Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.2005757 - Breytingar á reglum um útleigu félagslegra leiguíbúða
Tillögur lögfræðings velferðarsviðs að breytingum á reglum um úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis lagðar fram til afgreiðslu. Velferðarráð samþykkti framlagðar breytingar á reglum fyrir sitt leyti. Lögfræðingi velferðarsviðs var falið að gera breytingar á 17. og 20. grein til samræmis við umræður og leggja málið að því loknu fyrir bæjarráð til afgreiðslu. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar á fundi sínum þann 28. maí sl.
Gestir
- Ása Arnfríður Kristjánsdóttir lögfræðingur - mæting: 08:15
- Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsvið - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.2003639 - Viðbrögð við Covid-19 faraldrinum
Tillögur menntasviðs vegna áhrifa af Covid 19 um lækkun leigugreiðslna vegna samninga um húsaleigu annars vegar og framlög til einkaleikskóla og leiðréttingu á gjöldum foreldra barna á einkareknum skólum hins vegar.
Gestir
- Sindri Sveinsson rekstrarstjóri menntasviðs - mæting: 08:45
- Jón Júlíusson deildarstjóri íþróttadeildar - mæting: 08:45
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.2004465 - Markavegur 7. Umsókn um lóð undir hesthús
Frá bæjarlögmanni, dags. 2. júní, lögð fram umsókn um lóðina Markarveg 7 frá S8 ehf., kt. 661005-1490. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.2006078 - Markavegur 8. Umsókn um lóð undir hesthús
Frá bæjarlögmanni, dags. 2. júní, lögð fram umsókn um lóðina Markarveg 8 frá S8 ehf., kt. 661005-1490. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.1609996 - Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi
Frá íþróttaráði, lögð fram drög að nýrri 2. mgr. 9. gr. samstarfssamnings milli Kópavogsbæjar og Samstarfsvettvangs Íþróttafélaga í Kópavogi: "Í samræmi við 11. gr. laga SÍK þar sem fram kemur að starfsmenn íþróttadeildar Kópavogs og fulltrúi íþróttaráðs hafa rétt til þingsetu með málfrelsi og tillögurétt þá skulu þessir aðilar einnig boðaðir á stjórnarfundi SÍK þar sem þeir njóta sömu réttinda og á ársþingi SÍK. Boðun framangreindra aðila á stjórnarfund SÍK er háð því skilyrði að Kópavogsbær tilnefni með skriflegum hætti til SÍK hvaða aðilar eru fulltrúar Kópavogsbæjar hvað þetta varðar."
Íþróttaráð lagði til við bæjarráð á þessi breyting yrði samþykkt og Kópavogsbær tilnefni fulltrúa í stjórn SÍK. Bæjarráð frestaði málinu á síðasta fundi.
Ýmis erindi
6.2005653 - Fjármál sveitarfélaga í kjölfar COVID-19
Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 28. maí, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjármál sveitarfélaga í kjölfar áhrifa af Covid-19 faraldrinum sem skuli berast ráðuneytinu eigi síðar en 9. júní nk.
Ýmis erindi
7.20051211 - Aðalfundur Landkerfis bókasafna hf. 2020
Frá Landskerfi bókasafna, dags. 26. maí, lagt fram boð á aðalfund Landskerfis bókasafna sem haldinn verður þann 11. júní nk.
Ýmis erindi
8.20051226 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018, 838. mál.
Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 28. maí, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, notendaráð (stjórnarfrumvarp).
Fundargerðir nefnda
9.20051132 - Fundargerð 427 fundar stjórnar Sorpu bs. frá 18.05.2020
Fundargerð
10.2005018F - Ungmennaráð - 17. fundur frá 26.05.2020
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
11.2005645 - Tillaga Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að farið verði í átak til að hreinsa umhverfið á Kársnesinu
Frá umhverfisfulltrúa, dags. 2. júní, lagt fram minnisblað um tillögu um að farið verði í átak að laga til og hreinsa umhverfið á Kársnesinu í samvinnu við fyrirtæki og íbúa á svæðinu.
Fundargerðir nefnda
12.2005006F - Skipulagsráð - 77. fundur frá 02.06.2020
Fundi slitið - kl. 10:39.