Bæjarráð

3017. fundur 01. október 2020 kl. 08:15 - 09:43 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1710516 - Lýðheilsustefna: innleiðing

Frá verkefnastjóra lýðheilsumála, dags. 25. september, lögð fram tillaga um að Hressingarhælið verði Lýðheilsuhús þar sem áhersla verði lögð á fræðslu og færniþjálfun er lítur að andlegri vellíðan, ásamt samantekt frá stýrihópi lýðheilsu vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um að Hressingarhælið verði Lýðheilsuhús/Geðræktarhús þar sem lögð verði áhersla á fræðslu og færniþjálfun er lýtur að andlegri vellíðan.

Gestir

  • Anna Elísabet Ólafsdóttir verkefnastjóri lýðheilsumála - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2009723 - Hlíðarsmári 3, Café Atlanta ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um Cafe Atlanta

Frá lögfræðideild, dags. 29. september, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 25. september, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Café Atlanta ehf., kt. 700112-0390, um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Hlíðasmára 3, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn sem umsagnaraðili staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2008315 - Verðkönnun vegna vottunarþjónustu ISO 9001 stjórnunarkerfi gæða

Frá gæðastjóra, dags. 22. september, lagðar fram niðurstöður verðkönnunar vegna vottunar á stjórnunarkerfi gæða hjá Kópavogsbæ í samræmi við ISO 9001 staðalinn. Lagt er til að tilboði BSI á Íslandi ehf. verði tekið og gerður samningur til fjögurra ára.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við BSI á Íslandi ehf.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2004314 - Framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum í Kópavogi árin 2019-2022

Frá barnaverndarnefnd, lögð fram framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum árin 2019-2022 sem var samþykkt á fundi barnaverndar þann 22. apríl sl. og vísað til bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar velferðarráðs og ungmennaráðs á fundi sínum þann 7. maí sl. Ungmennaráð og velferðarráð veita áætluninni jákvæða umsögn og gera engar athugasemdir.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

5.2009731 - Ályktun frá Íslandsdeild ICOM um stöðu Listasafns Kópavogs

Frá stjórn ICOM, Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna, dags. 23. september, lagt fram erindi um stöðu Gerðarsafns.
Lagt fram.

Ýmis erindi

6.2009644 - Óskað eftir afstöðu Kópavogsbæjar um hugsanlega breytingu á heilbrigðiseftirlitssvæðum

Frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, dags. 22. september, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir afstöðu Kópavogsbæjar um mögulegar breytingar á heilbrigðiseftirlitssvæðum.
Bæjarráð frestar erindinu.

Ýmis erindi

7.2009730 - Styrkbeiðni vegna starfsemi Taekwondo félags Kópavogs

Frá Taekwondo félagi Kópavogs, lagt fram erindi um styrk til starfseminnar.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar menntasviðs.

Fundargerð

8.2009025F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 300. fundur frá 24.09.2020

Fundargerð í 12 liðum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

9.2009439 - Fundargerðir Barnaverndarnefndar

Fundur 110.
Frestað til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

10.2009783 - Fundargerð nr. 887 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.08.2020

Fundargerð í 28 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2009696 - Fundargerð 327. fundar stjórnar Strætó frá 04.09.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2009438 - Fundargerðir Velferðarráðs

Fundur nr. 70.
Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 09:43.