavarðar.

Fundarger?

13.2011005F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 303. fundur frá 05.11.2020

Fundargerði í 9 liðum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundarger?

14.2010017F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 79. fundur frá 22.10.2020

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundarger?

15.2009022F - Lista- og menningarráð - 119. fundur frá 05.11.2020

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Fundarger?

16.2010028F - Menntaráð - 69. fundur frá 03.11.2020

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2011150 - Fundargerð 94. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 19.06.2020

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2011151 - Fundargerð 95. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 25.09.2020

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2011152 - Fundargerð 96. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 23.10.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

20.2010015F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 133. fundur frá 27.10.2020

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram og kynnt.
  • 20.2 2010519 Hætta við gatnamót Melgerðis og Vallargerðis, að Suðurbraut
    Lagt fram erindi frá Dubravku Laufey Milkevic varðandi hættu sem skapast á gatnamótum Melgerðis og Vallargerðis að Suðurbraut sökum þess að það vantar gangbrautir og ekki er biðskylda. Hægri réttur er við gatnamót út frá einstefnugötum Vallargerðis og Melgerðis inn á Suðurbraut dagsett 27. ágúst 2020. Í erindi fylgja myndir. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 133 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að afnema hægri rétt frá Melgerði og Vallargerði inn á Suðurbraut og sett verði upp biðskylda. Gangbraut verði sett yfir Melgerði og Vallargerði meðfram Suðurbraut. Kostnaðarliðum vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundarger?

21.2010027F - Ungmennaráð - 20. fundur frá 04.11.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

22.2009438 - Fundargerð 73. fundar velferðarráðs

Fundargerð í 13 liðum.

Erindi frá bæjarfulltrúum

23.2011212 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um upplýsingagjöf vegna myndavélavöktunar í grunnskólum

Frá bæjarfulltrúa Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, óskað er eftir upplýsingum um hvort reglur um notkun myndavélakerfa séu aðgengilegar á vef bæjarins og þeirra grunnskóla sem við á, og með hvaða hætti kynning á upplýsingum um myndavélakerfi, notkun þess og reglur, fyrir foreldrum, nemendum og starfsfólki hefur farið fram.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

24.2011250 - Tillaga bæjarfulltrúa Pírata, BF Viðreisnar og Samfylkingar um stofnun stýrihóps um íbúasamráð

Tillaga frá bæjarfulltrúum Pírata, BF Viðreisnar og Samfylkingar um að bæjarráð samþykki að stofna stýrihóp um íbúasamráð. Auk starfsfólks skuli vera fulltrúi frá hverjum flokki sem eigi fulltrúa í bæjarstjórn. Stýrihópurinn hafi það hlutverk að móta meginreglur um íbúasamráð, sbr. handbók Sambands íslenskra sveitarfélaga um íbúasamráð í sveitarfélögum og þáttöku íbúa.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar bæjarstjóra.

Fundi slitið - kl. 10:39.