Bæjarráð

3011. fundur 20. ágúst 2020 kl. 08:15 - 13:16 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson varamaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2004555 - Arnarnesvegur, síðasti áfangi.

Yfirferð á stöðu Arnarnesvegar.
Lagt fram.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15
  • Erna B. Hreinsdóttir, Vegagerðinni - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2008685 - Fjárhagsáætlun, staða framkvæmda 2020.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 18. ágúst, lagt fram erindi um stöðu stofnframkvæmda.
Lagt fram.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2006941 - Vesturvör. Umsókn um lóð undir menningar, afþreyingar, matar og listastarfsemi á Kársnesi

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 12. ágúst, lögð fram umsögn um umsókn Nature Experiences um lóð að Vesturvör undir menningar-, afþreyingar-, matar- og listastarfsemi.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu að svo stöddu með vísan til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs og stöðu skipulags svæðisins.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2008738 - Sex mánaða uppgjör Kópavogsbæjar 2020

Frá fjármálastjóra, lagt fram sex mánaða uppgjör.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.17081672 - Skilmálar vegna yfirdráttarheimildar veltureiknings

Frá fjármálastjóra, dags. 13. ágúst, lagðir fram til samþykktar skilmálar vegna yfirdráttarheimildar á veltureikningi hjá Landsbankanum hf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða skilmála.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2008065 - Óskað er eftir samantekt á ráðgjafareikningum er varðar stefnumótun Kópavogsbæar.

Frá bæjarritara, dags. 18. ágúst, lagt fram svar við fyrir fyrirspurn um samantekt ráðgjafarreikninga tengt stefnumótun Kópavogsbæjar sem barst í bæjarráði þann 6. ágúst sl.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2008531 - Þýðing á skýrslu OECD

Frá bæjarritara, dags. 18. ágúst, svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa um þýðingu á skýrslu OECD.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.1701668 - Stefnumótun Kópavogsbæjar - Heimsmarkmiðavísitala

Frá verkefnastjóra stefnumótunar, lögð fram til samþykktar tillaga að heimsmarkmiðavísitölu Kópavogs. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum þann 2. júlí sl.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Auður Finnbogadóttir - mæting: 10:35
  • Jakob Sindri Þórsson - mæting: 10:35
  • Pétur Illugi Einarsson - mæting: 10:35

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.1701668 - Stefnumótun Kópavogsbæjar

Frá verkefnastjóra stefnumótunar, dags. 18. ágúst, lögð fram vinnudrög stefnumarkandi áætlana.
Lagt fram.

Gestir

  • Auður Finnbogadóttir

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.2006834 - Útboð - Félagsleg heimaþjónusta

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs og deildarstjóra öldrunarþjónustu, dags. 18. ágúst, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar til að bjóða út í opnu útboði félagslega heimaþjónustu í formi ræstinga í heimahúsum notenda.
Hjördis Ýr Johnson vék af fundi kl. 12:42 og tók Ármann Kr. Ólafsson sæti á fundinum.

Bæjarráð samþykkir heimild til útboðs á félagslegri heimaþjónustu í formi ræstinga í heimahúsum notenda.

Ýmis erindi

11.2008063 - Óskað er eftir minnisblaði frá endurskoðendum Kópavogsbæjar er varðar þá hefð að gjaldfæraeignfæra ónýttar fjárheimildir ársins

Frá PWC, dags. 18. ágúst, lagt fram minnisblað varðandi þá hefð að gjaldfæra/eignfæra ónýtta fjárheimildir ársins sem óskað var eftir frá endurskoðendum bæjarins á fundi bæjarráðs þann 6. ágúst sl.
Fundarhlé hófst kl. 11:45, fundi fram haldið kl. 11:56

Lagt fram.

Ýmis erindi

12.2008519 - Ósk um aðkomu Kópavogsbæjar að húsnæðismálum HSSK

Frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, dags. 14. ágúst, lagt fram erindi með ósk um aðkomu bæjarins að húsnæðismálum félagsins á Kársnesi.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarastjóra til viðræðna við HSSK.

Ýmis erindi

13.2004594 - Lækkun mánaðarlegra greiðslna v. útgjaldajöfnunar og framlaga v. lækkunar tekna af fasteignaskatti

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 4. ágúst, lögð fram leiðrétt áætlun vegna framlaga til sveitarfélaga vegna jöfnunar á tekjutapi vegna tekna af fasteignaskatti 2020.
Lagt fram.

Ýmis erindi

14.20051001 - Minnkandi starfshlutfall - Atvinnuleysi. Upplýsingar frá Vinnumálastofnun

Frá Vinnumálastofnun, dags. 17. ágúst, lagt fram til upplýsinga erindi með yfirliti yfir nýtingu hlutabótaleiðar eftir landshlutum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2007002F - Skipulagsráð - 80. fundur frá 17.08.2020

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.
  • 15.13 2007819 Naustavör 52-58. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts dags. 23. júní 2020 fh. lóðarhafa Naustavarar 52-58. Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi sem heimilar fjölgun íbúða í húsinu úr 44 í 45. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 26. júní 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 80 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 15.14 2007569 Birkigrund 60. Ósk um stækkun lóðar.
    Lögð fram tillaga lóðarhafa Birkigrundar 60 að breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst að annarsvegar stækki lóðin um 2 metra í norður og vestur inn á sameignarlóð og hinsvegar eru tillögur að byggingarreitum fyrir bílgeymslur fyrir Birkigrund 60 og 64. Þá lagðar fram skýringarmyndir og undirritað samþykki lóðarhafa Birkigrundar 56-74. Niðurstaða Skipulagsráð - 80 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 15.15 2008277 Ekrusmári 6. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Ekrusmára 6 dags. í júlí 2020 þar sem óskað er eftir að breyta einbýlishúsi á lóðinni í tvíbýlishús með tveimur fastanúmerum. Eftir breytingu verður íbúð á efri hæð um 165 m2 með bílskúr en íbúð á neðri hæð rúmlega 60 m2. Þá lögð fram skýringarmynd ásamt undirrituðu samþykki lóðarhafa í gennd, að hluta.

    Niðurstaða Skipulagsráð - 80 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.2008297 - Bæjarfulltrúi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir óskar eftir upplýsingagjöf og umræðu um hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú í ljósi úrskurðar kærunefndar útboðsmála um ógildingu hennar

Frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur bæjarfulltrúa, óskað er eftir upplýsingagjöf og umræðu um hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú í ljósi úrskurðar kærunefndar útboðsmála um ógildingu hennar.
Lagt fram.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:35

Erindi frá bæjarfulltrúum

17.2008064 - Innri endurskoðun Kópavogsbæjar. Tillaga um að Kópavogsbær taki upp innri endurskoðun á starfsemi sinni og að bæjarráð samþykki útboðverðkönnun á innri endurskoðun.

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 4. ágúst 2020, lögð fram tillaga um að Kópavogsbær taki upp innri endurskoðun á starfsemi sinni og að bæjarráð samþykki útboð/verðkönnun á innri endurskoðun. Bæjarráð samþykkti að fresta erindinu á fundi sínum þann 6. ágúst sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að setja upp valkosti sem tengjast innri endurskoðun hjá Kópavogsbæ sem hann leggur fyrir bæjarráð.

Fundi slitið - kl. 13:16.