Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.1912312 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Tillaga að breytingu á Vífilstaðalandi, þróunarsvæði B.
Skipulagsstjóri kynnir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra frá 2. september vegna málsins.
Gestir
- Birgir Sigurðsson skipulagsstjóri - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.2009250 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að Borgarlínan verði rædd í bæjarráði
Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, ósk um að Borgarlínan verði rædd í bæjarráði
Gestir
- Hrafnkell Á. Proppe verkefnastjóri Borgarlínu - mæting: 10:05
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.1810930 - Kríunes. Óskað eftir að lögð verði ný kaldavatnslögn að Kríunesi
Frá bæjarritara og sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 4. september, lögð fram umsögn um beiðni f.h. Kríuness hótels um að lögð verði ný kaldavatnslögn að Kríunesi þar sem eldi lögn annar ekki þörf hótelsins fyrir kalt vatn. Einnig óskað heimildir fyrir fráveitulögn fyrir skolp frá hótelinu inn á aðalfráveitu bæjarins.
Gestir
- Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:48
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.1812353 - Kársnesskóli við Skólagerði - Hönnun
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 24. ágúst, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði byggingu Kársnesskóla við Skólagerði. Bæjarráð frestaði erindinu til frekari rýni á fundi sínum þann 25. ágúst sl. og óskaði eftir minnisblaði um uppgjör vegna hönnunar Mannvits á forsendum útboðsins. Lagt fram minnisblað lögfræðideildar og sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 4. september, um stöðu mála við hönnun og útboð skólans.
Gestir
- Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur - mæting: 11:00
- Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 11:00
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.2009055 - Markavegur 7, afturköllun lóðarúthlutunar.
Frá bæjarlögmanni, dags. 7. september, lagt fram erindi þar sem lagt er til að úthlutun lóðarinnar Markavegar 7 verði afturkölluð þar sem lóðagjöld hafa ekki verið greidd þrátt fyrir ítrekun þar um.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
6.2009056 - Markavegur 8, afturköllun lóðarúthlutunar.
Frá bæjarlögmanni, dags. 7. september, lagt fram erindi þar sem lagt er til að úthlutun lóðarinnar Markavegar 8 verði afturkölluð þar sem lóðargjöld hafa ekki verið greidd þrátt fyrir ítrekun þar um.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
7.2002515 - Skíðaskáli Lækjarbotnum. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts
Frá lögfræðideild, dags. 3. september, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Skíðadeild Víkings um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 1.043.746,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
8.2005645 - Tillaga Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að farið verði í átak til að hreinsa umhverfið á Kársnesinu
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 24. ágúst, lögð fram umsögn um tillögu úr bæjarráði um að farið yrði í átak í að laga til og hreinsa umhverfið á Kársnesi í samvinnu við fyrirtæki og íbúa á svæðinu. Einnig lagt fram minnisblað umhverfisfulltrúa vegna málsins.
Ýmis erindi
9.2009033 - Styrkbeiðni vegna rekstur Aflsins 2021
Frá Aflinu, samtökum gegn kynferðis og heimilisofbeldi, dags. 19. ágúst. lögð fram beiðni um styrk til starfsemi félagsins fyrir árið 2021.
Ýmis erindi
10.2009140 - Umsókn um leyfi fyrir tívolí
Frá Taylor's tivoli Iceland, dags. 4. september, lögð fram umsókn um leyfi til að mega vera með tívolí á bílastæði sunnan megin við Fífuna í 2 til 3 vikur frá og með með þeim tíma sem leyfisveiting fæst. Einnig lagður fram tölvupóstur frá Breiðablik vegna málsins ásamt frekari upplýsingum um fjölda tækja, stærð, staðsetningu, bílastæði o.fl.
Fundargerðir nefnda
11.2009054 - Fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 31.08.20
Fundargerð
12.2008037F - Menntaráð - 65. fundur frá 01.09.2020
Fundargerðir nefnda
13.2008003F - Skipulagsráð - 81. fundur frá 07.09.2020
Fundargerð í 20 liðum.
13.5
2005626
Tillaga frá Pírötum, BF Viðreisn og Samfylkingunni um íbúaknnun og árangursmat. Niðurstöður íbúakönnunar í Glaðheimahverfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 81
Lagt fram og kynnt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
13.7
2002329
Dalvegur 20-28. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 81
Skipulagsráð samþykkir erindið með áorðnum breytingum dags. 25. ágúst 2020 með 5 atkvæðum og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Einar Örn Þorvarðarson sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
13.8
2002330
Dalvegur 30. Deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 81
Skipulagsráð samþykkir erindið með áorðnum breytingum dags. 25. ágúst 2020 með 4 atkvæðum og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson og Bergljót Kristinsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
13.10
1903010
Traðarreitir. B29. Breytt aðalskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 81
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi ásamt umsögnum í greinargerð dags. 2. september 2020. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.
13.11
1901024
Traðarreitir. Reitur B29. Deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 81
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi ásamt umsögnum í greinargerð dags. 2. september 2020. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.
13.13
2008415
Kársnesbraut 17. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 81
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
13.15
2007070
201 Smári. Lóðir A03 og A04. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 81
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
13.16
2005174
Auðbrekka 9-11. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 81
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með 5 atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Helga Hauksdóttir og Kristinn Dagur Gissurarson sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
13.18
2005168
Nýbýlavegur 2-12. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 81
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
13.19
1911155
Akrakór 8. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 81
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með 6 atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarsjórnar.
Bergljót Kristinsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
13.20
2002263
Álfhólsvegur 37. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 81
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með 5 atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Einar Örn Þorvarðarson greiðir atkvæði gegn tillögunni.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
Bókun frá Einari Erni Þorvarðarsyni:
"Viðbyggingin sem fyrirhuguð er á Álfhólsvegi 37 sem er í grónu hverfi og með landhalla til norðurs, eykur neikvæð áhrif á lóðir húsa við Löngubrekku 33 og 35 er varðar innsýni, skuggavarp.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Gestir
- Sigrún María Kristinsdóttir verkefnastjóri íbúatengsla - mæting: 09:10
- Þóra Ásgeirsdóttir Maskínu - mæting: 09:10
- Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri - mæting: 09:10
Fundargerðir nefnda
14.2009070 - Fundargerð nr. 886 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.08.20
Fundi slitið - kl. 11:43.